Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 33
Kosningabaráttan í fsrael á suðupunkti
Netanyahu fordæmdur
fyrir ósvífínn áróður
Jerúsalem. Reuters.
ISRAELAR, sem misst hafa ást-
vini sína í sjálfsmorðsárásum
palestínskra öfgamanna, for-
dæmdu í gær Benjamin Netanya-
hu, forsætisráðherra Israels, fyrir
að nota þriggja ára gamlar myndir
af sprengjutilræði í strætisvagni í
kosningaáróðri sínum. Sögðu þeir,
að hann notfærði sér á óskammfeil-
inn hátt þjáningar þeirra, sem
ættu um sárt að binda, og beitti í
raun sömu brögðum og Hamas-
samtökin palestínsku,
Yitzhak Fi-ankenthal, formaður í
félagsskap foreldra, sem misst
hafa börn í sprengjutilræðum,
sagði í gær, að Netanyahu notfærði
sér á samviskulausan hátt hi-yðju-
verk Hamas-samtakanna í febrúar
og mars 1996 en þá týndu 57
manns lífí á átta dögum.
Frankenthal sagði, að Hamas-
samtökin hefðu með hermdarverk-
unum viljað koma í veg fyrir friðar-
ferlið og væri Netanyahu ber að því
að nota þau til að hræða almenning.
Talsmaður Ehuds Baraks, fram-
bjóðanda Verkamannaflokksins,
sagði, að það væri sorglegt hvað
forsætisráðherrann legðist lágt í
sjónvarpsáróðri sínum í von um að
endurheimta embættið.
Segir sigur Baraks jafngilda
auknum hermdarverkum
I sjónvarpsauglýsingunni, sem
sýnd var á sunnudag, eru notaðar
myndir af sprengjuárásum Hamas-
hreyfíngarinnar og er því haldið
fram, að hermdarverkin muni hefj-
ast á ný komist Barak til valda þar
sem hann sé ekki nógu fastur fýrir
í öryggismálum.
„Munið þið þetta? Munið þið
hver lofaði að stöðva þetta og efndi
það?“ spurði þulurinn í auglýsing-
unni þegar myndirnar af árásunum
voru sýndar. „Hvað gerði Barak til
að stöðva þessi hermdarverk?
Ekkert... Sannleikurinn er að
Israel er miklu öruggara land und-
ir stjórn Netanyahus."
Sprengjuárásir Hamas í febrúar
og mars 1996 stuðluðu að því að
Shimon Peres, þáverandi forsætis-
Barak líka í vanda
eftir að stuðnings-
maður hans kall-
aði Sefarda skríl
Reuters
AÐSTANDENDUR fdrnar-
lamba sem létust í sprengjutil-
ræði fyrir þremur árum mót-
mæltu því að Benjamín Net-
anyahu skyldi nota myndir af
ódæðisverkinu í kosninga-
róðri sínum.
ráðheira, missti 20 prósentustig
forskot á Netanyahu, sem notfærði
sér þær út í æsar í kosningunum í
maí 1996. Ráðgjafar Likud-flokks-
ins ráðlögðu honum að nota ekki
slíkar myndir í kosningabaráttunni
nú en Netanyahu hunsaði ráð
þeiiTa.
Hamas hélt sprengjuárásunum
áfram eftir að Netanyahu var kjör-
inn en hann segir að þeim hafi
fækkað um 70% á valdatíma hans.
Kallaði drjúgan hluta
kjósenda skríl
Ehud Barak, leiðtogi Verka-
mannaflokksins, hefur töluvert for-
skot á Netanyahu í skoðanakönn-
unum en hann varð fyrir áfalli um
helgina þegar vinsæl leikkona, sem
styður hann, lýsti Sefördum, gyð-
ingum, sem eiga ættir að rekja til
Miðausturlanda, sem skríl.
Netanyahu og fleiri ráðherrar
Likúd-flokksins veittust að Barak
vegna ummælanna, sem leikkonan
Tiki Dayan viðhafði á fundi leikara,
sem styðja Barak, þegar hún hvatti
til þess að Barak legði mesta
áherslu á að auka fylgi sitt meðal
Sefarda í kosningabaráttunni með
skýrum skilaboðum.
„Við erum að tala um annað fólk,
skiljið þið það ekki? Við erum að
tala um fólk sem hefur verið gert
að mikilvægasta fólkinu hér ... um
skrílinn, um fólkið sem segir: „Eg
myndi kjósa Bibi [Netanyahu]
jafnvel þótt hann væri Arafat,“„
sagði Dayan.
Barak, sem vai' á fundinum,
gagmýndi þessi ummæli eftir að
þeim var útvarpað á sunnudag og
fékk Dayan til að biðjast afsökun-
ar. Ummæli hennar komu á óvart
þar sem hún er sjálf Sefardi og
hefur oft leikið lágstéttarkonur.
Ummælin komu sér illa fyrir
Barak, sem hefur reynt að
tryggja sér atkvæði Sefarda með
því að biðjast afsökunar á þeim
órétti sem þeir voru beittir á
valdatíma Verkamannaflokksins
undir forystu Askenasa, sem hafa
lengi verið mun áhrifameiri í Isra-
el en Sefardar.
Minni hagvöxtur -
meira atvinnuleysi
Skoðanakannanir, sem birtar
voru í vikunni sem leið, benda til
þess að Barak hafí aukið forskot
sitt á Netanyahu vegna forsætis-
ráðheirakosninganna 17. maí og 1.
júní. Munurinn á fylgi þeirra er nú
um 8 prósentustig.
Barak leggur nú mikla áherslu á
að gagnrýna frammistöðu stjórnar-
innar í efnahagsmálum. Hagvöxt-
urinn hefur minnkað úr 4,5% í 2%
og atvinnuleysið aukist úr 6,5% í
8,7%. „Úr því 100.000 ísraelar hafa
misst vinnuna, hvers vegna ætti þá
Netanyahu að halda sinni?“ spurði
Barak í sjónvarpsauglýsingu.
Hugsanlega fyrstur manna til að klífa Everestfjall
Lík fjallgöngumanns
fínnst eftir 75 ár
Los Angeles, Wellington. Reuters.
LIK breska fjallgöngumannsins
George Malloi’y fannst á laugardag,
en hann hvarf ásamt samlanda sín-
um, Andrew Irvine, fyiir 75 árum
er þeir voru komnir langleiðina upp
á Everestfjall. Fundurinn hefur
kveikt að nýju vangaveltur um það
hvort Nýsjálendingurinn Edmund
Hillary, sem hefur verið talinn
fyrsti maðurinn til að komast á
topp þessa hæsta fjalls heims árið
1953, hafi, er allt kemur til alls, ver-
ið annar.
Að sögn samferðamanna þeirra
áttu Mallory og Irvine aðeins eftir
að klífa 274 metra eða minna, 8.
júní 1924, er skýjabólstrar um-
vöfðu þá á norðurhlið Everest. Síð-
an þá hafa rnenn velt því fyrir sér
hvort þeir, þó aðallega Mallory,
hafí náð toppnum áður en þeir
hurfu.
Það var svo ekki fyrr en 29 árum
síðar að Hillary og félagi hans,
Nepalbúinn Tenzing Norgay, slógu
heimsmet Mallory og Ii’vine og
gengu á toppinn.
Eric Simonson, einn af þeim ríf-
lega 750 mönnum sem komist
hafa á topp Everest, stýrir Mall-
ory og Irvine rannsóknaleið-
angrinum sem í eru fjallgöngu-
menn, sagnfræðingar, kvik-
myndagerðarmenn og jöklasér-
fræðingar sem leitast við að skera
úr um hvað í rauninni varð um
Mallory og Iivine.
Klæddur tvídfatnaði
og leðurskóm
Lík Irvines hefur ekki enn fund-
ist en lík Mallory fannst í 8.290
metra hæð í góðu ásigkomulagi
sem sérfræðingar þakka þurru og
köldu loftslagi á þessum 8.848
metra háa fjallstindi. Búkur Mall-
ory stóð uppúr snjónum á grýttum
jarðveginum er leiðangursmenn-
irnir komu auga á líkið, klætt tvíd-
fatnaði, í leðurskóm með reipi um
mittið.
Peter Potterfíeld, talsmaður
leiðangursins og styrktaraðili,
sagði engin tól hafa fundist hjá lík-
inu sem hugsanlega gætu skorið úr
um hvort þeir hafi náð toppnum, en
sagði ísöxi hafa komið í leitirnar
árið 1933 sem talin er hafa verið í
eigu In’ines. Potterfield sagði von-
ir bundnar við að myndavélar
þeirra fyndust en ljósmyndir einar
eru sagðar munu skera úr um
hvort Mallory og Irvine hafi verið
fyrstir til að klífa Everest.
Potterfield sagði líkið hafa verið
jarðsett á sunnudag að ósk fjöl-
skyldu Mallorys við athöfn leiðang-
ursmeðlima.
„Tilgangurinn með leiðangrinum
er ekki aðeins að finna líkin heldur
að meta hvaða möguleika þeir
höfðu á að ná toppnum árið 1924
við þær erfiðu aðstæður sem þá
voru, án þess að stigans nyti við,
sem komið var upp á ei-fiðasta
hjalla göngunnai- árið 1975,“ sagði
Potterfield.
Hillai-y sagði í gær að svo gæti
farið að ráðgáta þessi verði aldrei
leyst. Hann sagði það vel mögulegt
að Mallory og Irvine hefðu verið
fyrstir til en „án ljósmyndar til
sönnunai’ munum við aldrei komast
að hinu sanna í málinu".
Reuters
MERVE Kavakci með höfuðklútinn er hún mætti við þingsetningn.
Hún fór úr salnum án þess að sverja þingmannseiöiun.
Ecevit reynir
stj ór narmy ndun
í Tyrklandi
Ankara. Reuters.
BULENT Ecevit, leiðtoga Lýðræð-
islega vinstriflokksins í Tyrklandi,
var í gær falið að mynda stjórn í
landinu. Bendir flest til, að hann
neyðist til að staifa með erkifjend-
um sínum í Þjóðarflokknum en
hann er nú næststærsti flokkur á
þingi á eftir flokki Ecevits.
Líklegt er, að þriðji flokkurinn í
væntanlegi'i stjórn verði Föður-
landsflokkurinn en efnahagsstefna
flokkanna þriggja er svipuð. Allir
vilja þeir aukna einkavæðingu og
berjast gegn verðbólgunni, sem er
um 50% og atvinnulífinu í landinu
mikill íjötur um fót. Eitt brýnasta
viðfangsefni næstu stjórnar verður
þó að skera upp rándýrt og illa rek-
ið velferðarkerfið.
Nýkjörið þing í Tyrklandi kom
saman á sunnudag og varð þá nokk-
urt uppnám er Merve Kavakci, ein
þingkona íslamska velferðarflokks-
ins, mætti með íslamskan höfuð-
klút. Er hún fyrsta konan til að
gera það í 75 ára sögu hins verald-
lega, tyrkneska lýðveldis og var
þess krafist, að hún tæki af sér
klútinn eða hypjaði sig á brott. Tók
Kavakci síðara kostinn en hugsan-
legt er, að hún verði ákærð fyrir
undirróður.
Klippið miðann út og geymið !
Er barnið
þitt í uanda? |
Leitaðu liðsinnis í tíma.
FJÖLSKYLDUMIÐSTÖÐ I
fyrir börn í vanda
SIMI 511 1599