Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 16

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 16
16 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ 1 Mercedes Benz 230 E Classic ‘96 Ekinn 57 þús. km. Qullmoli með QSM, 4 hauspúðum, Cruise Control, sjálfskiptur, álfelgur og fleira. Upplýsingar i síma 892 1424 (Björn) VERKMENNTASKOLINN Á AKUREYRI INNRITUN til náms í dagskóla á haustönn 1999 lýkur föstudaginn 4. júní nk. Skrifstofa skólans er opin kl. 8.00—15.00. Námsráðgjafar verða til viðtals á sama tíma. Einnig er hægt að innrita sig á heimasíðu skólans. Veffangið er http://vma.ismennt.is. Skólameistari. fBIFREIÐASTÆÐASJÓÐUR AKUREYRAR Fastleiga á bifreiðastæðum í Miðbæ Bifreiðastæðakort Frá og með 1. júní 1999, til reynslu í sex mánuði, hefur Bifreiðastæðasjóður Akureyrar fengið heimild til að bjóða upp á takmarkaðan fjölda bifreiðastæða til fastr- ar mánaðarleigu með svonefndum fastleigukortum. Stæði þessi eru annarsvegar á fjölmælastæðinu aust- an Skipagötu og verður leiga fyrir hvert stæði þar 3000 kr á mán. og hins vegar á fjölmælastæðinu vestan Hólabrautar og verður leiga fyrir hvert stæði þar 2000 kr á mán. Þá hefur einnig verið heimilað frá og með 1. júní, til reynslu í sex mánuði, að gefa út bifreiðastæðakort þar sem handhöfum þeirra er veitt heimild til að ieggja hvar sem er á fjölmælastæðum Bifreiðastæðasjóðs Akureyrar. Verð er 5000 kr á mán. Kortin verða seld á afgreiðslu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9. Opið er kl. 10-15 alla virka daga og þar eru jafn- framt veittar allar nánari upplýsingar. Upplýsingar eru einnig veittar í síma 462 1000. Hálshreppur kaupir íbúðarhúsið í Birkihlíð OFANFLÓÐASJÓÐUR hefur samþykkt að veita Hálshreppi í S- Þingeyjarsýlsu rúmar 7 milljónir króna í styrk, til kaupa á íbúðarhús- inu í Birkihlíð. Þessi upphæð er um 90% af kaupverði hússins en Háls- hreppur leggur fram 10% til kaupanna. Milijónatjón varð er snjóflóð féll úr hlíðinni ofan við bæinn Birkihlíð um miðjan janúar sl. Ekki urðu slys á fólki en miklar skemmdir á búvél- um, auk þess sem skemma varð fyr- ir flóðinu og eyðilagðist. Jaðar snjó- flóðsins hafnaði á íbúðarhúsinu en olli ekki teljandi skemmdum á því. Friðrik Steingrímsson, bóndi í Birkihlíð, var heima ásamt konu sinni og tveimur af þremur börnum er snjóflóðið féll. Þrjár rúður í íbúð- arhúsinu brotnuðu og rigndi gler- brotum yfir dóttur Friðriks, sem slapp með skrámur á höfði. Hins vegar fór lítið af snjó inn í húsið en þama mátti ekki miklu muna að illa færi. í kjölfarið flutti fjölskyldan úr íbúðarhúsinu og yfir á næsta bæ en fékk nokkru síðar inni í íbúðarhúsi sem Ljósavatnshreppur á við Stóru- tjamaskóla. Tveimur mánuðum síðar féllu tvö snjóflóð til viðbótar úr hlíðinni ofan við bæinn en þá urðu eingöngu skemmdir á trjágróðri. Flóðin féllu nokkuð frá húsunum en Friðrik sagði þá að tungan úr öðru flóðinu hefði stefnt á bæinn og því eins gott að það var ekki stærra og kröft- ugra. í kjölfarið ákvað fjölskyldan að bregða búi á jörðinni og þá í kringum sláturtíðina í haust. Ekki búandi í íbúðarhúsinu Jón Þórir Oskarsson, oddviti Hálshrepps, sagði kaupin á íbúðar- húsinu ekki frágengin en að stefnt væri að því að ganga frá málinu um eða upp úr helginni. „Það er búið að bíða eftir þessu mati frá ofanflóða- sjóði frá því í janúar en nú er komið svar sem við sættum okkur við og teljum því að fólk geti staðið upp frá málinu nokkuð sátt. Fyrsta hug- mynd er að kaupa íbúðarhúsið en jafnframt finnst okkur eðlilegt að það verði kvaðir á útihúsunum og að ekki verði skepnur í húsunum á þeim tíma sem bannað er að dvelja í íbúðarhúsinu,“ sagði Jón Þórir. Hann sagði menn sannfærða um að ekki væri hægt að búa í íbúðar- húsinu lengur og hafi einhverjir verið með efasemdir um það hafi sú skoðun breyst eftir að tvö snjóflóð féllu úr hlíðinni yfir ofan bæinn í glampandi sólskini í apríl sl. Tækin nánast öll ónýt Friðrik, bóndi í Birkihlíð, sagð- ist gera ráð fyrir að eiga áfram jörðina og útihúsin og að mögulegt væri nýta þær eignir á ýmsan hátt. „Það á að vera hægt að nýta þessi hús, alla vega yfir sumartímann, en það er þó ekkert frágengið í þessum efnum,“ sagði Friðrik og bætti við að fjölskyldan stefndi að því að kaupa íbúðarhúsið sem hún býr í á Stórutjörnum af Ljósa- vatnshreppi. Friðrik sagði að vélar og tæki sem lentu í snjóflóðinu í janúar væru komin undan snjó en ekki hafi enn gefist tími til að skoða hversu illa þau hefðu farið í ósköpunum. „Frá mínum bæjardyrum séð eru þessi tæki nánast öll ónýt en það er svo aftur matsatriði trygginga- manna hvort það borgar sig að gera við eitthvað af þeim.“ Rjúpu- hreiður undir renni- brautinni ÞAÐ var líf og fjör á leikskól- anuin Álfasteini í Glæsibæjar- hreppi í gærdag en þá buðu börn skólans fjölskyldum sínum á opið hús. Börnin sungu fyrir gesti, buðu þeim upp á hress- ingu og þá prýddu myndir eftir börnin veggi leikskólans. I vikubyrjun varð uppi fótur og flt þegar í ljós kom að rjúpa ein hafði gert sér hreiður und- ir rennibrautinni á lóð leik- skólans en í gær voru komin þrjú egg í hreiðrið. Jakobína Áskelsdóttir leikskólastjóri KA undir- ritar sam- starfs- samninga KNATTSPYRNUFÉLAG Akur- eyrar, KA og PUMA hafa undirrit- að samstarfssamning, þar sem KA skuldbindur allar deildir félagsins til að keppa í PUMA fatnaði. Á móti leggur PUMA til keppnisbúninga á alla meistaraflokka félagsins, ásamt öðrum vörum. Samningurinn gildir í 5 ár. Helga Steinunn Guðmunds- dóttir formaður KA og Halldór Jensson markaðsstjóri PUMA und- irrituðu samstarfssamninginn og voru ungir leikmenn félagsins við- staddir í nýju búningunum. Einnig undirritaði formaður KA samning við Sportver, sem er þjón- ustuaðili PUMA á Akureyri, um samstarf vegna meistaraflokka og stjórna deilda innan félagsins. Jafnframt hefur KA undirritað samstarfssamning við Landsbanka Islands hf. á Akureyri, er felur í sér stuðning til félagsins til 1. október árið 2000. Samningurinn nær til allra deilda félagsins og innifelur m.a. að félagar í Sportskóla KA og Morgunblaðið/Kristján Landsbankans fá 25% afslátt af þátttökugjöldum. Einnig verður Vörðufélögum boðið á einn leik á ári hjá knattspyrnu- og handknatt- leiksdeildum KA. Samningurinn kemur í kjölfarið á árangursríku samstarfi Landsbankans og KA undanfarin ár. sagði þetta mikinn viðburð og að börnin fylgdust vel með framvindu mála. Gangi allt upp hjá rjúpunni geta eggin orðið 10-15 alls en hvort rjúpan mun halda sig við hreiðrið á þessum sérstaka stað á hins vegar eftir að koma í Ijós. Þau Gauti, Karen og Anna Bára tóku að sér að sýna ljós- myndara Morgunblaðsins hreiður rjúpunnar á þessum óvenjulega stað. Morgunblaðið/Kristján

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.