Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 79

Morgunblaðið - 04.05.1999, Síða 79
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 79 FÓLK í FRÉTTUM GLEÐIN leyndi sér ekki í svip gestanna. HELGA Jónsdóttir, Jóhanna Hauksdóttir og Þóra Harðar- dóttir voru kampakátar í danskri stemmningu. ÞAÐ voru þeir Lárus Ragnarsson, Ragnar Fjalar og Gunnlaugur Kristinsson líka. ÁHEYRENDUR dönsuðu og skemmtu sér með dönsku gleðigjöfunum eins og sjá má af myndinni. Morgunblaðið/Jón Svavarsson SHU-bi dua komu, sáu og sigruðu. IAN MacKaye og Guy Picciotto skiptust á að syngja og leika á gítara sveitarinnar. Morgunblaðið/Ásdís FUGAZI keyrðu dagskrána í gegn án hlés. ÁHEYRENDUR kunnu vel að meta keyrslukafla sveitarinnar. TÓIVLIST Tónleikar Fugazi í bílageymslu Ríkisútvarpsins. NAFN bandarísku sveitarínnar Fugazi hef- ur ekki farið mjög hátt hér á landi, sveitin hef- ur þó náð nokkurri athygli í sínu heimalandi og þá einkum í Washington og nærsveitum en þaðan eru meðlimir hennar. Kristinn Sæ- mundsson, eigandi Hljómalindar, flutti piltana til landsins í vikunni og voru tónleikarnir haldnir í bílageymslu Ríkisútvarpsins. Ekki hafa svo mjög margir tónleikar verið haldnir í bílageymslunni en eitthvað hefur þó verið um það, eftir að Tunglið við Lækjargötu brann. Salurinn sem slíkur er ágætur, ílangur og lágur til iofts, en hljómburðurinn afleitur enda húsnæðið auðvitað ekki upphaflega ætlað til hljómleikahalds. Undirritaður missti því miður af Mínus, upphitunarhljómsveit kvölds- ins og sigurhljómsveit Músíktilrauna í ár, en heyrði fregnir af því að sveitin hefði verið þétt þrátt fyrir lélegt hljóð. Fugazi hóf svo leik sinn um hálfellefu eftir nokkra bið, sveitin byi'jaði á rólegum nótum, nokkuð þungum þó. Fugazi leika pönk eða eru a.m.k. skilgi’eindir svo þrátt fyi’ir að tónlistin eigi fátt skylt með upprunalegri merkingu þess orðs, gítarparið Ian MacKaye og Guy Picciotto leiða hljóm- sveitina og að baki þeim eru Joe Lally bassa- leikari og tveir trommuleikarar, Brendan Einsleitt pönk Canty og annar sem undirritaður kann ekki skil á. Frá því tónleikarnir hófust og þar til þeir enduðu tóku meðlimir sveitarinnar um þrjú hlé til að spjalla við áhoriendur, þar af fór eitt þeirra í að hafa uppi á eigendum lykla og úrs sem fundist höfðu á gólfinu. Þó er ekki svo að skilja að meðlimir sveitarinnar hafi verið fúiir, þvert á móti voru þeir vingjarnlegir og al- þýðlegir enda orðnir hálf sköllóttir, sveitin hef- ur starfað frá árinu 1987 og meðlimir hennar hafa verið að fást við tónlist frá því í byrjun ní- unda áratugarins. Tónlistin var eins og áður sagði þung, bæði hvað varðar hljóm og innihald og greinilegt að talsverðar pælingar liggja að baki tónsmíðunum. Hún byggðist mjög á sam- spili gítarleikaranna tveggja, einkenndist oft af katatónísku hjakki á sitthvorum strengnum sem færðist svo snögglega yfir í keyrslu. Hljóðfæraleikurinn var hæfilega hrár, tækn- in tröllreið ekki útvarpshúsinu þetta kvöld, en án þess þó að verða óþéttur. Reyndar var einn ókostur á hljóðfæraleiknum, sveitin státar af tveimur trommuleikurum, hvorugum mjög góðum, sem gerðu auk þess ekkert til að spinna við hvor annan, meira að segja tók und- irritaður ekki eftir því að tveir trommuleikarar væru að verki fyrr en nokkuð var liðið á tón- leikana, slíkt ætti ekki að fara fram hjá nokkrum manni. Áhorfendur kunnu greinilega betur að meta keyrslukaflana, það myndaðist fljótlega kjarni sem hamaðist af miklum móð fyrir framan sviðið og þegar hitnaði hvað mest í kolunum hlupu áhorfendur upp á svið og köstuðu sér fram af út í þvöguna, enda voru þetta pönktón- leikar. Stemmningin var semsagt góð á flestum en hugsanlega var það frekar áheyrendum að þakka en hljómsveitinni því hún gerði lítið til að magna upp stemmninguna fyrr en í bláend- ann. Engin hlé voru tekin milli laga heldur byrj- aði lag helst á enda lagsins á undan, þetta væri svo sem allt gott og blessað nema hvað lögin voru keimlík, bæði hvað varðaði hraða og upp- byggingu, ekki hjálpaði hljómurinn, nema við að gera tónlistina að algerri súpu á köflum, einkum aftarlega í salnum. Fyrir vikið varð upplifunin líkari afar löngu lagi en heilsteypt- um tónleikum og leið tíminn hægt. Tónleikar Fugazi voru aðeins upphafið á veglegri lágmenningarhátíð sem Kristinn stendur að og er margt tónlistargóðgætið á leið hingað til lands, líta má því á tónleikana sem ágætis upphitun íyrir blómlegt tónleikavor, en varla meira en það. Gísli Árnason Dönsk gleði- sveifla með Shu-bi dua DANSKA gleðisveitin Shu-bi dua hélt uppi góðri stemmningu á tón- leikum sfnum í Broadway á Hótel íslandi á fóstudagskvöldið. Fjöl- mennt var á tónleikunum og eins og sjá má af meðfylgjandi myndum var stemmningin frábær og brosið ekki langt undan hjá gestunum, enda sveitin þekkt fyrir léttleikandi kfmnigáfu í tónlist sinni. Eftir tónleikana voru gestir áfjáðir í að heyra meira enda allir komnir í léttleikandi danskan gír. Höfðu einhverjir gestir á orði að þegar diskótekið var sett á í klukkutfma áður en hljómsveitin Stjórnin steig á stokk og spilaði fyrir dansi hefði stemmningin dott- ið niður og betra hefði verið að fá danska gleðislagara í diskótekinu en þetta vanabundna enskuskotna popp sem algengara er. En gestir fóru glaðir heim eftir tónleikana og greinilegt að danska sveitin var metin að verðleikum hjá gestum Broadway á föstudagskvöldið. SMASKOR í bláu húsi við Fákafen, s. 568 3919. Vinsældum Alfa 156 á íslandi og í Evrópu má fyrst og fremst þakka glæsilegri hönnun og frábærum aksturseiginleikum. itu þér þennan gullmola frá Alfa Romeo. Cl».____________________________ Verð: 1.6T.S. 120hestöfl. Kr. 1.790.000 Istraktor in
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.