Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
jm•
Skrifstofustjóri
Starf skrifstofustjóra Vesturbyggdar auglýsist hér med laust til umsóknar.
Undir starfssvið skrifstofustjóra fellur dagleg umsjón með rekstri skrifstofu Vest-
urbyggðar, umsjón með daglegum fjárreiðum bæjarfélagsins, yfirumsjón með
bókhaldi Vesturbyggðar, áætlana- og skýrslugerð hverskonar, innra eftirlit, um-
sjón með milliuppgjörum og önnur þau störf er bæjarstjóri Vesturbyggðar felur
viðkomandi.
Leitað er eftir einstaklingi með góða bókhaldsþekkingu auk stjórnunareiginleika.
Frestur til að skila inn umsóknum er til fimmtudagsins 20. maí nk.
Nánari upplýsingar veitir bæjarstjóri Vesturbyggðar í síma 456 1221
Umsóknir sendist merktar: Bæjarstjóri Vesturbyggðar, Jón Gunnar Stefánsson,
„Skrifstofustjóri" Vesturbyggð, 450 Patreksfjörður.
Fræðslu- og menningarsvið Árborgar
auglýsir
lausar stöður
við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri.
Tónmenntakennarinn okkar er að fara í fram-
haldsnám, og okkur vantar áhugasaman og
‘góðan kennara. Um framtíðarstarf við grunn-
skólana í Árborg er að ræða. Þá vantar kennara
í stærðfræði. Skólinn er í forystu um uppbygg-
ingu upplýsingatækni í skólastarfi og er þróun-
arskóli á því sviði. Skólinn hlaut foreldraverð-
laun Heimilis og skóla 1999 fyrir „nemenda-
samninga" og þróunasjóður grunnskóla hefur
styrkt verkefnið sérstakiega. Upplýsingar veitir
skólastjóri, Arndís Harpa Einarsdóttir í síma
483 1141,483 1263, netfang: harp-
ae@ismennt.is. Sjá heimasíðu skólans: http://
rvik.ismennt.is/~eyrarb/
„Skólaþróunarsjóður Árborgar" styrkir grunn-
skólakennara sérstaklega til verkefna og er
hluti af viðbótarkjarasamningi sveitarfélagsins.
Við leggjum metnað okkar í að byggja upp
skólana í anda nýrrar aðalnámskrár. Góð sam-
vinna er milli skólastiga.
Leikskólakennarar
Lausar eru til umsóknar stöður leikskólakenn-
ara í Árborg.
í sveitarfélaginu eru 6 leikskólar, einn á Eyrar-
bakka, fjórir á Selfossi og einn á Stokkseyri.
^ Nánari upplýsingar um uppeldisstefnur og
áherslur eru hjá leikskólastjórum:
Bergljótu Einarsdóttur leikskólastjóra Æsku-
kots, Stokkseyri, sími 483 1472,
Eygló Aðalsteinsdóttur leikskólastjóra Glað-
heima, Selfossi, sími 482 1138,
Helgu Geirmundsdóttur leikskólastjóra Ás-
heima, Selfossi, sími 482 1230,
Ingibjörgu Stefánsdóttur leikskólastjóra Álf-
heima, Selfossi, sími 428 2877,
Kristínu Eiríksdóttur leikskólastjóra Brimvers,
Eyrarbakka, sími 483 1386,
Rannveigu Guðjónsdóttur leikskólastjóra Ár-
bæjar, Selfossi, sími 482 2337.
s Einnig gefur leikskólafulltrúi Heiðdís Gunn-
arsdóttir upplýsingar í síma 482 1977 og net-
fang heiddis@arborg.is.
Nánari upplýsingar um ofangreind störf veitir
Þorlákur Helgason, fræðslustjóri Árborgar,
í síma 482 1977, netfang: thorlakur@arborg.is.
Fræðslustjóri Árborgar.
Tónlistarkennari
Tónlistarskóli Austur-Húnvetninga óskar að
ráða tónlistarkennara frá 1. september nk. Enn-
'■-Jremur er möguleiki á starfi tónmenntakennara
við grunnskóla.
Æskilegar kennslugreinar eru píanó, forskóli
og blásturshjóðfæri.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri, Skarphéð-
inn H. Einarsson, í síma 452 4060 eða
„ 452 4180.
o
Umhverfisverkfræðingur
Byggingarverkfræöingur
Verkfræðistofan Línuhönnun hf. auglýsir eftir áhugasömum
og hugmyndaríkum starfsmanni til starfa við umhverfissvið
fyrirtækisins. Leitað er eftir drífandi starfsmanni til að takast
á við áhugaverð og margbrotin verkefni.
Óskað er eftir verkfræðimenntuðum starfsmanni með:
❖ haldgóða þekkingu á sviði fráveitumála
❖ góða tölvuþekkingu s.s. í vinnu við gagna-
grunna (forritun í Visual Basic væri einnig
kostur)
Línuhönnun hf. hefur upp á margt að bjóða, m.a. eldheitan
áhuga á framþróun og nýjum hugmyndum.
Línuhönnun hf. var stofnuð árið 1979. Hjá fyrirtæk-
inu og systurfyrirtækjum þess, LH-tækni ehf., Forverk
ehf., Rekstri og Ráðgjöf ehf. og Rekstri og ráðgjöf
Norðurlandi ehf. starfa nú um 70 starfsmenn.
Línuhönnun hf. veitir alhliða verkfræðiráðgjöf á sviði
mannvirkjahönnunar, viðhaldsverkefna, jarðtækni og
umhverfismála.
Línuhönnun hf. rekur eigin rannsóknastofu, þar sem
framkvæmdar eru steypurannsóknir, jarðefnarann-
sóknir og umhverfisefnagreiningar.
Nánari upplýsingar veitir Þröstur Sigurðsson milli kl.14-17 í
síma 568 2100 og á skrifstofu Reksturs og Ráðgjafar ehf. og
skal umsóknum skilað þangað fyrir 20. maí nk.
3 Rekstur og Ráðgjöf ehf.
Rekstrar- og stjórnunarráðgjöf, áætlanagerð,
sérhæfð ráðningarþjónusta o.fl.
Suðurlandsbraut 4a Sími 568-2100
108 Reykjavík. Bréfsími 568-0681
Hvernig myndi
0.5 millj. á mánuði
breyta þínu lífi?
Ekki hugsa lengi.
Upplýsingar veitir Níels í síma 554 0045.
Frá Húsavík
Tónlistarskóli Húsavíkur auglýsir lausa til um-
sóknar stöðu söngkennara og kórstjóra frá og
með 1. september 1999.
Launakjör samkvæmt gildandi kjarasamning-
um, auk þess eru greiddar 10 klst í yfirvinnu
á mánuði á starfstíma skólans.
Sóknarnefnd Húsavíkur auglýsir lausa til um-
sóknar stöðu organist og kórstjóra við Húsavík-
urkirkju, góð laun í boði.
Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma
464 1560 á daginn en í síma 464 1741 á kvöldin
Félágsþjónustan
Stuðningsfjölskyldur
óskast
Fjölskyldudeild Félagsþjónustu Reykjavíkur-
borgar eru nú þegar í samvinnu við marga ein-
staklinga, sem taka reglubundið börn til dvalar
á heimili sín. Reynslan hefur sýnt að stuðn-
ingsfjölskyldurnar vinna öflugt forvarnarstarf
til að tryggja og viðhalda festu og öryggi í lífi
þeirra barna sem til þeirra koma.
Við viljum styrkja enn fleiri reykvísk börn. Til
þess þurfum við liðsinni fólks á stór-Reykjavíkur-
svæðinu, sem geturtekið börn í helgarvistun,
t.d. eina helgi í mánuði eða eftir nánara
samkomulagi.
Hafir þú áhuga á mannlegum samskiptum og
að sinna afar gefandi verkefni, þá er stuðnings-
fjölskylduhlutverkið starf fyrir þig. Nánar upp-
lýsingargefa Racel Eiríksson og Erla Þórðar-
dóttir, félagsráðgjafar stoðþjónustusviðs, Síð-
umúla 39 í síma 535 3000.
Fólagsþ]ónustan er fjölmennur vinnustaður sem veitir
borgarbúum á öllum aldri fjölbreytta þjónustu. Stofnunin leggur
mikla áherslu á fræðslu og símenntun fyrir starfsfólk sitt, að
upplýsa það um stefnu stofnunarinnar og Reykjavíkurborgar í
málefnum starfsmanna og að kynna markmið þeirrar þjónustu
sem veitt er. Allir nýir starfsmenn fá sérstaka fræðslu og
kynningu um Félagsþjónustuna og borgarkerfið og fréttabréf
reglulega um starfsemi stofnunarinnar.
LANDSPITALINN
.../ þágu mannúðar og vísinda...
Sérfræðingur með sér-
fræðiviðurkenningu í
innkirtlasjúkdómum
Staða sérfræðings með sérfræðiviðurkenningu
í innkirtlasjúkdómum er laus til umsóknar.
Umsækjanda er jafnframt ætlað að gegna starfi
kennslustjóra (50%). Lögð er áhersla á
kennslureynslu og kennslufærni.
Umsóknir með upplýsingum um nám, fyrri
störf, reynslu af kennslu og rannsóknum
sendist á eyðublöðum stöðunefndar læknar
til Þórðar Harðarsonar, prófessors, yfirlæknis
lyflækningadeildar, sem jafnframt veitir frekari
upplýsingar í síma 560 1266. Umsóknarfrestur
er til 1. júní nk. Mat stöðunefndar byggist á
innsendum umsóknargögnum.
Laun samkv. gildandi samningi viðkomandi stéttarfélags
og fjármálaráðherra.
Umsóknareyðubíöð fást hjá starfsmannahaldi
Ríkisspítala, Þverholti 18 og í upplýsingum á Landspítala.
Öllum umséknum verður svarað þegar ákvörðun um
ráðningu hefur verið tekin.
Mosfellsbær
Leikskólinn Hlaðhamrar
Ráðskona
Vegna forfalla er staða ráðskonu laus nú þegar.
Áhersla er lögð á einfaldleika og hollustu í
fæði. Kjörsamkvæmt kjarasamningi Starfs-
mannafélags Mosfellsbæjar.
Nánari upplýsingar gefur undirrituð í síma
566 6351.
Leikskólastjóri.