Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 MORGUNB LAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SAMVINNA UM SJÁVARÚTVEG SMUGUSAMNINGARNIR svokölluðu, sem eru þríhliða samningar íslendinga, Rússa og Norðmanna um veiðar í Smugunni voru undirritaðir síðastliðinn laugardag í Péturs- borg. Samningarnir veita íslendingum rétt til veiða á 8.900 lestum af þorski í Barentshafí, sem skiptist til helminga milli lögsögu Rússa og Norðmanna. Samningarnir skapa mikla möguleika á samvinnu milli Islendinga og ekki sízt Rússa á sviði sjávarútvegsmála og er mikill áhugi aðila í Murmansk, Karelíu og Arkangelsk á slíkri samvinnu. Undirritun samninganna fór fram á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Rússlands og var um að ræða þríhliða rammasamninga landanna um tiltekna þætti í samstarfí á sviði sjávarútvegsmála. Voru þeir undirritaðir af Halldóri Asgrímssyni utanríkisráðherra, Knut Vollebæk, utan- ríkisráðherra Norðmanna, og N.A. Érmakov, formanni sjávar- útvegsráðs Rússlands. Samningarnir leiða til lykta áralanga deilu við Norðmenn og Rússa um veiðar í Barentshafí. Deilan hefur á stundum verið mjög hörð og nægir þar að minna á töku Norðmanna á íslenzk- um togurum, sem verið hafa að veiðum á Smugusvæðinu og að- gerðir norsku strandgæzlunnar gegn þeim. Það er því fagnað- arefni, er þessar þrjár þjóðir, mestu fískveiðiþjóðir í norðan- verðri Evrópu, geta nú snúið bökum saman í baráttunni við minnkandi stofna á þessum slóðum öllum til hagsbóta. I slíkum samningum verður ávallt einhverju að fórna, en samvinnan hlýtur að færa mönnum ný sóknarfæri í framtíðinni. Jón Sigurðarson, íramkvæmdastjóri Fiskafurða, sem hefur áralanga reynslu af viðskiptum við Rússa, segir í samtali við Morgunblaðið í dag, að Smugudeilan hafí staðið allri þróun í við- skiptum Islendinga við Rússa fyrir þrifum og hefði orðið til þess að ný verkefni sem íslendingar ættu aðild að hefðu átt erfitt uppdráttar. Mjög erfítt hefði verið að koma þeim í gegnum rúss- neska stjómkerfíð, en nú væri þetta breytt og allar leiðir miklu greiðari í þessum efnum. Samningurinn opnaði einnig mögu- leika á sölu veiðarfæra og öðrum aðföngum til sjávarútvegsins. „Ég held í raun og veru að verðmæti þessa samnings sé um- talsvert meira í því sem er utan við hann, þ.e.a.s. í því að fá vinnufriðinn heldur en í kvótanum," segir Jón ennfremur. Þá segir Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, að honum fínnist samningurinn mjög jákvæður og að hann muni gefa íslendingum óteljandi möguleika til hag- kvæmra viðskipta. Framsókn íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í öðrum löndum er að verða æ umfangsmeiri. Ef fram fer sem horfir getum við Islendingar orðið stórveldi í sjávarútvegi á heimsvísu snemma á næstu öld. UPPSTOKKUN I MOSKVU BORIS Jeltsín Rússlandsforseti hefur enn einu sinni sýnt að hann hefur tögl og hagldir í rússneskum stjórnmálum þrátt fyrir að ítrekaðar tilraunir hafi verið gerðar til að af- skrifa hann á undanförnum árum. Forsetinn vék í síðustu viku Jevgení Prímakov úr embættis forsætisráðherra og skipaði innanríkisráðherrann, Sergej Stepashín, í hans stað. Þá mistókst andstæðingum forsetans á rússneska þinginu um helgina að fá samþykktar ákærur til embættismissis á hendur Jeltsín. Er það jafnframt talið auka líkurnar á því að þingið staðfesti skipan Stepashíns í stað þess að leggja til atlögu við forsetann á ný. í ræðu þar sem Jeltsín skýrði brottvikningu Prímakovs sagði hann stöðu efnahagsmála vera meginástæðu þess að nauðsynlegt væri að skipta um forystu. Varfærni Prímakovs og viðleitni hans til að ná sem breiðastri samstöðu um aðgerðir væri farin að spilla fyrir. „Við þörfnumst ekki stöðugleika á fá- tækt og efnahagslegum samdrætti,“ sagði forsetinn. Hann bætti við að fáir væru reiðubúnir að grípa til óvinsælla aðgerða í aðdraganda kosninga. Hins vegar gætu hinar nauðsynlegu aðgerðir ekki beðið fram yfír kosningar. Því hefði hann tekið ákvörðun um að stokka stjóm sína upp. Rök Jeltsíns eru sannfærandi. Margir þeirra sem gagnrýnt hafa forsetann telja hins vegar að það sem vaki fyrst og fremst fyrir honum sé að sýna að hann sé enn við völd. Nær eina leið hins heilsuveila forseta til að sanna það sé að reka ráðherra með reglubundnum hætti. Það er eitthvert mesta hagsmunamál vestrænna ríkja í dag að rússneskt efnahagslíf rétti úr kútnum. Pólitískur og efna- hagslegur stöðugleiki í Rússlandi er forsenda pólitísks stöðug- leika í Evrópu sem heild. Ráðstefna Samtaka um vestræna samvinnu og Varðbe NATO á brýnt erindi inn í 21. öldina ✓ A ráðstefnu Varðbergs og Samtaka um vest- ræna samvinnu í tilefni af 50 ára afmæli Atl- antshafsbandalagsins voru breytt heims- mynd og framtíð bandalagsins í ljósi hernað- aríhlutunar NATO í Júgóslavíu ræddar. Hrund Gunnsteinsdóttir var stödd á ráð- stefnunni þar sem ræðumenn voru sammála um að bandalagið hefði gífurlega mikilvægu hlutverki að gegna í framtíðinni. SAMTÖK um vestræna sam- vinnu (SVS) og Varðberg stóðu fyrir ráðstefnu vegna 50 ára afmælis Atlantshafs- bandalagsins (NATO) í Súlnasal á Hótel Sögu sl. laugardag. Loftárásir NATO á Júgóslavíu settu sterkan svip á umræður á ráðstefnunni. I ávarpi sínu við slit ráðstefnunnar sagði Birgir Armannsson, formaður Varðbergs, að þrátt fyrir að ekki hafi ríkt einhugur meðal ræðumanna um það hvernig nákvæmlega ætti að taka á einstökum málum teldi hann þá sam- mála um að „bandalagið hefði afar mikilvægu hlutverki að gegna framtíð- inni.“ I upphafi töluðu forystumenn þeirra þriggja flokka sem að sögn Birgis höfðu „staðið vörð um aðild Islands að Atlantshafsbandalaginu í þau 50 ár sem liðin eru frá stofnun þess.“ Þeir voru Davíð Oddsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, Sighvatur Björgvin- son, formaður Alþýðuflokksins og Siv Friðleifsdóttir, þingmaður Framsókn- arflokksins, en hún talaði í stað Hall- dórs Ásgrímssonar, formanns flokks- ins, sem staddur var erlendis. Jón Hákon Magnússon, formaður SVS setti ráðstefnuna. Ávörp fluttu fulltrúar Varðbergs, Alda Sigurðar- dóttir, stjómmálafræðinemi og í stjórn Félags alþjóða stjórnmála- fræðinema, Gunnar Alexander Ólafs- son, varaformaður Varðbergs og Lilja Dögg Alfreðsdóttir, stjórnmálafræð- ingur. Með ávörpum þeirra var að sögn Birgis „horft til framtíðar með unga fólkinu í félaginu“. Verðlaun voru afhent í ritgerðasam- keppni sem Varðberg og SVS stóðu að í tilefni afmælisins og bar yfirskriftina, „NATO, breyttir tímar. Atlantshafs- bandalagið í breyttu umhverfi á al- þjóðavettvangi." Fyrir samnefnda rit- gerð bar Alda Sigurðardóttir sigur úr býtum í keppninni, en hún fékk í verð- laun viðurkenningu og kynningarferð til höfuð- stöðva NATO í Brussel. Fyrirlestra héldu Þór Whitehead, prófessor í sagnfræði og Valur Ingi- mundarson sagnfræðingur. „Andstæðingar NATO hafa að mestu gufað upp“ í setningarræðu sinni sagði Jón Há- kon erfitt að hugsa það til enda ef Is- land hefði ekki gerst aðildarríki NATO á sínum tíma. „í dag væmm við þá í sömu sporum og til dæmis Eystrasaltsríkin og önnur fyrrverandi ríki Austur-Evrópu.“ Jón Hákon sagði félögin SVS og Varðberg, sem stofnuð voru fyrir rúm- um 40 áram, hafa fyrr á áram „haldið uppi vörnum í baráttunni við komm- únisma kalda stríðsins svo eftir var tekið.“ Nú væri svo komið að andstæð- ingar félaganna og aðildar íslands að NATO hefðu að mestu gufað upp og „eftir eru fáeinir miðaldra einstakling- ar sem ekki hafa áttað sig á breyttri heimsmynd.“ Davíð Oddsson fjallaði í ræðu sinni um sameiginleg gildi NATO og lagði áherslu á að menn þyrftu þor til að standa vörð um frið, mannréttindi og lýðræði. I þessu augnamiði hafi banda- lagið verið stofnað á sínum tíma. „Hernaðaraðgerðir Atlantshafs- bandalagsins gegn Júgóslavíu lúta ekki einungis að Kosovo eða Balkanskaga heldur hvort íyrir hendi sé vilji til að stöðva þá sem ógna mögu- leika á haldgóðu öryggiskerfi Evrópu,“ sagði Davíð. Davíð sagði einnig að margra mán- aða tilraunir til að finna friðsamlega lausn hefðu mistekist og ljóst væri að stjórnvöldum í Belgrad hefði ekki ver- ið treystandi. „Ekki var um annað að ræða en að grípa til hernaðaríhlutunar og Atlantshafsbandalagið eitt hafði getu og vilja til verksins." Davíð sagði framkvæmd hernaðar- aðgerða bandalagsins vissulega ekki fullkomna. Menn hafi hins vegar „ekki átt þess kost að annaðhvort taka áhættulausar ákvarðanir eða hafast ekkert að.“ Davíð sagði íslendinga, sem þegar hefðu lagt sitt af mörkum bæði í Kosovo og Bosníu, verða eins og aðrar bandalagsþjóðir að vera reiðubúna til að leggja lið sitt því erfiða og dýra starfi að tryggja varanlegan frið á Balkanskaga. Töluvert var rætt um stækkun NATO á ráðstefnunni og jafnan lögð áhersla á að hún færi fram með aðgát og yrði ekki til að veikja bandalagið á neinn hátt. Davíð sagði Island hafa frá upphafi stutt stækkunina sem hann sagði vera þýðingarmikla fyrir aðlögun bandalagsins að b'reyttum aðstæðum. „Sá kostur að dauíheyrast við óskum nýfrjáLsu ríkjanna um aðild, hefði grafið undan stöðugleika í álfunni og verið á skjön við markmið og hug- sjónir bandalagsins.“ Undir lok ræðu sinnar sagði Davíð stöðugleika og festu í öryggisstefnu aðildarríkjanna skipta sköpum „í því mikla verki sem Atlantshafsbandalag- ið á fyrir höndum fyrir öryggi og fram- tíð Evrópu.“ Sagði Davíð að við núver- andi aðstæður væru skilaboð frá ís- landi um að NATO væri einhver bráðabirgðasamtök, „eins og virðist hvarfla að sumum hér á landi“, bæði röng og hættuleg. Islendingar skiija óskir smáþjóða um aðild Siv fjallaði í máli sínu um öryggi þjóða, ekki síst smáþjóða og það SIGHVATUR Björgvinsson, formaði formaður Sjálfsl JÓN Hákon Magnússon, formaður fundarsljóri ráðstefnunnar, ávarpar mannsson, form hversu mikilvæg aðild íslands að NATO væri Islendingum jafnt sem öðram aðildarríkjum bandalagsins, ekki síst vegna legu landsins. Siv sagði Islendinga skilja vel þær óskir smá- ríkja að gerast aðilar að bandalaginu og væri sá stuðningur sem þeir hafa sýnt öðram þjóðum, eins og Eystra- saltsþjóðunum, mikilvægur. I dag sagði Siv flesta sammála um að öryggi Islendinga yrði „best tryggt með því að skipa okkur í sveit með ríkjum sem deildu með okkur hugsjón- um um frelsi, lýðræði og sjálfsákvörð- unarrétt þjóða.“ Rétt eins og leiðtogar Islendinga byggðu ákvörðun sína um aðild að NATO á, á sínum tíma. Enn giltu sömu reglur og skiptu mestu er Island gerðist aðildarríki að NATO, að „árás á eina jafngilti árás á allar.“ Siv sagði „íslandi bæði ljúft og skylt að vera öflugur þátttakandi, ekki að- eins í pólitísku samráði aðildarríkja bandalagsins heldur einnig í samstarfi við öll hin samstarfsríkin á Evró-Atl- antshafssvæðinu, við mótun framtíðar- stefnu um öryggi og frið í Evrógu.“ Sighvatur fjallaði um aðild íslands að NATO, um sterka stöðu bandalags- ins í dag, vilja fyrrverandi kommún- istaríkja til að gerast aðilar og farsæld bandalagsins í starfi sínu til að halda friði. Sighvatur sagði átök milli „fortíðar og framtíðar" eiga eftir að setja enn afdrifaríkari svip á stjórnmálabaráttu framtíðarinnar en verið hefur hingað til. „Eftir fall Sovétríkjanna er runnið upp nýtt tímabil sem kenna má einu orði við alþjóðavæðingu. Drifkraftur þessa alþjóðakerfis er frjálst flæði þekkingar, tækni, hugmynda, fjár- magns og fólks yfir landamæri þjóð- ríkja. Hin nýja tvískipting heimsins er á milli þeirra sem taka þessa nýju al- þjóðavæðingu í þjónustu sína, taka þátt í henni og freista þess að nýta sér kosti hennar. Og hins vegar hinna sem hafna henni og dæma sjálfa sig þar „Hefur mikil- vægu hlutverki að gegna“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.