Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Davið Oddsson forsætis- og sjávarútvegsráðherra um rækjuveiðar í Smugunni Jdn Kjartansson dreg- inn að landi I fullu samræmi við samninga og alþjdðalög DAVIÐ Oddsson sjávarútvegsráðherra vísar á bug gagnrýni norskra útgerðarmanna á rækju- veiðar íslenskra skipa í Smugunni. Hann segir að veiðamar séu í samræmi við alla samninga og al- þjóðalög sem Island sé aðili að. Sett hafi verið reglugerð sem tryggi að veiðamar séu stundaðar með sama hætti í Smugunni og rækjuveiðar við ísland. „Veiðar íslenskra rækjuskipa í Smugunni í Barentshafi em í fullu samræmi við alla okkar samninga og alþjóðalög og það er því engin ástæða til að vera að gagnrýna þetta. Við settum reglugerð fyrir fáeinum dögum sem á að tryggja að þessar veiðar séu stundaðar með sama hætti í Smugunni og þær era stundaðar við ísland og á Flæmska hattinum. Reglugerðin tryggir m.a. að það á enginn meðafli að fylgja þessum veiðum. Eg tel að gagnrýni á okkur fyrir þessar veiðar byggist því fyrst og fremst á vanþekkingu því að þetta er það sem okkar réttur stendur til,“ sagði Davíð. Geta ekki gagnrýnt ísland fyrir stjórn veiðanna Haft er eftir Audun Marak, aðalritara sam- taka útgerðarmanna í Noregi, í Morgunblaðinu á laugardag að íslendingar hafi ofboðið rækju- stofninum við ísland með ofveiði. Þeir hafi síðan hafið hömlulausar rækjuveiðar á Flæmska hatt- inum og nú sé röðin komin að Barentshafi. Davíð vísaði þessari gagnrýni á bug. „Þetta er fráleit gagnrýni. Norðmenn hafa sjálfír verið að stjóma veiðum í Barentshafi og það hefur ekki gengið mjög vel. Okkur hefur gengið betur að vemda okkar stofna en þeim sína. Þeir geta ekki úr háu sæti talað við okkur hvað þetta varðar.“ Davíð sagði að ráðuneytisstjórar í sjávarút- vegsráðuneyti íslands og Noregs hefðu talað saman um þessar veiðar og það lægi alveg fyrir að íslensk skip væra í fullum rétti að veiða rækju í Smugunni. * Landssími Islands Ný síma- skrá kemur út í lok maí BYRJAÐ verður að dreifa nýrri símaskrá Landssíma Is- lands hf. í lok þessa mánaðar. Nýja símaskráin á að taka gildi 1. júní. Verið er að leggja lokahönd á frágang símaskrárinnar og er ráðgert að dreifing hennar hefjist eftir hvítasunnu. Upp- lag hennar er 220 þúsund ein- tök. „ # Morgunblaðið/Helgi Garðarsson GUÐRUN Þorkelsdóttir með Jón Kjartansson í togi á leið inn Eskifjörð síðdegis í gær. Á innfelldu myndinni þakkar Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni (til hægri), Orra Jóhannssyni, stýrimanni á Guð- rúnu Þorkelsdóttur, fyrir dráttinn úr Smugunni heim til Eskifjarðar. Hissa á að hafa ekki að- stoðarskip SKIP Hraðfrystihúss Eskifjarðar, Jón Kjartansson, fékk vír eða net í skrúfuna á föstudagskvöld og varð að snúa frá veiðum þegar hann var nýkominn á miðin í síldarsmug- unni. Guðrún Þorkelsdóttir, sem er í eigu sömu útgerðar, var feng- in til að draga Jón að landi og komu skipin til Eskifjarðar undir kvöldmat í gær. „Þetta er óskiljanlegt, hér hafa menn gert þetta eins í 20 ár og aldrei neitt þessu líkt komið fyrir,“ sagði Grétar Rögnvarsson skip- stjóri í gær þegar skipin voru komin inn í fjörðinn. Jón Kjartans- son var rétt kominn á miðin um 370 mílur austur af landinu þegar vír eða eitthvað annað kom í skrúfúna og þá var sjálfhætt, sagði Grétar og um klukkan 22 hélt Guðrún Þorkelsdóttir af stað með Jón í togi. Siglingin í land gekk vel nema hvað seint sóttist um tíma á sunnudag vegna brælu. „Þá fórum við ekki nema kringum þijár mílur á kiukkustund," sagði Grétar. Grétar sagði að um 10 íslensk skip hefðu verið á miðunum ásamt skipum frá Færeyjum og Noregi og ekkert þeirra með kafara. „Við erum mjög hissa á því að það skuli aldrei vera aðstoðarskip með þeim flota sem er á úthafsveiðum. Það er full þörf á því að hafa varðskip á svæðinu,“ sagði Grétar að lok- um. Guðrún Þorkelsdóttir hafði náð að veiða um 400 tonn en Jón var nýkominn á miðin eins og áður sagði. Grétar vonaðist til í gær að viðgerð tæki ekki langan tíma og ^ að hægt yrði að sigla út að nýju nú í morgun. Lögfræðingur Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga fór yfír stöðuna með bændum Bjartsýnni á að gjald- þroti verði afstýrt Líkur á að KÞ geti greitt bændum 76% inneigna BÆNDUR í Suður-Þingeyjarsýslu era vonbetri nú en áður um að hægt verði að afstýra gjaldþroti Kaupfé- lags Þingeyinga. Kom þetta meðal annars fram á fjölmennum félags- fundi Búnaðarsambands Suður- Þingeyinga á Hótel Húsavík í gær- kvöldi. Lögfræðingur Búnaðarsam- bandsins taldi unnt að komast hjá gjaldþroti og fram kom hjá stjóm- armanni KÞ að líkur væra á að kaupfélagið gæti greitt bændum 76% af kröfum þeirra. Búnaðarsamband Suður-Þingey- inga réð síðdegis á föstudag Ástráð Haraldsson lögfræðing til að skoða málefni bænda gagnvart þeim erfið- leikum sem KÞ hefur átt í og kynnti hann bændum stöðuna á fundi á Húsavík í gærkvöld. Taldi Ástráður að líklega mætti koma í veg fyrir gjaldþrot KÞ en það byggðist á því að þokkalega yrði staðið að sölu eigna. Sagði hann að gjaldþrot myndi rýra mjög verðmæti eigna félagsins og taldi ekki vafa á að rétt væri að samþykkja sölu eigna, eins og stjóm félagsins hefur gert ráð fyrir. „Vissulega er mörgum spuming- um ósvarað enn, en við leyfum okk- ur að vera jákvæðari en áður,“ sagði Ragnar Þorsteinsson, formaður Búnaðarsambands Suður-Þingey- inga í samtali við Morgunblaðið fyr- ir fundinn í gærkvöldi. „Menn era auðvitað hræddir um eigur sínar og þetta hefur verið erfitt fyrir marga, en við vonum að rofi til.“ Fyrir utan þær innistæður sem margir bændur eiga á viðskipta- reikningum í Kaupfélagi Þingey- inga, meðal annars vegna áburðar- kaupa í vor, hafa kúabændur ekki fengið greitt fyrir mjólkurinnlegg í aprílmánuði og fram í maí. Inni- stæður á viðskipareikningum fást ekki greiddar út því skrifstofur kaupfélagsins hafa verið lokaðar frá því í byrjun síðustu viku. Bændur þurfa hins vegar að fara að fá áburðinn og segir Ragnar að þess vegna þurfi lausn að finnast allra næstu daga. Sauðfjárbændur áttu almennt minna inni vegna þess að þeir fengu afurðainnlegg sitt að mestu greitt síðastliðinn vetur. Jóhannes Geir Sigurgeirsson, stjórnarformaður Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri (KEA), var staddur á bændafundinum á Húsa- vík ásamt lögfræðingi. Hann sagði hugsanlegt að hið nýja félag um rekstur mjólkurstöðvarinnar, MSKÞ ehf., myndi byrja á því að greiða út mjólkurinnleggið sem bændur ættu inni hjá KÞ og gera síðan kröfu á Kaupfélag Þingey- inga. Einnig kom fram hjá honum að allir bændur á félagssvæðinu myndu greiða sama gjald vegna mjólkurflutninga, óháð vegalengd- um. Hugsanlegt að greiða 76% af kröfum Um helgina hefur verið unnið hörðum höndum að því að endurmeta eignir Kaupfélags Þingeyinga og verður niðurstaða úr þeirri vinnu kynnt á aðalfundi félagsins sem hald- inn verður á Hótel Húsavík í dag. Á bændafundinum í gærkvöldi kom fram hjá einum stjómarmanni KÞ, Erlingi Teitssyni, að útreikningar bentu til þess að félagið gæti greitt bændum 76% af inneignum í við- sldptareikningum og bændur myndu þá tapa 24% eignanna. Sama yrði hægt að greiða af inneignum á reikn- ingum í innlánsdeild en vonast væri til að innistæðueigendur yrðu skað- lausir því tryggingasjóður myndi greiða þau 24% sem upp á vantaði. Á fundinum verður einnig fjallað um samstarf Kaupfélags Eyfirðinga og Kaupfélags Þingeyinga um stofn- un einkahlutafélagsins Kjötiðjunnar ehf., en félagið tók við eignum og skuldbindingum KÞ á sviði slátrun- ar og kjötvinnslu í síðustu viku. Síðar í dag verður félagsfundur í Mjólkursamlagi Kaupfélags Þing- eyinga þar sem staðfesta á stofnun MSKÞ ehf. en það félag tók einnig í síðustu viku við eignum og skuld- bindingum KÞ á sviði mjólkur- vinnslu. KEA á meirihluta í MSKÞ en Kaupfélag Þingeyinga og Lands- banki Islands eiga meirihluta í Kjötiðjunni. Sérblöð í dag Á ÞRIÐJUDÖGUM Heimili Með Morgun- blaðinu í dag er dreift blaði frá IKEA, „Sumar í 1KEA“. í heimsókn hjá Rúnari Krist- inssyni í Lilleström / B2 Geir Sveinsson fer ekki til Pamplona á Spáni / B11 Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.