Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 52
52 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ ÉG HORFÐIá um- ræður formannanna í sjónvarpinu kvöldið fyrir kjördag og undraðist enn einn ganginn hversu lítil- sigld íslensk umræða um utanríkismál getur verið og er yfirleitt. Þama sátu þeir Davíð og Steingrímur J. og kepptust við að halda umræðunni á plani kalda stríðsins. Þeir tóku saman höndum við stjómendur um- ræðnanna um að hnoða Samfylkingunni á milli sín og Margrét bar ekki einu sinni hönd fyrir höf- uð sér. Þeir félagar, Davíð og Stein- grímur, fóm hvor með sína rulluna sem allir kunna orðið utan að. Da- víð sagði að það væri skylda okkar að taka þátt í vamarsamstarfi vest- y rænna lýðræðisríkja meðan Stein- grímur hvatti til þess að Island segði sig úr NATO og stæði utan hemaðarbandalaga. Aðrir sungu svo viðlagið sem er bara tilbrigði við leiðarstefið. Þama örlaði ekki á nýrri hugsun eða tilraun til þess að færa umræðuna upp úr skotgröf- unum í átt til nútímans. Tveir merkisatburðir Það vill svo til að í lífi NATO hafa að undanfórnu orðið tveir merkisatburðir sem hvor með sín- *■ 'um hætti hafa orðið til þess að í öðmm löndum ræða menn nú af fullri alvöru tilvist og framtíð bandalagsins. Þar á ég við loftárás- imar á Kosovo og Serbíu og hálfr- ar aldar afmælið. I erlendum blöð- um sér maður fjallað um Kosovo- málið á þeim nótum að þar muni örlög NATO ráðast. Nái herflug- vélarnar ekki viðun- andi árangri í kross- ferðinni gegn Milos- evic muni þau öfl ná undirtökunum sem að undanfórnu hafa kraf- ist þess að allt skipu- lag og hlutverk NATO verði tekið til endur- skoðunar og bandalag- ið jafnvel lagt niður í núverandi mynd. Sú umræða nær langt út fyrir raðir Samtaka her- stöðvaandstæðinga í öðrum NATO-ríkjum. Hér á landi era kjós- endur og stjómmála- menn hins vegar einungis spurðir hvort þeir vilji vera í NATO eða ekki, aðrir kostir virðast ekki vera til í stöðunni. I Weekendavisen sem er sæmi- lega frjálslynt og vandað danskt íhaldsblað las ég um kosningahelg- ina viðtal við Anders Fogh Rasmussen, formann Venstre- flokksins og arftaka Uffes Ellem- ans Jensens. Þrátt fyrir nafnið er Venstre sennilega lengst til hægri af hinum borgaralegu flokkum Danmerkur þótt hann eigi uppmna sinn meðal góðbænda eins og ís- lenski Framsóknarflokkurinn. En Rasmussen þessi er í viðtalinu að ræða um framtíð vamarsamstarfs vestrænna lýðræðisríkja eins og ís- lenskum hægrimönnum er tamt að kalla NATO. I máli hans kveður þó við annan tón en hjá Davíð. Venstre-formað- urínn vill stokka upp vamarsam- starfið og gera það einfaldara og skilvirkara en nú er. Hann vill að Evrópusambandið leggi niður stofnun sem nefnist Vesturevrópu- bandalagið og var á sínum tíma ætlað að vera vamarbandalag NATO í lífí NATO hafa að undanförnu orðið tveir merkisatburðir, segir Þröstur Haraldsson, sem hvor með sínum hætti hafa orðið til þess að í öðrum löndum ræða menn nú af fullri alvöru tilvist og framtíð bandalagsins. ESB-ríkjanna en það átti sitt blómaskeið meðan fjandskapur Frakka við NATO var hvað mest- ur. Síðustu árin hafa staðið deilur um framtíð þessa bandalags og Danir ásamt fleiri ríkjum neitað að taka þátt í störfum þess. Framtíðarsýn Rasmussens er sú að ESB verði hinn pólitíski armur og NATO hinn hemaðarlegi armur á vamarsamstarfi Evrópuríkja. ESB geti svo styrkt samskipti sín á pólitíska sviðinu við ríki á borð við Noreg, Island og Tyrkland en sam- bandið vestur yfir Atlantshaf fari fyrst og fremst í gegnum NATO. Óg þegar Rasmussen er búinn að lýsa þessari framtíðarsýn tekur hann fram að hann sé síður en svo einn um hana, hún eigi vaxandi fylgi að fagna meðal leiðtoga NATO-ríkjanna. Það hafi meðal annars komið skýrt fram á leið- togafundinum sem haldinn var í Washington í lok apríl í tilefni af fimmtugsafmæli NATO. Rasmus- sen bætir við þeirri hvatningu til danska forsætisráðherrans að hann leggi fram tillögu um að Vest- urevrópubandalagið verði lagt nið- ur strax nú í byrjun júní þegar leiðtogar ESB hittast í Köln í Þýskalandi. Hvernig á þetta að vera? Mér þótti athyglisvert að lesa þetta viðtal vegna þess að þar vitn- ar Rasmussen til leiðtogafundarins í Washington sem þeir sátu báðir, Davíð Oddsson og Halldór As- grímsson. Ég hef hins vegar hvorki heyrt þá né aðra sem þarna vom minnast á þessar tillögur eða að þeir hafi yfirhöfuð gefið það til kynna að tilvist og hlutverk NATO séu til umræðu á þeim fundum sem þeir sækja fyrir okkar hönd. Nú er ég ekki að segja að tillögur Anders Foghs Rasmussens séu þær einu réttu og að Islendingar eigi að taka þær upp á sína arma. Fjarri því. Ég tek þær bara sem dæmi um það að alls staðar í Evr- ópu og einnig í Bandaríkjunum og Kanada em stjómmálamenn og al- menningur að skiptast á skoðunum um það hvemig beri að haga ör- yggismálum þessa heimshluta að kalda stríðinu loknu. I þessum um- ræðum em langflestir þeirrar skoðunar að full þörf sé á því að koma á nýrri skipan, þó ekki væri til annars en að koma á sæmilega skýrri verkaskiptingu á milli þeirra stofnana sem hafa tekið að sér að gæta öryggis okkar. Þar em nefndar til sögu stofnanir á borð við NATO, ESB, Vesturevrópu- bandalagið, Öryggis- og samvinnu- stofnun Evrópu, Sameinuðu þjóð- irnar og eflaust fleiri sem ég kann ekki að nefna. Það ýtir enn fremur undir þessar umræður að fyrrver- andi aðildarríki Varsjárbandalags- ins sáluga flykkjast nú inn í NATO og fá færri en vilja að koma þang- að inn. Gæti Mogginn ekki...? En það mætti ætla að við íslend- ingar þyrftum ekkert að ræða þessi mál. Okkur nægir að berja hvert á öðm með gömlu kalda- stríðsfrösunum. Kostirnir sem hér virðast vera í boði er að vera óvirk í NATO á forsendum Bandaríkja- stjómar eða segja þig úr NATO og senda herinn heim. Um annað þarf ekki að ræða og sem betur fer fyrir alla aðila er engin von til þess að nein sátt náist. Ég velti því fyrir mér þar sem ég sat undir spjalli forystumannanna á föstudags- kvöldið af hverju þeir Halldór og Davíð gerðu ekki tilraun til þess að leiða umræðuna inn á þær brautir sem hún greinilega er á fundunum sem þeir hafa verið að sækja að undanförnu. Líklegast þótti mér að það hentaði þeim betur að láta Samfylkinguna og Vinstrigræna kljást á gömlu nótunum. Svo getur það líka verið að þeim hugnist ekki sú framtíðarsýn að hlutverk ESB í vamarmálum styrkist, þá gæti orð- ið erfiðara að standa gegn aðild okkar að því. Islenskir fjölmiðlar eiga sinn þátt í því að halda umræðunni á þessu lágkúrulega plani. Þeir hafa jafnlítinn áhuga á því að fylgjast með alvarlegri pólitískri umræðu í Evrópu og frambjóðendur í kosn- ingabaráttu og geta þess vegna ekki beint slíkri umræðu inn í landið. Fjölmiðlamir finna fyrir andúð Davíðs Oddssonar á því að þeir taki fmmkvæði að slíkri um- ræðu. Hún er ekki á dagskrá frek- ar en svo margt annað sem Davíð finnst óþægilegt að hafa til um- ræðu. Hvernig væri nú að Morgun- blaðið tæki sig til og setti ein- hverja menn í það að fylgjast með umræðunni í Evrópu? Þá fengjum við kannski vitræna umfjöllun á borð við þá sem blaðið bar á borð í umræðunni um virkjanir á há- lendinu og gagnagrunn á heil- brigðissviði, að þessu sinni um þá kosti sem uppi em í öryggismál- um Evrópu og Norður-Atlants- hafsins. Höfundur er blaðamaður. UMRÆÐAN Getum við ekki lyft þessu upp á örlítið hærra plan? Þröstur Haraldsson > % WÍé3Í‘Avxn 26“ fjallahjól, stell Hi-ten Shock-Works, Zone LT dempaú 24 gíra KT. 59. 800 26“ qallahjól, 21 gíra Grij V-bremsur, karla- og kvennastell w., 600 26“ flallahjól, 21 qíra V-bremsur, karla- og kvennastell KT. IRX200, Shlft MRX 200, RSiWflj&*Ml880 26“ fjallahjól, 21 glra Shimano ST-EF28 EZ Fre plu Wheeler demparagaffall :»y/W5.1^1800 26“ fjallahjól, 21 gíra Shimano ST-EF28 EZ Rre plu karla- og kvennastell Galaxy bamahjól. Fjöldi geröa. Verð frá lo*. 8.900fa 200 20" ?allahjól, 6 glra Grlp Shlft MRX-170 kr. 18.500, Þekking Reynsla Þjónusta Etto Esperito reiðhjólahjálmur, viðurkennt öryggi, fjöldi lita 10*« 3.550,■ Bögglaberi kr. 2.290,* Standari kr. 890,- . Brettí kr.990,- Rex bamastóll á bögglabera, viðurkennt öryggi. Utir: Grænn, fjólublár, svartur. kr. 6.500,- Suðurlandsbraut 8 • 108 Reykjavík • Sími: 540 7000 Fax: 540 7001 • Netfang: falkinn@falkinn.is W Hraðamælir kr. 1.990,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.