Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 39 MENNTUN Röntgentækni fær viðurkenningu Morgunblaðið/Árni Sæberg NEMENDUR í röntgentækni með kennurum á Röntgendeild Landspítalans: Agnes, Guðrún Dís og Arna í fremri röð og María, Erna, Soffía, Sigrún og Hafdís í aftari röð Hvað er hægt að gera með röntgengeislun? Röntgentækni við Tí fékk viðurkenningu bresku Röntgentækni- samtakanna. Hér er sagt frá mati á deildinni, veitt innsýn í nám og einnig í eðli röntgen- geislans. FAGLEG úttekt hefur farið fram á B.Sc. námi í röntgentækni við heil- brigðisdeild Tækniskóla Islands. Var hún gerð af aðilum frá matsstofnun (Joint Validation Committee) bresku Röntgentækna- samtakanna (The College of Radiographers). Úttektin var styrkt af Tækniskólanum og menntamála- ráðuneytinu. Matið var víðtækt og náði til allr- ar starfsemi deildarinnar m.a. fræði- legs og verklegs náms, matsþátta, kennsluaðferða, stjómunar deildar- innar, menntunar og endurmennt- unar kennara deildarinnar svo það helsta sé talið. Þeir fjórir aðilar sem sáu um úttektina eru fagmenn á mismunandi sviðum læknifræðilegr- ar myndgerðar og höfðu ákveðna verkaskiptingu meðan á heimsókn- inni stóð. Fyrir hana höfðu þau fengið ítarlegar upplýsingar sendar um uppbyggingu og innihald náms- ins ásamt tillögum að breytingum á námsáföngum sem verið var að vinna á þeim tíma. Ljóst varð í lok heimsóknarinnar að námið fengi viðurkenningu (accretitation) til næstu 5 ára sem er hámarkstími sem veittur er, án þess að ný úttekt fari fram. í kjölfarið hef- ur formlegu sambandi verið komið á milli námsbrautar í röntgentækni og bresku samtakanna, sem felst í fag- legum stuðningi og tengingu við helstu menntastofiianir Bretlands á þessu sviði. Úttekt sem þessi er mik- ilvæg til að styðja faglegt starf innan námsbrautarinnar og er nú unnið í anda þeirra tillagna sem fram komu í lokaskýrslu úttektarinnar. Ekki síst verður leið íslenskra röntgentækna til að sækja framhaldsnám í Bret- landi og víða annars staðar í heimin- um greiðari í kjölfar þessarar úttekt- ar. Einnig hafa opnast miklir mögu- leikar á samstaríi um þróunarstarf, fjarkennslu, menntun kennara og kennaraskipti. Fagmennska og frumkvæði Hlutverk og markmið námsbrautai- í röntgentækni er: Að miðla sérhæfðri, fræðilegri þekkingu og verklegri þjálfun í læknisfræðilegum myndgerðarfræð- um, þannig að nemendur geti tekist á við krefjandi störf á sviði mynd- gerðarfræða og við umönnun skjól- stæðinga sinna. Að veita nægjanlega grunnþekk- ingu sem geri nemendum kleift að stunda framhaldsnám og rannsókn- ir. Að vera í fararbroddi við að miðla nýjungum í myndgerðarfræðum og innleiða þær í námið á hverjum tíma. Að stuðla að öflugum tengslum milli námsbrautar og atvinnulífs með hagnýtum verkefnum, þróunar- starfi og framboði á símenntun. Að námi loknu á sá sem braut- skráist frá námsbrautinni að: Sýna víðtæka þekkingu og fag- mennsku sem gerir hann hæfan til að takast á við krefjandi störf röntgentæknis. Sýna frumkvæði, sjálfstæði og samskiptahæfni við margvíslegar kringumstæður sem upp kunna að koma í störfum röntgentæknis. Sýna frumkvæði og faglegar starfsaðferðir, með því að stunda rannsóknir í faginu, leitast sífellt við að auka þekkingu sína og fæmi. Sýna fagmennsku og fmmkvæði með því að stuðla sífellt að bættri þjónustu, bættu starfsumhverfi og árangursríkum samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk. ÞRÁTT fyrir ýmis þekkt óæskileg lífræn áhrif röntgengeislunar á frumur og vefi er hún, rétt með farin, eitt mikilvægasta og öflug- asta tól nútíma læknisfræði, til sjúkdómsgreiningar. Þróun og sérhæfing - í röntgengreiningu er mikil sérhæf- ing og undirgreinar hafa þróast. Miklar framfarir hafa einnig orðið á öðrum myndgerðarsviðum sem ekki er notuð jónandi geislun. Röntgenmynd - Líkamssvæði er geislað um skamman tíma. Mis- smygi geislunarinnai’ í vefjum Uk- amans veldur þá misjafnri svert- ingu á filmu sem liggur á bak við sjúklinginn. Tölvumyndun - Geislunin er notuð á sama hátt og í venjulegri röntgenmynd en í stað filmu kem- ur tölvubúnaður sem nemur myndina, geymir orkuboð hennar og breytir þeim í röntgenmynd. Röntgenmynd - Örmjór röntgengeisli er sendur á hring- ferli gegnum svæðið sem á að rannsaka. Geislanemar mæla geislunarhömlur í svæðinu og senda rafboðsupplýsingar til tölvu. Tölvan breytir þeim í röntgenmynd. Segulómun - Áhrif segulsviðs á afstöðu vetniseinda eru notuð til að breyta sveiflutíðni þeirra. Út- varpsbylgjur nema síðan afstöðu' og sveiflubreytingar og skila þeim sem talnaröðum í tölvu. Tölvan raðar upplýsingunum í mynd á svipaðan hátt og í tölvusneið- mynd. ísótópaskönnun - Geislavirkai’ samsætur (ísótópar) eru gefnar sjúklingi í efnasamböndum sem sækja í mismunandi vefi og líf- færi. Svæði á sjúklingi er síðan „myndað" með geislanemum sem taka við útgeislun frá sjúklingnum og breytt í mynd. Ómun - Hátíðnibylgjum er beint á líkamssvæði sem á að rannsaka. Ómskanni nemur bergmál frá líf- færum og vefjamótum og breytir rafeindaboð í tölvu, sem byggir upp mynd af hlutaðeigandi líffæri. Upplýs- inga- braut ÍFB MENNTAMÁLARÁÐU- neytið hefur gert samning við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um stofnun nýrr- ar bóknámsbrautar, upplýs- inga- og tæknibrautar, í til- raunaskyni. Samningurinn er til 4 ára. Á brautinni verður lögð áhersla á tækni- og verkvísindi innan námskrárramma almenns bóknáms til stúdentsprófs. Stofnun brautarinnar er í samræmi við nýja skóla- stefnu Björns Bjarnasonar menntamálaráðherra og til- lögur nefndar í tengslum við endurskoðun á aðalnámskrá framhaldsskóla. Helstu rök fyrir upplýsinga- og tækni- braut eru að gefa nemend- um í almennu bóknámi kost á heildstæðari tæknimennt- un en verið hefur hingað til. Einnig er horft til þess að nútímatækni hvflir á þekk- ingu sem er sótt í flest svið vísinda og fræða. Má þar t.d. nefna málvísindi og félags- visindi, sem meðal annars telja til undirstöðuatriða tungutækni og gervigreind- ar. Með því að bjóða upp á sérstaka tæknibraut í al- mennu bóknámi geta nem- endur hvort tveggja fengið fræðilega og verklega inn- sýn í það tæknisvið sem þeir hafa áhuga á og búið sig markvisst undir það tækni- nám á háskólastigi sem þeir kjósa sér. Gert er ráð fyrir að fyrstu nemendur innritist á upplýs- inga- og tæknibraut nú í sumar og að kennsla hefjist á brautinni á haustönn 1999. Innritaðir verða að hámarki 25 nemendur á ári. Gerð er krafa um góðan almennan undirbúning, einkum í stærðfræði. Áhugasömum nemendum er bent á að hafa samband við Fjölbrautaskól- ann í Breiðholti. A CRITICAl DICnONASY MurgMritc Ynunttiiir ZF.XO OF BR'UGES i|\ciii\ : Hwslt! 'i1u;i*nia»lvniiiuic» n.\wim IUST TECTONICS M’.TIitt MV.KK Rcthínking 2 ''Jiiicitclop.ed.ia <>)‘RÖAl/VN 11CISM Oulturc in Bnwo. 'ÍTSÖl-Vö.íOn I; The Heuth Guide - to Literature - Bœkurum allt milli himins os jarðar! Avthnlm * ^ xm'MW€: w».l . .• * -- nJr sj ■ u ^ lr. 'Ji iTÍi'i'RUiftit • rii( , ' hliiMl
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.