Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 04.05.1999, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 65 Hann Gunni í Fígaró, frændi okk- ar og vinur, er dáinn. Hann lést á Landspítalanum að morgni 23. apríl eftir erfið veikindi. Þegar við systkinin minnumst Gunnai-s er okkur ofai'lega í huga þakklæti. Þakklæti fyrir að fá að vera samferða Gunna á lífsleiðinni. Þakklæti fyrir handleiðsluna og leið- sögnina á unglingsárunum, stuðn- inginn á fullorðinsárum og öll gull- kornin í skóla lífsins. Við eigum góð- ar minningar um sunnudagsheim- sóknir Díu og Gunnars í Ártúnið þegar íris var lítil skotta, ferðalögin og útilegurnar þar sem alltaf var stutt í spaugið. Gunnar var góður fagmaður og farsæll í stai-fi. Hann var góður fé- lagi og naut virðingar og velvildar, bæði hjá samstarfsfólki og viðskipta- vinum. Gunnar varð þeiirar gæfu aðnjót- andi að eiga sterka fjölskyldu sem studdi hann, hvatti og veitti honum ómælda ást og umhyggju. Elsku Dí- ana, Iris, Díana Iris, Jóhann og Guð- mundur. Guð gefi ykkur styrk til að takast á við sorg ykkar. Nína, Jón Garðar, Ævar og Sigurður. Meistarinn minn, hann Gunnar, er dáinn, ég er síðasti neminn hans og kom inn í hans nafni. Þegar ég hóf verklega námið á hárgreiðslustof- unni Fígaró var Gunnar orðinn veik- ur maður. I byrjun gekk okkur ekki of vel að finna taktinn og stigum svolítið á tæmar hvort á öðru. Við erum hvort af sinni kynslóðinni og það tók okkur tíma að læra að umgangast hvort annað. Með tímanum fundum við taktinn og urðum í framhaldi af því mjög góðir vinir. Það var alltaf gaman að horfa á Gunnar klippa því hann sýndi svo mikla fagmennsku í öllum sínum vinnubrögðum. Hann reyndi að stunda vinnu sína eins lengi og kraft- ar hans leyfðu og þótti t.d. mjög leið- inlegt að vera ekki meiri þátttakandi í ösinni sem var núna fyrir jólin, því hann var svo mikill stemmningsmað- ur og naut sín vel þegar mikið var að gera. Þegar við starfsfólkið á Fígaró ásamt mökum og fjölskyldum okkar fórum út að skemmta okkur, sem var eins oft og tilefnin voru til, var alltaf glatt á hjalla og þá var nú ekki kyn- slóðabilið sem hindraði okkur í að skemmta okkur saman. Við þessi tækifæri kynntist ég fjölskyldu Gunnars og þykir mér mjög vænt um hana alla. Fjölskyldan hans er mjög sterk og samheldin, kom það vel fram, ásamt allri alúðinni og um- hyggjuseminni sem þau sýndu hvert öðru í veikindunum. Ég hef aldrei umgengist svona veikt fólk áður þannig að þetta var mikil reynsla fyrir mig, en sárast þótti mér að sjá hvað hann þjáðist og að hann skyldi bíða ósigur að lokum. En undir það síðasta gerði ég mér grein fyrir að það yrði honum léttir að fá að hvíla í guðsfriði. Gunnar var stoltur maður og bar sig vel og sýndi mikinn lífsvilja allt undir það síðasta. Ég mun alltaf muna Gunnar sem góðan mann og meistarann sem í upphafi tók mig í nám í hárgreiðslu og í hjarta mínu eiga hann og fjöl- skylda hans stórt pláss. Díana, íris og fjölskylda, ég bið góðan Guð að gefa ykkur styrk í sorginni. Þín vinkona, Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir. Okkur setti hljóð er við fréttum andlát þitt. Upp í huga okkar koma minningar um allar góðu stundimar sem við áttum með þér. Þú áttir svo mikinn þátt í að gera hársnyrtistétt- ina að því sem hún er í dag. Við sem skrifum þessar h'nur nut- um þeirrar gæfu að vera nemar og síðar sveinar hjá þér. Fígaró-gengið er enn til og erú flest okkar stofueig- endur í dag svo gott veganesti feng- um við hjá þér, Gunni minn. Okkur langar að kveðja þig með þessum lín- um. Kallið er komið Komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinimir kveðja vininn sinn látna, Er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Día mín, Iris og fjölskylda, Við sendum ykkur öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Theódóra, Ólafur, Erla, Björk, Ása, Elín, Friðbjörg og Baldvin. í dag kveðjum við kæran félaga, Gunnar Guðjónsson, hárskera, sem lagður verður til hinstu hvílu á þess- um vordegi. Það var fyrir átján árum að leiðir okkar lágu saman er nokkr- ir „Breiðhyltingar“ komu saman í Glæsibæ að frumkvæði félaga í kiwaniskúbbnum Elliða. Ætlunin var að stofna nýjan kiwanisklúbb, sem samanstæði af mönnum úr Breið- holti, sem þá var tiltölulega ungt hverfi. Flestir vorum við „ungir menn á uppleið" eða að verða mið- aldra, þótt við gerðum okkur ekki grein fyrir því sjálfir þá. Margir komum við í fylgd einhvers kunn- ingja eða venslamanns til að taka þátt í félagsskap sem við þekktum lítið. Við höfðum þó fengið kynning- arbréf þar sem markmið Kiwanis voru kynnt fyrir okkur og kom þar fram að félagsskapurinn hygðist vinna að framfaramálum okkar ört vaxandi samfélags, Breiðholtsins, og jafnframt að vinna að máefnum þeirra sem minna mega sín í samfé- laginu. Inn í þennan hóp kom Gunn- ar Guðjónsson, hárskeri, ásamt svila sínum og vini, Gissuri R. Jóhanns- syni. I hóp sem þessum kemur fljótt í ljós innri maður og vilji til að sam- lagast og vinna með félögunum. Það geislaði gleði af Gunnari. Gunnar var valinn til forystu í starfi klúbbsins á mörgum sviðum og naut trausts og virðingar félaga sinna. Hann var kjörinn forseti á 8. starfsári og hafði þá gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir klúbbinn og Kiwanishreyfing- una. Eftir að Gunnar kenndi sér meins af þeim sjúkdómi sem leiddi hann til dauða sótti hann sjaldnar fundi, en kom þó sl. haust þótt heilsu hans væri þá farið að hraka verulega. Enginn varð var við vol eða víl hjá honum. Þvert á móti átti hann af- gangs til að miðla öðrum. Gunnars verður minnst sem góðs félaga, tillögugóðs samstarfsmanns og trausts liðsmanns fyrir Kiwanis- hreyfinguna. Við, félagar í kiwanisklúbbnum Vífli, biðjum allar góðar vættir að vernda og styrkja þig, Díana, dóttur þína og venslafólk allt. Minning er sterkur arfur. Gunnar skilur eftir sig mikinn og góðan arf. Megi minningin um góðan di-eng verða ykkur styrk- ur í sorginni. Félagar í kiwanisklúbbnum Vífli. í dag kveðjum við vin okkar Gunn- ar Guðjónsson. Kynni okkar Gunnars hófust fyrir 25 árum er við vorum með fjölskyld- um okkar í sólarlandaferð. Ferð þessi er alltaf ofarlega í huga okkar og tölum við um hana sem okkar bestu ferð. Gunnar var fæddur og uppalinn í Reykjavík og vegna starfs síns sem rakari var hann í mikilli nálægð við mannlífið í borginni, varla var til sá Reykvíkingur sem Gunnar vissi ekki deili á. Gunnar varð fljótlega meira en vinur okkar, hann varð vinur allra í fjölskyldunni, alltaf tilbúinn að rétta fram hjálparhönd ef og þegar þess þurfti. Hann var gleðinnar maður og hrókur alls fagnaðar. Það var eins og allir í kringum hann smituðust af þessari ánægju og gleði sem af hon- um skein hvert sem hann fór, því var hann sá sem allir vildu hafa nálægan. Þrátt fyrir allan þennan kraft gleðinnar naut hann þess að vera í rólegheitum og skoða mannlífið. I byijun kunningsskapar okkai- gekk mér hálf illa að skilja þessa áráttu hans að sitja yfir kaffibolla og spá í fólkið. Smátt og smátt lærði ég þetta af vini mínum og nýt ég þess í dag. Þú gafst mér mikið sem ekki verð- ur aftur tekið, vinur. Við ferðuðumst mikið saman erlendis og áttum okk- ar uppáhaldsstað, Móseldalinn. Þar eignuðumst við sameiginlega kunn- ingja, þeir koma til með að sakna þín og gleðinnar sem fylgdi þér á þess- um vinaslóðum okkar. I næstu ferð minni til Manfreds, vinar okkar, ætl- um við að hafa auðan stól við hlið okkar og minnast þín ávallt, vinur. Þrátt fyrir veikindastríð þitt tókst okkur að fara tvisvar saman utan og verða þær ferðir geymdar í minning- unni um góðan vin er öllum reyndist vel. Þú vaktir alltaf vel yfir fólkinu þínu. Mig langar að þakka þér allt sem þú hefur gert fyrh- mig þ.m.t. að finna fyrir mig húsnæðið sem ég rek fyrirtækið mitt í í dag og svo mætti lengi telja. Þér tókst að klára þitt veikindastríð án þess að leggja of mikið á aðra. Það var þó svolítið sér- stakt að þú skyldir ákveða að kveðja á afmælisdaginn minn. Elsku Día, íris, Gummi og börn, við þökkum ykkur lánið á Gunnari, megi góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Jónas Jónsson og Ólöf Steingrímsdóttir. Gunnar Guðjónsson lærði hár- skeraiðn hjá Hauki Oskarssyni í Kirkjuhvoli en hann var afkomandi fyrsta rakara á íslandi, Árna Niku- lássonar. Gunnar, sem lengst af gekk undir nafninu Gunnar á Fígaró, hóf sjálfstæðan stofurekstur fljótlega eftir að hann kláraði námið. Fyrst í samvinnu við Kristján Jóhannesson á Rakarastofunni Klapparstíg og síð- ar með Sigurpáli Grímssyni. Hann opnaði síðan Fígaró á Hall- veigarstíg 1 í lok árs 1976. Hann var síðan um tíma með tvær stofur og var önnur þeirra á Laugavegi 51. Fígaró var svo í nokkur ár á Laugar- nesvegi en hefur síðastliðin ár verið í Borgartúni 33. Gunnar var snfilingur með greiðu, skæri og hníf. Ég hóf nám hjá honum 10. apríl 1970 og fyrstu dagana í náminu stóð ég dolfallinn og horfði á meistarann vinna. Það var ekki laust við að manni féllust hendur og gæfist upp. Nýhættur til sjós og með tíu þumalputta. Gunnar var ótrúlega leikinn og góður fag- maður og það er engin hætta á að maður komist nema rétt með tærn- ar þar sem hann hafði hælana. Mað- ur lærði því fljótt að hann var meistarinn og ég nemandinn. Gunn- ar var auk þess mikill keppnismað- ur og tók strax þátt í Islandsmeist- arakeppni í hárskurði og var með til að vinna. Enda vann hann til fjölda verðlauna. Varð Islandsmeistari og keppti fyrir íslands hönd í Norður- landakeppnum. Gunnar fór snemma að láta félags- mál sig varða og gekk í Meistarafé- lag hárskera 1966. Hann tók þátt í nefndarstörfum á vegum félagsins og var kjörinn ritari þess 1969. Þeg- ar ég fletti gömlum fundargerðar- bókum frá þessum tíma sér maður að Gunnar hafði fallega og læsilega skrift, sem ekki er hægt að segja um alla þá sem þar hafa skrifað. Honum var því margt fleira til lista lagt en að klippa. Gunnar var dagfarsprúðm- maður, óvenju skapgóður og flíkaði ekki skoðunum sínum. Þetta gerði það að verkum að hann átti viðskiptavini úr öllum stéttum. Forystumenn félaga- samtaka, embættismenn, atvinnu- rekendur og launþegar voru fastir viðskiptavinir hjá honum í áratugi. Og það var sama hvort um var að ræða forstjóra eða verkamann, Gunnar kom jafnt íram við alla og lagði jafnmikla alúð og natni í vinnu sína. I hans huga voru allir við- skiptavinir jafnir. Gunnar var unglegur og það kom fyrir að fólk hélt að við værum jafn- aldrar þegar ég var að vinna hjá hon- um, Gunnari til mikillar ánægju, en hann var tíu árum eldri en ég. Því finnst manni að hann hafi átt alltof stutta ævi og hans verður sárt saknað. Gunnar var mikill fjölskyldumaður og því er missir ástvina hans mikill. Kæra Díana, Iris og barnaböm, orð fá ekki bætt þann missi sem þið haf- ið orðið fyrir en ég vona að minning- in um góðan dreng verði ykkur huggun í harmi. Innilegar samúðar- kveðjur. Torfi Geirniundsson. Kæri vinur. Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þér í blóma lífsins. Þú fórst ekki fyrr en sumarið hafði verið hringt inn, sem var þér líkt. Þú varst maður hlýr í viðmóti og blíð- lyndur. Sumarið og birtan hæfðu þér vel. Það er margs að minnast. Haustið 1974 þegar ég hóf nám hjá þér í hár- skurði, skemmtilegu námsárin, sam- vistir og skemmtun utan vinnu, keppnisferðalög og nú síðustu þrjú árin í samstarfi á Figaró. Það brá yfír skugga fyrir um teim- ur árum, þegar þú greindist með sjúkdóm þann sem hægt og bítandi vann á þér, elsku vinur, þrátt fyrir óbilandi trú þína á bata og fáheyrðan baráttuvilja. Fagið okkar átti hug þinn allan, og jafnvel þegar þú varst hættur að klippa og áttir bágt með að fara á milli, þá mættir þú á stof- una til að fá í þig „feelinginn“ og hitta kúnnana. Um leið og ég votta Díönu, írisi, Gumma og börnunum mína dýpstu samúð á erfiðri stund, þakka ég þér samfylgdina í gegnum árin. Far þú vel, Guðjón Þdr. Elsku íris Betri pabba var ekki hægt að hugsa sér. Betri vinnufélaga hef ég ekki átt. Hann kunni að segja „Ekk- ert mál, ekkert mál.“ Við Gunnar áttum margar góðar stundir á Rak- arastofunni Fígaró, sérstaklega á föstudögum sem voru okkar uppá- haldsdagar enda kvaddi Gunnar þetta líf á fóstudegi og kemur líkleg- ast til með að fæðast annars staðar þar sem allir dagar eru föstudagar. Já, Gunnar er líklegast búinn að klippa sem svarar hálfa þjóðina þessi ár sem hann var með skærin og það sem hann var fimur og snöggur, ég hafði mjög gaman af því að fylgjast með svona góðum fag- manni. Iris mín, þetta er eitt af erf- iðustu verkefnum lífsins sem hefur verið lagt fyrir þig og þína, ekki svö auðleysanlegt en tíminn læknar öll sár. Þú veist að ég ásamt Óskari stend við bakið á þér og við reynum að gera allt til að gera þér lífið létt- bærara. Guð gefi þér, Gumma, mömmu þinni, Díönu Irisi og Jó- hanni Berg allan þann styrk sem þið þufið á að halda. Þín vinkona, María. Kæri vinur, ég kveð þig með trega og söknuði. Höndin sem hingað þig leiddi himins til aftur ber Drottinn elskar, Drottinn vaki daga og nætur yfir þér. Minningar meir en 40 ára vináttu streyma um hugann. Fyi-stu kynni af Gunna voru á „billanum" og upp frá því tókst með okkur vinátta sem styrktist enn meir eftir að við kynnt- umst konum okkar sem voru vinkon- ur og skólasystur. Margt var brallað saman og má minnast 10 daga ferða okkar strákanna í Þórsmörk og fyrstu utanlandsfarar okkar um ára- mót 1971 til Kanari með konum okk- ar en lengi var safnað fyrir þeirri einstöku ferð og þegar heim var komið var farið að skipuleggja þá næstu. I margar aðrar ferðir var far- ið innan lands og utan og voru það yndislegar stundir. En nú skilja leið- ir og þökkum við Gunna samfylgdina er hann heldur í sína hinstu ferð. Hann Gunni vinur er farinn eftir baráttu í rúm 2 ár við illvígan sjúk- dóm. Díana stóð sem klettur við hlið hans og umhyggja og ást hennar og fjölskyldunnar gerði honum það kleift að geta verið heima í veikind- um sínum allt til hins síðasta. Elsku Díana, íris, Guðmundur, Díana íris, Jóhann Berg, mikil sorg er að sjá á eftir ástríkum eiginmanni, fóður, tengdafóður, afa og vini. Guð styrki ykkur í sorginni. Ykkar vinir, Grétar og Þorgerður. Gunnar Guðjónsson er látinn eftir langvarandi veikindi. Þótt ég vissi að hann var haldinn ólæknandi sjúk- dómi, þá kom þetta sem reiðarslag yfir mig þegar ég frétti lát hans. Þar er genginn góður drengur og mikill mannkostamaður. En dauðinn kem- ur svo oft á óvart og þar fá óskir manna engu um þokað. Leiðir okkar Gunnars lágu saman eftir að hann kynntist systur minni, Díönu Þórðardóttur, og myndaðist á milli okkar góð og sönn vinátta sem aldrei bar skugga á, og reyndist hann mér sem hinn besti drengur í hvívetna. Á ég margar góðar minn- ingar frá samverustundum okkar. Hann var heilsteyptur persónuleiki, hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og var sannur vinur vina sinna. Ég veit að Gunnar myndi ekki vilja að ég skrifaði ein- hverja lofgrein um hann og því eiga þetta aðeins að vera fátækleg kveðjuorð frá mér og fjölskyldu minni fyrir þá hjartahlýju sem hann sýndi okkur alla tíð. Día mín, íris, Guðmundur, Díana íris og Jóhann, við ykkur vil ég segja: Þótt sorgin og missirinn sé sár þá er örugg vissan um endur- fundi og hugljúfu minningarnar allar svo bjartar og elskuríkar. Megi Guð styrkja ykkur og vera ykkur hin styrka stoð í raunum ykkar. Far þú í friði, vinur minn. Hafðu hjartans þakkir fyrir allt. Guðmundur Kr. Þórðarson. Crfisdrykkjur A IhKkigahM GAPt-inn Sími 555 4477 FRAMLEIÐUM sf./. Skilti á krossa 5i!!!!P!?.F Síðumúla21-Selmúlamegin GERÐIN ! ” 533 6040 • Fax: 533 6041 Email: stimplar@isholf.is H H Erfisdrykkjur * H H H H H H H H H P E R L A N Sími 562 0200 iiiiiiiiiiiÍ! LEGSTEINAR I rúmgóðum sýningarsölum okkar eigum við ávallt fyrirliggjandi margar gerðir legsteina og minnisvarða. Hvergi meira úrval. Yfir 45 ára Verið velkomin til okkar, eða fáið myndalista. il S.HELGAS0N HF STEINSMIÐJA SKEMMUVEGI 48, 200 KÓP. SÍMI 557 6677 / FAX 557 8410
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.