Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Þingflokkur Samfylkingarinnar kom saman til fundar f gær
Bjóða Halldóri að vera
í forsæti vinstristjórnar
MARGRÉT Frímannsdóttir, tals-
maður Samfylkingarinnar, segir
Ringfloklm- c—*-V]'
MÆTTUM við segja eitt orð við nýja sægreifann, herra?
Morgunblaðið/Kristinn
Brauð kynnt með markaðsátaki
BRAUÐ í öll mál er nafn á markaðsátaki Lands-
sambands bakarameistara og Samtaka iðnaðarins
sem hófst síðastliðinn laugardag og stendur út
mánuðinn. Er markmið þess að kynna neytendum
mikilvægi brauðs í hverri máltíð. Gefinn hefur ver-
ið út litprentaður uppskriftabæklingur eftir Sigga
Hall matreiðslumeistara og eru þar settar fram til-
lögur að brauði sem gott þykir að hafa með réttun-
um. Siggi Hall var í bakanlnu „Hjá Jóa Fel, brauð
og kökulist" við opnun átaksins. Þar var einnig
Þórarinn Þórhallsson, ostameistari frá Ostahúsinu í
Hafnarfirði, sem sjá má hér kynna osta og brauð.
VAL TILL K0SNINGAR
EUROPAPARLAMENTET TIL EVRÓPUÞINGSINS
Röstning kan ske 20 maj-10 juni pá Sveriges Ambassad, Lágmúla 7, 4tr Hægt er að kjósa í sendiráði Svíþjóðar, Lágmúla 7, 4. hæð, frá 20. maí-10. júní á eftirfarandi tímum:
mándag-fredag 9.00-13.00 Mánud.-föstudaga frá kl. 9.00-13.00.
söndag 6 juni 12.00-15.00 Sunnud. 6. júní frákl. 12.00-15.00.
mándag 7 juni áven 16.30-20.00 Mánud. 7. júní einnig frákl. 16.30-20.00.
Medtag legitimation! Takið með skilríki!
Ráðstefna um lausnamiðaða meðferð
Svarið er hjá
fólkinu sjálfu
Helga Þórðardóttir
Hinn 25. og 26. maí
nk. verður haldin
námstefha um
lausnamiðuð meðferðar-
störf í Norræna húsinu
sem fagfólk í fjölskyldu-
meðferð mun standa fyr-
ir. Fyrirlesari verður
finnski geðlæknirinn Ben
Furman. Helga Þórðar-
dóttir starfar sem fjöl-
skyldufræðingur eftir
hugmyndafræðinni um
lausnamiðaða fjölskyldu-
merðferð. Hún var spurð
í hverju þessi meðferð
fælist?
Þetta á að vera
skammtímameðferð þar
sem reynt er að finna
lausnir í stað þess að
horfa á vandamáhn og
leita að orsökum þeirra.
- Dugir þetta ekki skammt?
Nei, þegar fólk er að reyna að
breyta lífi sínu, sem það er ósátt
við, þá krefst það heilmikiUar
vinnu af því sjálfii. Vinnan felst í
því að hjálpa skjólstæðingum að
finna sínar eigin lausnir vegna
þess að við teljum að lausnin sé
hjá honum sjálfum.
- Hvenær hófst svona meðferð
á íslandi?
Eftir því sem ég best veit þá
erum við, á Sólvallagötu 10,
frumkvöðlar í þessari vinnu og
höfum unnið á þennan veg frá
1995. í upphafi var þetta fjöl-
skyldumeðferðarheimiU þar sem
fólk flutti inn með sínar fjölskyld-
ur en fyrir rúmu ári var heimil-
inu breytt í dagdeild, þar sem
hver fjölskylda setur sér mark-
mið til að vinna að og það er svo
sett inn í sérstakt meðferðarpró-
gramm. Vandamálin eru ólík og
meðferðin því ólík.
-Hvað er helst að hjá þeim
fjöiskyldum sem leita tii ykkar?
Það sem fólk er aðaUega að
fást við er að bæta samskiptin í
fjölskyldunni, að læra að setja
bömum sínum mörk. Nýjar og
aðrar leiðir í uppeldi eru kynntar
og fólk er að fást að við að bæta
sína félagslegu stöðu, svo sem
losna úr einangrun og loks síðast
en ekki síst að auka sjálfstraust
sitt.
- Um hvað mun Ben Furman
einkum fjalla í fyrirlestri sínum?
Þessi ráðstefna er fyrir fagfólk
og hann mun tala um það hvað
það merkir að vinna á þennan
lausnamiðaða hátt, hvað það þýð-
ir. Hvernig unnt er að breyta við-
horfum skjólstæðinga frá því að
einblína á vandann í það að leita
að lausnum. Hvernig hægt er að
finna bjargráð þegar erfitt er að
koma auga á þau.
- Er þessi maður mjög þekkt-
urísínu fagi?
Já, hann hefur skrifað margar
bækur og sú nýjasta heitir It’s
never too late to have a happy
childhood, en sú bók varð met-
sölubók í Finnlandi. Ég hef hlust-
► Helga Þórðardóttir er fædd
í Reykjavík 1953. Hún lauk
kennaraprófí 1973 og sér-
kennaraprófi frá Kennarahá-
skólanum 1975. Prófi í félags-
ráðgjöf lauk Helga frá Lund-
arháskóla 1981 og fjölskyldu-
fræðingur varð hún 1992 frá
Háskóla fslands. Mastersprófi
í félagsvísindum lauk hún frá
háskólanum i Amsterdam í
Hollandi. Hún hefur starfað
við ýmsa kennslu og sem fé-
lagsráðgjafi frá 1981. Núna er
hún forstöðumaður á Sólvalla-
götu 10, það er lausnamiðuð
Qölskyldumeðferðarstofnun.
Hún er gift Kristjáni Guð-
mundssyni hagfræðingi og
eiga þau samanlagt fimm
börn og eitt bamabarn.
manneskja orðið t.d. fyrir ofbeldi,
að vera stöðugt að tala um þá
slæmu reynslu. Þetta viðhorf er
það sem skilur á milli hefðbund-
innar meðferðar og þeirrar sem
við beitum. Við reynum að horfa
til framtíðar en ekki að „velta
okkur upp úr“ fortiðinni.
-Sjáið þið einhvern árangur
eftir þessi fjögur ár sem þið hafíð
starfað eftir þessari hugmynda-
fræði?
Já, við hjálpum oft fólki sem er
mjög illa statt og ósátt við líf sitt.
Við sjáum að þegar það vill getur
það komið auga á og lært að fara
nýjar leiðir.
-Hvaðan kemur þessi hug-
myndafræði?
Hún er angi út úr þeirri hefð-
bundnu fjölskyldumeðferð sem
hefur verið beitt í mörg ár. Við
höfum stuðst aðallega við kenn-
ingar Insoo Kinberg, en hún rek-
ur meðferðarstöð ásamt manni
sínum, Steve de Shazer, í
Milwaukee í Bandaríkjunum.
Þessi hugmyndafræði hefur verið
að breiðast út um Bandaríkin og
Evrópu og er ekki bara notuð í
meðferðarvinnu heldur einnig til
þess að auka afköst í fyrirtækj-
um og vellíðan starfsfólks.
að á hann bæði á ráð-
stefnu í Bremen í
Þýskalandi og í
Gautaborg og fannst
hann bæði skemmti-
legur og áheyrilegur.
- Er hægt að breyta viðhorfum
fólks til æsku sinnar?
Já, ég vil trúa því. Maður
breytir að vísu ekki því sem orðið
er en hægt er að draga út það
sem gott er og jákvætt fyrir
mann og reyna að gera meira úr
því en láta hið slæma þá frekar
liggja milli hluta. Við teljum ekki
að það sé leið til árangurs, hafi
Reynt er
að finna
lausnir
-Er þetta ekki í
takt við það sem kall-
aðist að vera ráðhoil-
ur hér áður fyrr?
Það má segja það
að vissu leyti, en
reyndar byggist meðferð okkar á
að spyrja fólkið og spyrja þar til
það kemur sjálft með svarið. Við
spyrjum lausnamiðaðra spum-
inga í stað þess að ráðleggja -
svarið er hjá fólkinu sjálfu, það
þarf aðeins að finna sitt svar því
okkar ráð duga ekki endilega
öðrum vegna þess að við miðum
út frá okkur sjálfum.