Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 20
ÞRÍÐÍl/dÁg'ÚR 18.' ÍvíÁí‘l999 ffiiU LM'/'TOíTOr/ MORGUNBLAÐIÓ VIÐSKIPTI Afkoma Sæplasts hf. á Dalvík á síðasta árí sú besta síðan 1990 Aukin sala og aðhaldsað- gerðir skýra bætta afkomu AFKOMA Sæplasts hf. á Dalvík var góð á síðasta ári og nam hagnaður af rekstri félagsins 55 milljónum króna. Aðeins einu sinni áður hefur hagnaður af rekstri Sæplasts hf. verið meiri, en það var árið 1990. Á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðastliðinn laugardag kom fram í ræðu Valdimars Snorrasonar, stjómarformanns Sæplasts, að góð afkoma ársins 1998 skýrist af mörg- um samverkandi þáttum, en snemma á árinu var ráðist í endur- skipulagningu og aðhaldsaðgerðir í rekstri sem m.a. fólust í fækkun starfsfólks, sölu eigna og auknu að- haldi á kostnaðarliði. Þá var röradeild fyrirtækisins seld á síðari hluta ársins ásamt hús- eigninni að Ránarbraut 9 á Dalvík, og allt framleiðsluferli verksmiðj- unnar var endurskipulagt með markvissum hætti og hefur það skilað sér í betri framlegð. Sagði Valdimar þetta ásamt aukinni sölu seinni hluta ársins hafa skilað sér í bættri afkomu félagsins. ,Árið 1998 var að mörgu leyti nokkuð stormasamt ár fyrir Sæplast hf. og lögðu stjórnendur og starfsfólk mikið á sig við breytingar á rekstrinum og er því niðurstaða ársins mikið ánægjuefni og í sam- ræmi við þau markmið sem stjórn og starfsfólk settu sér,“ sagði Valdimar í ræðu sinni. Verksmiðja dótturfélags Sæplasts hf. á Indlandi, Sæplast India Pvt, Ltd., var formlega tekin í notkun 1. október á síðasta ári. Tilraunaframleiðsla hófst þar hálfu ári áður og gekk hún að óskum, að sögn Valdimars. Verksmiðjan, sem er staðsett utan við borgina Ahma- dabad í Gujarat-fylki, mun fyrst í stað eingöngu framleiða fiskiker fyrir innanlandsmarkað og hafa all- ar kostnaðaráætlanir við uppbygg- ingu verksmiðjunnar staðist. Stofn- kostnaður í heild, þar með talin lóð, byggingar og vélar var innan við 50 milljónir króna. „Sala hefur farið hægar af stað en vonir stóðu tii vegna erfiðleika í indverskum fiskiðnaði, en nú er unnið að markaðssetningu afurð- anna af fullum þunga. Ekkert bendir til annars en að þessi rekst- ur geti staðið ágætlega undir sér og styrkt stöðu Sæplasts hf.,“ sagði Valdimar. Hækkað gengi hlutabréfa Miklar breytingar hafa orðið á gengi hlutabréfa í Sæplasti á verð- bréfamarkaði. Þannig var gengið um 4 í ársbyrjun 1998 og lækkaði það síðan fyrri hluta ársins og fór lægst í 3,3, en frá því í apríl hefur gengið hækkað ört og eru síðustu viðskipti nú skráð á genginu 8. Fram kom í máli Valdimars að á ár- inu 1998 áttu sér stað 78 viðskipti með hlutabréf í Sæplasti hf. og var verðmætið um 62 m.kr. Á síðustu mánuðum hafa nokkrir nýjir aðilar bæst í hóp stærstu hluthafa og nefndi Valdimar t.d. Dulvin ehf. í Reykjavík og Samvinnulífeyrissjóð- inn. Dulvin ehf. er hlutafélag sem m.a. er í eigu eins stærsta sam- keppnisaðila Sæplasts hf., sem er Borgarplast hf. á Seltjamarnesi, og gat Valdimar þess að stjórnarfor- maður Borgarplasts hf. sé fram- kvæmdastjóri Samvinnulífeyris- sjóðsins. Staðan styrkt á alþjóðamarkaði Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu hefur Sæplast hf. undirritað samning þess eðlis að fé- lagið kaupi tvær verksmiðjur af fyrirtækjasamsteypunni DYNO Nobel A/S í Noregi. Um er að ræða Ríkisvíxlari markflokkiim í dagkl. ii:Oo munfaraframútboð áríkisvíxluinhjáLánasýsluríkisins. Að þessu sinni verður boðið upp á 3ja, 5 og 11 mánaða ríkisvíxla, en að öðru leyti eru skilmáiar útboðsins í helstu atriðum þeir sömu og í síðustu útboðum. í boði verða eftirfarandi ríkisvíxlar: llokkur Gjalddagi Lánstími Núverandi staða* Áætlað hámark tekinna dllxtða* RV99-0817 17. ágúst 1999 3 mánuðir 4.234 2.000 RV99-1019 19. október 1999 5 mánuðir 2.3o8 1.000 RV00-0418 18. apríl 2000 11 mánuðir 0 1.000 * Milljónir króna. Millj.kr. 7.000 6.000 Markflokkar ríldsvíxla Staðaríkisvíxla 17. maí 14.509 milljónir. Áæduð hámarksstærð ogsala 18. maí 1999. Gjalddagar Áætluð áfylling síðar | Áætluðsala 18.maí 1999 W Staða 17.maí 1999 RV99-0618 HV99-0719 KV99-1019 RV99-1217 RV00-0217 RVOO-0418 Sölufyrirkomulag: Ríldsvíxlarnir verða seldir með tilboðs- fyrirkomulagi. öllum er heimilt að bjóða í ríkisvíxla að því tilskyldu að lágmarksfjárhæð tilboðsins sé ekki lægri en 20 milljónir. öðrum aðilum en bönkum, sparisjóðum, fjárfestingalánasjóðum, verðbréfafyrir- tækjum, verðbréfasjóðum, lífeyrissjóðum ogtiyggingafélögum er heimilt að gera tilboð í meðalverð samþykktra tilboða, að lágmarki 500.000 krónur. öll tilboð í ríkisvixla þurfa að hafa borist Lánasýslu ríkisinsfyrirkl. 11:00, þriðjudaginn 18. maí 1999. Útboðsslálmálar, önnur tilboðsgögn ogallar nánari upplýsingar eru veittar hjá Lánasýslu ríkisins, Hverfisgötu 6, í síma 562 4070. LANASYSLA RIKISINS Hverfisgata 6, 2. hæð • Sími: 562 4070 • Fax: 562 6068 Heimasíða: www.lanasysla.is • Netfang: utbod@lanasysla.is kaup á tveimur hverfisteypuverk- smiðjum og er önnur þeirra í Saint John í Canada en hin í Salangen í Norður-Noregi. „Með kaupum á þessum fyrir- tækjum mun Sæplast hf. styrkja stöðu sína umtalsvert á alþjóða- markaði í framleiðslu hverfi- steyptra afurða þar sem hér skap- ast möguleikar til frekari vöruþró- unar með meiri nálægð við stóra markaði eins og í N-Ameríku,“ sagði Valdimar. Sameiginlega mun ársvelta Sæplasts hf. eftir þessi kaup verða um 1,2-1,5 milljarðar króna og ef ekkert óvænt kemur upp á er mið- að við að Sæplast taki við rekstri þessara fyrirtækja í næsta mánuði. Aðalfundur Sæplasts samþykkti tillögu stjórnar um að greiða 12% arð og einnig veitti fundurinn stjórn heimild til að kaupa allt að 10% eigin hlut í félaginu. Þá var samþykkt að stjórn félagsins fái heimild til hækkunar hlutafjár um 30 milljónir króna. I stjórn Sæplasts hf. voru kjörnir þeir Valdimar Snorrason, Bjarni Jónasson, Elías Gunnarsson, Hall- dór Birgisson og Þórir Matthías- son. Varamenn eru Hallgrímur Hreinsson og Baldvin Valdimars- son. Halldór Birgisson er nýr í stjórn Sæplasts hf. Valdimar Snorrason er áfram formaður stjórnarinnar. General Dynamics kaupir Gulfstream Falls Church, Virginíu. Reuters. GENERAL Dynamics, sem smíðaði F-16 herþotuna og er fjórði helzti hergagnaframleið- andi Bandaríkjanna, hefur samþykkt að kaupa Gulfstream Aerospace Corp. fyrir 5,3 millj- ónir dollara og haslar sér þar með völl á sviði venjulegs flug- vélaiðnaðar. Um 90% tekna General Dynamics eru runnar frá samningum við bandarísk stjórnvöld. Fyrirtækjaþotur Gulfstream njóta mikils álits og hefur fyrirtækið 69% hlutdeild á þeim markaði. Gulfstream Aerospace verð- ur dótturfyrirtæki General Dynamics, aðalskipaframleið- anda bandaríska heraflans, og engar breytingar eru ráðgerð- ar á stjórn þess. General Dynamics dró sig út úr flugvélaiðnaði í byrjun ára- tugarins og seldi verksmiðjur, sem framleiddu herþotur og Cessna-flugvélar, til að ein- beita sér að hergögnum í sjó- og landhernaði. Amazon lækkar verð á bókum New York. Reuters. AMAZON.com, aðalbóka- verzlunin á Netinu, hefur ákveðið að bjóða 50% afslátt af öllum bókum, sem komast á metsöluskrá New York Times. Afslátturinn nær bæði til innbundinna bóka og papp- írskilja, í flokkum skáld- sagna, bóka sem ekki teljast skáldsögur og leiðbeininga- eða heilræðabóka. Amazon.com býður nú þegar allt að 40% afslátt af öðrum metsölubókum og vandfundnum bókum. Aðalkeppinauturinn er Barnes & Nobels og verður netsiðunni barnes- andnoble.com bráðlega breytt í almenningshlutafé- lag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.