Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 28
28 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Willem H. Buiter sem sæti á í peningamálanefnd Englandsbanka
„Englandsbanki er sjálfstæð-
asti seðlabanki heims“
„Það kom eins og þruma úr heið-
skýru lofti í júní 1997, skömmu eftir
að stjórn Verkamannaflokksins tók
við í Bretlandi, að breski fjármála-
ráðherrann Gordon Brown skyldi
veita seðlabanka Bretlands, Eng-
landsbanka, sjálfstæði til að ákveða
vexti. Aður hafði Englandsbanki
verið minnst sjálfstæði seðlabank-
inn í vesturheimi, en varð nú sá
sjálfstæðasti,“ segir Willem H.
Buiter, sem er einn fjöguiTa utan-
aðkomandi sérfræðinga sem sæti
eiga í peningamálanefnd Englands-
banka, Monetary Policy Committee,
en hann er auk þess prófessor í al-
þjóðahagfræði við háskólann í
Cambridge. Buiter er hollenskur að
uppruna og annar tveggja útlend-
inga í peningamálanefndinni. Hann
er einn þeirra erlendu sérfræðinga
sem héldu erindi í gær, á fyrra degi
afmælisráðstefnu Hagfræðistofnun-
ar HI, sem haldin er um efnahags-
stefnu smárra opinna hagkerfa á
tímum alþjóðavæðingar.
Akvörðun kynnt
á fréttamannafundi
„Áður en þetta gerðist voru
vaxtaákvarðanir teknar af fjármála-
ráðherranum sjálfum. Englands-
banki hafði aðeins hlutverk ráð-
gjafa. Eftir breytinguna sem Gor-
don Brown ákvað var sett á laggim-
ar níu manna nefnd, með fimm aðil-
um úr Englandsbanka og fjórum ut-
anaðkomandi til að ákvarða um
vaxtabreytingar hjá Englands-
banka, en formaður nefndarinnar er
seðlabankastjórinn Eddie George.
Akvörðunin er kynnt á frétta-
mannafundi strax að henni lokinni á
tveggja vikna fresti, og í skýrslu
sem kemur út um ákvörðunina hálf-
um mánuði síðar er tiltekið ná-
kvæmlega hvemig hver og einn
nefndarmanna greiddi atkvæði, auk
þess sem greint er frá rökræðum
nefndarinnar í meginatriðum. St-
arfsaðferðimar miða að því að
ákvarðanir séu skýrar, opnar og
gagnsæjar, bæði gagnvart stjórn-
OPNARA og gagnsærra fyrirkomulag er
við vaxtaákvarðanir seðlabanka Bretlands,
Englandsbanka, en í nokkru öðru landi.
Sverrir Sveinn Sigurðarson ræddi við
Willem H. Buiter, en hann situr í peninga-
málanefnd Englandsbanka, sem stýrir
vaxtastigi í Bretlandi.
völdum og almenn-
ingi, og að meðlimir
nefndarinnar séu
ábyrgir gegnum það,“
segir Willem Buiter
og segir einnig að oft
sé afar erfitt að taka
þessar ákvarðanir
vegna þess hve afleið-
ingarnar af vaxta-
breytingum séu víð-
tækar. Þetta sé afar
ólíkt því að halda fyr-
irlestur í háskóla.
Nefndinni er
ákvörðunum sínum
ætlað að vinna að
ákveðnu verðbólgu-
markmiði, sem í dag
er 2,5%, en jafnframt
að styðja við ef hægt
er markmið ríkis-
stjómarinnar á sviði
hagvaxtar og at-
vinnustigs. „I þeim
málum skiptir máli að
það telst bæði vera
andstætt markmiðum ef verðbólga
mælist svo yfir eða undir þeim
mörkum sem sett hafa verið,“ segir
Willem H. Buiter, og bætir við að-
spurður að verðbólga í Bretlandi
hafi verið í takt við markmið stjóm-
valda þó erfitt sé að ákvarða með
árangur nefndarinnar þar sem lang-
ur tími líði frá vaxtaákvörðun til
áhrifa á verðbólgu, jafnvel svo mik-
ið sem tvö ár. „En þetta hefur geng-
ið óvenju vel, eigin-
lega of vel,“ segir
Willem Buiter.
Hvað samanburð
við aðra seðlabanka
áhrærir segir Buiter
að kerfið sem komið
var á í Englands-
banka sé það opnasta
og gagnsæjasta við
ákvörðun vaxta seðla-
banka sem um getur.
„Fyrirkomulag vaxta-
ákvarðana hjá banda-
ríska seðlabankanum
er lokaðra en hjá okk-
ur, og evrópski seðla-
bankinn er nokkram
húsalengdum á eftir
okkur hvað opnun og
gagnsæjar stjóm-
valdsaðgerðir varðar,“
segir Willem Buiter.
Opnunin er
lykilatriði
Fyrirkomulag
vaxtaákvarðana við Englandsbanka
hefur hlotið lof, en einnig gagnrýni
frá aðilum sem segja að hið opna
fyrirkomulag sé vatn á myllu óstöð-
ugleika og spákaupmennsku.
„Ég tel að gagnrýnin sé vitleysa.
Þú getur ekki verið of opinskár um
ákvarðanir sem þessar. Tvær
ástæður em fyrir því. Fyrst er að
þetta sé eina gæðastjórnunartækið
sem við höfum varðandi gæði
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
WILLEM H. Buiter:
Grundvallaratriði
vaxtaákvarðana
seðlabanka er að for-
sendur ákvörðunar-
innar séu ölluin ljós-
ar, því það er eina
raunhæfa „gæða-
stjórnunartækið“.
ákvarðana, þ.e. að forsendur þeirra
séu þekktar, sem ekki er fyrir
hendi ef leynd er látin hvíla á þess-
um ákvörðunum. í öðru lagi eru
lýðræðislegar ástæður. Rétturinn
til að vita forsendur ákvarðana eru
lykilvörn borgaranna gegn of
valdamiklum yfirvöldum," segir
Willem Buiter. „Vissulega er
óþægilegt ef ég hef tekið ranga
ákvörðun í ágúst 1998 og það er nú
í opinberum skrám. En það er
engu að síður þar sem mín ákvörð-
un á að vera,. aðgengileg fyrir al-
menning."
Setutími sérfræðinganna fjög-
urra í nefndinni er þrjú ár í senn.
Willem Buiter segir að þessi stutti
tími, samanborið t.d. við 14 ára
setutíma bankaráðsmanna í banda-
ríska seðlabankanum, sé til þess að
fá inn utanaðkomandi sérfræðinga
með fersk viðhorf og öðmvísi sjón-
arhom, og að þeir vaxi ekki saman
við hugsunarhátt innandyra hjá
Englandsbanka. „Það er stofnunin
sem sér fyrir stöðugleikanum, ekki
einstaklingurinn."
Mæli með opinni ákvarðanatöku
við Islendinga sem aðra
Willem Buiter er spurður hvort
það séu einhver atriði sem hann
myndi mæla með að íslendingar
hugleiddu varðandi nálgun við
vaxtaákvarðanir Seðlabankans hér
á landi.
„Ég tel raunar að það skipti ekki
máli hvort það er fjármálaráðherr-
ann, seðlabankastjórinn eða einhver
annar aðili sem tekur ákvörðunina.
Gmndvallaratriðið er að opnun sé
fyrir hendi og forsendur ákvörðun-
arinnar séu öllum Ijósar og aðgengi-
legar. Ef það em nokkrir aðilar sem
taka ákvörðunina saman, látið það
vera ljóst hvort það var einhugur
við ákvörðunina eða ekld. Gefið ekki
í skyn að um einhuga ákvörðun hafi
verið að ræða þegar svo var ekki í
raun. Opnun í stjórnsýslu er af hinu
góða,“ segir Willem H. Buiter að
lokum.
Athuga-
semd frá
Lands-
banka Is-
lands hf.
í Viðskiptablaði Mbl. sl. fimmtu-
dag er vitnað í fyrirlestur sem Ja-
fet Ólafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar hf., flutti á
vorfundi Samtaka verslunarinnar.
Þar sem þar koma fram upplýsing-
ar, sem byggðar em á misskiln-
ingi, vill Landsbankinn koma eftir-
farandi á framfæri:
Fram kemur í tilvitnun í Jafet
að útgerðarfyrirtækið Básafell
hafi verið skráð á Verðbréfaþingi í
ágúst í fyrra, með milligöngu
Landsbankans, á útboðsgenginu
3,84, og er það gengi síðan borið
saman við núverandi markaðs-
gengi.
Staðreynd málsins er sú að
Landsbankinn hafði milligöngu
um að skrá hlutabréf Básafells hf.
á Verðbréfaþingi Islands í júní í
fyrra. Ekkert útboð fór fram sam-
hliða skráningunni. Byrjunar-
gengi hlutabréfanna eftir skrán-
ingu á Verðbréfaþingi var 2,05 en
nýjasta markaðsgengi þeirra er
l, 50. Skráning hlutabréfa á Verð-
bréfaþing íslands er sjálfsögð að-
gerð fyrir stærri hlutafélög sem
uppfylla vilja skyldur sínar sem
almenningshlutafélög og telur
bankinn að það sé stór kostur fyr-
ir fjárfesta að slík skráning fari
fram. Með skráningu á Verð-
bréfaþing íslands er enn betur
tryggt að félag uppfylli skyldur
sínar gagnvart fjárfestum, sem
m. a. felast í reglulegri upplýs-
ingagjöf skráðra félaga.
I tilvitnun í orð framkvæmda-
stjórans í blaðinu sl. fimmtudag
er ruglað saman tveimur óskyld-
um hlutum, annars vegar hluta-
fjárútboði og hins vegar skrán-
ingu á Verðbréfaþing. Sjálfsagt er
og eðlilegt að fjallað sé um verð-
bréfamarkaðinn með opinskáum
hætti, en að sama skapi verður að
gera kröfu til fagaðila sem það
gera að þeir hafi staðreyndir máls
í heiðri.
ARSFUNDUR
LÍFEYRISSJÓÐS SJÓMANNA
Ársfundur Lífeyrissjóðs sjómanna 1999 verður haldinn þriðju-
daginn 15. júní 1999 kl. 16.00 að Hótel Loftleiðum, Þingsal I.
E3
a g s
■f. Venjuleg ársfundarstörf samkvæmt samþykktum sjóðsins.
2. Kynning á nýjum lögum og samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál.
Rétt til setu á ársfundi með málfrelsi og tillögurétti eiga allir
sjóðfélagar svo og elli- og örorkulífeyrisþegar sjóðsins.
Meðlimir fulltrúaráðs eiga rétt til setu á ársfundi með málfrelsi,
tillögu- og atkvæðisrétti.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins þurfa tillögur til ályktunar, sem
taka á fyrir á ársfundi, að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku
fyrir ársfund.
Reykjavík, 19. maí 1999.
Stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna.
Lífeyrissjóður
sjómanna
Þverholt 14 • 105 Reykjavík
Sími 551 5100 • Fax. 562 1940
Kaupmannasamtök íslands
Fj ár s vikatilr aun
svissnesks fyrir-
tækis kærð
KAUPMANNASAMTÖK íslands
hafa kært til Lögreglunnar í
Reykjavík ítrekaðar tilraunir fyrir-
tækisins IT&T AG í Sviss til að hafa
fé út úr íslenskum fyrirtækjum með
því að senda reikninga á þau vegna
skráningar á faxskrá fyrirtækisins,
en ekki hefur verið haft samband
við fyrirtækin vegna þessa og þau
ekki óskað eftir skráningu. Upphæð
reikningsins er tæplega eitt þúsund
svissneskir frankar, eða um 47 þús-
und krónur.
Fram kemur í bréfi Kaupmanna-
samtakanna til lögreglunnar að á síð-
Ferðatöskubönd
með nafninu þínu!
Ármúla 17a - sími 588 1980
J.
asta ári hafi mikið verið fjallað um
samskonar fjársvikatilraunir sviss-
neska fyrirtækisins í fjölmiðlum í
Danmörku eftir að dönsku kaup-
mannasamtöldn og rannsóknarlög-
reglan þar í landi höfðu vakið ræki-
lega athygli á þessu athæfi fyrirtæk-
isins. Dönsk fyrirtæki gátu hins veg-
ar lítið aðhafst annað en að vara fyr-
irtæki við þessu, því í Sviss virtust
ekki vera í gildi lög sem náðu yfir
fjársvik með þessum hætti.
Könnun Kaupmannasamtakanna
hefur leitt í ljós að svissneska fyr-
irtækið hafi sent allmörgum ís-
lenskum fyrirtækjum reikninga af
þessu tagi en fyrirtækin hafi ekki
greitt þá. Vöktu samtökin athygli á
málinu í fyi’ra en nú hefur þeim
borist reikningur fyrir skráningu í
umrædda faxskrá og því hafa þau
farið þess á leit við lögregluna að
hún sendi út viðvörun til fjölmiðla
og vari við þessu fyrirtæki. Jafn-
framt er lögð fram kæra vegna
þessa og óskað eftir að gripið verði
til þeirra mótleikja sem lög og
..xegfeheimila,