Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 13

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 13 FRÉTTIR / Ný ríkisstjórn Islands á ríkisráðsfundi NÝ rfldsstjórn íslands kom saman til fundar með forseta Islands, herra Ólafi Ragnari Grfmssyni, á Bessastöðum á rfkisráðsfundi f gær þar sem myndin var tekin. Á hægri hönd forseta íslands situr Davíð Oddsson forsætisráðherra, þá Árni M. Mathiesen nýskipaður sjávarútvegsráðherra, Finnur Ing- ólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Guðni Ágústsson nýskipaður iandbúnaðarráðherra, Páll Pétursson fólagsmálaráðherra og Sólveig Pétursdóttir nýskipaður dómsmálaráðherra. Á vinstri hönd forsetans situr Halldór Ás- grímsson utanrfkisráðherra, þá Björn Bjarna- son menntamálaráðherra, Geir H. Haarde fjár- málaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigð- isráðherra, Siv Friðleifsdóttir nýskipaður um- hverfisráðherra og Sturla Böðvarsson nýskip- aður samgönguráðherra. Margrét Frímannsdóttir, talsmaður Samfylkingarinnar ,ÁLIT mitt á ríkisstjóm Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks hefur ekkert breyst. Petta er ekki ný rík- isstjóm þótt búið sé að fjölga ráð- herrum,“ segir Margrét Frímanns- dóttir, talsmaður Samfylkingarinn- ar. Meiri þörf á aðhaldi en að Qölga ráðherrum Margrét gagnrýnir fjölgun ráð- herra og segir að meiri þörf sé á að- haldi í peningamálum ríkisins. „Pað er engin sýnileg ástæða til þess að fjölga ráðherrum önnur en sú að fjölga sætum fyrir einstaklinga," segir Margrét. Hún segir fátt koma á óvart við lestur stefnuyfirlýsingar ríkis- stjórnarinnar. „Þar em ekki settar skýrar línur nema um sölu ákveð- inna íyrirtækja og stofnana á borð við bankana og Landssímann og að einkavæðingunni verði haldið áfram. Mér sýnist að það sé líka Ekkert tekið á hættumerkjum í efnahagslífinu verið að opna fyrir það á vissan hátt í heilbrigðis- þjónustunni. Eg sé ekki að í efnahags- málunum sé tekið á þeim hættumerkjum sem hafa verði brýnd fyrir okkur allt frá því skömmu eftir síðustu áramót. Mér sýnist að út- koman á ríkisrekstrinum á árinu 1998 sé slík að ekki sé vanþörf á að beita aðhaldi og að skilgreina þurfí hlutverk ríkisins með skýrari hætti en gert er í dag. Það er ekki nógu skýrt í þessum tillögum ríkisstjórnarinn- ar,“ segir Margrét. Engin markviss stefnumörkun Hún segir enga mark- vissa stefnumörkun að finna í stefnuyfirlýsingunni og það valdi vonbrigðum. „Þeir hafa starf- að saman í fjögur ár og hafa tekið sér langan tíma við undirbúning málefnasamningsins. Þess vegna bjóst ég við þvi að þar kæmi fram skýr stefna, en svo er ekki,“ sagði Margrét. Aðspurð um lífslíkur ríkisstjóm- arinnar á komandi kjörtímabili sagði Margrét útilokað að segja fyr- ir um það. „En þeir verða að minnsta kosti að hafa það alveg ljóst hvemig þeir ætla að bregðast við aukinni þenslu og hættumerkj- um í efnahagslífi þjóðarinnar. Framundan em einnig kjara- samningar en í málefnasamantekt- inni segir að stefnt skuli að góðu samstarfi við verkalýðshreyfinguna. Þeir em nú þekktir að öðra. A síð- asta kjörtímabili var vaðið yfir verkalýðshreyfinguna á skítugum skónum varðandi þær breytingar sem gerðar vom á vinnulöggjöfinni. Þeir mega því aldeilis breyta til ef þeir ætla að fara að taka upp sam- ráð við verkalýðshreyfinguna," sagði Margrét. Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins Afram ný- frjálshyggj- an og fram- sóknar- mennskan SVERRIR Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins, segh' að í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks muni áfram ráða ríkjum nýfrjáls- hyggjustefna og svo framsóknar- mennskan sem sé ennþá verri ef nokkuð sé. Sverrir sagði að það væri verst að Sjálfstæðisflokkurinn skyldi ekki koma fleiri framsóknarþingmönnum að í ráðherrastóla. „Fyrst þeir ganga undir þessu hvort sem er hefði verið langbest að þeir hefðu komið þeim öllum tólf að. Nógir peningar em til að borga ráðherralaun,“ sagði Sverr- ir. Hann sagði að sér skildist að það hefði verið mjög tekist á um þessi embætti þar „og Sjálfstæðisflokknum er svo mikið í mun að efla völd og áhrif Framsóknar að hann hefði átt að leggja lykkju á leið sína og búa til fleiri embætti íyrir þá. Það hefði ég nú talið brýnast," sagði Sverrir. Hann sagði að það þyrfti ekkert að segja honum um innihald stjórnar- sáttmála, þar væri sama orða- gjálfrið. Stjómmálamenn réðu ekki ferðinni í sjávarútvegsmálum eða öðrum helstu málum. I sjávarútvegs- málum til dæmis réðu hagsmuna- samtök sjávarútvegsins. Stöðugleiki blekkinganna „Ég þarf ekkert að láta segja mér til um það hvað í þessu stendur. Það þarf ekki að lesa það fyrir mig og ég þarf ekki að kynna mér það. Það verður áfram þessi nýfrjálshyggju- stefna þar uppi og svo framsóknar- mennskan, sem er ennþá verri ef nokkuð er,“ sagði Sverrir. Hann sagðist aðspurður ekki sjá að um neina stefnubreytingu yrði að ræða og allra síst í sjávarútvegs- málum. „Hinn eiginlegi stöðugleiki hjá þessum valdhöfum er stöðug- leiki blekkinganna," sagði Sverrir. Steingrímur Sigfússon, formaður Vinstri hreyfíngarinnar - græns framboðs STEINGRÍMUR Sigfússon, for- maður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, segir að með þátt- töku í nýrri ríkisstjóm Sjálfstæðis- flokks og Framsóknarflokks sé Framsóknarflokkurinn og Halldór Ásgrímsson sérstaklega fyrir hans hönd að undirstrika ákveðna upp- gjöf sína gagnvart því að Fram- sóknarflokkurinn sé eitthvert leið- andi afl hér í stjómmálum. Það geti boðað varanlegar breytingar á þeirri sterku stöðu sem Framsókn- arflokkurinn hafi á þessari öld lengi haft í íslenskum stjómmálum. Steingrímur sagðist vilja byrja á að óska nýrri ríkisstjóm velfarnað- ar og sérstaklega nýju fólki sem væri að taka við ráðherrastarfi í fyrsta sinn. „Að öðm leyti vil ég nú segja um aðdragandann að tilurð þessarar ríkisstjómar, að þetta em nú einhverjar lengstu viðræður um ekki neitt sem ég held að sögur fari af, því í raun og vera er ljóst þegar maður les stjómarsáttmálann að þama er í sjálfu sér ósköp fátt sem flokkamir þurftu að taka á. Ég held að þetta hafi í raun og vem verið mikil sviðsetning þessar svokölluðu þriggja vikna stjómarmyndunar- virðæður," sagði Steingrímur. Hann sagði að þessi sviðsetning þjónaði þeim tilgangi að fela að samstarf flokkanna hefði verið meira og minna geimeglt fyrir kosningar. „Eftir á að hyggja er það gagnrýnivert að flokkamir skyldu ekki gera með heiðarlegri hætti grein fyrir því fyrir kosn- ingar að þeir væra að sækja eftir umboði til þess að starfa áfram,“ sagði Steingrímur. Óbreytt stefna og linkulegt orðalag Hann sagði að þegar upp væri staðið væri afrakstur þessara þriggja vikna fjölgun ráðherra um tvo. I stjórnarsáttmálanum væri fátt nýtt að finna. Þar væri um óbreytta stefnu að ræða að öllu leyti eiginlega, en það vekti athygli hversu linkulegt orðalag væri á hlutum sem maður hefði haldið að Framsóknarflokkurinn legði eitt- hvað upp úr að fá þama inn. „Ég verð að segja að það setti eiginlega að mér hlátur, þó málefnið sé ekki til þess að hlæja að því, þegar ég sá orðalagið á hinu margfræga kosninga- loforði Framsóknar um barnakortin til dæmis. Þar er sagt „meðal annars verði dregið úr tekjuteng- ingu í bamabótakerfinu til dæmis með útgáfu sérstakra bamakorta eða öðmm sambæri- legum aðgerðum“. Höfundur þessa texta er nú húmoristi,“ sagði Stein- grímur. Hann sagði að það væri helst að maður staldraði við kaflana um einkavæðinguna og hvort þar væri boðað að farið yrði af auknu offorsi í hana. Landssíminn væri þar nefndur, en hann tæki þó eftir að það væri fyrirvari á því orðalagi og því ástæða til þess að bíða og sjá hver framkvæmdin yrði í þeim efn- um. Að öðm leyti væri fátt í þessu sem kæmi á óvart og hann hefði talið eðlilegast að þessi stjóm hefði orðið til strax og þing kvatt fyrr saman. „Það sem maður kannski pólitískt veltir mest fyrir sér er að Framsóknarflokkurinn skuli taka ákvörðun um að sitja bara áfram í súpunni, ef svo má að orði komast, að sitja áfram í þessu stjórnarsam- starfi nánast óbreyttu. Ég undrast nokkuð að þrátt fyrir það áfall sem Framsóknarflokkurinn varð fyrir í kosningunum þá skuli hann gera það,“ sagði Steingrímur. Hann sagðist ekki vera í neinum vafa um að það væri ávísun á frekara áfall í næstu kosningum. „Sérstaklega finnst mér merkilegt að formaður flokksins skuli ætla að sitja áfram sem utanríkisráðherra með þeirri fjarlægð frá innlendum stjómmálum sem við vitum að það felur í sér. Það hlýtur að verða þeim Framsóknarmönnum ærið áhyggjuefni að leggja á sig önnur fjögur ár, ef það er það sem í vændum er. Að vísu er þarna inni ákvæði um að flokkarnir kunni að endurskoða verkaskiptingu sín í milli á kjörtímabilinu, en reynslan hefur nú sýnt að slíkt er nú oft vandkvæðum bundið þegar menn em orðnir fastir í stólunum,“ sagði Steingrímur. Hann sagði að maður spyrði sig að því hversu raunhæft væri að gerðar yi-ðu breytingar á stjórn- inni úr því þeir hefðu ekki ráðið við það núna að stokka spilin meira upp. „Ég spái því að þetta verði erfið sigling hjá Framsókn, önnur fjögur ár af sams konar samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn og þetta geti boðað varanlegar breytingar á þeirri sterku stöðu sem Framsókn- arflokkurinn hefur á þessari öld lengi haft í íslenskum stjórnmál- um; að með þessari ákvörðun sé Framsóknarflokkurinn og Halldór Ásgrímsson sérstaklega fyrir hans hönd að undirstrika svona ákveðna uppgjöf sína gagnvart því að Framsóknarflokkurinn sé eitthvert leiðandi afl hér í stjórnmálum. Hann sé að sætta sig við að leika aukahlutverk, að vera í svona létt- vægara hlutverki í leikritinu til frambúðar," sagði Steingrímur að lokum. Getur boðað varanlegar breytingar á sterkri stöðu Framsóknar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.