Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 72
y 72 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM SAKLEYSINGI lentur í klóm klækjakvendis. Úr Blue Velvet. EINN stórviðburðurinn í kvik- myndaheiminum, hin árlega há- tíð í Cannes, stendur sem hæst þessa dagana. Margar myndir eru tilkallaðar 1 nokkrum keppnisflokkum, þær sem mesta athygli vekja hveiju sinni eru að sjálfsögðu þær sem glíma við aðalverðlaunin, Gullpálmann. Meðal þeirra í ár er The Straight Story, nýjasta verk hins umdeilda en hæflleik- aríka David Lynch. Hann hefur skapað sér sérstöðu meðal kvik- myndagerðarmanna samtímans þar sem hann hefur fetað hina hárfínu línu sem gjarnan er dregin til að skilja að listrænar myndir og venjulegar bíómynd- ir. Það hefur hann gert af ótrú- legri fagmennsku þannig að nafn hans er kunnugt þeim sem « eitthvað fylgjast með metnaðar- fullri kvikmyndagerð. Þó um- fjöllunarefnið sé yfirleitt á skjön við raunveruleikann, yfir- bragðið þungbúið, efnið martraðarkennt, þar sem hann blandar gjarnan saman erótík, ofbeldi, fáránleika og fegurð. Stfllinn er engum öðrum líkur, óvenju persónulegur og lítil hætta á að verkum hans sé ruglað saman við myndir ann- arra, þó maður sjái oft bram- bolt í þá átt. Margir hafa reynt að apa eftir „Lynch-einkennun- um“ og fjöldi þekktra Ieikstjóra segja hann áhrifavaid í Iistsköp- . . un þeirra. Þá er Lynch víðfræg- ur fyrir sjónvarpsmyndir og - þætti, á því sviði hefur hann jafnan verið afkastamikill sam- hliða kvikmyndagerðinni. Lynch er fæddur 1946, sonur vísindamanns hjá landbúnaðar- ráðuneytinu. Stundaði nám við Corcoran-Iistaháskólann í Was- hington, síðar í París og Ffla- delfíu, við Pennsylvania Academy of Fine Arts, þar sem hann hóf gerð tilraunamynda. Ofbeldið og hnignunin, sem hvarvetna mætti honum í Ffla- delfíu, átti eftir að hafa langvarandi áhrif á listamann- inn, sem hefur velt fyrir sér síð- an, í sífellt ríkari mæli, hinum dekkri hugskotum mannssálar- innar. Allt frá því hann lauk við fyrstu stuttmyndina, Six Men Getting Sick, (‘67), hefur undir- málsfólk á jaðri mannflórunnar verið eftirlætis yrkisefnið. 1972 byijaði Lynch að vinna við Era- serhead, þá fyrstu í fullri lengd. Súrrealísk martröð, afsprengi spennu og ótta höfundar við föðurhlutverkið, þrungin ógn- vekjandi augnablikum. Geggjuð -1 grípandi mynd sem vakti geysilega eftirtekt þegar hann var loks búinn að koma henni í sýningarhæft form, 1975. Myndin vakti ekki síður athygli á leikstjóranum, meðal þeirra sem hrifust af drungalegu and- rúmsloftinu, áræðinu og óvenjulegum efnistökunum var *Mel Brooks, sem þá var nýbyij- aður að framleiða annarra manna myndir, meðfram leik og leikstjórn. Hann átti kvik- myndarétt leikrits- ins Fílamaðurinn - The Elephant Man, sem gengið hafði um árabil við góðar undirtektir í West End og á Broadway. í byijunarverki Lynch sá hann þá hæfileika sem hann taldi nauðsynlega þeim leikstjóra sem treysti sér til að fást við þetta ögrandi verkefni. Lynch var greinilega á sama máli, tók boð- inu, og úr varð besta og athygl- isverðasta mynd ársins 1980. Næst valdi Lynch sér gjörólíkt verkefni; Dune, eina þekktustu vísindaskáldsögu rithöfundar- ins Franks Herbert. Myndin átti þó lítið skylt við Star Wars, og aðrar vs-myndir, sem nutu um- talsverðra vinsælda á þessu tímabili. Dune, (‘84) var fram- sækin, dimm (jafnvel svo að margar brellurnar voru tæpast sýnilegar), drungaleg, afar hæg með hóp misgóðra leikara. Ut- koman var áferðarfalleg leið- indi. 50 milljónir dala runnu út í sandinn. Framleiðandi mistak- anna, ítalski kvikmyndajöfurinn Dino de Laurentiis, lét þó ekki deigan síga heldur veitti Lynch nauðsynlegt íjármagn í næstu mynd, sem var sú seiðandi og siðspillta Blue Velvet, (‘86), sem leikstjóranum tókst að galdra fram á tjaldið fyrir Iitlar 7 milljónir dala. Myndin hlaut góða aðsókn og af- bragðsdóma og Lynch hlaut Óskarsverðlaunatil- nefningu fyrir leik- stjórnina. Lynch var orðinn frægur og eftirsótt- ur en kaus engu að síður að snúa sér að sjónvarpsþáttagerð á þessum tíma- punkti. Fyrstir urðu fyrir valinu HiII Street Blues, vandaðir og vel Ieiknir lögregluþættir, sem m.a. gengu hér um árabil. Næsta verkefni fyrir skjáinn, þættirnir Tvídrangar - Twin Peaks, urðu jafnvel enn vinsælli, sköpuðu hálfgert æði um allan hinn vest- ræna heim. „Hver myrti Lauru Palmer?“ var spurningin sem brann á vörum sjónvarpsneyt- enda frá Tálknafirði til Tim- búktú. Lynch var orðinn heims- frægur og sérstæður snillingur að margra mati. Hann hafði því úr nægum verkefnum að moða þegar okkar eigin Siguijón Sig- hvatsson bauðst til að fjár- magna Wild At Heart, (‘90), en hann hafði staðið að sjónvarps- þáttunum ásamt félaga sínum lyá Propaganda, Steve Golin. Utkoman varð einstæð vega- mynd sem uppskar Gullpálmann á Cannes. Lynch stóð á hátindi frægð- arinnar, tilboðunum rigndi yfír hann, framleiðendur, blaða- menn, aðdáendur, sjónvarps- þáttastjórar, eltu hann á rönd- um og hann komst á forsíðuna á Time árið 1990. En pressan er fljót að skipta um skoðun. Mót- tökur Wild At Heart voru dræmar í Bandaríkjunum og Tvídrangar voru að missa flug- ið á skjánum. Tveir nýir sjón- FÍLAMAÐURINN („THE ELEPHANT MAN ‘80) irkirk Ahrifamikil og heillandi bíómynd um stórmerka ævi John Merricks sem kallaður var Fílamaðurinn vegna hryllilegs vanskapnaðar. Það sem fólk hélt að væri skrímsli var viðkvæm, falleg mannvera og sann- kallaður heiðursmaður sem Hurt tekst að lýsa á ógleymanlegan hátt í afar erfiðu hlutverki. Anthony Hop- kins stendur honum lítið að baki sem velgjörðarmaður hans. Sérlega vel tekin af Freddie Francis sem færir okkur listilega inn í London aldamótaáranna og ásækin leik- stjóm Lynch og handrit er hvort tveggja afbragð. BLUE VELVET (‘90) Hrk'k A óvissum mörkum veruleika og martraðar, líkt og fyrri myndir Lynch. Kyle McLachlan verður að snúa heim í friðsæla sveitaþorpið sitt og kemst þá að raun um að þar rfldr ekki sakleysið lengur heldur er það orðið mengað af óþjóðalýð, eiturlyfjaneytendum, dópsölum og kynferðislega brengluðu hyski. Jafnframt því fjarlægist hann litlu varpsþættir urðu ekki langlífir. Kvikmyndin Twin Peaks; Fire Walk With Me, (‘92), e.k. for- saga þáttanna, hlaut slæma út- reið - þrátt fyrir magnaðan leik Sheryl Lee í hlutverki hinnar ógæfusömu Lauru Palmer. Gagnrýnendur niddu myndina að ósekju niður og Lynch dró sig í hlé. I hálfan áratug kom ekkert frá honum annað en ljós- myndabókin Images. Loksins, 1997, kom svo sálfræðitryllirinn Lost Highway, óaðfinnanlega útlítandi, dularfullur, myrkur og úrkyiyaður og gjörsamlega óskiljanlegur. Lynch hefur haft nóg að gera siðan, einkum við að koma í gang sjónvarpsþátt- unum Mulholland Drive og fyrrgreindri Straight Story. Kvisast hefúr út að þetta sé ný- stárleg Lynch-mynd, og firna góð. Hvað efnið nertir á hún ekkert skylt við fyrri verk leik- sljórans. Segir sanna sögu Da- vids Straight, 73 ára ellih'feyris- þega í Laurens, Iowa, sem tók sig til árið 1994, og brá sér til fárveiks bróður síns í Mt. Zion, Wisconsin. Þeir höfðu verið að- skildir lengi og ferðin þætti sjálfsagt ekki svo ýkja merkileg ef farartækið hefði ekki verið garðtraktorinn - það eina sem Straight gamli átti á fjórum hjólum. Góðleikarinn Richard Farnswort fer með aðalhlut- verkið svo Straight er í örugg- um höndum. Myndin boðar von- andi glæsta endurkomu stór- leikstjórans David Lynch. Hver veit nema hann vinni til Gullpálmans í ár, hann hefur gert það áður. sætu kærustuna (Laura Dern), til að taka þátt í hnignuninni. Lynch málar í dökku litunum sem fyrr. „Blue Velvet“ er hrottaleg mynd um veiklyndi mannskepnunnar, bent er á að ekki sé allt sem sýnist undir fagurmáluðu yfirborðinu. Umdeild og götótt á köflum sem grófriðið net, samt sem áður einkar forvitnileg hnýsni í sorpgeymslur mannlegs eðlis. Markaði glæsilega endurkomu Dennis Hopper. Isa- bella Rosselini, Dean Stockwell. WILD AT HEART (‘90) •kkrk'fa Nicolas Cage leikur smákrimma, nýsloppinn úr fangelsi, sem rænir ástinni sinni (Lauru Dem), við Kt- inn fógnuð ruglaðrar móður henn- ar (Diane Ladd). Hún sendir leigu- morðingja (Harry Dean Stanton), á slóð þeirra, sem verður hin skraut- legasta blanda furðufólks (Willem Dafoe, Isabella Rosselini, Grace Zabi-iskie), og afkáralegra, ofbeld- isfullra atburða. Eftirminmlegt ferðalag með samsafni geggjaðs undirmálsfólks á jaðri tilverunnar. Stórkostlegur leikur og leikstjórn, ógleymanleg. Sæbjörn Valdimarsson NICOLAS Cage og Laura Dern á hraðferð til glötunar f Wild at Heart. DAVID LYNCH David Lynch, geggj- aður snillingur. Sígild myndbönd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.