Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 64

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 64
364 ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 IVIINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Gunnar Guð- jónsson fæddist í Reykjavík 7. júní 1940. Hann lést á Landspítalanum föstudaginn 23. apr- íl síðastliðinn. For- eldrar Gunnars voru hjónin Jónína Einarsdóttir, hús- móðir, f. 8. júh' 1898 á Berjanesi, V- Landeyjum, d. 8. september 1986 og Guðjón Jónsson, bif- reiðastjóri, f. 2. október 1905 á Minni-Völlum, Landsveit, d. 2. janúar 1974. Systkini Gunnars eru: 1) Einar Örn, f. 20. júlí 1933, múrari í Reykjavik, kvæntur Ingibjörgu Jónsdóttur, f. 13. ágúst 1938 og eiga þau þrjú börn. 2) Garðar, f. 19. októ- ber 1934, d. 24. aprfl 1936. 3) Gerður, f. 25. apríl 1936, sjúkra- liði Selfossi, gift Siguijóni Jóns- syni, f. 24. september 1925, d. 15. mars 1992 og eignuðust þau fjögur börn. 4) Guðrún, f. 27. maí 1937, forstöðumaður á gæsluleikvelli, var gift Sigurði Vigfús- syni, f. 30. júní 1931 og eiga þau þijú börn. Hinn 30. október 1965 kvæntist Gunn- ar Guðjónsson eftir- lifandi eiginkonu sinni Díönu írisi Þórðardóttir, f. 29. júní 1944, foreldrar Valdís Valdi- marsdóttir, f. 27. apríl 1924, Birgir Guðmundsson, f. 19.5. 1922, d. 17.2. 1962. Kjörforeldrar Guðrún Áslaug Aradóttir f. 10. janúar 1913, d. 21. ágúst 1995 og Þórður Hjartarson, f. 18. júlí 1909, d. 5. ágúst 1987. Barn Gunnars og Díönu er: íris Gunn- arsdóttir, f. 23. maí 1965, sambýl- ismaður Guðmundur Örn Jó- hannsson, f. 23. desember 1960 og eiga þau tvö börn: Díönu írisi, f. 17. maí 1985 og Jóhann Berg, f. 27. október 1990. Gunnar lærði hárskeraiðn hjá Hauki Óskarssyi í Kirkjuhvoli, og starfaði sem hárskerameist- ari alla sína tíð. Gunnar hóf stofurekstur fljótlega eftir nám, fyrst í samvinnu við Kristján Jó- hannesson, síðar með Sigurpáli Grímssyni. Hann opnaði árið 1976 Hársnyrtistofuna Figaró fyrst á Hallveigarstíg, nú síð- ustu ár í Borgartúni 33 sem hann rak til dauðadags. Gunnar vann til margra verðlauna í starfsgrein sinni, bæði hérlendis og erlendis, varð m.a. fslands- meistari og keppti fyrir hönd Is- lands á Norðurlandakeppnum. Gunnar var stofnfélagi í Kiwanisklúbbnum Vífli í Reykjavík 1981. Hann gegndi ýmsum störfum innan klúbbsins og var meðal annars forseti 1987-1988. Gunnar var virkur félagi í Kivanishreyfingunni til dauðadags. Útför Gunnars verður gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. GUNNAR - GUÐJÓNSSON Með þessum sálmi kveð ég elsku- ^legan eiginmann minn. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. (Þýð. M. Joch.) Guð veri með þér. Kveðja frá eiginkonu. Eisku besti pabbi minn, nú ertu farinn, ég á erfitt með að trúa því, mér finnst þú vera hér enn, það er eins og ég sé að bíða eftir að þú kom- ir aftur. Þú varst besti pabbi í heimi, svo góður. Ég sakna þín svo mikið, mér finnst allt svo skrítið. Dagarnir núna eru langir og það er stórt skarð skilið eftir sem engan veginn er hægt að fylla upp í. Við höfum átt góðar stundir saman í gegnum árin, en þessa síðustu mánuði höfum við getað verið meira saman og kynnst hvor öðrum enn frekar, þar sem þú og mamma bjugguð hjá okkur í Lautasmáranum gafst okkur tími til að vera öll saman og það er ómetan- Jegur tími sem ég gleymi aldrei. Ég "^>g þú vöknuðum alltaf snemma á morgnana því við áttum það sameig- inlegt að vera morgunhanar, við byrjuðum morguninn á að fá okkur næringarríkan morgunmat, sjeikinn sem þér fannst svo góður, síðan helltum við upp á kaffi og töluðum um hvað við ætluðum að gera þann daginn. Þú varst orðvar og máttir aldrei neitt slæmt heyra, þá leið þér illa og dróst þig í hlé, ég man aldrei eftir þér öðruvísi en í góðu skapi og alltaf varstu kurteis. Við fundum okkur alltaf eitthvað að gera eða fara þó svo að þú hafir verið kominn í hjólastól, þá létum við ekkert stoppa okkur, fórum í göngutúr í Smáran- um og komum við í ísbúðinni sett- —lfcumst niður og borðuðum ís í brauð- formi og stundum fórum við í bíltúr. Aldrei kveinkaðir þú þér. Elsku pabbi minn ég er svo stolt af þér, og hvað þú varst duglegur og sterkur í veikindum þínum. Um helgar var íþróttaveisla hjá þér og Jóhanni Berg litla afastrák því þá var farið yfir leiki helgarinnar í ensku knattspyrnunni og ekki mátt- uð þið missa af þeim. Pabbi minn, þú varst svo góður við okkur öll og hana Díönu þína sem þú áttir svo mikið í, það var gaman að fylgjast með og upplifa þessa einlægu ást og virðingu *^em var ykkar á milli. Elsku pabbi minn, þú kunnir að njóta lífstns og mikið yndi hafðir þú af því að matbúa góðan mat, í eld- húsinu leið þér vel. Mamma sagði mér að amma Nína hefði sagt þegar þú og mamma voruð ung: „Skemmtið ykkur á meðan þið eruð m§ng“ og það gerðuð þið svo sannar- ^ftga, nutuð lífsins og ferðuðust mikið með ykkar góðu vinum. Ég man þegar ég var lítil stelpa og þú komst heim úr vinnunni þinni, þá lögðumst við saman í sófann í stof- unni og þú sagðir mér frá öllu fólk- inu sem kom í klippingu til þín um daginn og um hvað þið voruð að spjalla, þetta fannst mér alltaf svo skemmtilegt að heyra. Núna sit ég í eldhúsinu þar sem við vorum vön að sitja og er að fá mér mjólk og súkkulaðikex, það fengum við okkur á hverju kvöldi. Ég finn fyrir þér og veit að þú ert héma hjá mér. Þú varst svo veikur síðustu vik- umar en aldrei kvartaðir þú, ætlaðir ekki að yfirgefa strax. Það er erfitt að skilja hver tilgangurinn er, þú varst svo ungur aðeins 58 ára gam- all, lífið blasti við þér og þú hlakkaðir svo mikið til að flytja í nýju íbúðina sem þú og mamma voruð nýlega bú- in að festa kaup á hérna rétt hjá litlu fjölskyldunni þinni í Lautasmáran- um. Minningin lifir og mun aldrei gleymast um yndislegan pabba sem vildi allt fyrir mig, Díönu sína og Jó- hann Berg gera, og ég fann hvað þér fannst gott að hafa okkur öll hjá þér þegar þú barðist við sjúkdóminn síð- ustu dagana. Við fengum tækifæri til að kveðja þig og vera hjá þér þegar þú fórst yfir móðuna miklu. Og ég hafði tækifæri til að segja þér allt sem mér lá á hjarta, og þó svo að hafir ekki getað tjáð þig, þá veit ég að þú heyrðir í mér. Huggun mín er sú að ég trúi því að amma og afi taki á móti þér og ég veit að þau hafa bú- ið þér fallegt heimili og ég trúi því líka að þú bíðir okkar. I hjarta mínu geymi ég allar góðu minningarnar um góðan pabba. Elsku mamma mín, guð styrki þig og varðveiti, missir þinn er mikill. Elsku pabbi minn, guð geymi þig og varðveiti. Þín dóttir, Iris. Eisku afi minn, nú er guð búinn að taka þig frá mér og okkur öllum en elsku afi minn, ég veit að þú ert kom- inn á betri stað þar sem er ekki hægt að sjá þig en eitt veit ég, þú ert alltaf hjá mér. Ég man eftir öllum góðu stundunum sem voru mjög margar en ég er mjög fegin að ég hafi kynnst svona góðum afa eins og þér, þú gerðir mjög mikið fyrir mig og ég er mjög þakklát fyrir það. Ég gisti alltaf hjá ykkur á föstu- dögum síðan ég var lítil og geri það ennþá. En tvennt má ég þakka fyrir, að ég lá uppí hjá þér þegar þú fórst frá okkur, vegna þess að ég var vön að kúra hjá afa mínum. Þú manst kannski eftir því að ég gaf þér sleikjó, ég held að þú hafir verið mjög ánægður með það vegna þess að ég veit að þú ert og verður alltaf mikill nammigrís, ég man að menn- irnir sem voru með þér á stofu þegar þú kynntist Elíasi voru alltaf að tala um og segja við þig að þú værir mik- ill sælkeri. En veistu hvað, ég fór í klippingu í dag og ég klippti mig stutthærða, það er rosalega flott og Gaui sagði að ég hefði fullorðnast við að klippa mig, ég er mjög ánægð með þetta. En manstu hverju ég lofaði þér? Ég ætla að læra hárgreiðslu og taka við stofunni, ertu bara ekki ánægður með það. Mig hefur alltaf langað til að læra hárgreiðslu og þú sagðir að þú ætlaðir að kenna mér en nú ert þú ekki til staðar. Ég vildi að þú værir hérna hjá mér en nú veit ég að þú ert búinn að læknast en veistu hvað Edda sagði við mig, hún sagði að þegar maður deyi þá læknist sjúkdómurinn en skilji alltaf eftir ör. Því trúi ég en ég hefði_ viljað hafa þig lengur hjá okk- ur. Ég trúi ekki að þú sért dáinn, þetta gerðist allt of snöggt fyrir okk- ur. Þú fórst á spítalann á sunnudegi og gast alveg talað þangað til á þriðjudaginn en um nóttina fékkstu heilablóðfall og eftir það gastu ekki talað við okkur en ég veit að þú heyrðir í okkur. En eitt skrítið gerðist, ég hringdi upp á spítala og bað um að fá að tala við mömmu en svo vildi ég heyra að- eins í þér og þú hafðir ekkert getað talað um daginn og mamma segir að ég sé í símanum og vilji fá að tala við þig og mamma réttir þér símtólið og ég segi „Hæ“ og þú segir „Hæ, bubban mín.“ Ég fór að gráta þegar þú talaðir, vegna þess að hafðir ekki getað talað við mig um daginn og svo segi ég ,Afi, það var svolítið erfitt að tala við þig um daginn,“ og þá segir þú „Er erfitt að tala við mig?“ „Nei, segi ég, það var svo erfitt í dag að tala við þig,“ og þú segir „Nú.“ En svo segi ég „I love you.“ Þá heyri ég þig segja „I love you“ og það voru seinustu orðin sem þú sagðir við mig, elsku besti afi minn, en svo fékkstu svo mikla verki þannig að þú réttir bara mömmu símann. En elsku besti afi minn, þú veist að ég gleymi þér aldrei, þú verður alltaf hjá mér og okkur öllum en eitt verð ég að segja þér, nú gef ég ömmu afakoss-kossana sem þú fékkst alltaf frá mér. Ég veit að þú hefðir ekki viljað fara frá okkur en nú veit ég að þú ert kominn á betri stað. En afi minn, ég á svo bágt með að trúa að þú sért farinn frá mér, við vorum orðin svo náin, sérstaklega eftir að þú og amma fluttuð til okkar. Elsku afi, ég sakna þín svo sárt að ég veit ekki hvað ég geri án þín. Við vöknuðum saman um helgar, ég hit- aði kaffi handa þér, gaf þér töflurnar þínar og svo fannst þér alltaf voða- lega gott að fá kex og mjólk eftir að ég kom heim úr skólanum. Þú beiðst alltaf eftir mér og Jóhanni þegar við vorum búin í skólanum, stundum fórstu með mér og mömmu niður í bæ og niður á rakarastofuna þína að heilsa upp á gömlu mennina sem þú klipptir. Éitt máttu eiga að þú varst og ert besti rakarinn sem hægt er að finna í bænum. Fyrir stuttu sagðirðu að þegar þú færir að vinna þá ætlað- ir þú að klippa mig fyrst af öllum. Daginn sem þú lést þá fórum við heim og ég sagði við mömmu að mig langaði að heyra einu sinni í röddinni þinni. Mamma sagði að væri ekki hægt en allt í einu segir mamma að þú hafir lesið inn á símsvarann þinn á GSM-símanum ykkar. Afi minn, þú veist ekki hvað ég var ánægð með það, ég hringdi og hringdi í GSM- símann og hlustaði aftur og aftur á röddina þína. Elsku afi, þú varst svo sterkur í veikindum þínum í rúmlega tvö ár. Þú kvartaðir aldrei yfir verkjum í þessi tvö ár og ég er fegin að þú varst í fermingunni minni því ég veit ekki hvað ég hefði gert hefðir þú ekki verið þar með mér. Mér þótti vænt um að þú sýndir hve mikið þér þótti vænt um mig elsku afi, þú ert alveg sérstaklega góður og verður það alltaf en ég þarf að segja þér miklu meira heldur en ég er búin að skrifa til þín. Á hverju kvöldi þegar ég bið bænirnar þá veit ég að ég er að tala við þig, elsku besti afi minn, en núna veit ég að þú ert læknaður og ég er mjög ánægð með það. En eitt máttu vita að ég mun alltaf elska þig, þú veist það ég mun sakna þín alveg rosalega mikið og ég veit ekki hvemig ég á eftir að geta lifað án þín. En eitt skaltu vita, að við áttum svo margar og góðar minningar sem ég geymi í litla hjartanu mínu, elsku afi, ég finn rosalega fyrir þér í íbúð- inni hjá okkur í Lautasmáranum og finn líka góðu rakspíralyktina af þér. Ég kveð þig nú, elsku afi minn, með söknuði og mörgum afakossum. Ég þakka öllum sem gáfu okkur styrk og hlýju í veikindum afa míns. Þín afastelpa, Díana Iris. Elsku Gunnar minn. Mig langar til að þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman, og alla þá hjálp sem þú veittir mér. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu firðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja ídauðans dimmum val. Ur inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (V. Briem.) Ég sendi dóttur minni Díönu Irisi fæddri Birgisdóttur, írisi, Guð- mundi, Díönu írisi og Jóhanni Berg, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Þín tengdamóðir, Valdís María Valdimarsdóttir. Minning þín mun lifa Gunnar minn. Ég votta fjölskyldu þinni sam- úð. Ég þakka allt frá okkar fyrstu kynnum það yrði margt ef telja skyldi það I lífsins bók það lifir samt í minnum er letrað skýrt á eitthvert hennar blað. Ég fann í þínu heita stóra hjarta þá helgu tryggð og vináttunnar ljós er gerir jafnvel dimma daga bjarta, úr dufti lætur spretta lífsins rós. (Margrét Jónsdóttir) Góður Guð geymi þig, kæri bróðir. Þín systir, Gerður. Það er erfitt að trúa því að Gunnar mágur minn sé allur. Ég tel hann hafa verið einn besta mann sem jörð- in hefur alið. En eftir erfið veikindi óskar enginn þess að Gunnar mágur þurfi að kveljast lengur. Maður átt- aði sig sjálfsagt ekki á því hversu stutt var eftir, því ef Gunnar var spurður hvernig honum liði var svar- ið ávallt „ég hef það gott“. Gunnar var hamingjusamur í sínu einkalífi með konu sinni Díu, ef spurt var um Gunnar var alltaf sagt, hefurðu heyrt í Gunna og Díu eða öfugt, enda voru þau yfirleitt alltaf saman utan vinnu sinnar. Einkadóttirin Iris átti líka hug og hjarta pabba síns svo og bamabörnin, Díana Iris og Jóhann Berg, sem voru augasteinar afa, að meðtöldum tengdasyninum Guð- mundi Erni. Enda fór það ekki fram- hjá okkur sem á horfðum hve umvaf- inn Gunnar var ást og umhyggju í veikindum sínum. Ég átti því láni að fagna að dveljast á heimili þeirra rétt áður en ég fæddi son minn Birgi, því systir mín ætlaði að vera viðstödd fæðinguna. Tilhlökkunin var mikil og gleðin ekki síður eftir að snáðinn kom í heiminn, þau hugsuðu vel um okkur og verður aldrei full- þökkuð sú umhyggja sem okkur var sýnd. Mér er sérstaklega minnis- stætt þegar Birgir hló í fyrsta sinn, það var þegar Gunnar dinglaði inni- skóm sínum, eftir það var hann óþreytandi við að dingla inniskónum fyrir okkur systurnar svo snáðinn mundi hlæja. Þau hjálpuðu mér ef á þurfti að halda, bæði við flutninga og pössun. Gunnar hafði sérstaklega gaman af að dansa og ef við vorum að skemmta okkur sluppu fáar kon- ur, því hann var óþreytandi við dans- inn og var ekki hægt að leggja slíkt á eina konu. Gunnar vai- gæfumaður í sínu starfi, hann rak eigið fyrirtæki með sóma og ófáir viðskiptavinir komu hárfagrir og ánægðm út frá honum. Kannski hefur verið vöntun á góðum hárskera á himnum, ef ekki þá skil ég ekki tilganginn. Ég og fjölskylda mín kveðjum þig, kæri Gunnar minn, og biðjum algóð- an guð að vernda þig. Elsku Día mín, Iris, Gummi, Dí- ana íris og Jóhann Berg, megi Guð blessa ykkur í sorginni og styrkja ykkur í framtíðinni. Eins og Jesús segir: Ég er ljós heimsins, sá sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkr- inu heldur hafa ljós lífsins. Jónina Blöndal. Látin er svili minn og vinur, Gunn- ar Guðjónsson hárskerameistari, af illvígum sjúkdómi fyi'ir aldur fram. Ég kynntist Gunnari fyrir rúmum 30 árum er ég kvæntist Gyðu, mág- konu hans, en þá höfðu þau Díana nýhafið búskap í sinni fyrstu íbúð í Hraunbæ. Okkur varð fljótt vel til vina enda Gunnar hvers manns hug- ljúfi. Á þeim tíma bjuggum við úti á landi og gistum því oft hjá þeim er við vorum í Reykjavík, fyrst í Hraunbæ og síðar á Maríubakkan- um. Gunnar lærði til rakara og varð eins og aðrir lærlingar að vinna aukavinnu með námi og keyrði því lengi leigubíl hjá Steindóri. Síðan eftir að hann lauk námi stofnaði hann ásamt öðrum Rakarastofuna Klapparstíg og síðar einn Rakara- stofuna Fígaró sem hann rak til dauðadags þótt hann hafi ekki getað unnið þar sjálfur síðustu mánuði. Gunnar var vinsæll og góður rak- ari og hlaut fjölda verðlauna í fag- keppnum rakara. Einnig kenndi hann fjölda lærlinga iðnina. Eftir að við fluttum til Reykjavíkur 1974 í ná- grenni við þau hjón jukust samskipti okkar mikið og margt í daglega lífinu varð árvisst eins og t.d. að halda upp á áramótin sameiginlega til skiptis á heimilum okkar. Einnig ferðuðumst við töluvert saman. Við Gunnar gerðumst báðir stofn- félagar í Kiwanisklúbbnum Vífli í Reykjavík árið 1981 og var hann þar félagi til dauðadags. Gegndi hann mörgum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn, var m.a. forseti starfsárið 1987 til 1988. Gunnar steig mikið gæfuspor er hann kvæntist eftirlifandi eiginkonu sinni, Díönu Þórðardóttur. Voru þau hjón einstaklega samrýmd og máttu varla af hvort öðru sjá og var aðdá- unarvert að sjá hve vel hún annaðist hann eftir að hann veiktist. Þau eign- uðust eina dóttur, Irisi, sem gift er Guðmundi Erni Jóhannssyni og eru börn þeirra Díana Iris og Jóhann Berg. Hjá þeim dvöldust þau Díana mikið síðustu vikurnar og vai- það þeim mikill styrkur. Gunnar hafði mikið dálæti á dótturbörnum sínum og ánægjulegt að hann skyldi geta verið við fermingu Díönu Irisar á skírdag síðastliðnum. Með þessum fátæklegu orðum vil ég minnast vinar míns, Gunnars Guðjónssonar, og votta fjölskyldu hans innilegar samúðarkveðjur. Gissur Jóhannsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.