Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Eru tengsl milli aukinnar tíðni camphylo-sýkingar í mönnum og kjúklingum?
Sýkingum í mönnum fjölg-
aði úr 93 í 220 á milli ára
FYRSTU niðurstöður rannsóknar
á útbreiðslu bakteríunnar camp-
hylobacter í kjúklingum hér á landi
sýna að 14 af 22 sýnum voru sýkt.
Sýnin segja þó ekki til um út-
breiðslu bakteríunnar í kjúklinga-
búum landsins en ítarleg rannsókn
á því stendur nú yfir.
Takmarkaðar upplýsingar liggja
fyrir um útbreiðslu bakteríunnar
hér á landi. Sýnin voru tekin úr
kjúklingabúum víðs vegar á land-
inu í desember sl. og var niðurstað-
an sú að 14 af 22 þeirra væru sýkt.
Þá fjölgaði skráðum tilfellum sýk-
ingarinnar í mönnum úr 93 árið
1997 í 220 tilfelli árið 1998.
Utbreiðsla sýkingar
kemur á óvart
Jarle Reiersen dýralæknir ali-
fuglasjúkdóma segir þessar fyrstu
niðurstöður benda til þess að sýk-
ingin hafi breiðst út og það komi
mjög á óvart miðað við mælingar
sem áður hafi verið gerðar. Hann
segir að umræddur sýnafjöldi sé of
lítill til að draga ályktanir um út-
breiðslu bakteríunnar hér á landi.
Stór hópur rannsakenda vinnur að
rannsókn á orsökum útbreiðslu
bakteríunnar með það fyrir sjónum
að unnt verði að lækka tíðni sýk-
ingarinnar í mönnum. Rannsóknin
er þverfagleg og í henni taka Til-
raunastöð Háskóla Islands á Keld-
um, Heilbrigðiseftirlitið, sýkladeild
Landspítalans, sóttvamalæknir,
embætti yfirdýralæknis, og Rann-
sóknarstofnun fiskiðnaðai'ins þátt.
„Gerðar voru rannsóknir á bakt-
eríunni árin 1986 og 1991 sem
leiddu í ljós að 75-88% sýna vom
sýkt. Þegar farið var í aðgerðir
gegn salmonellusýkingu töldum við
að við væmm að útrýma camp-
hylobacter líka. Þessar fyrstu nið-
urstöður núna koma okkur því
mjög á óvart og viljum við rann-
saka hvort það tengist aukningu á
sömu sýkingu í mönnum," segir
Jarle.
Dýr einkennalaus
en ekki menn
Erlendis er camphylobacter
mjög dreifð í umhverfinu. Hún
finnst í mörgum dýmm og flestum
húsdýmm og fuglum. Bakterían er
einkennalaus í dýmm en veldur
niðurgangi í mönnum.
Sýkingin hefur gjarnan verið
borin saman við salmonellusýkingu
en er mun vægari. I mönnum gætir
einkennanna í þrjá til fimm daga
og hverfa þau oftast án lyfjameð-
ferðar. Sex til sjö mismunandi teg-
undir era til af þessari camp-
hylobacter-ætt en aðallega tvær
tegundir valda sýkingu í mönnum.
I kjúklingabúum er lítið vitað um
útbreiðslu bakteríunnar. Þó er vit-
að að hún berst með fatnaði, ekki
með eggjum og ekki kjúklingunum
sjálfum en talið er að þeir sýkist í
stíunum. Bakterían er viðkvæm að
sögn Jarle, hún lifir ekki lengi í
umhverfinu og venjuleg þrif duga
til þess að útrýma henni úr stíun-
um. Útbreiðsla bakteríunnar teng-
ist þó ekki óþrifnaði.
„Læknar vilja gera vart við
þessa auknu tíðni sýkingarinnar í
mönnum og vara við neyslu á hráu
eða lítið elduðu kjöti. Bakterían er
mjög viðkvæm fyrir hvers konar
meðferð, steikingu eða ofnbakstri.
Hins vegar er talið að hún breiðist
út með hráu kjöti eins og til dæmis
á skurðbretti ef það er ekki hreins-
að nægilega vel eftir að hrátt kjöt
er skorið á því,“ segir Jarle.
Harður árekstur á
Reykjanesbraut
Fjórir á
slysadeild
FJÓRIR voru fluttir slasaðir á
slysadeild eftir árekstur fólks-
bifreiðar og jeppabifreiðar á
gatnamótum Reykjanesbrautar
og Fjarðarhrauns um miðnættis-
bil á laugardagskvöld. Að sögn
lögreglu fór samt betur en á
horfðist um meiðsl hinna slös-
uðu. Fjögurra mánaða bam, sem
sat í barnabílstól fólksbifreiðar-
innar slapp ómeitt.
Tildrög árekstursins vom þau
að jeppabifreiðinni var ekið suð-
ur Fjarðarhraun og fólksbifreið-
inni norður Reykjanesbraut og
var jeppabifreiðinni beygt í veg
fyrir fólksbifreiðina á gatnamót-
unum með fyrrgreindum afleið-
ingum. Báðum bifreiðunum var
ekið gegn grænu ljósi.
Slökkvilið Reykjavíkur og
Hafnaijarðar var kallað út til
að ná farþegum út úr fólksbif-
reiðinni með tækjabúnaði og er
hún gjörónýt eftir áreksturinn
en jeppabifreiðin töluvert
skemmd.
190 kennarar hafa sagt upp störfum í Reykjavík
Hreinskilnisleg skoð-
anaskipti í Melaskóla
Morgunblaðið/Þorkell
INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir borgarstjóri mætti á fund kennara í
Melaskóla f gær til að ræða kjaramál og þau vandamál sem upp koma
ef þeir kennarar hætta í haust sem sagt hafa upp störfum sínum.
ENGIN niðurstaða varð af tveggja
klukkutíma fundi borgarstjóra með
kennumm Melaskóla í gær, enda
ekki til þess ætlast. í gær sagði 81
kennari í Reykjavík upp stöðum
sínum og hafa þá samtals 190 af
1.350 kennumm í Reykjavík sagt
upp, flestir vegna óánægju með
kjaramál.
Sextán af 48 kennurum Mela-
skóla hafa sagt upp störfum, þar af
15 vegna óánægju með kjaramál,
að sögn Rögnu Olafsdóttur skóla-
stjóra. Fundurinn sem kennaramir
boðuðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísla-
dóttur borgarstjóra til í gær var
lokaður. Einn kennaranna, María
Sophusdóttir, sagði að hugmyndin
með fundinum hefði verið að fá
borgarstjóra til að hlusta á mál
kennaranna. Það hefði hún gert og
væm kennarar ánægðir með að
hún skyldi hafa komið. María sagði
að talað hefði verið hreinskilnislega
um málið og kvaðst hún vonast til
þess að borgarstjóri hefði skilning
á vandamálinu.
Ingibjörg Sólrún sagði sömu-
leiðis að á fundinum hefðu farið
fram „mjög góð og hreinskiptin
skoðanaskipti um kjaramál kenn-
ara í víðu samhengi". Hún sagði þó
að skoðanir sínar hefðu ekki
breyst. (rAuðvitað skynjar maður
það að kennumm er heilmikil al-
vara. Þeir gera þetta ekki að
gamni sínu. Eg held að kennarar
hafi líka skilið að borgaryfirvöld
em í mjög þröngri stöðu í þessu
máli. Ég tel að þetta hafí verið
ágætis fundur til að skerpa á þess-
um skilningi,“ sagði borgarstjóri
eftir fundinn.
Fundur með
skólastjórum
Meðal þeirra liðlega 80 kennara
sem sögðu upp í gær var 21 kenn-
ari Foldaskóla, 18 úr Austurbæjar-
skóla, 13 úr Ölduselsskóla og 12
kennarar við Hlíðaskóla. Ingibjörg
Sólrún segir að málin séu stöðugt
til athugunar en lausn þó ekki í
sjónmáli. Hún ætlar að funda með
skólastjómm á morgun, miðviku-
dag. „Það er skoðun mín að ef við
geram eitthvað í þessum málum þá
verði það að vísa til framtíðar en
verði ekki ein bótin enn á stagbætt
launakjör kennara. Ég tel að
breytingar á skipulagi vinnutíma
kennara komi, ekki sé spumig um
hvort heldur hvenær og hvernig og
hvort kennarar ætla sér að vera
Þjónusta númer eitt!
ÍTÍ söluBMW 5251, árg. 1992,
ikinn 77.000 km, sjálfskiptur,
\ dyra, topplúga, álfelgur.
3ott eintak. Ásett verð
<r. 1.730.000, allt að 100%
án í 48 mán.
Mánari upplýsingar hjá Bílaþingi
Heklu í síma 569 5500.
Opnunartimi: Mánud. - föstud. kl. 9-I8
laugardagar kl. 12-16
BÍLAÞING HEKLU
Nvwe-r cHf ( nofvZvw bilvtfl
Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sfmi 569-5500
gerendur í því máli,“ sagði borgar-
stjón.
Bergvík SH hætt komin við Grindavík
Tókst að ræsa
vélina 1 sjómilu
frá landi
MINNSTU munaði að Bergvík SH
ræki vélarvana upp í land rétt
austan Grindavíkur aðfaranótt sl.
sunnudags. Bilun varð í olíudælu í
skipinu og gripu vélstjóri og skip-
stjóri til þess neyðarúrræðis að
tengja milli vélar og olíutanks með
slöngu og koma vélinni í gang þeg-
ar báturinn var um eina sjómflu úti
fyrir landi og rak hratt í átt að
klettunum í um átta vindstigum
sem stóðu að landi. „Þetta er
hrikalegur staður til þess að verða
fyrir bilun,“ sagði Kristján Krist-
jánsson skipstjóri.
Var að koma úr slipp
Bergvík var að koma úr slipp í
Reykjavík og var á leið til Þorláks-
hafnar þegar bilunin varð. Vegna
þess hve slæmt var í sjóinn og
vindurinn stóð að landi hafði Krist-
ján tekið ákvörðun um að sigla
lengra frá landi en vant er. Bátur-
inn var því um þrjár og hálfa sjó-
mflu frá landi þegar vélin stöðvað-
ist. Kristján skipstjóri fór strax
föður sínum, Kristjáni Þorkelssyni
vélstjóra, til hjálpar. Þeir höfðust
báðir við niðri í vélarrúmi meðan
bátinn rak að landi og reyndu að
koma vélinní í gáiíg á ný. Ofanþilja
við stjórnvölinn var stýrimaðurinn
við annan mann.
„Það var ekkert að vélinni sjálfri
heldur bilaði olíudælan. Við kom-
um ekki olíu aftur að vélinni eðli-
lega og það var allt orðið fullreynt.
Þá datt mér í hug að prófa að setja
slöngu í gegnum lofttappa og inn á
olíuverkið. Öll lögmál segja að
þetta eigi ekki að ganga því vélin á
ekki að geta gengið ef hún dregur
inn á sig loft með olíunni. Ég hljóp
síðan upp af og til og fylgdist með
framvindunni. Því er ekki að leyna
að það var farið að fara um mann-
skapinn,“ sagði Kristján.
Þegar vélin loks hrökk í gang
átti TF LÍF, þyrla Landhelgis-
gæslunnar, um eina sjómfla ófarna
að bátnum og lóðsbáturinn í Gr-
indavík um tvær mflur.
„Goðafoss var að renna upp að
okkur þegar vélin fór í gang. Eg er
hins vegar ekki sannfærður um að
það hefði tekist að ná okkur frá
borði í tæka tíð hefði ekki tekist að
ræsa vélina. Það var haugasjór og
mikið rek og Goðafoss, sem er
margra þúsunda tonna skip, var
fulllestaður og því varla von að
nokkuð hefði verið hægt að gera,“
ságði Kristján.