Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 63
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 6^
slöku við saumaskapinn urðu þarna
til mörg listaverkin er sýndu hinn
þjóðlega metnað er konur hafa til
þess að halda við hinni dýrmætu
listsköpun á heimilunum.
Við Margrét áttum því láni að
fagna að eiga Unni og Gunnar að
ferðafélögum í áraraðir. Fyrsta ut-
anlandsferðin er mér sérstaklega
minnisstæð vegna þess að þá var
ákveðið að fara á Olympíuleikana
er fram skyldu fara í London 1948.
Allfjölmennur hópur íþróttamanna
fór héðan til þátttöku í leikunum.
Var ákveðið að við færum með m.s.
Esju er sigldi þá sumarlangt til
Skotlands. En ástæðan fyrir því var
sú að Gunnar hafði þá eignast nýj-
an bíl frá Bandaríkjunum og nú var
ákveðið að taka hann með og aka
suður Skotland og England inn í
miðborg London.
Við urðum fljótt þess áskynja að
hvar sem við námum staðar á leið
okkar þyrptust heimamenn að bfln-
um til þess að skoða hann. Þetta
var þremur árum eftir stríðslok og
urðum við nú vör við að slíkir bflar
höfðu þá ekki verið fluttir til Eng-
lands. Þess vegna var hér um
undrabifreið að ræða. Það var mikfl
ánægja fyrir okkur öll að vera á
leikunum og sjá okkar ágætu
íþróttamenn standa sig vel í harðri
keppni, einkum var það Örn
Clausen sem stóð sig með afbrigð-
um vel í tugþi'aut er tók heila tvo
daga. Eftir þetta var skroppið yfir
til Parísar til að skoða borgina frá
toppi Eiffelturnar og hluta af allri
þein-i list sem samankomin er í
borginni.
A sjötta áratugnum slógust þau
Unnur og Gunnar í hóp hesta-
manna. Höfðu þau þá eignast
ágæta gæðinga og voru farin að
ferðast vítt og breitt um suðvestur-
land á hestum. Þau létu ekki af að
dásama þennan ferðamáta fyrir
okkur Margréti. Það endaði auðvit-
að með því að við keyptum okkur
hesta til þess að geta fylgt okkar
ágætu vinum. Ekki sáum við eftir
þeirri ákvörðun. Nú gátum við sleg-
ist í hópinn, sem notaði hverja frí-
stund til að komast út í náttúruna á
hestbaki. Þetta var í upphafi þess
tíma er menn voru að sjá að mikil
framtíð væri í hestamennsku fyrir
borgara á mölinni. A þessum tíma
var fyrst og fremst talað um hest-
inn sem „þarfasta þjóninn" er væri
að ljúka sínu hlutverki. Bflaöldin
var að halda innreið sína. Unnur
hafði heillast af þessum ferðamáta
og smitað alla með sér á hinum
mörgu ánægjulegu ferðum. Eink-
um man ég eftir ferðinni er við fór-
um með þeim hjónum og mörgum
öðrum suður yfir landið í 50 manna
hóp. Ferðin tók fjóra daga og gist
var á hálendinu þrjár nætur. Það
var sumar og sól alla daga, svo
ferðalagið allt var ein ánægjustund.
A slíkum ferðalögðum verður mað-
ur viss um að enginn kemst betur í
snertingu við náttúru landsins en á
hestbaki. Enda voru það ánægðir
ferðafélagar er kvöddust að leiðar-
lokum.
Eins og áður er sagt hafði Unnur
mikinn áhuga á íþróttum. Hún
hafði stundað fjallaferðh’ á yngri
árum. í áraraðir synti hún með
manni sínum á hverjum morgni, en
þar bar fundum okkar saman dag-
lega. A miðjum aldri hóf svo Unnur
ásamt Gunnari að iðka golf. Fljót-
lega náði hún góðum tökum á þess-
ari erfiðu og listrænu íþrótt. Eftir
að ég hóf þátttöku í golfíþróttinni
urðu ferðir til útlanda yfirleitt golf-
ferðir. Var vissulega ánægjulegt að
hafa svo skemmtilega félaga sem
þau hjónin voru. Áður en ferð var
valin lögðum við óherslu á að góðir
og fallegir golfvellir væru í ná-
grenni við gististaði okkar. Enda
var oft leikið á hverjum degi.
Helstu löndin sem leikið var í
voru: Skotland, England, Portúgal,
Spánn og Lúxemborg. Allar þessar
ferðir voi'u ævintýraferðir, því jafn-
framt því sem golfið sat í fyrirrúmi
að morgni dags þá var seinnihlut-
inn notaður til að ferðast um og
kynnast sögu og menningu dvalar-
landanna.
Unnur var félagi í Golfklúbbi
Ness og lék mest þar. Eftir að hún
hafði náð tökum á íþróttinni tók
hún stöðugt þátt í keppni í félaginu
og víðar. Þar vann hún mjög oft til
verðlauna og fór svo að hún átti
orðið stóran skáp verðlauna er hún
hafði unnið til á golfferli sínum.
Unnur lagði ekki svo mikið upp úr
hinum löngu upphafshöggum, en
sló ávallt falleg, bein högg og fór
þar með stystu leið í holu. Það gef-
ur ávallt góða raun þeim sem það
geta. Þess vegna varð hún svo sig-
ursæl, sem raun bar vitni.
Að lokum er leiðir skilja vil ég
þakka Unni fyrir langa samfylgd og
vináttu við heimili mitt, er okkur
Margréti heitinni þótti mikils verð.
Ástvinum hennar sendi ég innilegar
samúðarkveðjur.
Gísli Halldórsson.
Mig langar að minnast ömmu
minnar, Unnar Halldórsdóttur,
með nokki-um orðum. Hún lést á
Landakotspítala aðraranótt
sunnudagsins 25. aprfl, áttatíu og
tveggja ára að aldri. Amma mín
var glæsileg kona. Alltaf með ný-
lagt hár, lakkaðar neglur, bein í
baki og glöð. Hún hafði gaman af
lífinu og kunni að njóta þess sem
lífið hafði upp á að bjóða. Hún
hafði gaman af íþróttum og tengj-
ast mínar fyrstu minningar því að
horfa á hana á góðviðrisdögum
raða dótinu í ’oflinn og halda út á
Seltjarnarnes til að spila golf. Hún
var líka góð í golfi, um það vitna
allir verðlaunabikararnir í stofu-
hillunni. Þar á reyndar afi einn
bikar líka, en það voru víst
skammarverðlaun fyrir að vera í
síðasta sæti. Hann afi studdi þig í
öllu því sem þú tókst þér fyrir
hendur, þó hann hafi alltaf haft
mestan áhuga á bissness, eins og
fyrrgreind skammarverðlaun vitna
um. Þið voruð ótrúlega samhent
hjón, báruð mikla virðingu fyrir
hvort öðru.
Heimili ykkar var líka oft á tíð-
um eins og á járnbrautarstöð. Þið
ferðuðust mikið erlendis og var það
sama hversu oft á ári þið komuð og
fóruð, alltaf sá fjölskyldan tilefni til
þess að koma saman til að kveðja
og taka á móti ykkur, og fá sér
pönnukökur og kók. Þið keyptuð
einnig alltaf gjafir handa öllum
hópnum og sælgæti úr fríhöfninni.
í þó daga var sælgætið úr fríhöfn-
inni líka meira virði, eins og salt-
pillurnar, því ekkert slíkt fékkst í
verslununum hér. Eg get heldur
ekki annað en dáðst að gestrisni
þinni og þolinmæði þau ár sem ég
starfaði sem barnapía. Eg kom
mörgum sinnum í viku í heimsókn
til þín með börnin sem ég var að
passa, og ekki nóg með það heldur
var ég að draga vinkonur mínar og
bömin sem þau voru að passa með
mér. Alltaf tókst þú svo vel á móti
okkur og ef hópurinn var stór þá
barst þú bara fram veitingar út í
garði. Það var alltaf gott að koma í
heimsókn til þín. Á unglingsárun-
um leitaði ég mikið til þín eftir
skóla, það var gott að sitja hjá þér,
friður og ró, ég með handavinnu og
þú með krossgátur.
Veturinn sem ég bjó hjá ykkur
afa er mér ákaflega dýrmætur
tími. Að hlusta á ykkur afa rifja
upp liðna tíð, frá því að þið kynnt-
ust og stofnuðuð heimili. Þið upp-
lifðuð miklar breytingar og voruð
reynslunni ríkari. Þið voruð dugleg
og ykkur vegnaði vel í lífinu. Þú
vai-st líka svo glöð þegar ég hvísl-
aði því að þér að ég ætti von á mínu
fyrsta barni. Ég var hálf kvíðin
hvernig þú myndir taka fréttunum,
því þá var ég þá enn ógift og í námi
og viðbrögð þín skiptu mig máli.
Þú varst óspör á hrós fyrir það sem
vel var gert, annað var ekki rætt.
Þegar ég bað um að fá að nota
sama nafn og þú hafðir skírt þinn
frumburð varstu ánægð. Þér þótti
svo vænt um Halldórsnafnið, nafn
fóður þíns. Þú studdir mig alltaf í
því sem ég var að gera, varst mér
hvatning og gafst mér gott vega-
nesti út í lífið. Fyrir það vil ég hér
þakka þér og reyna að bera áfram
til minna afkomenda.
Þín nafna,
Unnur.
MINNINGAR
Elsku langamma.
Nú ertu hætt að vera lasin og
englamir búnir að sækja þig.
Mamma segir að þetta hafi verið
uppáhalds ljóðið þitt og hún ætlar að
kenna okkur það þegar við verðum
stærri.
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt,
sem dropi breytir veig heillar skálar.
Þel getur snúizt við atorð eitt.
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Svo oft leyndist strengur í brjósti, sem brast
við biturt andsvar, gefið án saka.
Hve iðrar margt líf eitt augnakast,
sem aldrei verður tekið til baka.
(Einar Ben.)
Kveðja,
Halldór Friðrik, Hákon Öm og
Haukur Ingi.
Amma var einstök kona. Þegar
við vomm yngri sátum við hjá henni
löngum stundum og hlustuðum á
hana segja sögur. Fyrir okkur vora
þetta ævintýri. Þetta vora sögur frá
því þegar hún var ung stúlka og
flutti til Reykjavíkur tíu ára gömul
með móður sinni og systur og fór í
vist. Síðan þegar hún varð eldri fór
hún í fiskvinnu með vinkonum sín-
um. Fallegust er þó sagan af því
þegar hún fyrir tflviljun hitti afa.
Hún var vön að segja að það hafi
verið eins og örlögin hefðu dregið
þau saman. Dag einn þegar hún ætl-
aði með vinkonum sínum til Sauðár-
króks í fiskvinnu ákvað hún á síð-
ustu stundu að fara til Djúpuvíkur.
Sú ákvörðun átti eftir að verða
henni örlagarík því þar hitti hún afa.
Þegar hún lýsti kynnum þeirra
Ijómaði hún öll, líkt og það hefði ver-
ið hennar mesta blessun í lífinu. Það
er varla hægt að efast um að svo
hafi verið. Þvflík ást og virðing.
Amma miðlaði þessari ást og virð-
ingu til okkar barnabarnanna. Hún
hafði mikla réttlætiskennd og sterk-
ar skoðanir á réttu og röngu. Hún
var sérlega heiðarleg og faldi ekki
skoðanir sínar né viðraði þær að
óþörfu. Það var eins og hún kynni
tæknina í fullkomnuninni. Hvenær
maður talar, hvenær ekki, hvenær
eitthvað er viðeigandi og hvenær
ekki. Fæstir hafa vald á þessari full-
komnun en það virðist sem þetta
hafi verið henni eðlislægt. Á þennan
hátt kenndi hún okkur að bera virð-
ingu fyrir okkur sjálfum og umfram
allt að vera stoltur.
Það er aldrei hægt að lýsa því nóg
hve miklum tignarleik og glæsileik
amma bjó yfir. Það var eins og hún
bæri konunglegt blóð í sér. Hún
vakti aðdáun hvar sem hún kom og
þrátt fyrir veikindin á síðari áram
skein þessi tignarleiki og stolt alltaf
í gegn.
Verkaskiptingin var skýr í hjóna-
bandi ömmu og afa. Hún stjómaði
heimilishaldinu og hann vann fyrir
því eins og tíðkaðist á þeim tíma.
Hvort um sig gegndi sínu hlutverki
óaðfinnanlega. Starfa hans vegna
var mikið um gestagang og gesta-
boð heima hjá þeim sem hún stóð
fyrir með miklum sóma og naut mik-
illai' virðingar allra þeirra sem sóttu
hana heim. Einu sinni sagði amma:
Ég veit þið trúið þessu ekki en eins
mikið og manni þykir vænt um sín
eigin börn þykir manni ennþá
vænna um barnabörnin og ennþá
vænna um barnabarnabörnin. Þetta
vora orð að sönnu því henni var sér-
stakleg umhugað um bamabama-
börnin sín og var mikið í mun að vel
um þau væri hugsað. Það er gott að
hugsa til þess að nú vaki hún yfir
þeim öllum. Elsku amma. Afi var
vanur að segja að þú bærir af öðram
konum. Hann hafði rétt fyrir sér.
Með einlægni, tignarleika, stolti,
heiðai-leika, og góðmennsku hefur
þú gefið okkur barnabörnunum
ómetanlegt veganesti út í lífið. Við
hugsum til þín með ást og virðingu
og þökkum fyrir þann tíma sem við
fengum að eyða með þér.
Elsku afi. Þið amma hlutuð bless-
un og lifðuð hamingjusömu og ást-
ríku lífi. Guð veiti þér styrk til að
takast á við þennan missi svo þú
geth’ haldið áfram að taka mikilvæg-
an þátt í lífi okkar, fjölskyldu þinn-
ar.
Iris Björg og Marín.
KRISTJAN KARL
GUÐMUNDSSON *
+ Kris<ján Karl
Guðmundsson
fæddist í Reykjavík
27. janúar 1999.
Foreldrar hans eru
Ásdís Sif Kristjáns-
dóttir og Guðmund-
ur Orn Guðjónsson
sjómaður, sem búa
á Akureyri. Krist-
ján Karl lést á
vökudeild Landspít-
alans í Reykjavík
hinn 25. apríl síð-
astliðinn.
títför Kristjáns
fer fram frá Höfða-
kapellu á Akureyri
í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Orð geta aldrei lýst þeim tilfinn-
ingum sem foreldar eiga þegar
þeir missa barnið sitt. Það er svo
sárt að sjá lífið slokkna. Líf, sem
átti að vara og vera um langa
framtíð. En í minningu barnsins
okkar, þá viljum við hugsa upp-
hátt. Viljum geta sagt hversu
hetjulega Kristján Karl barðist og
hversu mikið hann megnaði að
gefa okkur á stuttri ævi.
Þú varst ekki stór eða þungur,
þegar þú komst í þennan heim. En
einmitt þess vegna vissum við
hversu mikið við þurftum að biðja
og vaka til þess að varðveita lífið
þitt. Hjúkrunarfólkið og læknarnir
á vökudeildinni urðu fljótt eins og
hluti af okkar litlu fjölskyldu. Þau
vöktu ekki aðeins yfir þér, þau
vöktu líka yfir okkur foreldrum
þínum. Þau minntu okkur á það
hversu lífið getur verið máttugt og
sterkt í veikleika sínum.
Þrír mánuðir era ekki langur
tími í ævi einstaklings. En á þess-
um tíma varst þú að gefa okkur
meira en nokkur annar hefur gefið
okkur. Þú kenndir okkur að
þekkja lífið og meta það með nýj-
um hætti. Þú kenndir okkur að
tala saman á annan hátt án áður.
Þú kenndir okkur að hlusta og
horfa á nýjan hátt. AJlt þetta gast
þú gert án þess að þú ættir orð til
að mæla.
I sársauka okkar og sorg erum
við samt sem áður svo undur þakk-
lát fyrir það, sem þú gafst okkur.
Allar bænir okkar til Guðs þagna
ekki. Við munum áfram biðja Guð
að geyma þig og varðveita.
I skírninni er sagt: „Leyfíð
börnunum að koma til mín og
varnið þeim ekki, því þeirra er
Guðs ríki.“ Þeta hljómaði allt svo
einkennilega, þegar við áttum ekk-
ert val. Við báðum Guð að gefa þér
líf og heilsu. Mamma, sem var hjá
þér og pabbi, sem var langt úti á
sjó. En þegar við kveðjum þig, er
svo gott að vita, að Guð hafði
blessað þig sem barnið hans í
skríninni.
Sorgin nístir okkur og meiðir og
við skiljum ekki tilgang þessa alls.
Sé einhver tilgangur í því að finna
til og gráta, þá eigum við ekki enn
þann þroska, sem þarf til þess að
skilja það. En alveg eins og við
leggjum þig í faðm Guðs og tráum
því og treystum að Guð taki á móti
þér, þá biðjum við hann einnig að
leiða okkur og hjálpa okkur til
þess að bera sársaukann. Á sama
hátt og við vildum leiða þína litlu
hendi, þá biðjum við Guð að taka í
okkar hendur og leiða okkur.
Sérhvert tár er okkur dýrmætt,
því það minnir okkur á þig. Tárin
era eins og perlur þeirra augna-
blika, sem við áttum með þér. Við
munum hvernig þú barðist áfram
og sigraðir sérhverja erfiða raun.
Við glöddumst og læknarnir og
hjúkranai’fólkið gladdist með okk-
ur. Þeim viljum við þakka, sem
vöktu yfir þér á vökudeildinni og
gáfu þér alla sína umhyggju.
Nafnið þitt, Kristján Karl, mun
ætíð segja sögu þína. I dögum var
hún ekki löng en í tilfinningum er
hún eilíf. Við trúum því að í ríki
Guðs liggi leiðir okkar
aftur saman.
Guð blessi þig, elsku
Kristján Karl og blessi
líka þau öll, sem gáfu
þér kærleika sinn og
umhyggju.
Mamma og pabbi.
Hinn 27. janúar kom
í heiminn lítill drengur
sem var nefndur Krist-4
ján Karl og kvaddi
þennan heim 25. apríl.
Ævi Kristjáns Karls
var ekki löng. En
þrátt fyrir stutta ævi er ekki ann-
að hægt en að velta því fyrir sér
hversu tengslin geta orðið sterk á
milli einstaklinga. í hvert sinn sem
við komum til að líta á Kristján
Karl fylltumst við ólýsanlegum til-
finningum hversu vel drengurinn
dafnaði og því dásamlega krafta-
verki sem átti sér stað á vökudeild
Landspítalans. Ein minnisstæð-
asta stund okkar hjá Kristjáni
Karli var þegar sonur okkar fullur
af stolti leyfði okkur í fyrsta sinn
að halda á honum og finna hreyf-
ingamar hans, sú stund mun
aldrei gleymast og við fylltumst
gleði og þakklæti. Bjartsýni sem
var okkar leiðarljós og trá að allt
færi vel náði hámarki þegar það
var talið óhætt að senda Kristján
Karl til Akureyrar.
Móðir full af gleði og stolti, með
erfitt og gott tímabil að baki var
komin heim með sinn elskaða son.
En gleðin breyttist í sorg.
Elsku Baddi og Ásdís, missir
ykkar er mikill, minningarnar uai
Kristján Karl munum við varð-
veita í hjarta okkar.
Amma og afí í Grindavík.
Elsku litli frændi.
Þegar þú fyrst komst í heiminn
vissum við að heimurinn var harð-
ur og bragðið gat til beggja vona
með líf þitt. Með tímanum sann-
færðumst við um að þarna var á
ferðinni sterkur einstaklingur með
mikið skap og vilja. Þú sigraðir þá
erfiðleika sem á þig voru lagðir og
sýndir öllum þeim, sem stóðu þér
nærri, hversu sterkur og þraut-
seigur þú varst. Allir fylgdust mefe
miklum framfóram þínum og létii
sig hlakka til að fá að heimsækja
þig þegar þú fengir að koma heim
af spítalanum.
Mikið voram við ánægð að fá
tækifæri til að taka smá forskot á
sæluna og heimsækja þig eftir að
þú varst fluttur á spítalann á
Akureyri. Það sem við sáum þar
var myndarlegur lítill og sperrtur
snáði sem átti bjarta framtíð.
Aðeins nokkrum dögum eftir að
við heimsóttum þig fengum við
þær fréttir að þinni stuttu ævi
væri lokið. Allt það sem þú barðist
fyrir var í einu vetfangi tekið frá
þér. Það er eitthvað sem erfitt er
að sætta sig við þar sem þú hafðif"*1
sýnt öllum vilja þinn að komast í
gegnum þessa erfiðleika. Margar
spumingar leita á hugann sem
erfitt verður að fá svör við.
En minningin lifir í hjörtum
okkar um fallegan og lítinn kraft-
mikinn dreng sem sýndi mikinn
þrótt og dugnað við lífsins baráttu.
Hví var þessi beður búinn,
bamiá kæra, þér svo skjótt?
Svar af himni heyrir trúin
hljóma gegnum dauðans nótt.
Það er kveðjan: „Kom til mín!“
Kiistur tók þig heim til sín.
Þú ert blessuð hans í hðndum,
hólpin sál með ljóssins öndum.
(B. Halld.)
Elsku Ásdís og Baddi, mamma
og pabbi.
Megi góður Guð styrkja vkkuríy
sorginni. **
Ómar Daníel og Kristín.