Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 49

Morgunblaðið - 18.05.1999, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 49 UMRÆÐAN Landssíminn og Bifröst RUNÓLFUR Ágústsson, verð- andi rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, skrifar grein í Morgun- blaðið föstudaginn 7. maí síðastlið- inn undir fyrirsögninni „Landsbyggðarskattur Landssímans“. Hvers vegna greinin er birt í kosningakálfí blaðsins er nokkur ráðgáta, því að Landssíminn var ekki í framboði í kosn- ingunum. En tónninn í verðandi rektor er harla pólitískur og kannski er það ástæð- an fyrir birtingar- staðnum. Runólfur segir frá því að Samvinnuhá- skólinn hafi ákveðið að panta hjá Landssíman- um burðarmikið tveggja megabita Intemetsam- band. „Samvinnuháskólinn á Bifröst gerði ráð fyrir því að þar myndi skólinn sitja við sama borð og aðrir,“ segir í grein verðandi rektors. Kvartar hann síðan undan því að hafa fengið uppgefið verð samkvæmt verðskrá Landssímans, kr. 271.771 á mánuði í afnotagjöld fyrir leigulínu til Borgamess, eða um 3,2 milljónir króna á ári. EES-reglur gilda um leigulínur Leigulínuverðskrá Landssímans hefur verið talsvert til umræðu á opinberum vettvangi undanfarið, þar sem sumum hefur þótt hún há, ekki sízt á lengri leiðum. Þó hefur fyrirtækið getað upplýst að verð- skráin er mun lægri en hjá mörg- um öðrum símafyrir- tækjum í Evrópu. Samkvæmt reglum Evrópska efnahags- svæðisins, sem Lands- símanum ber að fara eftir, verður verð leigulína að taka mið af tilkostnaði og þar er lengd línunnar einna stærsti þáttur- inn eins og gefur að skilja. Landssímanum er ekki kunnugt um neitt símafyrirtæki, sem innheimtir sama gjald fyrir allar leigu- línur, óháð lengd, eins og verðandi rektor Samvinnuháskólans virðist kjósa, enda væri þannig verið að niður- greiða löngu línurnar með tekjum af þeim styttri. Evrópsku reglum- ar eiga einmitt að koma í veg fyrir slíkar niðurgreiðslur og Runólfur getur skammað Evrópusambandið og EFTA fyrir þessar reglur ef honum finnst þær óréttlátar. Ný verðskrá kemur Bifröst til góða Núverandi verðskrá fyrir leigu- línur hefur verið til endurskoðunar hjá Landssímanum með tilliti til EES-reglnanna og nýrrar kostnað- argreiningar. Verðskrá Símans á Gagnaflutningar Samvinnuháskólinn á Bifröst situr við sama borð og aðrir í viðskipt- um við Landssímann, skrifar Ólafur Þ. Stephensen, og segir mál skólans þar að auki hafa mætt sérstökum skilningi fyrirtækisins. þessu sviði er háð eftirliti Póst- og fjarskiptastofnunar og hafa verið lagðar fyrir stofnunina tillögur, sem gera ráð fyrir að verð hækki nokkuð á styttri leigulínum en lækki verulega á þeim lengri. Áfram verða lengri línur þó mun dýrari en þær styttri, eðli málsins samkvæmt. Þessi endurskoðun mun koma Samvinnuskólanum á Bifröst til góða. Póst- og fjar- skiptastofnun hefur aftur á móti enn ekki tekið afstöðu til tillagna Landssímans. Allir við sama borð Sú fullyrðing Runólfs að Sam- vinnuháskólinn sitji ekki við sama borð og aðrir er út í hött. Sam- kvæmt verðskránni greiða allir við- skiptavinir, sem þurfa jafnmikinn Ólafur Þ. Stephensen gagnaflutning eftir jafnlangri leigulínu, sama verð. Runólfur kýs hins vegar að bera sig saman við fyrirtæki og stofnanir, sem þurfa styttri línu til að tengjast háhraða- netinu eða ATM-netinu. Þetta er eins og að sá, sem þarf að taka leigubíl úr Borgamesi til Reykja- víkur, kvarti undan því að þurfa að borga meira en sá, sem tekur bíl úr Breiðholtinu niður í miðbæ. Það er áreiðanlega ekki kennt í hinu ágæta viðskipta- og rekstramámi á Bifröst að allir hlutir eigi að kosta það sama, burtséð frá því hverju er kostað til. Styrkur við menntun Síðast en ekki sízt lætur Runólf- ur hjá líða að nefna í grein sinni að máli hans hefur verið sýndur sér- stakur skilningur hjá Landssíman- um. Honum hefur skriflega verið gerð grein fyrir að verið sé að vinna að lausn, sem geri Samvinnu- háskólanum auðveldara fyrir að fá 2 Mb Intemetsamband. Hugmynd- in hefur verið sú að veita skólanum sérstök kjör þar til ný gjaldskrá fyrir leigulínur hefur tekið gildi, sem verður honum hagstæðari. Slíkt réttlætir Landssíminn með vísan til þeirrar stefnu, sem fyrir- tækið hefur markað sér, að styrkja sérstaklega menntun í landinu, einkum á sviði upplýsingatækni. Verðandi rektor nefnir ekki samtöl sín og bréfaskipti við starfsmenn Landssímans, sem hafa beðið hann að hafa biðlund þar til heppileg lausn væri fundin; kannski hefur hann verið búinn að gleyma þeim þegar hann skrifaði greinina. Hvað sem því líður mun Landssíminn styrkja Samvinnuháskólann á þessu sviði og verður þeim styrk væntanlega vel varið. Höfundur er forstöðumaður upplýs- inga- og kynningarmála hjá Lands- súna íslands. INTER Bíldshöfða 20 Reykjavík mbl.is ■t. ■;-* Fjarðakaup Hafnarfirði Hagkaup Smáratorgi Embla Hafnarfiröi Perla Akranesi KB Borgarnesi Heimahornið Stytdoshólmi Fatabúðin Isafirði KVH Hvammstanga Vísir Blónduósi ísóld KÞ-Esar KÁ Tanginn KÁ Sauðárkróki Húsavlk Vestmannaeyjum Selfossi Amaró-Mýrar Hln búðin KÁ Grund Akureyri Fáskrúösfiröi Hvolsvelli Flúöum KEA Hrísalundi KASK KÁ Samkaup Akureyri Höfh Homafirði Hellu Njarökaup Fullkomið snið Sniðið tryggir að SLIPIDU falla vel að líkamanum. Mjúkt frotte innlegg SLIPIDU línan er með þægilegu mjúku frotte innleggi. Engir saumar Sérstaða SLIPIDU er að efnið er hring- prjónað og þess vegna engir óþægílegir saumar. mt Teygjubryddingar Nýr frágangur á teygju gerir bryddingar sléttar og mjúkar. Pær tryggja fullkomið snið. Ný gljáandi áferð á teygjunni gefur SLIPIDU aðlaðandi útlit. Gæðavara Efnið I SLIPIDU er 95% fínkembd og súrefnisbleikt Mako-bómull, með 5% teygju SLIPIDU eru þvl einstaklega mjúkar og passa fullkomlega. Hagkaup Kringlunni Hagkaup Skeifunni H-buÖin GarÖabæ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.