Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
MENNTUN
Tæknimenntun Drög að frumvarpi um Tækniskóla Islands breyta honum formlega í háskóla. Nemendur í TI
koma flestir beint úr atvinnulífínu. Gunnar Hersveinn heimsótti skólann sem stendur í samkeppni við erlenda
skóla um nemendur. Hann skoðaði sérstaklega röntgendeildina sem nýlega fékk góða viðurkenningu.
Háskóli
tæknimenntar
á dagskrá
# Aðsókn í tækninám ekki í samræmi
við eftirspurn atvinnulífsins
# Upplýsingatæknifræði er nýtt fag í
Tækniskóla Islands
NÁM á tæknisviði er í
brennidepli. Annarsveg-
ar hefur Tækniskóli Is-
lands undanfarin ár átt í
harðri samkeppni við erlenda skóla
um nemendur og hinsvegar breyta
lög sem bráðlega verða lögð fram
honum í háskólastofnun. Margar og
fjölbreyttar námsleiðir eru í Tækni-
skólanum og hefur tafíst að breyta
skólanum í samræmi við háskólalög
vegna þess að nemendur hans koma
gjaman beint úr atvinnulífinu.
Tækniskóli íslands hefur verið
kallaður fagháskóli og háskóli at-
vinnulífsins. Nýlega gaf skólinn út
stefnuskrá sína sem á að vera verk-
færi og leiðarvísir. Höfuðatriði
hennar er að skólinn útskrifi nem-
endur sem búi yfir færni og þekk-
ingu sem geri þá að eftirsóttum
starfsmönnum. Gupbrandur Stein-
þórsson, rektor TI, segir að þótt
skólinn fari undir háskólalög verði
hann áfram nátengdur atvinnulífinu
en verði ekki háakademískur. Það
falli betur að stefnu og markmiðum
hans því þriðjungur nemenda skól-
ans er með sveinspróf, þriðjungur
með burtfararpróf úr framhalds-
skóla og þriðjungur eingöngu með
starfsreynslu. Meðalaldur þeirra
sem fara í frumgreinadeildina er 28
ár. Tækniskólinn er sagður opna
námsleiðir fyrir verkmenntað fólk.
Imynd nemandans er að hann hafi
gott verkvit.
Upplýsingatæknifræði í haust
Tækniskólinn er fagháskóli á
sviði tækni og rekstrargreina. Hann
hefur frá upphafi lagt áherslu á
starfsmenntun á háskólastigi og að-
faramám í frumgreinadeild skólans.
Námsframboð hefur aukist með
tímanum og auk tæknifræði er þar í
boði nám í meinatækni, iðnfræði,
röntgentækni, iðnrekstrarfræði, út-
flutningsmarkaðsfræði og vöm-
stjómun.
Tækniskólanum er skipt í nokkr-
ar deildi: Frumgreinadeild sem gef-
ur réttindi til að hefja nám á há-
skólastigi. Rekstrardeild sem skipt
er í iðnrekstrarfræði, vörastjómun,
alþjóðamarkaðsfræði og stoðdeild
tækni- og heilbrigðisdeilda. Heil-
brigðisdeild sem er B.Sc. nám í
röntgentækni og meinatækni.
Meðal nýbreytni við skólann má
nefna að næsta haust hefst nám í
tölvu- og upplýsingatækni við raf-
magnsdeildina. Hér er um að ræða
þriggja og hálfs árs nám sem lýkur
með B.Sc gráðu og nafnbótinni upp-
lýsingatæknifræðingur. Magnús
Matthíasson deildarstjóri segir fyr-
irsjáanlegt að eftirspum eftir upp-
lýsingatæknifræðingum muni stór-
aukast í framtíðinni. „Nemendur
munu öðlast sérfræðiþekkingu á
hönnun og rekstri þess búnaðar
sem á að vera til staðar í fram-
leiðslu- og þjónustufýrirtækjum,
ásamt því að fá þjálfun í gæða-
stjómun og ákvarðanatökufræð-
um,“ segir hann og nefnir einnig
undirbúning fyiár umhverfistækni-
fræði við deildina.
Meðal námsleiða í Tækniskólan-
um era byggingaiðnfræði, bygg-
ingatæknifræði, rafiðnfræði, raf-
magnstæknifræði, véliðnfræði, vél-
og orkutæknifræði, iðnrekstrar-
fræði og iðnaðartæknifræði. Aform
um nýbreytni er t.d. fjarkennsla,
Morgunblaðið/Ásdís
GUÐBRANDUR Steinþórsson, rektor TÍ, og deildarstjórar: Erna G. Agnarsdóttir, heilbrigðisdeild, Sverrir
Arngrímsson, rekstrardeild, Magnús Matthfasson, tæknideild, og Ólafur Jens Pétursson, frumgreinadeild.
aukin þátttaka í endur- og símennt-
un og hagnýt, atvinnulífstengd þró-
unar- og rannsóknarverkefni.
Deild fær viðurkenningu
Guðbrandur Steinþórsson rektor
segir að TI sé eina menntastofnunin
hérlendis á háskólastigi sem geri þá
kröfu til væntanlegra nemenda að
þeir hafí þekkingu á íslensku at-
vinnulífi áður en nám er hafið
(nema í heilbrigðisdeild). Hann seg-
ir nemendur núna vera 595 og hafi
aðsókn verið batnandi frá 1994.
Skólinn gæti hinsvegar tekið fleiri.
„Eftirspum eftir tæknifræðingum
er nú meiri en sá fjöldi sem skólinn
útskrifar," segir hann, „við viljum
vekja athygli á að þörf fyrir tækni-
menntaða einstaklinga fer vaxandi
að óbreyttu."
Ema G. Agnarsdóttir, deildar-
stjóri við námsbraut í heilbrigðis-
deild, segir að nemendur sæki vera-
legan hluta verknáms í stofnanir og
því sé takmarkaður fjöldi nemenda
tekinn á sviðin. Tækniskólinn geti
því ekki uppfyllt mannafiaþörfína
og slegist sé um útskrifaða nemend-
ur á vinnumarkaðinum.
Röntgendeild TI fékk nýlega við-
urkenningu fyrir námið eftir víð-
tækt mat Joint Validation
Committee (sjá bls. 39). Erna segir
að í kjölfarið hafi deildin fengið til-
boð frá sex breskum skólum um
samstarf um fjamám.
Námsbrautin í röntgentækni
hófst í TI þegar Röntgentæknaskóli
íslands var lagður niður árið 1985
og árið 1988 voru nemendur útskrif-
aðir með B.Sc. gráðu.
Ema segir að eftir að deildin fékk
viðurkenninguna (acctretitering)
hafi fjarnám verið ofarlega á baugi
og reiknar hún með að formlegt
fjarnám við breskan skóla verði að
veraleika. „Einnig er í athugun
samvinna við norskan skóla um
fjarnám í geislameðferð sjúklinga,"
segir hún.
Símenntun brautskráðra frá
Tækniskólanum er mikilvæg og hef-
ur námsbraut i röntgentækni lagt
grann að reglulegum námskeiðum,
bæði í Reykjavík og á Akureyri, fyr-
ir fagmenn í samstarfi við Raförn-
inn ehf.
Háskóli atvinnulífsins
Guðbrandur Steinþórsson segir
að skólinn vilji áfram byggja á
þeirri sérstöðu að vera háskóli at-
vinnulífsins og að þaðan komi nem-
endur sem búi yfir eftirsóttri kunn-
áttu. „Samstarf og samskipti við ís-
lenskt atvinnulíf hafa verið ræktuð
um árabil. Við viljum undirstrika
viljann til að efla og þróa enn frekar
það samstarf og þau samskipti,"
segir hann.
TÍ er nú sá eini á háskólastigi
sem á eftir að laga að nýju háskóla-
lögunum en vinna að því þarf að
ljúka fyrir næstu áramót. Drög að
framvarpi um skólann eru í
menntamálaráðuneytinu og um-
sagnir aðila úr atvinnulífinu. Aðal
áhyggjuefnið felst í því að útiloka
ekki sterka námshópa úr atvinnulíf-
inu sem sótt hafa í skólann. Margar
spurningar um skólann hafa einnig
verið lagðar fram, dæmi: „Er ör-
uggt að iðnaðarmenn geti áfram
fengið inngöngu í hann? Er e.t.v.
best að fella skólann undir verk- og
raunvísindadeildir Háskóla ís-
lands?“
Nýjar bækur
• UPPLÝSINGATÆKNI í skóla-
staríí - nýjar áherslur í kennslu er
eftir Hafstein Karlsson og Þorstein
Hjartarson. Eitt helsta markmið
handbókarinnar er að kynna nýjar
hugmyndir og áherslur, svo og þau
áhrif sem upplýsingatæknin hefur
haft á skólastarf. Bókin sem er um
100 bls. að lengd er skrifuð fyrir
kennara, skólastjóra, skólanefndar-
fólk, kennaranema og aðra áhuga-
menn.
í henni er m.a. fjallað um áhrif
upplýsingatækni á nám og kennslu,
mat á stöðu upplýsingatækni í skól-
um, stefnumörkun, þróunaráætlun,
vélbúnað, hugbúnað, rekstur, endur-
menntun kennara, kennslu með og á
tölvur, tölvur í sérkennslu, skóla-
safnið, Internetið (tölvupóstur, vef-
urinn, spjallrásir, jákvæðar og nei-
kvæðai- hliðar netsins og hvernig
bregðast má við hinu neikvæða í
skólanum), Kidlink o.fl.
Farið er í heimasíðugerð, hvernig
heimasíða skóla getur verið og
hvemig nota má heimasíður á fjöl-
breyttan hátt í kennslu.
Utgefendur eru bókarhöfundar.
Umbrot ogprentvinnsla: Oddi hf.
Bókin kostar 1.490 krónur og er til
sölu í helstu bókaverslunum.
Samstarfsskólar á Vest-
urlandi í leik og keppni
Reykholti - Á þriðja
hundrað nemenda úr
átta sveitaskólum á
Vesturlandi hittust
nýlega í Grunnskólan-
um á Kleppjárns-
reykjum og gerðu sér
dagamun í leik og
keppni.
Fjórðu til sjöundu
bekkir þessara sam-
starfsskóla hittast
reglulega og keppa í
ýmsum greinum.
Helgi Ólafsson stór-
meistari tefldi fjöltefli
við stóran hóp og
einnig var haldin
teiknimyndasam-
keppni þar sem nem-
endur fengu að velja sér Ijóð til
túlkunar. Af fjórum Ijóðum í vali
var ljóð Elísabetar Jökulsdóttur,
„Ófeigsfjörður" vinsælast.
Sundkappar skólanna fengu á
sig brakandi sólskin á fyrsta
hlýja vordeginum í Borgarfjarð-
arsveit og nutu ýmsir þess að
Morgunblaðið/Sigríður
MARGIR spreyttu sig á tafli
við Helga Ólafsson.
hvíla sig í heita pottinum eftir
Qörlega keppni. Við flesta þessa
skóla er sundlaug og má því telja
vel að þeim búið til sund- og
íþróttaiðkunar.
Keppt var í körfubolta og sundi,
leikinn borðtennis og spilað á
spil.
Aðalnámskrá staðfest
BJÖRN Bjarnason menntamálaráð-
herra hefur staðfest nýja aðal-
námskrá framhaldsskóla sem tekur
gildi frá og með 1. júní nk.
Miðað er við að starf í framhalds-
skólum samkvæmt nýrri aðal-
námskrá hefjist frá og með næsta
skólaári. Námskráin skal vera kom-
in til fullra framkvæmda í öllum
framhaldsskólum eigi síðar en að
fimm áram liðnum.
Námskráin er gefin út í heftum,
almennur hluti í einu hefti og
námskrár einstakra bóknámsgreina
og námskrár í sérgreinum starfs-
náms í sérstökum heftum. Almenn-
ur hluti er kominn út og hefur verið
sendur framhaldsskólum.
Námskrár einstakra bóknáms-
greina verða gefnar út fyrir 1. júlí
nk. og námskrár í sérgreinum starfs-
náms verða gefnar út fyrir 1. janúar
nk.
I almennum hluta aðalnámskrár
er m.a. fjallað um hlutverk og mark-
mið framhaldsskóla, uppbyggingu
náms og námsleiðir, almenn inntöku-
skilyrði, skólanámskrá, réttindi og
skyldur nemenda, námsmat og próf,
sveinspróf og námssamninga, und-
anþágur og meðferð persónulegra
upplýsinga og meðferð mála. I
námski'ám einstakra námsgreina og
námskrám í sérgreinum starfsnáms
er m.a. skilgreint markmið námsins,
gefnar ábendingar um nám og
kennslu, námsmat, áfangalýsingar
svo og lýsingar á námskipan þar sem
við á.
Aðalnámskrá er ætlað að styrkja
og móta heilsteypt skólastarf bæði
innan hvers skóla og almennt í land-
inu. Námskröfur era skýrar og eiga
að vera skiljanlegar öllum sem að
skólastarfi koma. Við gerð námskrár
framhaldsskóla hefur verið tekið mið
af lögum um skólana og rétti nem-
enda til að ákveða sjálfir hvernig
námsleiðir þeir velja sér innan hinna
mörkuðu námsbrauta. Þá gerir ný
aðalnámskrá ráð fyrir sveigjanleika í
starfí einstakra skóla.
Unnið hefur verið að endurskoðun
aðalnámskráa leikskóla, grannskóla
og framhaldsskóla síðan haustið
1996. Meginatriðin vora kynnt al-
menningi undir kjörorði nýrrar
skólastefnu Enn betri skóli. Samráð
hefur verið haft við stjómmálaflokka
og hagsmunasamtök. Meira en tvö
hundrað kennarar hafa lagt hönd á
plóginn. Þá er vinna við gerð
námskráa fyrir tónlistarskóla á loka-
stigi.