Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 45
f MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 45 og ára í Kosovo Morgunblaðið/RAX hans er átakanleg. Hún nær ekki i mánuði, heldur mörg ár. ii Zejnie, dætrum sínum Linditu og eiginkona hans og dóttir komu til tidi á leiðinni til Islands vegna veik- ejnie. inni, mörg þúsund manns í einni halarófu að landamærunum og kom- um í búðirnar í Blace. Við vorum heppin að við vorum einungis í 24 tíma á þessum hræði- lega stað. Meðferðin á okkur var ómanneskjuleg og þarna var ekki nein aðstaða til neins. Hvorki vatn né salerni. Konan mín og við öll vor- um örmagna og ég var hræddur um líf hennar, hún var svo illa farin. Að auki hafði hún svo miklar áhyggjur af því að dætrum okkar yrði nauðg- að, það lagðist mjög þungt á hana. Þessar 24 klukkustundir voru algert helvíti, en þetta voru jafnframt síð- ustu hræðilegu stundirnar því síðan gerðist kraftaverkið. Urðum manneskjur á ný Farið var með alla í flóttamanna- búðir NATO. Þegar við komum þangað fannst mér ég vera öruggur í fyrsta sinn í tíu ár. Brosandi her- menn frá ólíkum löndum aðildarríkja NATO tóku á móti okkur, afhentu okkur teppi og mat og fylgdu okkur í tjöldin okkar. Þetta var ólýsanleg stund og þegar þeir kvöddu okkur við tjaldið okkar buðu þeir okkur góða nótt. Þeir voru eins og englar og okkur leið svo ótrúlega vel. Það var eins og við værum endurfædd: við vorum orðnar manneskjur á ný,“ segir Haziri. Haziri segist vera fegnastur því að fjölskylda hans hafi lifað af, því hann hafi horft upp á mörg börn og konur örmagnast áður en þau komust í flóttamannabúðir NATO. Nú er fjölskyldan að aðlaga sig að lífinu hér á landi. Hún flytur von bráðar til Hafnarfjarðar, en fjögur af fimm börnum hans og eiginkona hans eru hér ásamt honum. Þeim eldri hefur öllum verið boðin vinna og munu væntanlega hefja störf innan skamms. Haziri segist hlakka til að byrja að vinna, hann myndi byrja á morgun ef hann gæti, enda hefur hann ekki unnið í mörg ár. Hann vill gera allt sem hann getur til að geta séð fyrir fjölskyldu sinni áný. f Fara velferð dýra og vél- rænn landbúnaður saman? UR svínabúi, en svfnarækt er vélræn atvinnugrein. Tortryggni á vélræna landbúnaðarframleiðslu gætir hér eins og víðar, að því er fram kom í samtölum Sigrúnar Davíðsdóttur við dýra- lækni, bændur, næring- -------------------7--- arfræðing og fleiri. Is- lenskur landbúnaður glímir þó ekki við sömu vandamál og landbúnað- ur erlendis. HOLLUSTA, dýraverndun- arsjónarmið, hagkvæmni pg ímyndin um vistvænt ísland eru allt atriði, sem ber á góma þegar spurt er hvort ástæða sé til tortryggni gagnvart vél- væðingu íslensks landbúnaðar, meðal annars í ljósi umræðna um mjaltavél- menni í íslenskum fjósum. „Tæknin hefur aukist og búin stækkað í íslenskum landbúnaði und- anfarin 40 ár,“ segir Ari Teitsson, forseti Bændasamtakanna, og leggur áherslu á að það þurfi að hugsa hvert skref í aukinni vélvæðingu. Hollusta lífrænna afurða umfram venjulegar afurðir er ekki sönnuð, en aukin áhersla á velferð dýra getur stangast á við sjónarmið um aukna hagræð- ingu eins og þá sem felst í stón’ekstri. Spurningin er hvort vélrænn land- búnaður sþangast á við ímyndina um vistvænt ísland. En fyrir neytendur gæti lausnin verið betri merkingar, svo allir geti valið sér vöru á sínum kjörforsendum, hvort sem það er verð eða uppruni. Gætum væntanlega ekki greint muninn „Frá íslenskum sjónarhóli er svo lítill munur á íslenskum, lífrænum af- urðum og öðrum að við gætum vænt- anlega ekki greint muninn,“ segir Laufey Steingrímsdóttir, næringar- fræðingur hjá Manneldisráði, og bendir á að á íslandi megi ekki nota vaxtarhvetjandi efni og reglur um notkun fúkkalyfja séu strangar. Laufey álítur að það séu fremur um- hverfissjónarmið en hollustusjónar- mið, sem hér skipti máli. Jón Magnússon, varaformaður Neytendasamtakanna, segir samtök- in ekki hafa neitt við vélræna fram- leiðslu að athuga, ef ekki liggur fyrir að úr henni fáist verri afurðir eða að hún sé andstæð dýravemdunarsjón- armiðum, enda sé tæknileg framþró- un líkleg til að lækka verð til neyt- enda. í íslenskri umræðu er oft talað jöfnum höndum um lífrænan og vist- vænan landbúnað. Lífræn viðmiðun er misjöfn eftir því hvaða greinar landbúnaðar er um að ræða, en felur almennt í sér að ekki eru notuð fúkkalyf, tilbúinn áburður, eða vaxta- aukandi efni og tillit tekið til eðlilegra lífshátta dýranna, svo eitt- hvað sé nefnt. Bændasamtökin hafa hins vegar haldið á lofti vistvænum landbúnaði, sem er íslensk útgáfa líf- ræna hugtaksins og fylgir lífrænu skilgreiningunni, sem að sögn Lauf- eyjar Steingrímsdóttur er erfitt að framfylgja út í ystu æsar. Á íslandi er notkun vaxtaaukandi efna bönnuð og strangar hömlur á notkun fúkka- lyfja og efnanotkun hafa ekki verið vandamál hér líkt og í afkastamiklum landbúnaðariðnaði í til dæmis Hollandi. Dýraverndunarsjónarmið ekki einhlít gegn vélframleiðslu I stórtækum landbúnaði eins og þeim hollenska er notkun vélvæddra fjósa að ryðja sér til rúms. Um er að ræða fjós, þar sem vélmenni sér um mjaltir og tölvur fylgjast nákvæm- lega með nyt hverrar kýr, fóðrun og annarri umönnun. Ólafur Jónsson, dýralæknir hjá Mjólkursamlagi KEA, segist hafa séð slík tæki á sýningum undanfarin ár. Mjaltavélmenni séu að sínu mati raunhæfur möguleiki í stór- um fjósum, en þó hann segist ekki hafa kynnt sér málið til hlítar hafi hann ýmsar efasemdir um notagildið við íslenskar aðstæður. „í húsum með þennan búnað ganga kýrnar ekki á beit, heldur úti í gerði við fjósin," segir Ólafur. „Hér eru kýr reknar á beit á sumrin, en með þess- um hætti sé eg ekki annað en að það yrði lagt af. í Noregi og Svíþjóð er til að kýr séu ekki hafðar á beit og þai’ er einmitt rekinn áróður fyrir beit, meðal annars af því að neytendur hafa ákveðnar hugmyndir um að kýr eigi að vera á beit.“ Ólafur leggur áherslu á að hinn mannlegi þáttur í sambandi bónda og grips skipti líka máli. „Hér erum við að tala um tæknivæddan búskap, þar sem mannshöndin kemur hvergi næm. Yið mjaltatækni ráðleggjum við rólegt umhverfi og að kúnum sé klórað eða kembt, því það ýtir undir nytina." Ólafur segir að enn sé lítil reynsla komin á mjaltavélmenni erlendis, en ákveðnar vísbendingar séu um að mjaltir með vél- mennum gefi ekki síðra júgurheilbrigði, vélmennin mjólka ekki tóman spena. En Ólafi er ímynd íslensks landbúnaðar einnig ofarlega í huga. Með mjaltavélmennum væri íslensk- ur landbúnaður kominn með sömu ímynd og hátæknivæddur landbúnað- ur erlendis. Tilfinningagildi er einnig til staðar. „Það er stórkostleg sjón að sjá kúnum hleypt út á vorin,“ minnir Ölafur á, „og fallegt að sjá sælar kýr jórtra í túninu." Aðalatriðið að ofbjóða ekki jarðveginum Imyndin er Jóni Gíslasyni, nauta- bónda á Hálsi í Kjós, einnig ofarlega í huga, en hann segir aðstæður á Is- landi alls ekki sambærilegar við það sem gerist erlendis. „Vistvænn land- búnaður hefur aldrei verið skil- greindur, en felur í sér að öllum skepnum líði vel, að ekki séu notaðir hormónar eða fúkkalyf og þá má segja að íslenskur landbúnaður al- mennt sé vistvænn. Við höfum líka betra pláss, betra loft og betri haga,“ segir Jón. „Vandamálið er að fólk hefur á tilfinningunni að tilbúinn áburður sé eiturefni, framleitt í verk- smiðju, en það er auðvitað fjarri lagi. Hér er um að ræða næringarefni í heppilegum hlutföllum. Aðalatriðið er að ofbjóða ekki jarðveginum mörgum sinnum á ári og slíkt þekkist ekki hér.“ Jón var sjálfur með kúabú þar til fyrir tveimur árum og segist ekki trú- aður á að mjólkurvélmenni nýtist á Is- landi, bæði af því að um sé að ræða dýr tæki og eins af því að íslenska kúakynið sé ekki nytmikið. Ólafur Jónsson dýralæknir tekur í sama streng og segir að íslenskar kýr hafi aðeins hálfa nyt á við til dæmis hol- lenskar mjólkurkýr. „Ég er ekkert hræddur við dýra- verndunarumræðuna, ef hún er rek- in á skynsamlegum forsendum," seg- ir Kristinn Gylfi Jónsson, formaður Svínaræktarfélagsins. „Búskapurinn gengur ekki, ef dýrunum líður illa. Það er því engin mótsögn í hagræð- ingarsjónarmiðum og landbúnaði, sem tekur til- lit til dýraverndunarsjón- armiða.“ Kristinn Gylfi bendir á að það fáist ekki betra kjöt þó grísinn gangi laus úti í haga og róti með trýninu, en í vel reknu svínabúi. Það sé heldur ekki endilega dýravernd að láta svín ganga úti í íslenskri veðráttu. Byggðasjónarmið og vélvæddur landbúnaður „Öll rök fyrir vélvæddri fram- leiðslu sem slíkri eru jafn góð, en henni fylgja færri menn og fleiri vél- ar og það er neikvætt,“ segir Ari Teitsson og minnir á að það sé einnig mikill þrýstingur á bændur að lækka kostnaðinn. Erfiðleikar við að útvega fólk til vinnu við landbúnað eru að mati Ara rök fyrir vélvæðingu. Sum kúabú séu orðin svo stór að fjöl- skyldan ráði ekki við það með hófleg- um vinnutíma að reka búið. Með auk- inni atvinnu hafi bændur glögglega fundið fyrir því undanfarin ár að erf- iðara sé að fá fólk til að vinna við landbúnað. „Þegar ég var að fermast 1965 vor- um við 25 hér á hlaðinu, reyndar einnig aðkomukrakkar, en nú erum við fjögur í sömu störfum með helm- ingi stærra bú,“ segir Jón Gíslason. Að hans mati vill fólk hvorki vinna lengur í landbúnaði né fiskvinnslu vegna kaupsins og ekki þýði lengur að vera með ki’akka, því það sé ein- faldlega hættulegt að vera með óvant fólk. Það sé hins vegar enginn vandi að fá gott vinnuafl frá nágrannalönd- unum. Vélvæðingin er staðreynd, hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Merkingar - leið neytandans til að velja Á Norðurlöndum og víðar eru merkingar matvæla orðnar nokkuð nákvæmar hvað varðar uppruna og meðferð. Kristinn Gylfi segir stefna í það sama hér, enda æ meira um að neytendur vilji vita uppruna vöru og aðstæður í kringum tilurð hennar. „Lífræn ræktun er mjög þörf og góð fyrir þau. 15-20 prósent neytenda, sem ímynda sér að slík vara sé betri. En sá hópur á ekki að ráða ferð- inni,“ segir Jón Gíslason. Það er ekkert sem bendir til að íslenskur landbúnaður glími við sömu vandamál og landbún- aður í löndum eins og Hollandi og Danmörku, þar sem háiðnaðarbrag- ur og efnanotkun hefur grafið undan trú neytenda á hollustu afurðanna. Betri upplýsingar til neytenda og vandaðar merkingar ættu að vera keppikefli bænda jafnt sem neyt- enda. Bændur geta þá bent á kosti vörunnar og neytendur valið þá vöru, sem þeir álíta besta og sem fellur best að þeirri ímynd, sem þeir hafa af því hvernig landbúnaður eigi helst að vera. Hollusta lífrænna vara ekki sönnuð íslenskar aðstæður ekki sambærilegar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.