Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 27
ERLENT
Franska stjórnin enn í vom
vegna Korsíku-hneykslisins
Stjórnarandstaðan hyggst bera
upp vantrauststillögu í vikunni
París. AFP, Reuters, Daily Telegraph.
FRANSKA íikisstjórnin hefur
enn ekki bitið úr nálinni vegna
hneykslisins sem upphófst fyrir
um hálfum mánuði, þegar upp
komst að sérsveitarmenn lögregl-
unnar á Korsíku hefðu gerzt sekir
um íkveikju í síðasta mánuði, að
skipan yfírmanns síns. Stjórnar-
andstaðan hefur krafízt afsagnar
bæði innanríkisráðherrans Jean-
Pierres Chevenements og forsæt-
isráðherrans Lionels Jospins, á
þeirri forsendu að þeir bæru póli-
tíska ábyrgð á lögleysunni. í gær,
mánudag, höfðu að sögn netútgáfu
Le Monde hægriflokkarnir þrír á
franska þinginu ákveðið að bera
upp vantrauststillögu á ríkis-
stjórnina vegna málsins; aðeins
ætti eftir að semja um hvenær
hún yrði tekin á dagskrá.
„Það fer að koma tími til að
okkur beri að lýsa vantrausti á
þessa ríkisstjórn, sem neitar að
axla pólitíska ábyrgð,“ sagði
Nicolas Sarkozy, leiðtogi
Gaullistaflokksins RPR og öld-
ungadeildarþingmaður, í sjón-
varpsumræðum á sunnudag, en á
föstudag fór hann til Korsíku í því
skyni að hefja rannsókn á bak-
grunni málsins í nafni þingsins.
Er hörðust hríðin var ----------
gerð að Jospin vegna
málsins í neðri deild
þingsins sl. þriðjudag
svaraði hann árásunum
með því að vísa til þess
að Bernard Bonnet -
héraðsstjórinn á Kor-
síku sem handtekinn var vegna
gruns um að hann hefði fyrirskip-
að íkveikjuna á ólöglega byggðu
veitingahúsi skammt utan við
Ajaccio, höfuðstað eyjarinnar -
hefði verið skipaður í embættið
með samþykki Jacques Chirac
forseta.
Gaullistinn Chirac hefur þurft
að una því að stjórna landinu í fé-
lagi við vinstristjórn Jospins frá
Stjórnarand-
staðan krefzt
afsagnar
Jospins for-
sætisráðherra
því í júní 1997, eftir að hægrimenn
töpuðu kosningum.
Með því að minna stjórnarand-
stöðuþingmenn hægrimanna á
samábyrgð forsetans á Bonnet
vildi Jospin reyna að kveða niður
kröfu um vantrauststillögu á
stjómina og formlega þingrann-
sókn á því að hve miklu leyti ráð-
herramir hefðu verið upplýstir
um aðgerðir umboðsmanns þeirra
á Korsíku.
í gær höfðu hægriflokkarnir
þrír sem sæti eiga í neðri deild
þingsins, UDF, RPR og Frjáls-
lyndir demókratar (DL), komið
sér saman um orðalag vantrausts-
tillögu, en áttu eftir að fá á hreint
hvenær hún yrði tekin á dagskrá.
Samkvæmt stjórnarskránni verða
að líða a.m.k. tveir heilir sólar-
hringar frá því vantrauststillaga
er lögð fram þar til hefja ber um-
ræðu um hana. Munu aðstandend-
ur tillögunnar telja vænlegra að
umræðan hefjist ekki fyrr en eftir
hvítasunnu og vilja því bíða með
að bera hana upp fram yfir miðja
vikuna.
Vinstriflokkarnir sem að stjóm-
inni standa eiga tryggan þing-
meirihluta, og því mun stjómar-
-------- andstaðan að öllum lík-
indum ná því einu fram
með tillögunni að rætt
verði opinskátt á þingi
um ábyrgð stjórnarinn-
ar á stefnu og aðgerð-
um umboðsmanns
hennar á Korsíku.
Francois Hollande, framkvæmda-
stjóri sósíalistaflokksins, sakaði í
gær hægrimenn um að „nota Kor-
síku“ í kosningabaráttunni íyrir
Evrópuþingkosningarnar 13. júní
nk.
Sverja Bonnet af sér
Bonnet var skipaður í embætti
æðsta fulltrúa franska ríkisvalds-
ins á Korsíku í febrúar í fyrra, eft-
Reuters
NYRÁÐINN héraðsstjóri Korsíku, Jean-Pierre Lacroix, (til vinstri) er
hér með Gerard Remy, sem nýlega var ráðinn yflrmaður lögreglunnar
á Korsíku. Lacroix tók við starfi af Bemard Bonnet, sem rekinn var úr
starfi vegna gmns um aðild að íkveikju í veitingahúsi á eyjunni.
ir að fyrirrennari hans, Claude
Erignac, hafði verið myrtur, að
líkindum af hryðjuverkamönnum.
Bonnet voru falin viðtæk völd til
að reyna að koma á röð og reglu á
eynni, þar sem glæpatíðni var gíf-
urlega há og almennt stjórnleysi
og spilling áberandi.
Eftir að Bonnet var tekinn til
starfa hældi innanríkisráðherrann
honum sem „réttum manni á rétt-
um stað“ og fagnaði því opinber-
lega þegar sett var á fót 95 manna
sérsveit lögreglunnar á Korsíku,
kölluð GPS, sem var ætlað að
beita óhefðbundnum aðferðum til
að setja nýjan kraft í rannsóknina
á morðinu á Erignac.
Aðeins 15 mánuðum síðar er
báðum ráðherrum mikið í mun að
sverja af sér hvers kyns tengsl við
Bonnet vegna þess sem komið hef-
ur í ljós um starfsaðferðir hans.
Henri Mazeres, yfirmaður
vopnuðu lögreglunnar á Korsíku
(La Gendarmerie Nationale), bar
við yfirheyrslur í lok síðustu viku
að héraðsstjórinn hefði sjálfur
heimtað að kveikt yrði í hinum
ólöglega byggðu veitingahúsum, í
því skyni að „styrkja ríkisvaldið" á
eynni. Samkvæmt vitnisburði ann-
arra undirmanna Bonnets ein-
blíndu hann óg Mazeres í herför
sinni gegn glæpum og lögleysu á
Korsíku æ meir á það hlutverk
sem nokkrir slíkir ólöglegir veit-
ingastaðir gegndu. I fyrsta lagi
áleit Bonnet þá tákn um vanvirðu
við þau grundvallarvið-
mið laga og reglu sem
hann taldi sig standa
fyrir. Hann grunaði þar
að auki að í gegnum
starfsemi þessara veit-
ingahúsa væri fé og
upplýsingum komið í
hendur hryðjuverkamanna
skilnaðarsinna.
Hinn 6. apríl sl. tryggði Bonnet
sér dómsúrskurð um niðurrif
tveggja ólöglegra veitingahúsa.
Andstaða embættismanna sveitar-
félagsins hindraði að niðurrifsliðið
kæmi verkinu í framkvæmd, en
Bonnet fékk skriflegar yfírlýsing-
ar frá eigendum sjö sh'kra staða
um að þeir myndu rífa húsin að
lokinni sumarferðamannavertíð-
inni. Bonnet fannst, samkvæmt
vitnisburði aðstoðarmanna, eig-
endurnir hafa snúið á sig og vildi
„kenna þeim lexíu“. Að sögn
Bertrands Cavalliers, næstráð-
anda Mazieres lögreglustjóra,
hafði GPS-sveitin lagt a:i;ráðin um
að kveikja í mörgum ólöglegum
veitingahúsum.
„Chez Francis" átti að vera það
fyrsta. Sex GPS-menn fóru að-
faranótt 20. apríl með gúmbát að
húsinu, búnir benzíni og öðru sem
til íkveikjunnar þurfti. Ekki fórst
þeim verkið betur úr hendi en
svo, að einn þeirra kveikti í sjálf-
um sér og brann í andliti og á
höndum. Við það brást flótti í
mannskapinn og á vettvangi urðu
sönnunargögnin eftir, þar á meðal
svört lambhúshetta og lög-
reglutalstöð.
Árangur að engu gerður
Það kaldhæðnislega við þessa
atburði er að þessi hrópandi lög-
leysuaðgerð, sem sögð er hafa
verið framkvæmd að skipan hér-
aðsstjórans, stefnir í að gera að
engu þann árangur sem hann
hafði náð í baráttunni gegn hinni
landlægu lögleysu á Korsíku frá
því Bonnet tók við stöðunni fyrir
15 mánuðum. Hann var einkar
stoltur af því að skæruliðaárásum
hafði fækkað úr 602 árið 1995 í 198
á síðasta ári. Málið kemur stjórn
Jospins einnig sérlega illa, þar
sem hún hafði tekið við völdum
undir slagorðum heiðarleika og
aukins gegnsæis.
Fyrstu dagana eftir að nýr hér-
aðsstjóri tók við embætti á Kor-
síku í síðustu viku, Jean-Pierre
Lacroix, sprungu sprengjur á
tveimur stöðum á eynni. Önnur
sprakk á skrifstofu hafnarstjóm-
-------- arinnar í bænum
Macinaggio aðfaranótt
uppstigningardags og
hin skemmdi yfir 10 bíla
syðst á eynni fyrr í vik-
unni.
Bonnet, sem nú er
haldið föngnum í fang-
að- elsi í París, og Gerard Pardini,
Hægrimenn
sakaðir um að
„nota Korsíku“
í kosningabar-
áttunni
sem var yfirmaður starfsliðs hér-
aðsstjórans, munu eftir því sem
fram kemur í Le Monde koma
saman fyrir rannsóknardómara í
París á fimmtudag, hinn 21. maí.
Er þess nú beðið með allnokkurri
eftirvæntingu í Frakklandi hvort
vitnisburður þeirra muni íþyngja
frekar ráðherrunum Jospin og
Chevenement.
LIFSSTILL '99 - STORSYNING I LAUGARDALSHÖLL 28. TIL 30. MAÍ
¥3
%
^7 -
£;ií/vfi
£>tj Jtyiiyil
vs rc
'WW
/
L I T s
S T I L L
Draumaíbúð fegurðardrottningar íslands '99 verður á Lífsstíl.
Fjölmiðlar keppa um flottustu borðskreytingu ársins.
Rúmlega 70 fyrirtæki hafa tilkynnt þátttöku á glæsilegustu sýningu ársins.