Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Forsvarsmenn SH og Fiskafurða um Smugusamningana Möguleikar skapast fyrir Islendinga GUNNAR Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfiystihúsanna, og Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða, segja að samning- amir um Smuguna milli Norð- manna, Rússa og Islendinga, sem undirritaðir voru á laugardag, skapi ýmsa möguleika á viðsldptum milli þjóðanna. Jón Sigurðarson, framkvæmda- stjóri Fiskafurða, sagði að Smugu- deilan hefði staðið allri þróun í við- skiptum íslendinga við Rússa fyrir þrifum og hefði orðið til þess að ný verkefni sem íslendingar ættu aðild að hefðu átt erfitt uppdráttar. Mjög erfitt hefði verið að koma þeim í gegnum rússneska stjómkerfið, en nú væri þetta breytt og allar leiðir miklu greiðari í þessum efnum. „Ég tel að deilan hafi orðið til þess að þeir hafi orðið að snúa sér miklu meira til annarra þjóða, Norð- manna og Dana jafnvel. Við höfum, íslendingar, yfirburða þekkingu í útgerð sem Rússar hafa mikinn áhuga á að komast í og maður verð- ur strax var við það núna að áhugi þeirra á samskiptum við okkur hef- ur aukist,“ sagði Jón. Hann sagðist telja að þama væm miklir möguleikar á ferðinni fyrir íslendinga, einkum í útgerð og vinnslu á sjó. Af því leiddi síðan möguleikar á meiri sölu fyrir þá. Það væri nú þegar talsvert um það en það myndi örugglega vaxa að notuð yrði markaðsþekking á ís- landi til að selja rússneska vöru. Síð- an opnaði þetta einnig möguleika í samþandi við sölu á veiðarfærum og öðrum aðfóngum til sjávarútvegsins. „Ég held í raun og veru að verð- mæti þessa samnings sé umtalsvert meira í því sem er utan við hann, þ.e.a.s. í því að fá vinnufriðinn held- ur en í kvótanum," sagði Jón Sigurð- arson ennfremur. Grundvöllur til að efla tengsl Gunnar Svavarsson, forstjóri Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, segir að almennt séð sé með samn- ingunum um Smuguna kominn grundvöllur til að efla tengsl við Rússland sem hafi verið erfiðara áð- ur. Andrúmsloftið hafi verið dálítið erfitt, en með þessu samkomulagi sé búið að skapa vettvang til að vinna á og gera samninga. „Ég held að ef rétt er á málum haldið þá felist í þessu töluvert mikl- ir möguleikar," sagði Gunnar. Hann sagðist telja að sá kvóti sem við fengjum hjá Rússum í Barents- hafi væri bara brot af þeim mögu- leikum sem þama væru fyrir hendi. Þama kynnu að vera möguleikar fyrir útgerðir að fá frekari veiði- heimildir í félagi við Rússa og það gæti verið í öðmm tegundum en þorski sem mest hefði verið talað um. Þá væri ekki ótrúlegt að mögu- leikar sköpuðust á þessu sviði til dæmis hvað varðaði útbúnað skipa og móttöku afurða. Þama gæti bæði verið um viðskiptasambönd að ræða en einnig fjárfestingar beinlínis. „Þetta er að miklu leyti ókannað- ur markaður frá hendi íslendinga. Það er vitað að þarna eru mörg fé- lög með mikinn flota og þessi floti er báglega á sig kominn eftir því sem maður hefur heyrt, svoleiðis að þeir þurfa að stækka skip og endumýja. Þeir em reyndar í slíkum verkefn- um nú þegar, en þau munu halda áfram og þar sér maður möguleika á að við komum inn,“ sagði Gunnar ennfremur. Morgunblaðið/Kristinn GUTTORMUR B. Þórarínsson, fulltrúi Foreldrafélags ísaksskola, afhendir Ingibjörgu Sólrtinu Gísladóttur, borgarstjóra Reykjavíkur, undirskriftalista, þar sem hækkun skóiagjalda er mótmælt. Fulltrúi Foreldrafélags ísaksskóla afhenti borgarstjóra undirskriftalista Hækkun skóla- gjalda mótmælt INGIBJÖRGU Sólrúnu Gísladótt- ur, borgarstjóra Reykjavíkur, var í gær afhentur undirskriftalisti frá Foreldrafélagi ísaksskóla, þar sem um 400 foreldrar mótmæla niður- skurði á greiðslum borgarinnar til skólans, en skólagjöld þar hafa hækkað um tæp 100%. Ingibjörg Sólrún sagði að þar sem málið væri á forræði fræðsluráðs og Fræðslu- miðstöðvar yrði það kynnt þeim og þau látin fara yfir það. „Til þess að rekstur skólans geti staðið undir sér þarf að hækka skólagjöldin um 100%,“ sagði Gutt- ormur B. Þórarinsson, hjá foreldra- félaginu, en gjöldin hækka úr 3.600 krónum á mánuði í 7.000. Kemur svolítið á óvart Ólafur Darri Andrason, forstöðu- maður fjármálasviðs Fræðslumið- stöðvar Reykjavíkur, sagði um mót- mælin: „Ég verð að játa það að þetta kemur svolítið á óvart, þar sem við gerðum samning við ísaks- skóla hinn 3. febrúar um breytingu á fyrirkomulagi á styrkgreiðslum til skólans og það var í ágætri sátt við fulltrúa skólans, en það skal tekið fram að þessi styrkupphæð nær ein- ungis til barna á grunnskólaaldri þannig að 5 ára börnin eru ekki þarna inni í.“ „En aftur á móti varðandi upp- hæð skólagjalda þá hefur hún alltaf verið og er ákvörðun skólanefndar- innar og er því ekki á ábyrgð Reykjavíkurborgar." I bréfi sem foreldrafélagið sendi foreldrum bama og hvatti þá til undirskriftar, kemur fram að verið sé að mótmæla því að samkvæmt þjónstusamningi Reykjavíkurborg- ar og skólans sé borginni aðeins skylt að greiða 140 þúsund krónur með hverjum nemanda skólans, en í bréfinu kemur fram að borgin greiði 240 þúsund með nemendum ann- arra skóla. Ingibjörg Sólrún sagði: „Upp- hæðin, 140 þúsund, er ekki einhver tala út í bláinn heldur byggist hún m.a. á því að við greiðum í dag 160 þúsund krónur á milli sveitarfélaga fyrir böm sem að fara í skóla utan síns heimasveitarfélags. ísaksskóli fær 140 þúsund og hann hefur rétt til að innheimta skólagjöld og það mætti segja að ef upphæðin væri hærri ætti honum kannski ekki að vera heimilt að innheimta skóla- gjöld.“ Gjöldin hækkuð til að brúa ákveðið bil Ólafur Darri sagði að það yrði að hafa það í huga að innifalið í þessum 240 þúsund krónum, sem er meðal- talskostnaður við barn í grunnskól- um Reykjavíkur, væru öll sérrúr- ræði og sérþjónusta. Hann sagði að í samningnum við Isaksskóla væri ákvæði um það að skólinn gæti sótt um styrk fyrir fatlaða nemendur Morgunblaðið/Berglind H. Helgadóttir Vörubifreið skemmdist VÖRUBIFREIÐ störskemmdist sl. sunnudag, eftir að hafa ekið á brúarstólpa á brúnni yfir Sauðá á Möðrudalsöræfum, og kastast út af veginum. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins urðu ekki slys á fólki en vörubifreiðin var óökufær eftir óhappið og var sótt af öflugum vörubíl með krana og tengivagn frá Akureyri. Stór og öflug rafstöð var fest með gáma- festingum á vörubifreiðina og þurfti að flytja bflinn og stöðina í burtu í tvennu Iagi. Á myndinni er Björn Einarsson vörubflstjóri frá Akureyri að störfum á vettvangi. eða nemendur sem þyrftu mikla sérþjónustu. Olafur Darri sagði að þær rekstr- aráætlanir sem hefðu legið fyrir þegar styrkupphæðin hefði verið ákveðin hefðu átt að duga til þess að reka gott og öflugt skólastarf. Því kæmi það á óvart ef samningurinn yrði þess valdandi að skólagjöld hækkuðu. Edda Huld Sigurðardóttir, skóla- stjóri Isaksskóla, sagði að ákveðið hefði verið að hækka skólagjöldin til að brúa bilið, sem lægri styrkveit- ing frá borginni skapaði. Skólinn fær ekki styrk frá borginni vegna 5 ára barnanna því þau eru ekki á grunnskólaaldri, en Edda Huld sagði að hækkunin væri ekki til- komin vegna þeirra, því hærri skólagjöld væru greidd fyrir þau en hin eldri. „Við erum Reykvíkingar og greiðum okkar útsvar en njótum ekki þeirra réttinda eins og aðrir sem senda börn sín í venjulega grunnskóla, að laun kennara séu greidd," sagði Guttormur, en hann vill að laun nýrra kennara verði greidd af borginni en ekki foreldr- um í formi hærri skólagjalda. Ingibjörg Sólrún sagði: „Það var mat fræðsluyfirvalda og skólans að skólinn gæti rekið sig fyrir þessa upphæð og það hafa ekki borist nein mótmæli frá stjóm skólans né held- ur nein ósk um að taka upp þennan samning frá í febrúar." Gæti Ieitt til stéttaskiptingar Undirskriftalistanum, sem af- hentur var borgarstjóra, fylgdi mót- mælabréf þar sem þess var m.a. krafist: „Að nemendur skólans verði að fullu metnir til jafns við aðra Reykvíkinga, sem sækja grunnskóla borgarinnar. Að ekki sé vegið að foreldrum og nemendum á þann hátt sem á daginn hefur komið með niðurskurði á greiðslum til skólans. Að jafnræðisregla stjórnarskrár- laga verði í heiðri höfð og reykvísk- um börnum ekki mismunað þótt þau létti undir með grunnskólum borg- arinnar fyrstu 3 ár skólagöngu sinn- ar og sæki sér menntun í skóla ísaks Jónssonar." Guttormur sagði að búast mætti við því að hækkun skólagjalda hefði áhrif á efnaminni foreldra, sem vegna hækkunarinnar myndu hætta að senda börn sín í skólann og að þar með myndi félagsleg breidd nemenda minnka og ein- hvers konar stéttaskipting gera vart við sig. Jeppamenn á Grænlandi Fyrsti áfangi í gær JEPPAMENNIRNIR í ICE225-leiðangrinum lögðu í fyrsta áfanga ferðalagsins yfir Grænlandsjökul í gær. Þá voru Toyota-jeppamir feijaðir frá Nuuk og inn Godthábsfjörðinn á pramma sem dreginn var af dráttarbáti. Tók siglingin um sex klukkustundir. Að sögn Amgríms Hermannssonar leið- angursstjóra er fjörðurinn ís- laus og siglingarfært alveg inn í fjarðarbotn. Þegar rætt var við hann í gærkvöldi var pramminn 30 metra undan landi og verið að leggja upp að ströndinni. Um helgina var vetrarlegt um að litast í Nuuk, kafaldsbyl- ur og frost. Undanfama daga hefur verið frost á þessum slóð- um sem er kostur vegna akst- ursskilyrða. Um helgina var mikið um að vera í Nuuk vegna afmælishá- tíðar KNI-fyrirtækisins, sem er aðalbakhjarl leiðangursins. Jeppamennimir tóku þátt í há- tíðahöldunum jafnframt því að ferðbúa bílana og ganga frá far- angri. A sunnudag voru jepp- amir til sýnis almenningi og haldinn blaðamannafundur vegna ICE225-leiðangursins. Aætlun gerir ráð fyrir að í dag hefjist aksturinn inn að jök- ulröndinni að vestan. Leiðin liggur um hrjóstmgt land, stór- grýtt og hliðarhalli á köflum. Dagbók leiðangursmanna, fréttir af framvindu ferðalags- ins og fleiri upplýsingar er að finna á heimasíðu leiðangursins. Slóðin er httpyAvww.mbl.is. Útboð á lagningu vega Lægstu til- boð 64-68% af áætlun LÆGSTU tilboð sem Vegagerðin fékk í lagningu vegar á Tjömesi og um Þvottárskriður vom á bilinu 64 til 68% af kostnaðaráætlun. Jarðverk Homafirði ehf. átti lægsta tilboð í lagningu vegar frá Þvottá, um Skriður og Hvalnes að Víkurá á leiðinni á milli Stöðvar- fjarðar og Breiðdalsvíkur. Fyrir- tækið býðst til að vinna verkið fyrir 37,9 milljónir kr., sem er tæplega 64% af kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar sem hljóðaði upp á liðlega 59 milljónir kr. Klæðning ehf. í Garðabæ átti lægsta tilboðið í lagningu vegarins frá Héðinshöfða í Hringver á Tjör- nesi. Tilboðið er tæpar 44 milljónir, sem er 68% af kostnaðaráætlun upp á tæpar 65 milljónir kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.