Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 15 Húsfyllir á stofnfundi Einingar-Iðju, þriðja stærsta verkalýðsfélagi landsins V erkafólk tilbúið að takast á við nýja tíma á nvrri öld Morgunblaðið/Þórhallur Jónsson BJORN Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, og Þorsteinn E. Am- órsson, formaður iðnverkadeildar og fyrrverandi formaður Iðju. FORMLEGA var gengið frá sam- runa tveggja verkalýðsfélaga í Eyjafirði, Verkalýðsfélagsins Ein- ingar og Iðju, félags verksmiðju- fólks á Akureyri og nágrenni á Fosshóteli KEA um helgina. Til varð nýtt félag sem heitir Eining- Iðja. Þetta er þriðja stærsta verka- lýðsfélag landsins með um 5.800 fé- lagsmenn. Bjöm Snæbjömsson var kjörinn formaður hins nýja félags en hann var áður formaður Eining- ar. „Þetta var glæsilegur fundur og ég er stoltur af því hversu margir mættu,“ sagði Björn, en húsfyllir var. Fram kom í ávarpi hans að miklar væntingar væru til hins nýja afls sem nú væri orðið til í eyfirskri verkalýðsbaráttu. Breytingamar sýndu að verkalýðshreyfingin væri að laga sig að breyttum tímum og þjóðfélagsaðstæðum. Björn sagði eyfirskt verkafólk tilbúið að takast á við nýja tlma á nýrri öld og þar ætlaði verkalýðshreyfingin sér að vera áfram öflugt þjóðfélagsafl, afl- vaki framfara og breytinga til batn- aðar. „Eg vona að okkur takist að halda vel um hagsmuni eyfirsks verkafólks í framtíðinni,“ sagði Bjöm er nú stendur yfir vinna vegna næstu kjarasamninga og sagði hann aukinn kaupmátt settan á oddinn í þeim efnum. A fundinum fluttu ávörp Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusam- bands íslands, Bjöm Grétar Sveins- son formaður Verkamannasam- bands íslands, og Guðmundur Þ. Jónsson, formaður Landssamtaka iðnverkafólks. Auk Bjöms eru í stjórn þau Matt- hildur Sigurjónsdóttir varaformað- ur, Amdís Sigurpálsdóttir ritari og Hilmir Helgason gjaldkeri. Nýja fé- laginu er skipt upp í 6 deildir eftir starfsgreinum en með því íyrir- komulagi á að tryggja að málefni hverrar starfsgreinar séu rædd til hlítar og fieiri virkjaðir til starfa fyrir félagið. Út með Eyjafirði starfa auk þess svæðisráð sem fjalla um sérmál á viðkomandi stað en þannig er starf félagsins fært nær fólkinu. Formenn svæðisráða eru Elísa- bet Jóhannsdóttir, Hrísey, Guðrún Skarphéðisdóttir, Dalvíkurbyggð, Olöf Guðmundsdóttir, Grýtubakka- hreppi og Vilhjálmur Hróarsson, Ólafsfirði. Halldóra Höskuldsdóttir er formaður almennu deildar, Sig- ríður K. Bjarkadóttir, formaður op- inbem deildar, Sunna Amadóttir formaður fiskivinnsludeildar, Þor- kell Ingimarsson, formaður ferða- þjónustudeildar, Þorsteinn E. Am- órsson, formaður iðnverkadeildar og Þorsteinn J. Haraldsson, for- maður tækja-, flutninga- og bygg- ingadeildar. Vorsýning Fimleikaráðs Akureyrar Um 200 börn sýndu fimleika VORSÝNING Fimleikaráðs Akureyrar, FRA, var haldin í KA-heimilinu sl. laugardag en með sýningunni lauk formlegu vetrarstarfi ráðsins. Um 200 börn og ungmenni hafa æft fim- leika í vetur á vegum Fimleika- ráðs og tóku þau öll þátt í sýn- ingunni. Ekki fer nú mikið fyrir strákum á fimleikaæfingum en þeir eru þó örfáir í yngstu ald- ursfiokkunum og þeir létu sitt ekki eftir liggja á vorsýningunni. Eftir sýningu hittist hópurinn í Kjarnaskógi, þar sem öllum nem- endum FRA var boðið til grill- veislu. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vorsýningunni. Morgunblaðið/Kristján Verkalýðsfélag Húsavíkur lýsir yfír áhyggjum vegna stöðu KÞ Mikilvægur hlekkur í atvinnulífínu AÐALFUNDUR Verkalýðsfélags Húsavíkur samþykkti ályktun sl. sunnudag, þar sem lýst er yfir þungum áhyggjum vegna slæmrar fjárhagsstöðu Kaupfélags Þingey- inga. Kaupfélag Þingeyinga hefur allt frá stofnun verið mjög mikilvægur hlekkur í atvinnulífi á félagssvæði Verkalýðsfélags Húsavíkur og verið einn af stærstu og öflugustu at- vinnurekendum á svæðinu. Takist ekki að endurreisa starfsemi fyrir- tækisins mun það hafa í fór með sér mjög alvarlegar afleiðingar fyrir Þingeyinga, sérstaklega þó starfs- menn, bændur og þau fyrirtæki sem byggja afkoma sína á viðskiptum við KÞ. Ennfremur segir í ályktuninni að Kaupfélag Þingeyinga hafi í gegn- um tíðina látið gott af sér leiða til alls konar góðgerðar-, æskulýðs- og íþróttamála. Ahrif fjárhagsörðug- leika félagsins komi því til með að gæta víða. Þingeyingar taki höndum saman Aðalfundurinn skorar á forsvars- menn KÞ að leita allra leiða til að finna viðunandi lausn á málefnum félagsins með það að markmiði að starfsemi þess verði endurreist á nýjum grunni eða undir öðrum for- merkjum. Fundurinn skorar jafn- framt á alla Þingeyinga að taka höndum saman í þeim erfiðleikum sem blasa við þingeysku samfélagi. Pollamót Þórs Tvö kín- versk lið taka þátt KÍNVERSK lið eru skráð til leiks á hinu árlega Pollamóti Þórs í knattspymu, sem fram fer á fé- lagssvæðinu við Hamar fyrstu helgina í júh í sumar. Knatt- spymuáhugamenn frá Kína, 18 talsins, verða hér á landi á þeim tíma og hafa þeir skráð tvö hð til leiks. Að venju er von á miklum fjölda þátttakenda en síðustu ár hafa um 60 hð víðs vegar af land- inu tekið þátt í mótinu. Sömu lið hafa komið ár eftir ár og þá er von á mörgum nýjum hðum í sumar. Einu sinni áður hafa er- lendir knattspymumenn mætt til leiks en fyrir nokkrum ámm kom hð frá Stuttgart í Þýskalandi á Pollamót. Keppt er í tveimur aldursflokk- um, 30-39 ára og 40 ára eldri og munu Kínverjamir keppa í yngri aldursflokknum. Operudeild Tónlistarskólans Bruðkaup Fígarós ÓPERUDEILD Tónhstarskól- ans á Akureyri setur upp gam- anópemna Brúðkaup Fígarós í Samkomuhúsinu á Akureyri. I verkinu koma fram lengra komnir söngnemendur og kenn- arar við söngdeild Tónlistarskól- ans. Talsöngur ópemnnar hefur verið færður yfir í íslenskan texta og styttur en söngatriði em sung- in á ítölsku. Þetta gerir verkið að- gengilegt fyrir alla. í nokkram tilvikum era fleiri en einn söngv- ari um hvert hlutverk og verða því tvær frumsýningar á verldnu, sú fyrri miðvikudagskvöldið 19. maí og hin síðari fimmtudags- kvöldið 20. maí. Báðar hefjast þær kl. 20. Leikstjóm er í höndum Jó- hanns Smára Sævarssonar og Helgu Völu Helgadóttur. Miða- sala og nánari upplýsingar em sýningardagana í Samkomuhús- inu. Hreinsa bæinn í sól- arhring NEMENDUR í þriðja bekk Menntaskólans á Akureyri ætla að tína msl og fegra bæinn og verða að í einn sólarhring sam- fleytt. Hafist verður handa við hreinsunina á fimmtudag og verkinu lýkur á fostudag. I leið- inni bjóða þau fyrirtækjum í bæn- um að heita á sig vegna þessa verkefhis og mun það fé sem þannig safhast renna í ferðasjóð nemenda, en þeir ætla að bregða sér til Slóveníu í ágústmánuði. Aðalfundur kvikmynda- klúbbs AÐALFUNDUR Kvikmynda- klúbbs Akureyrar verður haldinn annað kvöld, miðvikudagskvöldið 19. maí, kl. 20.30. Farið verður yf- ir starfsemi vetrarins og framtíð- aráform rædd. Einnig verður kosin ný stjóm og eru þeir sem áhuga hafa á að starfa í henni og stuðla þar með að fjölbreyttu menningarlífi á Akureyri ein- dregið hvattir til að mæta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.