Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 37 LISTIR Morgunblaðið/Aðalheiður Högnadóttir KRISTJÁN Kristjánsson myndlistarmaður sýnir draumkenndar klippimyndir í tölvu í Galleríi Kambi. Gamli tím- inn hýsir nýja tímann Hella. Morgunblaðið. f GALLERÍI Kambi í Holta- og Landsveit stendur nú yfir sýning myndlistarmannsins Kristjáns Kristjánssonar þar sem hann sýnir „tölvucollage“, eða klippi- myndir unnar í tölvu. Gallerí Kambur er gamalt íbúðarhús sem gei-t hefur verið upp í þeim tilgangi að hýsa listsýningar en að sögn Kristjáns þdtti honum einstaklega heillandi hugmynd að stilla tölvunum upp í þessu gamla húsi úti í sveit og skapa þannig andstæður um Ieið og hann teflir fram list sinni. Mynd- irnar sem Kristján sýnir eru fjörutíu talsins og renna yfir skjáinn á sjö mínútum. Þær eru unnar með myndvinnsluforritinu „Photoshop", en að sögn lista- mannsins gefur það dtakmark- aða möguleika á útfærslu mynda úr sama grunnefninu. Viðfangsefni Kristjáns á sýn- ingunni eru hugleiðingar um lífið og tilveruna, byggðar á draum- um hans og innhverfum íhugun- um. „Hvaðan erum við komin og hvert förum við, það eru þessar stdru spumingar sem ég er að reyna að fá svör við í gegnum myndir mínar,“ sagði Kristján. Hægt er að kaupa útprentun af myndunum og/eða úrval mynda fyrir tölvunotendur sem lista- maðurinn útfærir í svokallaðan „screen-saver“. Sýningin stendur út maímán- uð. Flugvélar, bflar, lestir og leiðindi KVIKMYMHR Háskólabfó NÁTTÚRUÖFLIN - (FORCES OF NATURE) ★ Leikstjóri Bronwen Hughes. Hand- ritshöfundur Marc Lawrence. Kvik- myndatökustjóri Elliot Davies. Tón- skáld John Powell. Aðalleikendur Sandra Bullock, Ben Affleck, Maura Tierney, Steve Zahn, Blythe Danner, Ronny Cox. 105 mín. Bandarísk. Dr- eamWorks 1999. EF LEIÐINDI væru banvæn hefði ég hrokkið uppaf strax í upp- hafi þessarar ógnarlöngu og leiðin- legu vegamyndar, eða hvað sem á að skilgreina þessa hartnær tveggja tíma ólánsreisu. Ferðafélagarnir eru Ben (Ben Affleck), ungur New York-búi á leið til að giftast elsk- unni sinni (Maura Tierney), suður í Georgíu, og Sara (Sandra Bullock), ókunnug stúlka sem hann kynnist í flugvél strax í fyrsta áfanga. Hann endar með ósköpum á brautarenda og hinn flughræddi Ben heitir því að stíga aldrei upp í vængjað farar- tæki framar. Það eru vitaskuld til fleiri samgöngutæki í vesturheimi, en það er langt frá New York til Sa- vannah og einhvernveginn í ósköp- unum tekst þessum undarlegu ferðalöngum að missa af, klúðra eða eyðileggja öll þau farartæki sem þau komast í tæri við. Efnið býður upp á mýmörg tæki- færi fyrir fyndinn höfund til að setja saman góða skemmtun, en allt kem- ur fyrir ekki. Til að byrja með myndast aldrei spennuvottur á milli Bens og Söru, þar með eru grund- vallarforsendur fyrir þokkalegri kvöldstund í návistum við þær brostnar. Bullock er ekkert sérlega hátt skrifuð á þessum bæ, hún gerir þó hvað hún getur að búa til eitt- hvað úr sínu lánlausa hlutverki. Sem er meira en hægt er að segja um Affleck, sem er ámóta líflegur og trjástofninn sem fellur á bflinn þeirra í óhappi nr. 80. Fínum skap- gerðarleikurum eins og Ronny Cox, Blythe Danner, að ekki sé minnst á Steve Zahn (Out Of Sight), er gjör- samlega kastað á glæ, endaleysan snýst öll um Ben og Söru í hrak- fallabálki þeirra frá upphafi Nátt- úmafla til enda. Það er með ólíknd- um hvemig handritshöfundinum og framleiðandanum Mark Lawrence tekst að rústa hvert atriðið á fætur öðru með rangri tímasetningu, mislukkaðri aulafyndni eða hrein- ræktuðu húmorsleysi. Sem dæmi um nokkrar hvimleiðar uppákomur má nefna orgin á jámbrautarþak- inu, sundlaugaratriðið, fatafelluat- riði á hommabúlu verður líka ótrú- lega pínlegt. Verstur er endirinn, svo fullkomlega slappur og mislukk- aður að maður spyr sig einfaldlega: Til hvers var verið að bjóða upp á þessa reisu? Sæbjörn Valdimarsson Krás fyrir krakkalakka LEIKLIST Halaleikhópurinn TRÚÐASKÓLINN eftir Friedrich Karl Waechter í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Leikstjóri: Elfar Logi Hanncsson. Aðstoðarleikstjóri: Margrét Edda Stefánsdóttir. Lýsing: Vilhjálmur Hjálmarsson og Jón Eiríksson. Tæknimaður: Jón Björn Marteins- son. Leikendur: Halia Lúthers- dóttir, Guðný Alda Einarsdóttir, Jón Þór Ólafsson, Sigríður Geirs- dóttir, Kolbrún Dögg Kristjáns- dóttir. Sýnt í Halanum, Hátúni 12, laugardaginn 15. maí. ÞAÐ liggur við að ég sjái fyr- ir mér glottið á Gísla Rúnari þegar hann var að íslenska Trúðaskólann. Það hefur ekki verið létt verk en þeim mun skemmtilegra: að festa hvem orðaleikinn eða orðaleppinn á fætur öðrum upp á textaþráð- inn eins og perlur, eða eftir at- vikum, gorkúlur. Sumt af þessu er smellið, sumt langsótt, en margt alveg bráðfyndið, púður- tunnuskellihlátursskemmtilegt, jafnt fyrir unga sem þunga hugarunga. Hraustmennin í Halaleikhópnum takast á við þennan texta í ágætum gervum og með góðri förðun Berlindar Engflbertsdóttur og Lindu Ragnarsdóttur, hvert á sinn eig- in hátt og með sínum eigin takti, og standa sig öll með miklum sóma, enda sum búin að afla sér talsverðrar reynslu og þekking- ai' með starfi sínu í leikhópnum á undanfómum áram. Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir er röggsöm og hefur tilhlýðilega skýra og skarpa framsögn sem Prófessor Blettaskarpur, og hin- ir fjórir nemendur hans, Sigríð- ur, Jón Þór, Guðný Alda og Ámi Salómónsson, ná að skapa sér- stæðar persónur með leik sínum, ekki síst Ami, sem er orðinn hagvanur þama á sviðinu og glettilega lunkinn við að kitla hláturtaugar áhorfenda. Svona sýningar dæma sig sjálfar af við- brögðum áhorfenda. Þegar ég leit um salinn var þar oftast bros á hverri vör og oft skellihlegið. Sjálfur fór ég kátari en ég kom og Jaakka fyrir það. I leikskrá segir: Óhætt er að segja að Halaleikhópurinn hafi opnað nýja vídd í starfi leikhópa hér á landi, því í honum er feng- ist við leiklist á forsendum hvers og eins. Um leið hefur leikhópurinn opnað augu margra fyrir því að fatlað fólk getur einnig, þrátt fyrir ýmsar hindranir, leikið á sviði eins og aðrir. Þar með hefur hópurinn á sinn hátt eytt fordómum í garð fatlaðra. Fötlun skiptir engu máli í þessu áhugaleikhúsi. Þetta er dagsatt, og senni- lega kvöldsatt líka. En ég vil bæta við það einni hugsun. Leikarar era eins og mannfólk- ið, enda partur af því. Sumir era langfættir, aðrir kiðfættir, stuttfættir eða jafnvel einfættir. Sumir sitja í stólum, aðrir haltra. Sumir era grannir, aðrir með ístruna út í loftið. Sumum er tregt um tal. Allir leggja þeir persónueinkenni sín til á svið- inu sem grann fyrir persónum- ar sem þeir túlka og gefa áhorf- andanum með því sannferðuga mynd af fjölbreytninni sem er aðal tilverannar og skapar vit- und okkar um tímann. Búkur- inn af Orson Welles var órjúf- andi hluti af framlagi hans til leiklistarinnar og töfram. Sama er að segja um franska hross- hausinn sem var svo toginleitur að hann hefði getað sópað gólfið með hökutoppnum, hefði hann haft hann. Mikið er ég feginn að hafa haft þá og Halaleikhópinn fyrir augunum sem mótvægi við moldarangandi, óumflýjanlegan hverfulleikann í andhti DiCa- prios. Guðbrandur Gíslason Heimsmaður hjarans TOIVUST Salurinn KÓPAVOGSVAKA Sönglög og Tilbrigði um stef fyrir strengjakvartett eftir Helga Pálsson; sönglög og kórlög eftir Fjölni Stef- ánsson, Ingibjörgu Þorbergs, Þorkel Sigurbjömsson, Sigfús Halldórsson, Hjálmar H. Ragnarsson, Árna Harð- arson, Hallgrím Helgason, Taube og Jón Ásgeirsson. Þómnn Guðmunds- dóttir sópran og Ingunn Hildur Hauksdóttir, píanó. Auður Hafstcins- dóttir, Gréta Guðnadóttir, fiðlur; Guðmundur Kristmundsson, víóla; Bryndís Halla Gylfadóttir, selló. Kór Menntaskólans í Kópavogi u. stj. Sig- rúnar Þorgeirsdóttur. Tónlistarhúsi Kópavogs, fimmtudaginn 13. maíkl. 20:30. EINA tónlistarsaga íslands í bókarformi enn sem komið er, New Music in Iceland eftir Göran Bergendal (ITM, Reykjavík 1991), er fáorð um kaupfélagsstjórann og tónskáldið Helga Pálsson, er fædd- ist 2. maí 1899 (degi eftir Jón Leifs) og lézt 1964, en greinir þó frá því, að Helgi hafi verið meðal níu stofn- félaga Tónskáldafélags Islands í júlí 1945, og að hann hafi (fyrir 1957) samið strengjakvartett, að mestu í nýklassískum stfl. Hvort átt sé þar við „Strengjakvartett 11“ sem svo er tilgreindur í Heildar- skrá íslenzkrar tónverkamiðstöðvar 1996 undir listanúmerinu 008-019 (ártal vantar) frekar en við „Eigið tema með variationum og fúgu (1939)“ sem hér var leikið síðast fyrir hlé, er því ekki alveg Ijóst, en af heildarskrá ITM má sjá, að Helga hefur verið strengjamiðillinn kær, því þar má finna þónokkur verk fyrir söng og strengjakvar- tett, auk nokkurra verka fyrir strengjasveit. Ekki kom heldur fram af tónleikaskrá, sem þó mætti telja líklegt, að tilbrigðaverkið frá 1939 sé fyrsta alvarlega tónsmíð Is- lendinga fyrir strengjakvartett. En ef inntak og gæði hinna strengja- verka Helga era í líkingu við það sem heyra mátti þetta kvöld væri að sönnu verðugt að gefa þau út í hljómandi mynd, ef þjóðin mætti vera að því að sinna fletri aldaraf- mælisbömum en Jóni Leifs. Því er annars við að bæta, að með tilliti til þess hvað ITM-skráin er ómissandi uppflettigagn, er brýnt að miðstöð- inni verði sem fyrst gert kleift að tímasetja tónverkin sem þar er að finna, auk viðbótarapplýsinga um lengd, framflutning o.þ.h. Þó að skráðu verkin hjá ITM hefðu dugað fyrir þónokkrum tón- leikum var aðeins fyrri hluti Kópa- vogsvöku helgaður aldarafmælis- baminu. Hann hófst með fimm lát- lausum en vönduðum sönglögum, Nú sé ég og faðma (Ijóð e. Þorstein Erlingsson), Vögguvísa (Valdimar V. Snævarr), Sem vorsól fjúf (Stefán Thorarensen), Hreiðrið _mitt (ÞE) og Vorblær (Ragnar Ásgeirsson) sem þær Þórann Guðmundsdóttir og Ingunn Hildur Hauksdóttir fluttu laglega, enda þótt túlkunin bæri ekki keim af langri viðkynn- ingu. Skær sópranrödd Þórannar féll kannski einna sízt að Vögguvís- unni, allviðamiklu lagi sem virtist hugsað fyrir mýkri og dimmari bijósttóna. Píanópartur Hreiðursins var útfærðari en undirleikshlið hinna laganna, nokkuð á kostnað sönglínunnar sem var að sama skapi tiltölulega slétt, og lipurlega leikinn af Ingunni, er sýndi enn meiri tilþrif í seinni syrpu kvöldsins. Bjart var yfir Vorblær í 6/8, þó að söngurinn væri þar, sem stöku sinni í sönglög- um hinna höfundanna eftir hlé, að- eins ofarlega í inntónun, og átti það til að vekja vott af andrúmsóeirð. Tflbrigði og fúga Helga Pálssonar við eigið stef frá 1939, sem að því loknu vora flutt af ofangreindum strengjakvartett af natni og þónokkram tilþrifum, kom á óvart. Það var ekki bara hvað verkið var fagmannlega samið, heldur ekki sízt hugmyndaauðgi þess og furðu heimsmannslegur þokki, sem virt- ist standa nær stórborgum Parísar og Vínar en Reykjavíkurbæ kreppuáranna. Hér hefði vissulega verið viðeigandi að tilgreina í tón- leikaskrá hvort, og þá hvenær, verkið hefði verið flutt áður, að ógleymdu hvort hér færi fyrsti hér- lendi „alvöru“-kvartett, en í þá könnun hafði því miður ekki verið lagt. Hið andríka og bráðskemmti- lega verk Helga kom í vönduðum flutningi þeirra fjórmenninga fyrir sem sjálfkjörin tónsmíð í sýnisdisk um elztu íslenzku framlög til þess- arar virtustu greinar allra kammer- greina. Að því loknu fluttu þær Þórann og Ingunn 7 sönglög eftir 5 tón- skáld Kópavogs, tvö eftir Fjölni Stefánsson, Síðan þú fórst e. Ingi- björgu Þorbergs, tvö við ljóð úr ljóðabók Jóns úr Vör, „Þorpið“, e. Þorkel Sigurbjömsson, óvenju dap- urt lag e. Sigfús Halldórsson og Emblu e. Hjálmar H. Ragnarsson, með góðum tilþrifum í söng og leik. Loks söng hinn nýlegi Kór Mennta- skólans í Kópavogi undir stjóm Sigrúnar Þorgeirsdóttur Tíminn líður, tráðu mér (úts. Ámi Harðar- son), fyrri hluta af úts. Hallgríms Helgasonar á Ég að öllum háska hlæ, Næturljóð (Taube/Öhrwall) og Hjá lygnri móðu og Maístjörnuna eftir Jón Ásgeirsson. Skólakórar era viðkvæm hljóðfæri og ekki heiglum hent að endurtaka afrek á við Hamrahlíðarkór Þorgerðar Ing- ólfsdóttur, sízt við núverandi ástand þar sem framboð stúlkn- aradda virðist fimmfalt umfram pilta, en hinn litli MK-kór söng af unglegum áhuga og einbeitingu, þó að slök inntónun, sérstaklega í Ég að öllum háska hlæ og í lögum Jóns, benti til að enn væri á nokkurn bratta að sækja. Ríkarður Ö. Pálsson árgerð 1999 til sölu • Sjálfskiptur • Álfelgur • 32’ dekk Ek. 5.800 km. • Fjarstart • Útvarp/CD • Verð kr. 2.750.000.- Til sýnis við ALP bílaleiguna á Umferðamiðstöðinni (BSÍ) ________________Upplýsingar í síma 897 1928________________
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.