Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 81

Morgunblaðið - 04.05.1999, Side 81
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. MAÍ 1999 81 MYNPBÖNP Stefnu- mótabasl Handan við hornið (Next Stop Wonderland)_ Rómantfsk gamanmynd Framleiðandi: Mitchell B. Ilobbins. Leikstjóri, klippari og handritshöf- undur: Brad Anderson. Kvikmynda- taka: Uta Briesewitz. Tónlist: Cladio Ragazzi. Aðalhlutverk: Hope Davis og Alan Gelfant. (95 mín.) Bandarísk. Skífan, apríl 1999. Öllum leyfð. HÉR segir frá hjúkrunarkonunni Erin sem á í hálfgerðu basli með sig og líf sitt, ekki síst þann hluta sem snýr að karlmönn- um. Fyrir hvatn- ingu móður sinnar reynir hún stefnu- mót við þónokkra menn sem flestir eru langt frá því að standast kröfur hennar um verðug- an lífsförunaut. Leikstjóri og handritshöfundur þessarar nýstár- legu og bráðskondnu gamanmynd- ar er greinilega mikill hæfíleika- maður. Hin margbreytilega per- sónusköpun hans sem nær frá minnstu aukapersónum til aðalper- sóna er einstök, allar hafa þær eitt- hvað við sig sem oftar en ekki er tjáð með skemmtilegum svipbrigð- um í stað orða. Reyndar er stór hluti sögunnar sagður í gegnum þessa óvæntu svipi og tilburði sem segja allt sem segja þarf. Þá hefur myndin fágað yfirbragð og skemmtilegan stíl sem næst fram með frumlegri kvikmyndatöku og klippingum. Ekki má heldur gleyma tónlistinni sem er notalegur hluti af heildinni. Sem sagt sérlega krúttuleg rómantísk gamanmynd sem skilur eftir sig notalega sumar- tilfinningu. Heiða Jóhannsdóttir Að stríði loknu Týndu töskurnar (Left Luggage)____________ Urama ★ ★ Leiksljóri: Jeroen Krabbe. Handrit: Edwin De Vries. Kvikmyndataka: Walther Vanden Ende. Tónlist: Hennie Vrienten. Aðalhlutverk: Isa- bella Rossellini, Laura Fraser og Jer- ocn Krabbe. (96 mín.) Bretland. Skíf- an, apríl 1999. Bönnuð innan 12 ára. Þessi kvikmynd er fyrsta leik- stjórnarverkefni hins gamalreynda leikara Jeroen Krabbe. Þar er sögð fregablandin þroskasaga Þjóðverja og gyðinga sem búa í Antwerpen á 8. áratugnum og reyna hvert með sínu móti að yfir- vinna hörmulegar minningar úr stríð- inu. Myndin er efni- leg en hefur þó nokkra alvarlega veikleika. Aðalleikkonan, Laura Fraser, gerir til dæmis mikinn óskunda með frammistöðu sinni, en hana skortir bæði þroska og næmi fyrir hlutverkinu. Ólíkur hreimur leikaranna (allt frá þýskum hreim til lágstéttar ensku) hljómar líka an- ^annalega og grefur undan því þýska eftirstríðsumhverfi sem leit- ast er við að skapa. Þessh’ gallar skyggja mjög á kosti myndarinnar s-s. sterka persónusköpun og áhuga- verða sögu sem aukaleikaramir (Rossellini, Krabbe, o.fl.) standa vandlega vörð um. FÓLK í FRÉTTUM Diana Ross og Arne Naess skilja SÖNGKONAN Diana Ross og norski skipa- jöfurinn Ame Naess hafa slitið samvistum og em að sækja um skilnað eftir 13 ára hjónaband, að því kem- ur fram í sameiginlegri fréttatilkynningu. Þau eiga tvo syni, Ross, sem er 11 ára, og Evan, sem er 10 ára og segir í tilkynn- ingunni að þau verði áfram miklir vinir og að velferð tveggja sona þeirra sé þeim efst í huga. Drjúgan hluta hjónabandsins hafa þau dvalist hvort á sínum staðnum, Na- ess býr í London og Ross í Connecticut. Diana Ross á tvær dætur frá fyrra hjóna- bandi og þriðju dóttur- ina með stofnanda Motown, Berry Gordy. Hún varð heimsfræg með hljómsveitinni Su- premes á sjöunda ára- tugnum með löguin á borð við „Baby Love“, „Where Did Our Love Go?“ og „Stop, in the Name of Love“. Davíð Oddsson heldur fund í þínu kjördæmi Reykjanesi Borgarafundur í Garðabæ Garðalundi, Garðaskóla (við Vífilsstaðaveg) þriðjudaginn 4. maí kl. 20.30. Þingmenn og frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins á Reykjanesi taka þátt í umræðum. Allir velkomnir ÁRANGURfyrirM.LA Heiða Jóhannsdóttir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.