Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
Taktu þátt í skemmtilegum leik á mbl.is og þú gætir unnið
leikhúsferð fyrir tvo til London með Samvinnuferðum-
Landsýn, miða á söngleikinn RENT (Skuld) í uppfærslu
Þjóðleikhússins eða geisladiskinn með tónlistinni úr
sýningunni frá Skífunni.
Um þessar mundir frumsýnir Þjóðleikhúsið söngleikinn
RENT (Skuld) í Loftkastalanum. Söngleikurinn hefur hvar-
vetna hlotið góðar viðtökur en ísland er eitt fyrsta landið
utan Bandaríkjanna þar sem verkið er tekið til sýningar.
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Samvinnuferðir
Landsýn
Taktu þátt í leiknum og hver veit!
^mbl.is
-^ALLTAf= eiTTHXSAÐ NÝTT~
LISTIR
Næsta leikár í Þjóðleikhúsinu
Nýtt leikrit eftir
Hrafnhildi Hagalín
ÞJOÐLEIKHUSIÐ hefur fest kaup
á nýju leikriti eftir Hrafnhildi Haga-
lín Guðmundsdóttur og verður verk-
ið tekið til sýninga á næsta leikári að
sögn Stefáns Baldurssonar Þjóðleik-
hússtjóra. „Leikritið fjallar um
mæðgur sem báðar eru leikkonur en
alls eru hlutverkin þrjú. Þetta er
geysilega vel skrifað verk en jgjör-
ólíkt fyrra verki Hrafnhildar, Eg er
meistarinn, sem vakti mikla athygli
og sópaði til sín verðlaunum," segir
Stefán.
Eg er meistarinn var frumsýnt í
apríl 1990 og fékk Hrafnhildur leik-
skáldaverðlaun Norðurlanda fyrir
verkið árið 1992 en það var í fyrsta
sinn sem þau verðlaun voru veitt.
Einnig hlaut Meistarinn Menningar-
verðlaun DV í leiklist 1991. „Ég fór
síðan í nám í frönsku og leikhús-
fræðum til Parísár og lagði leikrita-
skrif á hilluna að mestu næstu árin á
eftir,“ sagði Hrafnhildur Hagalín í
samtali við Morgunblaðið. „Eg hef
verið að vinna að þessu leikriti und-
anfarin 3 ár og nú er það komið á
þetta stig að leikhúsið ætlar að sýna
það næsta vetur,“ segir Hrafnhild-
Hrafnhildur Haga-
lin Guðmundsdóttir
leikskáld.
ur.
Að sögn
Hrafnhildar hef-
ur nýja leikritið
ekki fengið end-
anlegan titil en
það verður frum-
sýnt síðari hluta
næsta vetrar
undir leikstjóm
Viðars Eggerts-
sonar. Ekki hefur
enn verið skipað í
hlutverk eða ver-
ið ákveðið á hverju hinna þriggja
sviða leikhússins verkið verður svið-
sett. „Það skýrist með haustinu,“
segir Stefán Baldursson Þjóðleikhús-
stjóri.
-----------------
Blúsá
Næsta bar
SÖNGKONAN Andrea Gylfadóttir
og gítarleikarinn Eddi Lár flytja
blústónlist á Næsta bar í kvöld,
þriðjudag kl. 22.
NÚ stendur yfir málverkasýning
Kristins Alexanderssonar listmál-
ara í kaffisal Múlalundar. Þetta er
ekki sölusýning, en Kristinn málar
eftir pöntunum og óskum hvers og
eins. Hægt er að koma með póst-
kort eða ljósmyndir sem hann mál-
ar eftir.
Harðgerðar garðplöntur,
skógrœktarplöntur, limgerðis- og
skjólbeltaplöntur, dekurplöntur,
fjölœr blóm og sumarblóm.
Sterkar og saltþolnar víðitegundir
á vindasama og erfiða staði.
ÁRMANNSFELL, eitt verka Kristins Aiexanderssonar.
Málað eftir pöntunum
Nátthagi
Hverageröi