Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 80
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK Heildarafli íslenskra skipa í apríi 1996-99 tonn 79.829 1996 1997 1998 Minni afli í apríl FISKAFLI landsmanna síðastlið- inn aprflmánuð var rúm 50 þúsund tonn eða nærri 30 þúsund tonnum minni afli en í sama mánuði á síð- asta ári, samkvæmt aflatölum Hag- stofu Islands. Samdráttur er í öll- um tegundum og hefur afli apríl- mánaðar ekki verið minni síðan ár- ið 1996. ■ Fiskaflinn/25 64.963 41.079 Áfrýjunardómstóll í Bandarikjunum fjallar um kröfu Atlantsskipa Fyrri úrskurður hafi ekki gildi að sinni Skilafrestur í endurteknu útboði varn- arliðsflutninga átti að renna út í dag ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL á alrík- isstigi í Washington-borg féllst í gær á beiðni skipafélaganna Atl- antsskipa (TLI) og Transatlantic Lines (TLL) um frestun á úrskurði alríkisdómstólsins í Washington í máli Eimskipa og skipafélagsins Van Ommeren á hendur Banda- ríkjaher vegna flutninga fyrir vam- arliðið í Keflavík á meðan fjallað er um áfrýjun málsins. Alríkisdóm- stóllinn hafði fyrirskipað að útboð á flutningunum skyldi fara fram á ný og átti frestur til að skila útboðs- gögnum að renna út í dag, en útboð- inu verður með þessari ákvörðun dómstólsins slegið á frest. Ánægður með niðurstöðuna „Ég er mjög ánægður með hana,“ sagði Stefán Kjæmested, fjármála- stjóri Atlantsskipa, í gærkvöldi um þessa ákvörðun dómstólsins. „Við væntum þess að málið eigi eftir að hafa farsælan endi fyrir fyrirtæk- ið.“ Hann sagði að skipafélagið hefði verið búið að ganga frá út- boðsgögnum til að skila í dag. í niðurstöðu dómsins segir að áfrýjendur hafi uppfyllt sett skilyrði fyrir því að knýja fram frestun. Brian Bannon, lögmaður Atlants- skipa, sem starfar hjá lögmanns- stofunni Dyer, Ellis & Joseph, sagði í gær að með því að segja að þessi skilyrði hefðu verið uppfyllt væra dómaramir þrír, sem um málið fjölluðu, að segja að sýnt hefði verið fram á að líklegt væri að áfrýjend- umir myndu hafa betur. Joanne W. Young, lögmaður Eimskips, sem starfar hjá lög- mannsstofunni Baker & Hostetler í Washington, sagði í gær að í þessari ákvörðun fælist engin vísbending um réttmæti kröfu áfrýjandans um að úrskurði Thomasar F. Hogans alríkisdómara frá 3. febrúar yrði hnekkt. „Eini úrskurðurinn, sem byggður er á verðleikum í málinu, féil Eim- skip og afstöðu íslenskra stjóm- valda til samkomulagsins [um vam- arliðsflutningana] í hag,“ sagði Young. ,Annað mikilvægt atriði er að herinn studdi ekki beiðni Transatlantic um frestun.“ Það fer eftir álagi og málafjölda, sem liggur fyrir hjá áfrýjunardóm- stólnum, hversu langan tíma tekur að taka málið fyrir. Einn viðmæl- andi Morgunblaðsins kvaðst eiga von á að niðurstaða fengist ekki fyrr en eftir átta til tíu mánuði. Atlantsskip og TLL vom hlut- skörpust í útboði, sem fram fór 1998. Þá sóttu þrjú bandarísk fyrir- tæki og fjögur íslensk um flutning- ana. Samkvæmt samkomulagi milli Islands og Bandaríkjanna eiga flutningamir að skiptast þannig milli bandarískra og íslenskra skipafélaga að lægstbjóðandi fái 65% flutninganna og sá, sem lægst býður frá hinu landinu, 35%. Bæði Eimskip og Van Ommeren höfðuðu mál fyrir alrfldsdómstólnum í Was- hington og varð niðurstaðan þar sú að útboðið skyldi fara fram á ný. Enginn rökstuðningur fylgdi ákvörðun áfrýjunardómstólsins í gær. Stærsti gröfu- prammi í Evrópu GRÍÐARSTÓR flotpranimi með gröfu á hefur verið tekinn í notk- un við að dýpka innsiglinguna í höfnina í Grindavík. „Hann er notaður til að grafa laust efni, sem sprengt er úr botninum," sagði Einar Njálsson, bæjarsljöri og hafnarsljóri í Grindavík, í gær. „Þeir telja það sjálfír, eig- endurnir, að þetta sé stærsti í “^lgröfuprammi í Evrópu." Pramminn er 48 metrar á lengd og 16 metrar á breidd. Kranabóman er 38 metrar. Byij- að var að nota gröfúna, sem verktakamir, Skanska Dredging, kalla Rocky, 11. maí. Verið er að gera nýja innsigi- ingarleið í höfnina, en nú verður að sigla fyrir boða og beygja síð- an til að komast inn f höfnina. Siglt er með efnið, sem tekið er úr innsiglingunni, út á rúmsjó. Ætlunin er að dýpka innsigling- una í níu og hálfan metra miðað við stórstraumsQöm og á verk- inu að ljúka í september. Þetta em ekki einu hafnarframkvæmd- imar, sem fyrirhugaðar era í Grindavík. Gera á tvo brimvam- argarða í ósinn 2001 og 2002 samkvæmt áætlun, sem sam- þykkt hefur verið á Alþingi. Einar sagði að athugað hefði verið hvort slá mætti tvær flugur í einu höggi og nota efnið, sem nú væri verið að grafa upp, til uppfyllingar í brimvarnargarð- ana, en það hefði ekki verið talið þorandi. „Ástæðan var sú að þá hefði orðið að verja efnið með stór- gijóti því að ekki hefði verið hægt að skilja það eftir eins og það kemur fyrir,“ sagði hann. „Talið var að það myndi ekki verða kyrrt þaraa heldur fara með straumnum. Því var sá kost- ur ekki vaiinn að setja efnið í ós- inn.“ Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson VERIÐ var að gera við gröfuna í Grindavík, þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að í gær. Grafan er eng- in smásmíði og hverfur starfsmaður sænska fyrirtækisins Skanska Dredging nánast inni í henni. 3 Skipting ráðuneyta verð- ur rædd um næstu helgi VIÐRÆÐUR um endumýjun stjórnarsam- starfs Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks ganga vel að sögn Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra og Finns Ingólfssonar viðskiptaráð- herra. Þeir segja að viðræður um skiptingu ^d áðuneyta milli flokkanna hefjist um helgina þegar Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra kemur heim frá útlöndum. Lögmennimir Hreinn Loftsson og Jón Sveinsson hafa haft umsjón með samningu stjómarsáttmála flokkanna. Finnur sagði að öt- ullega hefði verið unnið að þessu máli um helg- ina og texti væri að verða til í nokkram mála- . flokkum. Davíð sagðist í gær hafa fengið upp- ^cast að stjórnarsáttmála til yfirlestrar og von- aðist eftir að fá nýtt uppkast í hendumar í dag. Davíð sagði að þessi vinna væri komin á góð- an skrið, en vildi ekki greina efnislega frá við- ræðum flokkanna. Forystumenn flokkanna ættu eftir að hafa samráð við þingmenn og fleiri um málefnavinnuna. „Mér sýnist að við getum klárað þetta vel fyrir lok mánaðarins eins og að var stefnt." Skýrist í lok vikunnar hvort flokkarnir ná saman Davíð sagði að viðræður um skiptingu ráðu- neyta milli flokkanna hæfust þegar Halldór Ás- grímsson kæmi heim af fundum erlendis á föstudag. Hann sagðist fljótlega fara að ræða við þingmenn Sjálfstæðisflokksins um skipan ráðherra af hálfu flokksins. Búið að viima mikla vinnu „Það er búið að vinna mikið að samningu samstarfsyfirlýsingar flokkanna, ekki síst um helgina. Eg á von á því að undir lok vikunnar, fimmtudag eða föstudag, fari að skýrast hvort flokkamir ná saman,“ sagði Finnur. Finnur vildi ekkert segja efnislega um við- ræðumar. Hann sagði að viðræður um skipt- ingu ráðuneyta væm ekki hafnar og því væri ekkert hægt að segja um hvort flokkamir myndu skipta ráðuneytum með öðmm hætti en gert er í dag. Morgunblaðið/Sigurgeir Sauðburður í Eyjum UNGVIÐIÐ í Vestmannaeyjum fylgist hér af áhuga með nýborn- um iömbunum sem varla fóta sig enda móðirin bara rétt búin að kara þau. Sauðburðurinn stendur viða sem hæst um þessar mundir og það er alltaf forvitnilegt að verða vitni að því hvemig allt þetta gengur fyrir sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.