Morgunblaðið - 18.05.1999, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 18. MAÍ 1999 59
| skáklistarinnar; stuðla að framþró-
un og frekari sigrum íslenskra skák-
manna. Sæti Jóhanns Þóris er nú
autt og íslenskt skáklíf fátækara eft-
ir. Sárari er þó missir fjölskyldu
hans og ástvina. Fyrir hönd ís-
lenskra skákmanna færir Skáksam-
band Islands eftirlifandi konu hans,
Sigríði Vilhjálmsdóttur, bömum
þeirra og bamabörnum sínar dýpstu
j samúðarkveðjur. Nafn höfðingjans
I og ofurhugans Jóhanns Þóris Jóns-
I sonar mun lengi lifa.
F.h. Skáksambands íslands,
Áskell Öm Kárason.
„Víst getum við þetta.“ Þegar ég
var formaður Taflfélags Reykjavík-
ur fyrri hluta þessa áratugar leitaði
ég oft til Jóhanns Þóris um ráð.
Hann hafði verið formaður félagsins
löngu fyrr en áhugi hans á málum
þess hafði ekkert minnkað. Ég var
áreiðanlega farinn að misnota hjálp-
semi hans því að ég var farinn að
leita meira og meira eftir ráðum
hans og stuðningi. Skal engan
undra, mundu sumir víst segja sem
til hans þekktu. Hann taldi aldrei
eftir sér að sinna þeim sem til hans
leituðu.
Upphafsorð mín hér að framan
vísuðu til merkilegrar hugmyndar
Jóhanns um fjáröflun fyrir félagið.
Þetta var á árum skafmiðahapp-
drættanna og hann hafði fengið
snilldarhugmynd um hvemig félagið
gæti tekið að sér sölu slíkra miða og
haft mikinn hagnað af. Hann eyddi
löngum tíma í að sannfæra mig um
ágæti hugmyndar sinnar og tókst
það að lokun eins og oftast. Það var
sama hvernig ég reyndi að finna
höggstað á hugmyndinni, ávallt
hafði Jóhann svör á reiðum höndum.
Hugmyndin var stór í sniðum eins
og flestar sem hann fékk. Mig skorti
hins vegar sannfæringarkraft Jó-
hanns til að geta sannfært aðra þá
sem þurfti til að hugmyndin kæmist
í framkvæmd. En þessi orð hans eru
að mínu mati mjög lýsandi fyrir Jó-
hann. Honum fannst ekkert ómögu-
legt.
En ég átti líka því láni að fagna að
geta aðstoðað Jóhann. Sökum mikils
tíma sem hann eyddi í málefni skák-
manna gat hann ekki ávallt sinnt
sínum málum eins og þurfti. Hann
kom nokkrum sinnum til mín til að
leita ráða um lausn mála. Hér var
um að ræða vandamál fjármálalegs
eðlis sem oft voru um leið flókin lög-
fræðileg mál. Eitt sinn fór ég með
honum á fund nokkurra aðila sem
gengu allfast fram í að ná þeim rétti
sem þeir töldu sig eiga. Þá sá ég
aðra hlið á Jóhanni, ekki síðri en þá
sem að framan er lýst. Öryggi fjöl-
skyldunnar var það mikilvægasta af
öllu í hans huga. Þegar hann fann
hversu það stóð tæpt barðist hann af
mikilli hörku til að tryggja það
áfram. Ég man að þá minnti hann
mig á ljónynju sem verndar unga
sína gegn aðsteðjandi ógn. Hann
hefði verið tilbúinn að fórna hverju
sem væri til að tryggja öryggi fjöl-
skyldu sinnar. Jóhann var einstak-
ur. Það er mikil eftirsjá að slíkum
manni.
Jón G. Briem.
Sem barn kynntist ég Jóhanni
Þóri sem einum af meðlimum fjöl-
skyldu minnar. Hann var alltaf einn
af þeim sem börn löðuðust sérstak-
lega að. Var það einkanlega vegna
þess hve laginn hann^ var og
skemmtilegur við böm. Ég gleymi
aldrei hinu þétta handtaki hans, sem
var ávallt fylgt með alúðlegu augna-
ráði og sömu háalvarlegu kveðjunni:
Jóhann Þórir heiti ég. Hann talaði
aldrei við börn á neinu barnamáli,
og það var sennilega eitt af því sem
gerði hann svo skemmtilegan.
Þegar ég var fjórtán ára naut ég
þeirrar gæfu að kynnast Jóhanni
Þóri betur, í kjölfar þess að hann
réð mig í sumarvinnu í prentsmiðj-
unni sinni, Skákprenti. Þar uppgötv-
aði ég ýmsa fleiri jákvæða eiginleika
í fari hans, aðra en barngæskuna.
Mér fannst ég oft á tíðum heiðraður,
á mínum órólegu unglingsárum, af
því hvernig hann talaði alltaf til mín
sem jafningja, en var þó aldrei spar
á ráðleggingar og glettna lífsspeki
sína. Hann átti það til að koma upp
að mér þar sem ég stóð og var að
dútla við eitthvað, grípa þéttingsfast
um öxl mér, fara með eina frumorta
rammíslenska ferskeytlu og spyrja
mig síðan hvað mér fyndist um hana
þessa.
í nokkur sumur til viðbótar fékk
ég vinnu í Skákprenti. Ég hringdi þá
kannski einhvern tíma um vorið og
spurði hvort eitthvað væri að gera,
og þá fékk ég ávallt sama svarið, um
að það væri nú í sjálfu sér alltaf eitt-
hvað að gera, spurningin væri bara
um að finna það. Ég var sem sé
alltaf skilyrðislaust velkominn þar á
bæ, og var ekki einn um það því yfir-
leitt voru fleiri lukkuleg ungmenni
úr fjölskyldunni að störfum í Skák-
prenti.
Ég mun ætíð minnast hins mikla
persónuleika og atgervis Jóhanns
Þóris, og því síður mun ég gleyma
þeim góðverkum hans sem ég varð
aðnjótandi.
Siggu frænku minni og bömum
þeirra sendi ég samúðarkveðjur.
Viðar Þorsteinsson.
Á unglingsárum kynntist ég Jó-
hanni Þóri í Taflfélagi Reykjavíkur,
þegar leiðir okkar lágu saman við
skákborðið. Hann tefldi alltaf
„Grjótgarðinn“ þegar hann kom því
við. Hann hafði alla tíð tröllatrú á
honum og var mörgum skeinuhætt-
ur, þegar hann brá honum fyrir sig.
Eg kynntist Jóhanni betur sem
ritstjóra tímaritsins Skákar, þar
sem ég skrifaði árum saman greinar
í blaðið. Það var alltaf gaman að
hitta ritstjórann. Ævinlega var hann
með eitthvað nýtt á prjónunum. Það
var engin lognmolla í kringum Jó-
hann Þóri.
Svo hratt hann Helgarskákmót-
unum af stokkunum og skrifaði þar
með nýjan og meridlegan kafla í
skáksöguna. Við skákmennimir
slógumst í fór og tefldum vítt og
breitt um landið undir hans forystu.
Margs er að minnast úr þeim ferð-
um. Gaman var að hlusta á hann
flytja heilu kvæðin eftir Einar Bene-
diktsson, en á honum hafði hann
miklar mætur. Ég vildi helst ekki
segja nei við vin minn Jóa þegar
hann bað mig um að tefla eða skrifa
því að hann stóð alltaf með okkur
sem vorum í íremstu víglínu. Þar
áttum við stórmeistararnir hauk í
horni og fyrir það vil ég þakka.
Jóhann Þórir taldi aldrei peðin,
hvorki þegar hann tefldi né í dagsins
önn. Hann var stórhuga og lét oft
vaða á súðum. Stundum var erfitt að
fylgja honum eftir en óbilandi kjark-
ur hans og trú á málefnið hreif
mann með. Hann átti stóra drauma
og það var ^gaman að hlusta á hann
lýsa þeim. Eg sá suma þeirra rætast
og ég trúði því að ég ætti eftir að sjá
marga þeirra verða að veruleika. Jó-
hann Þórir var nefnilega alltaf
reiðubúinn að leggja allt undir, þeg-
ar skákin var annars vegar, þótt
óvíst væri hvort það gæfi eitthvað í
aðra hönd. En þegar minnst varði
gaf líkaminn sig og ritstjórinn og
mótshaldarinn Jóhann Þórir Jóns-
son varð að yfirgefa sviðið.
í dag er sviðið autt. Islensk skák-
list hefur misst _ mesta ofurhuga
þessarar aldar. Ég minnist vinar
míns með virðingu og þakklæti í
huga og bið Guð að styrkja ástvini
hans í sorginni.
Guðmundur Sigurjónsson.
Kveðja frá hellamönnum
Sumum er það gefið að heillast og
fyllast áhuga á því sem þeir komast í
kynni við. Það átti við um vin okkar
Jóhann Þóri Jónsson, sem nú hefur
kvatt þennan heim. Fyrir um tíu ár-
um stofnuðu nokkrir hellaahuga-
menn Hellarannsóknafélag íslands
- til að eiga sameiginlegan vettvang
til að vinna að þessu sérstæða
áhugamáli. Þegar talið barst að því
að gefa út tímarit um hellafræði bár-
ust böndin fljótlega að Jóhanni Þóri
í Skákprent. Kom síðar í ljós að þar
áttu hellamenn hauk í horni. Jóhann
fylgdist af áhuga með starfi félags-
ins og nutum við velvilja hans í hví-
vetna. Við minnumst hans með hlý-
hug og sendum fjölskyldu hans sam-
úðarkveðjur.
Félagar í Hellarannsóknar-
félagi íslands.
ANNA JONA
ÞÓRÐARDÓTTIR
+ Anna Jóna
Þórðardóttir
fæddist 14. maí
1939. Hún lést 3.
maí síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Fossvogs-
kirkju þann 12. maf.
Mín kæra tengda-
móðir hefur nú kvatt
okkur, og er nú kominn
til fundar við þá sem á
undan eru gengnir.
Eftir sitjum við og
syrgjum. Ljós okkar í
þeirri sorg eru allar stundimar sem
við áttum saman. Ekki verður orð-
um aukin sú alúð og fórnfysi sem þú
sýndir samferðafólki þínu. Fjöl-
skyldu jafnt sem öðrum. Alltaf var
hann í öndvegi hjá þér kærleikurinn.
Án hans fórstu aldrei neitt né mælt-
ir nokkurt orð. Lóð þau sem þú
lagðir á vogarskálar manngæsku og
kærleika verða aldrei farangur
nema örfárra.
Líf hverrar manneskju er hta-
spjald, þar eru í upphafi nokkrir lit-
ir, möguleikamir því margir. Það er
síðan hvers og eins að mála þær
myndir sem samferðamennirnir
kalla minningar. Ekki em það í
þessari list alltaf stærstu og íburð-
armestu myndimar sem mesta at-
hygli fá enda mat fólks á listinni
misjafnt. Hæfileikar hvers og eins
til að fara með þessa hti er sú
vöggugjöf sem skaparinn gefur
hverjum og einum. Það er líka hann
sem skammtar okkur tímann sem
við höfum til afnota. Þær myndir
sem við fengum að gjöf frá þér,
kæra Anna Jóna, og hvert eitt okkar
varðveitir em veganesti sem fylgir
okkur um alla tíð. Það verður okkur
sem þekktum þig fjársjóður er seint
gengur til þurrðar. í börnunum okk-
ar ávöxtum við hann þegar við segj-
um þeim frá þér. Því sem þú sagðir,
gerðir, hugsaðir og stóðst fyrir. Það
fer engin í fótin þín né gengur spor-
in þín líkt og þú. f okkar huga varst
þú einstök, einmitt þannig fannst og
okkur við vera í þínum huga.
Þótt ég hafi ekki þekkt þig í lang-
an tíma þá vora það lærdómsríkir
tímar. Tímar sem bæði færðu gleði
og sorg. Fyrst þó og fremst tímar
sem færðu reynslu og lærdóm.
Reynslu og lærdóm sem einungis
náin tengsl geta fært og kennt. Þú
gerðir mig að syni þínum nú í vor og
gafst mér men því til staðfestingar.
Mitt er nú að lifa þig áfram og vera
þér sá sómi er þú varst mér.
Ekki er mér ætlað að vita hversu
langt er í það að við hittumst næst.
En vertu sæl þangað til?
Þinn tengdasonur,
Fylkir Þorgeir Sævarsson.
Án efa fáir, það er mín trú,
sér áttu göfúgra hjarta en þú,
það vakti mér löngum lotning,
í örbirgð mestu þú auðugust varst
og alls kyns skapraun og þrautir barst
sem værir þú dýrasta drottning.
(Matth. Joch.: Móðir mín.)
Elsku Anna Jóna, þessar ljóðlínur
finnst mér lýsa þér afar vel. Sterkur
persónuleiki, þolinmæði og samúð
með öllu sem hfir er það sem kemur
í hugann þegar ég hugsa til þín.
Þegar ég var 16 ára bjó ég hjá
ykkur Finnboga á Hjarðarhaganum
þar sem ríkti andi frjálsræðis og
dulúðar. Málin vora rædd og hver
og einn hafði rétt á að hafa sínar
skoðanir hvort sem um barn eða
ungling var að ræða, þið hjónin virt-
uð skoðanir hvort annars til fulls
þótt ekki væra þær alltaf hinar
sömu.
Þú kenndir mér svo margt sem
hefur reynst mér gott veganesti í líf-
inu. Þegar ég eignaðist mitt fyrsta
barn varst það þú sem stappaðir í
mig stálinu og sagðir mér að treysta
á eigin tilfinningu frekar en það,
sem skrifað stóð. Ég lærði elda-
mennsku hjá þér og enginn bakaði
betri kökur en þú. Baráttuþrek þitt
kom skýrast fram í barneignunum.
Mannvænleg og dugleg
era öll börnin þín, sem
nú sjá á eftir móður
sinni eftir langt stríð.
Lífið fór ekki alltaf um
þig mjúkum höndum,
en á hverju sem gekk
var trú þín staðföst og
öllum áföllum tókst þú
af umburðarlyndi og
þohnmæði, sem ein-
kenndi þig svo mjög.
Skilningur þinn á
manneskjunni endur-
speglast best í eftirfar-
andi orðum þínum:
„Fólk verður að fá að
vera eins og það er.“
Elsku Anna Jóna, ég kveð þig
með trega í hjarta, en vissu um að
þið Finnbogi séuð sameinuð á ný.
Elsku Ragnhildur, Jóna Guðrún,
Þóra Elísabet, Þórður, Jens Einar,
Jóhanna og Gunnar Guttormur,
megi guð gefa ykkur og ástvinum
styrk til að styðja hvert annað í
þessari miklu sorg.
Anna Jóna.
Aðfaranótt 4. maí sl. barst mér sú
harmafregn að Anna Jóna Þórðar-
dóttir hefði látist þá rétt fyrir mið-
nætti. Langt og erfitt stríð var á
enda. Anna Jóna sýndi mikla still-
ingu og hugprýði í erfiðum veikind-
um sínum síðustu mánuðina en þrátt
fyrir vel heppnaða skurðaðgerð fyr-
ir rúmu ári vissi hún að hverju
stefndi. Kom þá vel fram hversu
stórkostleg manneskja hún var, sem
allir skynjuðu sem hana þekktu vel.
Ekki fer hjá því að fjörutíu ára
vinátta þar sem samskiptin vora oft
mikil og stundum dagleg skilji eftir í
huga manns góðar minningar. Hinn
10. nóvember 1962 gengu þau Anna
Jóna og vinur minn Finnbogi Kjeld í
heilagt hjónaband. Þau hjónin vora
óvenju samtaka um allt og á heimili
þeirra var óvenju gestkvæmt enda
móttökur og allt atlæti einstaklega
gott.
Ungur að árum gerðist Finnbogi
umsvifamikill atvinnurekandi og var
þá oft mikill erill á heimili þeirra. Þá
naut Anna Jóna sín vel í hlutverki
gestgjafans. Anna Jóna var þeim
eiginleikum búin að eiga gott með
hjálpa fólki sem í einhverjum erfið-
leikum átti, enda fór það svo að
margir sóttu hjálp til hennar þegar
á bjátaði. Mig grunar reyndar að
sumir sem urðu aðstoðar hennar að-
njótandi viti lítt þar um. Anna Jóna
flíkaði ekki verkum sínum og vann
þau gjaman í hljóði.
Hinn 8. febrúar 1993 lést Finn-
bogi eftir stutt en erfið veikindi að-
eins 54 ára gamall. Þetta var þungt
högg fyrir fjölskylduna og í hönd fór
erfiður tími fyrir Önnu Jónu með
fjögur af sjö bömum þeirra Finn-
boga á skólaaldri. Fáir hefðu betur
staðið af sér slíkt áfall en Anna Jóna
gerði þá. Með æðraleysi og stillingu
mætti hún mótlætinu og tók til við
að byggja upp nýtt líf með börnum
sínum. Eftir 20 ára hlé frá störfum
hjúkranarfræðings hóf hún nú vinnu
í þeirri starfsgrein sinni að nýju til
að sjá fjölskyldunni farborða.
Anna Jóna var djúpgreind kona
og trúuð og fann einatt farsælustu
leiðir út úr erfiðleikunum. Nú er
þungur harmur kveðinn að bömun-
um hennar sjö og fjölskyldum
þeirra. Með tímanum gróa sárin og
örin hverfa að lokum. Söknuður og
sorg mun ríkja í huga okkar um
sinn. Um síðir munu þó góðar minn-
ingar um stórbrotna manneskju ylja
okkur öllum sem hana þekktum og
hrinda burt sársauka og sviða.
Við Guðbjörg vottum börnum,
tengda- og barnabömum Önnu Jónu
okkar dýpstu hluttekningu. Minning
hennar mun lifa. Guð blessi hana og
gefi bömum hennar styrk í sorginni.
Guðni Stefánsson.
ROSA
HÁLFDÁNARDÓTTIR
+ Rósa Hálfdánar-
dóttir fæddist á
Þingeyri við Dýra-
Qörð 10. desember
1921. Hún andaðist
á bráðamóttöku
Landspítalans 9.
maí síðastliðinn.
Hún var næstyngst
af níu alsystkinum,
síðan voru fimm
hálfsystkini sam-
feðra og eru nú eft-
ir átta á lífi af öllum
hópnum. Foreldrar
hennar voru Jó-
hanna Sigurðar-
dóttir og Hálfdán Bjarnason.
Sex ára gömul var hún tekin í
fóstur af hjónunum í Hjarðardal
í Önundarfirði, Krisljáni Jó-
hannessyni, hreppstjóra og
Maríu Steinþórsdóttur, og ólst
upp hjá þeim til fullorðinsára. 4.
júlí 1942 giftist hún Jóni Óskari
Jenssyni. Hans foreldrar voru
hjónin Ásta Sóllilja Krisljáns-
dóttir frá Neðri-Breiðadal í Ön-
undarfírði og Jens G. Jónsson
frá Fjalla-Skaga í Dýrafirði.
Rósu og Jóni varð
fimrn barna auðið:
1) Ásta Lilja, f.
20.11. 1942, gift
Þóri Sigurbjörns-
syni. 2) Kristján
Vignir, f. 20.11.
1944, d. 27.1. 1980.
3) Jens Guðmundur,
f. 29.8. 1948, sam-
býliskona Minerva
Sveinsdóttir. 4)
María Margrét, f.
27.2. 1951, gift
Gísla Ögmundssyni.
________ 5) Bjami Hálfdán, f.
14.2. 1956. Einnig
ólu þau upp hálfbróður Jóns,
Gunnbjörn Jensson, og dóttur-
son sinn, Jón Krisfján Amar-
son. Fyrstu búskaparár sín
bjuggu þau á Lækjarósi í Dýra-
firði en fluttu siðan til Eyja-
fjarðar. Rósa missti mann sinn
1980 og flutti til Reykjavfkur
1981 og bjó þar með yngsta syni
sinum til dauðadags.
Útför Rósu fer fram frá Sval-
barðsstrandarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 13.30.
Elsku amma mín. Nú ertu farin
og nú þegar ég skrifa þér hin
hinstu orð er svo margt fallegt sem
kemur upp í huga minn, ég á svo
margar fallegar og góðar minning-
ar um þig, eins og þegar þú og
Bjarni komuð norður til mín í sum-
ar, þá áttum við svo góðar stundir
saman, en það er bara svo lítið brot
af öllum góðu stundunum okkar,
það er sama hversu mikið ég skrifa
þér, þau orð segja svo lítið, þau eru
bara ómerkilegt krot á blað, en í
hjarta mínu á ég svo margar góðar
minningar sem ég mun varðveita
vel um yndislega konu sem vildi allt
fyrir mann gera.
Elsku amma, nú ertu komin á
stað þar sem þér líður vel og ég veit
að afi tekur vel á móti þér. Takk fyr-
ir að leyfa mér að kynnast þér.
0, hve heitt ég unni þér -
Allt hið besta í hjarta raér
vaktir þú og vermdir þinni ást.
Æskubjart um öll mín spor
aftur glóði sól og vor,
og traust þitt var það athvarf, sem mér aldrei
brást.
Óska ég þess, að angur mitt
aldrei snerti hjarta þitt
Til þess ertu ailtof ljúf og géð-
Enégvilþúvitirþað,
vina mín, þú hausti að
að þú varst mín sumarþrá, mitt sólskinsljóð.
(Tómas Guðm.)
Rósa Hrefna Gísladóttir.