Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
25 ár frá brautskrán-
ingu fyrstu stúdent-
anna á ísafírði
Holl-
vina-
samtök
FVÍ/MÍ
stofnuð
ísafirði - Hollvinasamtök
Framhaldsskóla Vestfjarða
verða stofnuð við athöfn á sal
skólans kl. 11.00-12.30 á laug-
ardaginn, 15. maí.
Vettvangur fyrir
velunnara skólans
Samtökin eru hugsuð sem
vettvangur fyrir alla þá sem
vilja skólanum vel og sjá
nauðsyn þess að hann fái vax-
ið og dafnað. Einnig er þess
vænst, að þau geti orðið mikil-
vægur tengiliður skólans við
fyrrverandi nemendur, for-
eldra nemenda, fyrirtæki og
stofnanir. A stofnfundinum
verða kynntar nánar hug-
myndir um starf samtakanna
og þeim kosin stjóm, en þeg-
ar hafa níu manns gefið kost á
sér.
Fyrstu stúdentarnir
brautskráðust
Samtökin eru stofnuð á
þeim tímamótum þegar 25 ár
eru liðin frá því að fyrstu
stúdentarnir brautskráðust
frá Menntaskólanum á Isa-
firði, sem nú heitir Fram-
haldsskóli Vestfjarða. Þeir
sem unnið hafa að undirbún-
ingi bjóða alla velunnara skól-
ans velkomna á stofnfundinn,
hlýða þar á tónlist og þiggja
léttar vestfirskar veitingar,
en þar má nefna harðfisk og
mysu.
Góð rekstrarafkoma Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki
Aðalfundur ákveður
hlutafj árlækkun
Hlustuðu
á tónlist
og þágu
vöfflur
Egilsstöðum - Fjölskyldurnar
frá Kosovo sem dvelja nú í Al-
þýðuskólanum á Eiðum
brugðu sér á tónleika hjá Tón-
listarskólanum á Eiðum sem
haldnir voru í Kirkjumiðstöð-
inni á Eiðum.
Þetta var í fyrsta sinn sem
fólkið fór á mannamót eftir að
það kom til landsins síðast-
liðinn laugardag. Það voru
nemendur skólans á öllum
aldri sem fluttu tónlist en
þetta voru vortónleikar skól-
ans. I kaffíhléi var öllum boðið
upp á vöfflur með rjóma.
Sauðárkróki - Aðalfundur Steinullar-
verksmiðjunnar hf. á Sauðárkróki
var haldinn fyrrihluta maímánaðar. I
ársyfirliti framkvæmdastjóra, Einars
Einarssonar, kom fram að rekstur
verksmiðjunnar hefur gengið mjög
vel, framleidd voru 7.380 tonn af
steinull, og nam steinullarsala á inn-
anlandsmarkaði 99.397 rúmmetrum,
sem er 4,2% aukning mUli ára, eri út
voru fluttir 55.273 rúmmetrar, sem
er nánast sama magn og á síðasta ári.
Framleitt var á þrískiptum vöktum
allt árið og voru framleiðsluvikur 49
og framleiðslustundir 5.046 og námu
því meðalafköst 1.462 kg á klukku-
stund.
Afkoma fyrirtækisins var góð og
nam söluverðmæti afurða á innan-
landsmarkaði 392,1 rmlljón en verð-
mæti útflutnings var 210,1 milljón.
Aðrar tekjur, svo sem af umboðssölu-
vöru, voru 18,7 mUljónir.
Rekstrargjöld námu 453,9 mUlj. og
varð hagnaður fyrir fjármagnsliði því
106,3 mUlj. sem er 7,1 mUlj. betri af-
koma en árið áður og skýrist fyrst og
fremst af verulegri lækkun afskrifta,
en afskriftum stofnfjárfestinga lauk
á árinu. Fjármagnskostnaður nam
7,7 miEj., sem er ríflega helmings-
lækkun frá fyrra ári, og nam hagnað-
ur af reglulegri starfsemi því 98,6
millj. Einar sagði greiðslustöðu fyrir-
tækisins trausta og nam veltufé frá
rekstri 160,1 millj. og handbært fé í
árslok því um 101 mUljón, og var
veltufjárhlutfaU í árslok 2,28.
Efnahagur fyrirtækisins lækkaði
verulega á milli ára, þar sem greitt
var að fullu ríflega 212 milljóna lán
fyi'irtækisins hjá Norræna fjárfest-
ingarbankanum. Eigið fé fyrirtækis-
ins jókst um 102 milljónir milli ára og
nam í árslok 459 millj. og hækkaði
eiginfjárhlutfall úr 42,4% í 66,15%
mUU ára. Þá nam arðsemi eigin fjár
27,5% og óráðstafað eigið fé fyrir-
tækisins er í fyrsta sinn jákvætt um
4,3 mUljónir.
Á fundinum var lögð fram tillaga
stjórnai- um lækkun hlutafjár félags-
ins um 35% og nemur sú lækkun kr.
148.558.970, og skal hluthöfum greitt
í peningum fyrii- 1. september þessa
árs, og var tiUaga þessi samþykkt
samhljóða.
Kennarar í
Vestur-
byg-g-ð fá
kaupauka
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
Vesturbyggð - Bæjarstjórn Vest-
urbyggðar hefur samþykkt
kaupauka til kennara og leiðbein-
enda við grunnskólana í Vestur-
byggð.
Kennarar og leiðbeinendur fá
kaupauka frá 1. maí sl. til 31. desem-
ber 2000, 8.500 krónur á mánuði.
Kennarar og leiðbeinendur fá stað-
aruppbót 1. sept. nk., 60.000 kr.- 1.
apríl 2000, 40.000 kr. og 1. sept. 2000,
40.000 kr. Ofangreint miðast við
100% starf og greiðist hlutfallslega
miðað við lægra starfshlutfall.
Staðaruppbótin kemur í stað húsa-
leigufríðinda sem falla úr gildi 1.
ágúst nk. Þar með er öllum kennur-
um gert jafnt undir höfði hvort sem
þeir búa í eigin húsnæði eða leigu-
húsnæði.
Greiðslumar ná ekki til skóla-
stjórnenda, þar með talið aðstoðar-
skólastjóra, né stundakennara.
*
Lionsklúbbarnir í Olafsvík
Gáfu kvikmyndasýningar-
vélar og ræðupúlt
Ólafsvík - Um þessar mundir
er að ljúka starfsárinu hjá
Lionsklúbbunum í landinu, en í
Snæfellsbæ eru starfandi fjórir
klúbbar, þar af tveir í Ólafs-
vík, Lionsklúbbur Ólafsvíkur,
sem er karlaklúbbur og Lions-
klúbburinn Rán, sem er
kvennaklúbbur, en báðir þessir
klúbbar hafa látið til sín taka
svo um munar í samfélaginu.
Að sögn Jóns Guðmundsson-
ar, formanns Lionsklúbbs
Ólafsvíkur, ber hæst í starfí
klúbbsins á starfsárinu af-
hendingu kvikmyndasýningar-
véla sem klúbburinn hefur
gefíð félagsheimilinu á Klifí.
Munu klúbbfélagar annast
sýningar fyrst um sinn í sjálf-
boðavinnu. Frumsýning var
hinn 18 apríl sl. og mættu um
450 manns á bíó þann dag.
Fékk klúbburinn sérstaka við-
urkenningu frá Framfarafé-
lagi Snæfellsbæjar fyrir þetta
glæsilega framtak.
Jón kveðst hafa lagt áherslu
á samstarf við aðra klúbba á
starfsárinu, en Lionsklúbbur
Ólafsvíkur ásamt nágranna-
klúbbnum Þernum á Hell-
issandi stóð fyrir skemmtun
fyrir eldri borgara hinn 24.
apríl í tilefni árs aldraðra. Um
135 eldri borgarar af öllu Snæ-
fellsnesi sóttu skemmtunina,
borðuðu saman og dönsuðu við
undirleik „Þotuliðsins“ úr
Borgarnesi. Þessar sameigin-
legu skemmtanir eldri borgara
hafa eflt kynni og verið mikill
gleðigjafí.
Samstarf Ólafsvíkur-
klúbbanna náið
Að sögn Bjarneyjar Jörgen-
sen, formanns Lionsklúbbsins
Ránar, hafa lionskonur heim-
sótt eldri borgara á dvalar-
heimilinu Jaðri og gengist fyr-
ir fjölskyldubingói, en sam-
starf Ólafsvíkurklúbbanna er
náið og hafa klúbbarnir saman
gefíð Olafsvíkurkirkju
ræðupúlt og nú síðast leikskól-
anum Krfiakoti endurskins-
vesti til að færa börnin í þegar
farið er út af leikskólalóðinni.
Einnig nýtur Grunnskólinn
góðs af starfínu, en Lions-
klúbburinn Rán ætlar að gefa
sérdeild skólans fullkominn
tölvubúnað með hugbúnaði og
prentara, en Lionsklúbbur
Ólafsvíkur hefur styrkt ný-
sköpunarsjóð grunnskólans
með fjárframlagi.
Á vímuvarnadegi Lions-
hreyfingarinnar gengust klúb-
barnir fyrir skemmtiskokki og
buðu síðan upp á hressingu og
sund, auk hinnar hefðbundnu
merkjasölu. Verkefnið „rauð
fjöður“ er í samvinnu allra
klúbbanna fjögurra í Snæfells-
bæ.
Að sögn Jóns Guðmundsson-
ar er ólokið einu af vorverkum
Lionsklúbbs Ólafsvíkur, en það
er að mála „Tindinn" og gera
hann kláran fyrir ferðamanna-
vertíðina, en „Tindurinn“ er
36 tonna eikarbátur sem kom-
ið hefur verið smekklega fyrir
við veginn þar sem ekið er inn
í Ólafsvflí að sunnan.
Að mati formannanna hafa
sameiginleg ferðalög og
skemmtanir styrkt innviði
klúbbanna og eflt vináttu og
góðan starfsanda með félögun-
um. Á nýafstöðnu Lionsþingi
var Jón Guðmundsson kjörinn
varaumdæmisstjóri í umdæmi
109B.
Morgunblaðið/Friðrik J. Hjartar
JÓN Guðmundsson, formaður Lionsklúbbs Ólafsvíkur og sýningar-
stjóri, við hinar nýju sýningarvélar.