Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 20
ÞRÍÐÍl/dÁg'ÚR 18.' ÍvíÁí‘l999
ffiiU LM'/'TOíTOr/
MORGUNBLAÐIÓ
VIÐSKIPTI
Afkoma Sæplasts hf. á Dalvík á síðasta árí sú besta síðan 1990
Aukin sala og aðhaldsað-
gerðir skýra bætta afkomu
AFKOMA Sæplasts hf. á Dalvík var
góð á síðasta ári og nam hagnaður
af rekstri félagsins 55 milljónum
króna. Aðeins einu sinni áður hefur
hagnaður af rekstri Sæplasts hf.
verið meiri, en það var árið 1990. Á
aðalfundi félagsins sem haldinn var
síðastliðinn laugardag kom fram í
ræðu Valdimars Snorrasonar,
stjómarformanns Sæplasts, að góð
afkoma ársins 1998 skýrist af mörg-
um samverkandi þáttum, en
snemma á árinu var ráðist í endur-
skipulagningu og aðhaldsaðgerðir í
rekstri sem m.a. fólust í fækkun
starfsfólks, sölu eigna og auknu að-
haldi á kostnaðarliði.
Þá var röradeild fyrirtækisins
seld á síðari hluta ársins ásamt hús-
eigninni að Ránarbraut 9 á Dalvík,
og allt framleiðsluferli verksmiðj-
unnar var endurskipulagt með
markvissum hætti og hefur það
skilað sér í betri framlegð. Sagði
Valdimar þetta ásamt aukinni sölu
seinni hluta ársins hafa skilað sér í
bættri afkomu félagsins.
,Árið 1998 var að mörgu leyti
nokkuð stormasamt ár fyrir
Sæplast hf. og lögðu stjórnendur og
starfsfólk mikið á sig við breytingar
á rekstrinum og er því niðurstaða
ársins mikið ánægjuefni og í sam-
ræmi við þau markmið sem stjórn
og starfsfólk settu sér,“ sagði
Valdimar í ræðu sinni.
Verksmiðja dótturfélags
Sæplasts hf. á Indlandi, Sæplast
India Pvt, Ltd., var formlega tekin
í notkun 1. október á síðasta ári.
Tilraunaframleiðsla hófst þar hálfu
ári áður og gekk hún að óskum, að
sögn Valdimars. Verksmiðjan, sem
er staðsett utan við borgina Ahma-
dabad í Gujarat-fylki, mun fyrst í
stað eingöngu framleiða fiskiker
fyrir innanlandsmarkað og hafa all-
ar kostnaðaráætlanir við uppbygg-
ingu verksmiðjunnar staðist. Stofn-
kostnaður í heild, þar með talin lóð,
byggingar og vélar var innan við 50
milljónir króna.
„Sala hefur farið hægar af stað
en vonir stóðu tii vegna erfiðleika í
indverskum fiskiðnaði, en nú er
unnið að markaðssetningu afurð-
anna af fullum þunga. Ekkert
bendir til annars en að þessi rekst-
ur geti staðið ágætlega undir sér og
styrkt stöðu Sæplasts hf.,“ sagði
Valdimar.
Hækkað gengi hlutabréfa
Miklar breytingar hafa orðið á
gengi hlutabréfa í Sæplasti á verð-
bréfamarkaði. Þannig var gengið
um 4 í ársbyrjun 1998 og lækkaði
það síðan fyrri hluta ársins og fór
lægst í 3,3, en frá því í apríl hefur
gengið hækkað ört og eru síðustu
viðskipti nú skráð á genginu 8.
Fram kom í máli Valdimars að á ár-
inu 1998 áttu sér stað 78 viðskipti
með hlutabréf í Sæplasti hf. og var
verðmætið um 62 m.kr. Á síðustu
mánuðum hafa nokkrir nýjir aðilar
bæst í hóp stærstu hluthafa og
nefndi Valdimar t.d. Dulvin ehf. í
Reykjavík og Samvinnulífeyrissjóð-
inn. Dulvin ehf. er hlutafélag sem
m.a. er í eigu eins stærsta sam-
keppnisaðila Sæplasts hf., sem er
Borgarplast hf. á Seltjamarnesi, og
gat Valdimar þess að stjórnarfor-
maður Borgarplasts hf. sé fram-
kvæmdastjóri Samvinnulífeyris-
sjóðsins.
Staðan styrkt
á alþjóðamarkaði
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu hefur Sæplast hf.
undirritað samning þess eðlis að fé-
lagið kaupi tvær verksmiðjur af
fyrirtækjasamsteypunni DYNO
Nobel A/S í Noregi. Um er að ræða
Ríkisvíxlari markflokkiim
í dagkl. ii:Oo munfaraframútboð áríkisvíxluinhjáLánasýsluríkisins.
Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla, en að öðru
leyti eru skilmáiar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum.
í boði verða eftirfarandi ríkisvíxlar:
llokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna dllxtða*
RV99-0817 17. ágúst 1999 3 mánuðir 4.234 2.000
RV99-1019 19. október 1999 5 mánuðir 2.3o8 1.000
RV00-0418 18. apríl 2000 11 mánuðir 0 1.000
* Milljónir króna.
Millj.kr.
7.000
6.000
Markflokkar ríldsvíxla
Staðaríkisvíxla 17. maí 14.509 milljónir.
Áæduð hámarksstærð ogsala 18. maí 1999.
Gjalddagar
Áætluð áfylling síðar
| Áætluðsala 18.maí 1999
W Staða 17.maí 1999
RV99-0618 HV99-0719
KV99-1019 RV99-1217 RV00-0217 RVOO-0418
Sölufyrirkomulag:
Ríldsvíxlarnir verða seldir með tilboðs-
fyrirkomulagi. öllum er heimilt að bjóða í
ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð
tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir.
öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum,
fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir-
tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum
ogtiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð
í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki
500.000 krónur.
öll tilboð í ríkisvixla þurfa að hafa borist
Lánasýslu ríkisinsfyrirkl. 11:00,
þriðjudaginn 18. maí 1999.
Útboðsslálmálar, önnur tilboðsgögn ogallar
nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu
ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070.
LANASYSLA RIKISINS
Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068
Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is
kaup á tveimur hverfisteypuverk-
smiðjum og er önnur þeirra í Saint
John í Canada en hin í Salangen í
Norður-Noregi.
„Með kaupum á þessum fyrir-
tækjum mun Sæplast hf. styrkja
stöðu sína umtalsvert á alþjóða-
markaði í framleiðslu hverfi-
steyptra afurða þar sem hér skap-
ast möguleikar til frekari vöruþró-
unar með meiri nálægð við stóra
markaði eins og í N-Ameríku,“
sagði Valdimar.
Sameiginlega mun ársvelta
Sæplasts hf. eftir þessi kaup verða
um 1,2-1,5 milljarðar króna og ef
ekkert óvænt kemur upp á er mið-
að við að Sæplast taki við rekstri
þessara fyrirtækja í næsta mánuði.
Aðalfundur Sæplasts samþykkti
tillögu stjórnar um að greiða 12%
arð og einnig veitti fundurinn
stjórn heimild til að kaupa allt að
10% eigin hlut í félaginu. Þá var
samþykkt að stjórn félagsins fái
heimild til hækkunar hlutafjár um
30 milljónir króna.
I stjórn Sæplasts hf. voru kjörnir
þeir Valdimar Snorrason, Bjarni
Jónasson, Elías Gunnarsson, Hall-
dór Birgisson og Þórir Matthías-
son. Varamenn eru Hallgrímur
Hreinsson og Baldvin Valdimars-
son. Halldór Birgisson er nýr í
stjórn Sæplasts hf. Valdimar
Snorrason er áfram formaður
stjórnarinnar.
General
Dynamics
kaupir
Gulfstream
Falls Church, Virginíu. Reuters.
GENERAL Dynamics, sem
smíðaði F-16 herþotuna og er
fjórði helzti hergagnaframleið-
andi Bandaríkjanna, hefur
samþykkt að kaupa Gulfstream
Aerospace Corp. fyrir 5,3 millj-
ónir dollara og haslar sér þar
með völl á sviði venjulegs flug-
vélaiðnaðar.
Um 90% tekna General
Dynamics eru runnar frá
samningum við bandarísk
stjórnvöld. Fyrirtækjaþotur
Gulfstream njóta mikils álits og
hefur fyrirtækið 69% hlutdeild
á þeim markaði.
Gulfstream Aerospace verð-
ur dótturfyrirtæki General
Dynamics, aðalskipaframleið-
anda bandaríska heraflans, og
engar breytingar eru ráðgerð-
ar á stjórn þess.
General Dynamics dró sig út
úr flugvélaiðnaði í byrjun ára-
tugarins og seldi verksmiðjur,
sem framleiddu herþotur og
Cessna-flugvélar, til að ein-
beita sér að hergögnum í sjó-
og landhernaði.
Amazon
lækkar verð
á bókum
New York. Reuters.
AMAZON.com, aðalbóka-
verzlunin á Netinu, hefur
ákveðið að bjóða 50% afslátt
af öllum bókum, sem komast
á metsöluskrá New York
Times.
Afslátturinn nær bæði til
innbundinna bóka og papp-
írskilja, í flokkum skáld-
sagna, bóka sem ekki teljast
skáldsögur og leiðbeininga-
eða heilræðabóka.
Amazon.com býður nú
þegar allt að 40% afslátt af
öðrum metsölubókum og
vandfundnum bókum.
Aðalkeppinauturinn er
Barnes & Nobels og verður
netsiðunni barnes-
andnoble.com bráðlega
breytt í almenningshlutafé-
lag.