Morgunblaðið - 29.05.1999, Side 6
6 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Stjörnuspekingar frá ýmsum þjóðlöndum bera saman bækur sína í Odda
UM 50 vísindamenn sækja hina árlegu „Super-DARN ráðstefnu," sem staðið hefur yfir í Odda frá því á mánu-
dag, en ráðstefnunni lýkur í dag. Hópurinn heimsótti m.a. ratsjárstöðina við Stokkseyri og skoðaði helstu
náttúruperlur Suðurlands.
Skoða sólina og
norðurljósin
STJÖRNUSPEKINGAR frá hin-
um ýmsu þjóðlöndum hafa síðan á
mánudag setið ráðstefnu í Odda,
sem annars er þekktastur fyrir að
vera miðstöð félagsvísindanna í Há-
skóla íslands. í Odda hafa þessir
fulltrúar raunvísindanna, sem allir
eiga það sammerkt að hafa áhuga á
himingeimnum, borið saman bækur
sínar, en hópurinn stendur fyrir
rannsóknarverkefni sem nefnist
„Super-DARN,“ og miðar að því að
skilja hreyfífræði efri laga and-
rúmsloftsins og þar með hin kunnu
norðurljós.
Notast við ratsjár og gervihnetti
Hópurinn, sem samanstendur af
50 vísindamönnum, kemur iðulega
saman einu sinni á ári til að miðla af
reynslu sinni og læra af öðrum og
nú var ákveðið að hittast á íslandi
en það voru þeir Aðalbjöm Þórólfs-
son, sem stundar doktorsnám í eðl-
isfræði í Frakklandi og Gunnlaugur
Bjömsson, dósent við raunvísinda-
deild Háskóla íslands, sem skipu-
lögðu fundinn ásamt frönskum
fræðimönnum.
Að sögn Aðalbjöms snýst rann-
sóknarverkefnið um það að skoða
upplýsingar sem safnað er saman af
átta ratsjárstöðvum, sem staðsettar
eru víðsvegar um norðurhvel jarðar
og spanna svæðið frá Finnlandi
vestur til Alaska. (Sjá mynd 1), en
einnig hefur verið komið fyrir 4 rat-
sjárstöðvum á suðurhveli jarðar í
sömu erindagjörðum. Einnig em
upplýsingar frá gervihnöttum og
segulmælum notaðar, sem og
myndir, sem teknar eru af Japön-
um, sem koma m.a. til Islands
tvisvar á ári.
Að sögn Aðalbjöms er vilji til að
setja upp ratsjár í Rússlandi, en
eins og er er það ekki mögulegt,
þar sem ástandið er ótryggt og ekki
nægt rafmagn þar. Hann sagði að
nú væri verið að setja upp 5 ratsjár
í viðbót, 3 á norðurhveli og 2 á suð-
urhveli.
Ratsjárnar, sem em fullkomlega
sjálfvirkar, em starfræktar allan
sólarhringinn, alla daga ársins.
Þær gera vísindamönnum kleift að
fylgjast með því hvernig sólin
stjómar umhverfi jarðarinnar, sem
og að fylgjast með norðurljósunum,
segultmflunum á jörðu og útvarps-
samskiptum, sem byggjast á endur-
kasti á jónahvolfínu. Jónahvolfið er
hluti efri laga lofthjúpsins í milli
100 og 300 km hæð, þar sem sam-
eindirnar og atómin em jónuð
vegna röntgen- og útfjólublárrar
geislunar sólarinnar.
Það svæði sem vísindamennirnir
hafa mestan áhuga á er sá hluti
himinhvolfsins, þar sem norðurljós-
in em hvað mest áberandi, þ.e.a.s.
kraginn umhverfis segulpólinn fyr-
ir norðan 60 breiddargráðu. Astæð-
an fyrir mikilvægi svæðisins er sú
að á þessu svæði gætir áhrifa ým-
issa ferla í geimnum.
Tvær ratsjár á íslandi
Eins og komið hefúr fram nefnist
verkefnið „Super-DARN“ sem
stendur fyrir Super Dual Auroral
Radar Network, en nafnið vísar
m.a. til þess að tvær ratsjár vinna
saman, eins og sést á mynd 1, þ.e.
ratsjárstöðin í Þykkvabæ vinnur
með ratsjárstöðinni í Hankasalmi í
Finnlandi, en ratsjánum er báðum
beint á sama svæði, þ.e.a.s. jóna-
hvolfið yfir Svalbarða, norðaustur
af Islandi. Með því að bera saman
ÁTTA ratsjárstöðvar era staðsettar á norðurhveli jarðar, en þær
teygja sig frá Finnlandi vestur til Alaska og gera vísindamönnum m.a.
kleift að fylgjast með því hvemig sólin sljóraar umhverfi jarðarinnar.
120
Á ÍSLANDI er mjög gott að
stunda rannsóknir á norðurljós-
unum, því eins og sést á mynd-
inni er ísland staðsett í miðjum
norðurljósakraganum.
mælingar gerðar á sama tíma er
hægt að ákvarða lárétta hraðavigra
á svæðinu, bæði m.t.t. stærðar og
stefnu.
Þau lönd sem taka þátt i keðj-
unni á norðurhvelinu eru: Banda-
ríkin, Kanada, England, Finnland
og Frakkland og er hvert land
ábyrgt fyrir uppsetningu og starf-
semi a.m.k. einnar ratsjár í keðj-
unni.
Að sögn Aðalbjöms eru mjög góðar
aðstæður fyrir ratsjár á íslandi, þar
sem landið er staðsett á miðju norð-
urijósabeltinu (sjá mynd 2) og að
hans sögn koma bestu gögnin héð-
an. Hér á landi hafa því verið settar
upp tvær ratsjárstöðvar, ein í
Þykkvabæ og önnur við Stokkseyri,
en það eru Frakkar sem sjá um
Stokkseyrarratsjána en Englend-
ingar sjá um ratsjána í Þykkvabæ,
en þetta gera þeir í samvinnu við
raunvísindastofnun Háskólans.
Báðar ratsjárnar voru settar upp
árið 1995 og kostaði hvor fyrir sig
um 30 milljónir króna.
Ratsjárnar virka líkt
og lögregluratsjár
Ratsjáin við Stokkseyri og í
Þykkvabæ vinna eins, þ.e. á há-
tíðnisviðinu. Við Stokkseyri eru
sextán 15 metra há möstur sem sjá
um að senda út og taka á móti
merkjum. Ratsjáin vinnur líkt og
þær ratsjár sem notaðar eru til að
fylgjast með bíla- eða flugumferð,
hún sendir frá sér útvarpsbylgjur,
sem endurkastast af skotmarki og
endurkastið er svo numið nokkru
síðar. Tíðni merkisins fyrir og eftir
endurkast breytist í hlutfalli við
hraða skotmarksins í stefnu merk-
isins. Munurinn á ratsjánni við
Stokkseyri og ratsjám sem mæla
t.d. hraða bíla er að í stað bfls er
skotmarkið frávik í þéttleika jóna-
hvolfsins.
Island einn mikil-
vægasti hlekkurinn
ÍSLAND er mjög góður staður
til að skoða himinhvolfið og einn
mikilvægasti hlekkurinn í keðju
ratsjárstöðva á norðurhveli jarð-
ar. Þetta sagði Ray Greenwald,
prófessor við John Hopkins-há-
skóla í Bandaríkjunum, f samtali
við Morgunblaðið, en Greenwald
er staddur hér vegna ráðstefnu
sem fram fer í Odda, þar sem
fjallað er um hreyfíngar í himin-
hvolfinu.
Greenwald sagði að það rats-
járnet sem þegar væri búið að
selja upp gerði mönnum kleift
að rannsaka mjög vel aðstæður í
himinhvolfinu við norðurhvel.
Hann sagði að þær hreyfingar
sem verið væri að skoða væru
tengdar norðurljósunum, sem
hann sagðist hafa séð frá mið-
borg Reykjavíkur fyrir nokkrum
árum.
Rannsaka veðrið
í geimnum
Greenwald sagði að ratsjárnar
hefðu upphaflega verið settar
upp til að skoða jónahvolfíð en
að komið hefði í Ijós að þær
næmu vel loftsteina þegar þeir
kæmu í gegnum himinhvolfið og
að það hefði komið nokkuð á
óvart. Þá sagði hann að mikil-
vægur þáttur rannsóknarinnar
væri að rannsaka veðrið í geimn-
um og svokallaðan sólvind, en
auk þess að gefa frá sér hita og
Ijós gefur sólin frá sér agnaflæði
sem rekst á jörðina og flæðir í
kring, en það er sólvindurinn.
Hann sagði að þegar væri vitað
að samspil sólvinds og jarðar
gerði það að verkum að norður-
Ijósin sæjust.
Englendingur og Frakki sjá um
ratsjárstöðvamar á Islandi
Að sögn Greenwald er sú
þekking sem verið er að afla
um sólvindinn afar mikilvæg,
því snöggar breytingar á vind-
inum geta t.d. eyðilagt fjar-.
skiptatungl og því eru oft mikl-
ir hagsmunir í húfi. Þá getur
sólvindurinn líka haft bein
áhrif á jörðu niðri, því ef mikill
hamagangur er í sólvindinum
getur hann t.d. slegið út raf-
magni, en slíkt gerðist í norð-
urhluta Kanada fyrir nokkru
og var rafmagnslaust þar í
. Morgunblaðið/Kristinn
RAY Greenwald, professor við John Hopkins-háskóla í Bandaríkjun-
um, sagði ísland mjög góðan stað til að skoða himinhvolfið og mikil-
vægan hlekk í þeirri keðju ratsjárstöðva, sem búið væri að setja upp
á norðurhveli jarðar.
JEAN-PauI Villain, franskur fræðimaður, og Mark Lester frá Leicest-
er-háskóla sjá um ratsjárstöðvamar við Stokkseyri og f Þykkvabæ.
margar klukkustundir vegna
þessa.
Mark Lester við sljörnufræði-
deild Leicester-háskóla á
Englandi og Jean-Paul Villain,
franskur fræðimaður á þessu
sviði, hafa umsjón með ratsjár-
stöðvunum á íslandi; Villain sér
um ratsjárstöðina við Stokkseyri
en Lester þá í Þykkvabæ. Þess
ber að geta að daglegur rekstur
ratsjárstöðvanna er í höndum
Raunvísindastofnunar Háskól-
ans.
Lester sagði að ratsjáin í
Þykkvabæ væri samtvinnuð rat-
sjánni í Finnlandi að því leyti að
þær skoðuðu sama svæðið, frá
mismunandi sjónarhornum. Á
sama hátt er ratsjárstöðin við
Stokkseyri að nokkru leyti sam-
tvinnuð ratsjárstöðinni við Goose
Bay í Labrador, sagði Villain.
Villain, sem oftsinnis hefur
heimsótt landið, sagði að á þeim
fimm árum sem ratsjárstöðvarn-
ar hefðu starfað hefði mikið vatn
runnið til sjávar og þónokkuð
lærst og benti hann á sólvindinn
og þau áhrif sem geimveður get-
ur haft á jörðu niðri.
Lester, sem er í fyrsta skipti á
íslandi, sagði að það að læra að
einhveiju leytí á það hvernig
kerfið virkaði væri afar mikil-
vægt og hann nefndi hversu sér-
stakar aðstæður væru hér á
landi með tillití til norður-
ljósanna.