Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 1
109. TBL. 87. ÁRG. Reuters SONIA Gandhi heilsar stuðn- ingsfólki við heimili sitt í gær. Sonia Gandhi seg- ir af sér Nýju Delhí. Reuters. SONIA Gandhi sagði af sér sem for- maður indverska Kongress-flokksins í gær, eftir að þrír forystumenn í flokknum fullyrtu að erlendur upp- runi hennar og reynsluleysi gerði hana vanhæfa um að taka við stjóm landsins. Kongress-flokkurinn er nú í stjómarandstöðu en þingkosningar fara fram á Indlandi í haust. Þetta var tOkynnt eftir fund æðstaráðs flokksins í Nýju-Delhí í gær, þar sem rædd var krafa áhrifa- mannanna þriggja um að Sonia Gandhi yrði ekki forsætisráðherra- efni flokksins í komandi kosningum. „Mig tekur sárt að verða vör við þennan skort á trausti til hæfni minnar til að þjóna flokknum og landinu," sagði Pranab Mukharjee, sem sæti á í æðstu stjóm flokksins, Soniu Gandhi hafa skrifað í afsagn- arbréfí sínu, en hún er ítölsk að upp- mna og ekkja Rajivs Gandhi, fyrr- verandi forsætisráðherra. í bréfinu segir hún Indland vera valfóðurland sitt, „ég er indversk og mun verða það til hinztu stundar." Hvött til að sitja áfram Þrátt fyrir afsögnina hvatti æðsta- ráðið hana til að gegna formanns- embættinu áfram og lýsti fullu trausti til hæfni hennar til að fara fyrir stjóm landsins. Sonia Gandhi hafði forystu um að fella ríkisstjóm Atal Biharis Vajpayees í síðasta mánuði og í formannstíð hennar hef- ur Kongress-flokknum vegnað vel í fylkisstjórnakosningum. Stuðnings- fólk hennar safnaðist saman við heimili hennar í gær og skoraði á hana að sitja áfram. ÞRIÐJUDAGUR 18. MAI1999 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Netanyahu hyggur á afsögn eftir hrakfarir í útgönguspám í Israel Stórsig’ur Ehuds Baraks í forsætisráðherrakjöri Þingsætin 120 deilast á fjórtán stjórnmálaflokka Reuters STUÐNINGSMENN Ehuds Baraks söfnuðust saman til sigurhátiðar á Rabin-torgi í Tel Aviv í gærkvöldi. Þar var pólitískur lærifaðir Baraks, Yitzhak Rabin, fyrrverandi forsætisráðherra, veginn af ísraelskum öfgamanni á útifundi ( þágu friðar síðla árs 1995. Ekkja hans, Leah, sagði sigur Baraks binda enda á mikla „óheillatíð". Tel Aviv. Morgunblaðið. BENJAMIN Netanyahu, forsætis- ráðherra Israels, lýsti því yfír strax eftir að útgönguspár voru birtar við lokun kjörstaða í ísrael í gærkvöldi að hann hygðist segja af sér sem for- maður Likud-flokksins. Samkvæmt útgönguspá ísraelska ríkissjónvarps- ins hlaut Ehud Barak, leiðtogi Verkamannaflokksins, 58,5% at- kvæða til embættis forsætisráðherra í kosningunum en Netanyahu 41,5%. I útgönguspá annarrar sjónvarps- stöðvar fékk Barak 57% fylgi og Netanyahu 43%. Netanyahu óskaði Barak strax til hamingju með sigurinn sem hann sagði ákvörðun þjóðarinnar. Hann kvaðst stoltur af þeim árangri sem náðst hefði í þriggja ára valdatíð sinni og nefndi þar sérstaklega að tekist hefði að stöðva hiyðjuverk. Barak lagði í sigurræðu sinni áherzlu á einingu þjóðarinnar, sem væri nauðsynlegt að hlúa að eftir harkalega kosningabaráttu. „Upp frá þessari stundu emm við öll í sama báti, ein þjóð.“ Arafat og umheimurinn árnar heilla Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu- manna, var mjög ánægður á svip er hann óskaði Barak til hamingju með sigurinn í gærkvöldi. Aðspurður tjáði hann fréttamönnum að hann vonaðist til að forsætisráðherraskiptin hjálp- uðu friðarferlinu aftur í gang. Bill Clinton Bandaríkjaforseti sendi Bar- ak „innilegustu árnaðaróskir" og hét því að vinna með honum af krafti að „réttlátum og varanlegum friði, sem styrkti öryggi ísraels". Ráðamenn margra annarra ríkja sendu Barak hamingjuóskir í gærkvöldi. I þingkosningunum hlaut Verka- mannaflokkurinn 33 af 120 þingsæt- um, samkvæmt sömu spá, en höfuð- andstæðingur hans, Likud-flokkur- inn, 18 þingsæti. Þá hlaut Shas, Benjamin Ehud Netanyahu Barak flokkur heittrúaðra gyðinga af aust- rænum uppruna, 15 þingsæti, vinstriflokkurinn Meretz 10 þing- sæti, ísrael Ba’alya, stærsti flokkur rússneskra innflytjenda, og Shinui, flokkur sem berst gegn áhrifum heit- trúaðra, sex þingsæti hvor. Miðju- flokkur Yitzhaks Mordechais og NRP, flokkur trúaðra, hlutu fimm þingsæti hvor. Þá hlutu tveir hægri- og tveir vinstriflokkar, auk smáflokka araba, rússneskra innflytjenda og fyrirsæt- unnar Pninu Rosenblum, sem sett hefur baráttuna gegn heimilisofbeldi á oddinn, tvö til fjögur þingsæti hver. Stjórnarmyndun talin verða erfið Samkvæmt þessu er Shas, undir forystu Ariye Deri sem nýlega var dæmdur til fjögurra ára fangelsis- vistar fyrir spillingu, ótvíræður sig- urvegari þingkosninganna enda ljóst að Likud-flokkurinn, sem ekki hefur hlotið minna fylgi frá árinu 1959, hefur tapað gríðarmiklu fylgi til Shas. Þá er ljóst að erfitt verður fyr- ir Barak að mynda sterka stjóm, eins og hann hefur talað um, án þátt- töku Shas eða Likud. Hins vegar má færa rök að því að afsögn Netanya- hus greiði fyrir hugsanlegri sam- vinnu Verkamannaflokksins og Likud-flokksins. Niðurstöðurnar koma ekki á óvart enda virtist allt stefna í sigur Baraks er kjörstaðir voru opnaðir í gær- morgun. Þá sýndu niðurstöður kann- ana að Barak hefði allt að 12% for- skot á Netanyahu eftir að þrír af fimm frambjóðendum til forsætis- ráðherraembættisins drógu sig í hlé og ljóst varð að úrslit myndu liggja fyrir strax að lokinni fyrstu umferð kosninganna. Azmi Bishara, sem varð fyrstur ísraelskra araba til að sækjast eftir kjöri til forsætisráðherraembættis- ins, varð fyrstur til að tilkynna að hann hefði dregið framboð sitt til baka á laugardag. Yitzhak Mor- dechai, leiðtogi Miðjuflokksins, dró síðan framboð sitt til baka á sunnu- dagsmorgun og síðar um daginn fylgdi harðlínumaðurinn Benny Beg- in í kjölfarið. ■ Kosningaáróður/28 Loftárásir NATO halda áfram á Júgóslavíu en allt kapp lagt á leitina að samningslausn Landher heitið „helvíti á jörð“ Belgrad. Reuters. LOFTARÁSIR Atlantshafsbandalagsins á Júgóslavíu jukust á ný í gærkvöldi eftir að slæm veðurskilyrði höfðu hamlað þeim nokkuð í tvo sólarhringa. Einn æðstu hershöfðingja Serba kom þeim skilaboðum til NATO að reyni ein- hver að senda innrásarher inn á yfirráðasvæði Serbíu ætti sá von á „sönnu helvíti á jörð“. Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, vakti í gær aftur upp umræðu um möguleikann á að senda landher inn í Kosovo. Sagði hann tU greina koma að senda þangað takmarkaðan fjölda hermanna eftir að „skipulögð mótstaða“ Serba hefði verið brotin á bak aftur með loft- árásunum. Umleitanir leiðtoga NATO-ríkjanna, Rúss- lands og fleiri aðUa tU að finna lausn á þeim mikla hnút sem Kosovo-deUan er komin í, á 56. degi loftárása NATO, héldu jafnframt áfram í gær af miklum móð. Massimo D’Alema, forsætisráðherra Itah'u, og Gerhard Schröder, kanzlari Þýzkalands, unnu fram á kvöld að því að smíða nýjar tillög- ur um lausn deUunnar sem breið samstaða gæti tekizt um. Stefnt var að því að leiðtogam- ir tveir gæfu út sameiginlega yfirlýsingu er fundi þeirra lyki í dag, þriðjudag. Serbneskir fjölmiðlar greindu frá því í gær- kvöldi að sprengjur hefðu fallið á nokkrar elds- neytisbirgðastöðvar í Serbíu. Einn óbreyttur borgari hefði týnt lífi og nokkrir særzt. Loft- vamaflautur vom þeyttar í höfuðborginni Belgrad og loftvarnabyssur geltu. í Brassel áttu Igor Ivanov, utanríkisráð- herra Rússlands, Ibrahim Rugova, áður leið- togi hófsamra Kosovo-Albana, og MUo Djuka- novic, forseti Svartfjallalands, fundi með utan- ríkisráðherram Evrópusambandsins (ESB). Ivanov tjáði fréttamönnum eftir fundahöldin í Brassel að Rússar væru enn þeirrar skoðunar að forsenda þess að finna friðsamlega lausn væri að loftárásunum yrði hætt; um þetta væri enn ágreiningur mUli Rússlands og G7-hóps- ins, sjö helztu iðnríkja heims. Hann hét því þó að Rússar myndu áfram leitast við að leika uppbyggUegt hlutverk við að miðla málum í deilunni. Áður höfðu Rússar og G7 náð sam- komulagi um að krefjast þess að Serbar drægju herlið sitt út úr Kosovo og samþykktu að þangað kæmi alþjóðlegt gæzlulið; Rússar hafa þó ekki viljað faUast á að NATO leiki for- ystuhlutverk í því gæzluliði. Ottazt um flóttamenn Lest, sem komin var að landamæram Kosovo og Makedóníu í gær með allt að 2000 kosovo-albanska flóttamenn innanborðs, var snúið aftur inn í Kosovo að skdpan serbneskra hermanna. Uggur ríkti um afdrif flóttamann- anna. Kiro Gligorev, forseti Mekedóníu, sagði að flytja ætti burt úr landinu 100.000 flótta- menn en þar dvelja nú á að gizka 230.000 Kosovo-Albanar. ■ Sjá umfjöllun bls. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.