Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 57 Amþrúður Sesselja Bene- diktsdóttir var fædd á Þorvalds- stöðum í Vopnafirði 6. janúar 1911. Hún lést á Dvalarheimili aldraðra, Sundabúð í Vopnafirði 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar vora Kristján Bene- dikt Stefánsson, bóndi Þorvaldsstöð- um og kona hans Sólveig Stefánsdótt- ir. Eignuðust þau 15 böm og var Sesselja yngst af þeim sem upp komust, og eru þau nú öll látin. Sesselja giftist 10. desember 1943 Ingólfi Björnssyni frá Hamri í Laxár- dal og eignuðust þau eina dótt- ur Kristínu Sólveigu, f. 5.10. 1941, hún er gift Ara G. Hall- grímssyni vélgæslumanni á Vopnafirði, f. 24.11. 1938, eiga þau fjögur böm. Þau era: 1) Arnþrúður Sesselja, eða Sella eins og hún var alltaf kölluð og vildi hafa svo, ól allan sinn aldur í sveit, utan einn vetur sem hún var í vist á Seyðisfirði, átti hún góðar endur- minningar þaðan og líkaði vel veran þar en hafði ekki áhuga eða löngun til að vera í þéttbýlinu, sveitin átti hug hennar allan. Heim komin réðst hún sem vinnukona að Skóg- um í Vopnafirði og var þar í írjögur ár, vann þar alla algenga vinnu bæði úti og inni af stakri trú- mennsku eins og hennar kynslóð var tamt. Líkaði húsbændum henn- ar vel við hana og hennar störf og þótti miður er hún hætti hjá þeim síðla árs 1937, en hún var þá óMsk að Sigurði syni sínum, fór hún til foreldra sinna á Þorvaldsstöðum og eignaðist bamið þar og var svo með það á útvegi foreldra sinna, þar til hún giftist 10. desember 1943 Ingólfi manni sínum og þau fóru að búa á Þorvaldsstöðum. Ekki þætti ungum konum glæsilegt að hefja búskap í dag við þær aðstæður sem þá tíðkuðust. Þorvaldsstaðir eru í nyrsta dal Vopnafjarðar er Selár- dalur heitir, og var jafnframt innsti Margrét Ama, f. 22. 11. 1961, giftist Sig- urði Jensen, þau slitu samvistir, þeirra dóttir er Ey- dís, f. 18.11. 1987; Margrét er í sam- búð með Guðmundi Guðmundssyni, f. 3.8. 1964, þau eru baralaus. 2) Ingólf- ur Bragi, f. 3.8. 1963, sambýliskona hans er Helga Jak- obsdóttir frá Hvammstanga, f. 28.10. 1965, eiga þau eina dóttur, Glódísi sem fædd er 18.8. 1995. 3) Stefanía Hallbjörg, f. 18.12. 1969. 4) Guðmundur Ari, f. 4.1. 1977. Sonur Sesselju fyrir hjónaband er Sigurður Þ. Ólafsson bóndi, Vatnsdalsgerði, f. 18.4. 1938, sambýliskona hans er Stefama Siguijónsdóttir, f. 21.6. 1941. Útför Sesselju fór fram frá Vopnaíjarðarkirkju 4. maí. bær í byggð í dalnum, er afar erfitt um alla aðkomu og aðdrætti þangað heim þar sem Selá var hinn mesti farartálmi oft á tíðum en yfir hana þurfti að fara til að komast í kaup- stað. Norðan ár þar sem bærinn stendur út með ánni eru bleytu- og ótræðismýrar ásamt djúpum lækj- argiljum sem oft voru htlu minni farartálmi en Selá, en þarna undi hún glöð við sitt og margar sögur var hún búin að segja mér af því hversu gott hefði verið að eiga þarna heima. Þarna var mikill gestagangur vor og haust, þegar upprekstrarmenn ráku í heiðina á vorin og síðan þeg- ar haustsmölun tók við, engin kom svo á hlað á Þorvaldsstöðum að hann yrði ekki leiddur í bæ til að njóta hressingar, þá var Sella í ess- inu því hún hafði einstaka ánægju af því að veita mönnum beina og var þar ekkert skorið við nögl þótt oft væri af litlu að taka. Sella og Ingi hættu búskap á Þorvaldsstöð- um vorið 1952 og fluttu þá í Vatns- dalsgerði fyrst sem leiguliðar en keyptu jörðina síðar, í Gerði eins og bærinn er jafnan nefndur í daglegu tali, var ekki minni gestagangur og þrátt fyrir lítið húsrými var alltaf nægilegt pláss bæði til veitinga og gistingar. Sella hafði mikið yndi af bömmum og það leið ekki svo sum- ar eftir að hún kom í Gerði að hún væri ekki með börn til dvalar um lengri eða skemmri tíma og oftar en ekki tvö og jafnvel þrjú. Héldu flest þeirra sambandi við hana eftir að þau komust til fullorðinsára. Lengst var á hennar vegum Stefán Guðmundsson sem kom til hennar þriggja ára og var í Gerði meira og minna þar til hann fór að búa sjálf- ur, þótti henni afar vænt um hann og var það gagnkvæmt. Hún sá ekki sólina fyrir bamabörnum sín- um og þrátt fyrir veikindi sín undir það síðasta var það alltaf fyrsta hugsun hennar að spyrja um þau þegar komið var til hennar. Mynd- arleg húsmóðir var Sella og snyrti- leg í allri umgengni hvort sem var við matseld eða önnur heimilisverk, ég fékk „matarást“ á henni í fyrsta sinn sem ég kom í Gerði, en hún bakaði þær bestu kleinur sem ég hef fengið, og ekki vora kjötboll- umar hennar síðri. Ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að verða tengdasonur hennar síðar, og fá á henni annars konar ást. Hannyrða- kona var hún með miklum ágætum, saumaði út, heklaði og prjónaði mikið á meðan kraftur og þrek ent- ist, sóttust sjómenn mjög eftir sokkum og vettlingum frá henni og hafði hún stundum vart undan að prjóna. Ekki efnaðist hún á þessari iðju því það sem hún ekki gaf, seldi hún svo ódýrt að vart hrökk fyrir efniskostnaði, einnig var hún með eggjaframleiðslu á tímabili til að drýgja tekjurnar, en það ver eins með eggjasöluna, hún gaf ekkert minna af eggjum en hún seldi. En þannig var Sella, ef hún gat gert einhverjum gott leið henni vel, það var hennar gróði þótt hann væri ekki mældur í krónum. Sella var fremur lágvaxin en samsvaraði sér vel, hún var kvik á fæti og oft á tíð- um dálítið snögg í hreyfingum, fremur var hún glaðsinna en átti þó sínar þungu og erfiðu stundir, tók hún vel gríni og gat verið spaugsöm þegar sá gállinn var á henni, hún hafði takmarkalaust gaman af því að spila vist og þar var hún í essinu sínu hvort sem um gróða eða tap var að ræða. Ég læt þessi fátæklegu orð nægja þó af miklu meira sé að taka, farðu í Mði, kæra móðir, tengda- móðir, amma og langamma. Kristín, Ari, börn og barnaböm. ARNÞRÚÐUR SESSELJA BENEDIKTSDÓTTIR GUÐRUN S TEINSDOTTIR + Guðrún Steins- dóttir fæddist á Hrauni á Skaga 4. september 1916. Hún lést á Sjúkra- húsinu á Sauðár- króki 7. mars síð- astliðinn og fór út- för hennar fram frá Reynistaðarkirkju 13. mars. Minningarorð um Guðrúnu ömmu á Reynistað. Amma hefur átt hvað mestan þátt í lífi mínu. Hún studdi mig í gegnum erfiða tíma og var alltaf ástúðleg við mig. Ef mér leið illa var hún alltaf til staðar til að hugga mig. Ekki man ég eftir því að hún hafi neitað mér um eitthvað, sama hvað ég bað um og má segja að hún hafi ofdekrað mig. Alltaf leið manni vel í návist hennar, því ást hennar á ættingjum var óendanleg og gerði hún allt til þess að manni liði sem best. Eftir að heilsu henn- ar hrakaði á síðastliðnu ári gat ég ekki notið návistar hennar og ást- úðar eins mikið og mér fannst hafa skapast mikið tómarúm í hjart- anu, tómarúm sem hún áður fyllti upp í. Ég mun alltaf minn- ast góðu daganna sem ég átti með henni. Jóhann. Elsku amma okkar. Frá því við fæddumst hefur þú borið okkur á örmum þínum. Þú varst alltaf til staðar fyrir okkur, til- búin að gera allt fyrir okkur sem best. Við gátum alltaf leitað til þín þegar eitthvað bjátaði á og þú hafð- ir alltaf sérstakt lag á því að gera allt gott á ný með ást þinni, hlýju og Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. jákvæðni. Ófáar vísumar varstu bú- in að kenna okkur og oft sungum við saman og spiluðum á spil eða spjölluðum um heima og geima. Þú sagðir okkur svo skemmtilegar sög- ur frá því þegar þú varst að alast upp heima á Hrauni í sveitinni þinni. Þú varst svo mikill vinur okk- ar. Elsku amma, við söknum þess að hafa þig ekki lengur hjá okkur, að geta ekki hlaupið upp á Mel í heim- sókn til þín, en við vitum að þér líð- ur vel núna hjá Guði og að hann passar þig. Okkur mun alltaf þykja vænt um þig. Við þökkum þér fyrir allt og Guð geymi þig. Oskar Bjarki og Sigrún Eva. Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg SOLSTEINAK 564 3555 H H H H H H H H H H H H H Erfisdrykkjur P E R L A N Sími 562 0200 AxXXXXXIIIIIIIXXjfc t Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, KRISTJÁN FR. GUÐMUNDSSON listaverkasali, Njálsgötu 56, andaðist sunnudaginn 16. maí. Birgir Kristjánsson, Elín Ellertsdóttir, Agatha Kristjánsdóttir, Kristján Halldórsson, Bóas Kristjánsson, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Sigurjón Kristjánsson, Mattína Sigurðardóttir, Friðfinnur Kristjánsson, Þórunn Ólafsdóttir og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR, Hólmgarði 50, áður Ytra-Leiti, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ að kvöldi laugardagsins 15. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Gísli Gunnlaugsson, Sólveig Ingvadóttir, Anna Margrét Gunnlaugsdóttir, Klemenz Egilsson, Magnús Jóhannesson, Jófríður Jóhannesdóttir, Friðrik Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Móðir okkar, ÁSTA FRIÐRIKSDÓTTIR, Möðruvallastræti 8, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Kjarnalundi föstudaginn 14. maí sl. Halldór Grétar Guðjónsson, Ulla-Britt Guðjónsson, Björgvin Leonardsson, Guðrún Leonardsdóttir, Birgir Stefánsson, Albert Leonardsson og ömmubörnin öll. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og systir, ERNA SVEINBJÖRNSDÓTTIR THOMPSON frá Sæmundarhlíð, er lést miðvikudaginn 27. janúar, verður jarð- sungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík.í dag, þriðju- daginn 18. maí, kl. 13.30. Susan og Jón S. Thompson, Habbl og Fred Heymann, Lóa, Skip, Andrew og Nicholas, Dúna Borgen. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HAFSTEINN GUÐMUNDSSON járnsmiður, Kambsvegi 33, Reykjavík, andaðist á hjartadeild Landspítalans sunnu- daginn 16. maí. Jónína Hafsteinsdóttir, Ármann Einarsson, Guðmundur Hafsteinsson, Þórhildur Sigurðardóttir, Hafsteinn Hafsteinsson, Kristín Magnúsardóttir, Gerður Hafsteinsdóttir, Runólfur Runólfsson, barnabörn og langafabörn. + Móðir okkar, SESSELJA SVEINSDÓTTIR, áður til heimilis á Kambsvegi 13, Reykjavlk, lést á Hrafnistu í Laugarási að morgni mánudagsins 17. maí. Börnin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.