Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 40
MORGUNB LAÐIÐ
40 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
Klárast
kampavínið
um árþús-
undamótin?
Öldin og árþúsundið eru að líða sitt skeið
og eflaust munu margir halda upp á þau
tímamót með því að skála í kampavíni.
Steingrímur Sigurgeirsson veltir fyrir sér
þeirri spurningu, sem oft hefur heyrst síð-
astliðið ár, hvort hætta sé á að kampavín
hreinlega seljist upp af þessu tilefni.
ÞEGAR Saddam Hussein
var sem kokhraustastur í
byrjun þessa áratugar hót-
aði hann „móður allra
styrjaida" ef reynt yrði að endur-
heimta Kúveit úr greipum hans.
Hann reyndist síðan ekki jafnbratt-
ur þegar á völlinn var komið. Marg-
ir hafa nú um nokkurra ára skeið
verið að búa sig undir „móður allra
veisluhalda“ í tilefni af því að
tuttugasta öldin er að líða sitt skeið.
Enn á eftir að koma í ljós hvort spár
manna rætist en margt bendir þó til
þess. Hótelherbergi víða um heim
hafa verið fullbókuð um langt skeið
fyrir næstkomandi gamlárskvöld,
þótt vissulega megi færa rök fyrir
því að þá séu menn ári of fljótt á
ferðinni með veisluhöldin.
En þótt ný öld og þar með árþús-
und hefjist líklega ekki formlega
fyrr en 1. janúar 2001 má
búast við mesta fjörinu
þegar árið 1999 breytist í
2000. Hin táknræna merking þess
að 19 breytist í 20 mun líklega vega
þyngra í hugum flestra en stærð-
fræðilegar hártoganir. Jafnvel hér á
íslandi er nokkuð síðan að útlend-
ingar fóru að bóka upp gistirými og
sá sem hyggst halda upp á áramótin
á einhverjum spennandi stað í ver-
öldinni, hvort sem er á Times Squ-
ai-e í New York, Sydney eða í Suð-
urhöfum þar sem fyrst er hægt að
fagna nýju ári og síðan færa sig um
set yfir tímalínu og halda aftur
veislu sólarhring síðar, er líklega of
seint á ferðinni ef hann er ekki búin
að ganga frá sínum málum nú þeg-
ar.
Pegar ég var staddur í Bordeaux
nýlega og snæddi kvöldverð með
eigendum eins af betri chateau-um
Margaux beindist umræðan inn á
þessa braut. Hjónin ætluðu að halda
veislu í höllinni um áramótin og
bjóða þangað vinafólki héðan og
þaðan úr heiminum. Þau áttu hins
vegar ekki orð til að lýsa þeirri
verðbólgu er átt hefði sér stað varð-
andi kostnað í tengslum við slík
veisluhöld. Peir sem seldu mat,
þjónuðu til borðs og sæju um
skemmtiatriði byðu þjón-
ustu sína á allt að fjór-
fóldu verði. Og pöntuðu
menn ekki strax og gengju frá mál-
um væri hætta á að enginn fyndist
til starfans. Að auki var ljóst að
verð myndi hækka með hverjum
mánuðinum fram að áramótum.
Ástæða þess að þau tóku upp
þetta hjal var flaska af Krug-
kampavíni sem tekin var upp fyrir
matinn. Að sjálfsögðu ætluðu þau
að bjóða upp á Krug kvöldið mikla
og svo verður líklega einnig um
fleiri. Því ef einhverjir geta glaðst
yfir árþúsundamótunum eru það
kampavínsframleiðendur. Salan á
kampavíni hefur aukist það gífur-
lega að þeirri spurningu hefur ít-
rekað verið varpað fram hvort
hætta sé á að kampavín hreinlega
klárist áður en árið er á enda og
einhverjir verði þvi að fagna nýju
árþúsundi með óæðri drykkjarfóng-
um.
Sem betur fer er ekki ástæða til
að vera með slíkar hrakspár. I kjöll-
urunum undir borgunum Reims og
Epernay í Champagne-héraði bíða
milljónir og aftur milljónir flaskna.
Hvert kampavínsfyrirtæki liggur að
meðaltali á að minnsta kosti þriggja
til fimm ára birgðum af kampavíni.
Pað er því lítil hætta á að kjallar-
arnir tæmist. Heildarneysla í heim-
inum hefur verið í kringum 270
milljónir flaskna á ári undanfarin ár
og búist er við að neyslan muni auk-
ist um heil tíu til tuttugu prósent á
þessu ári. Það samsvarar 27-54
milljónum flaskna til viðbótar.
Heildarbirgðir kampavínshúsana
nema hins vegar 1,2 milljörðum
flaskna. Það ætti því ekki að verða
neinn skortur á kampavíni í heimin-
um, ekki síst þar sem flest stóru
kampavínshúsin hafa verið að búa
sig undir árþúsundamótin um nokk-
urra ára skeið með því að stigauka
framleiðsluna. Enda verður að taka
slíkar ákvarðanir með góðum fyrir-
vara þar sem betri kampavín þurfa
nokkurra ára geymslu áður en þau
eru sett á markað.
Og þó. Allt bendir til að ákveðnar
kampavínstegundir muni seljast
upp og þegar er orðið erfitt að kom-
ast yfir margar. Þetta á hins vegar
fyrst og fremst við um árgangs-
kampavín, sem framleidd eru í tak-
mörkuðu magni þegar vel árar.
„Venjuleg" kampavín eru hins veg-
ar ekki árgangskampavín heldur
blanda úr nokkrum árgöngum.
Hafi menn hug á að skála í til-
teknu kampavíni frá tilteknum ár-
gangi gæti verið skynsamlegt að
fjárfesta nú þegar í árþúsunda-
kampavíninu. Það er ekki víst að
það verði til í hillum verslana þegar
nær dregur áramótum. Arin 1988,
1989 og ekki síst 1990 voru stór-
fengleg ár þegar árgangskampavín
eru annars vegar og eftirspurn eftir
þeim er gríðarleg.
Að auki hafa eða munu flest
kampavínshús setja á markað sér-
stök „árþúsundakampavín", yfirleitt
góð árgangskampavín í glæsilegum
umbúðum, sem seld verða á upp-
sprengdu verði.
Ekki virðist hins vegar vera
hætta á miklum verðhækkunum á
venjulegu kampavíni þrátt fyrir
stóraukna eftirspurn. Astæða þess
er m.a. fyrmefnd framleiðsluaukn-
ing á síðastliðnum árum en einnig
að kampavínsframleiðendur hafa í
sífellt auknum mæli áhyggjur af
framtíðinni. Lífinu eftir árþúsunda-
mót. Timburmönnunum. I samtöl-
um við fulltrúa kampavínshúsa á
síðustu mánuðum hefur komið
greinilega í ljós að þeir hafa af
þessu miklar áhyggjur. Hvað ef fólk
fær hreinlega nóg af kampavíni eft-
ir þessi miklu veisluhöld? Fer að
prófa eitthvað annað? Það síðasta
sem menn vilja gera er að grafa
undan markaðinum með því að
hækka verð til að ná inn
skyndigróða, að minnsta kosti þeir
sem vilja tjalda lengur en til einnar
nætur. Kampavínsframleiðendur,
líkt og framleiðendur í flestum öðr-
um af betri vínhéruðum Frakk-
lands, hafa oftar en einu sinni
brennt sig á því að telja sig
ómissandi og ósnertanlega. Mark-
aðurinn hefur hins vegar aftur og
aftur kennt þeim þá lexíu að ekki er
hægt að komast upp með hvað sem
er og að alltaf séu til valkostir.
Hvað með öll þessi yndislegu freyði-
vín frá Kaliforníu og Ástralíu? Von-
andi gleyma menn ekki þeirri lexíu
er hasarinn eykst.
Sælkerinn
Hvað er gáfur?
GYLFI ÁSMUNDSSON SÁLFRÆÐINGUR SVARAR SPURNINGUM LESENDA
Spurning:Hvað eru gáfur og
hvernig er hægt að mæla þær?
Svar: Gáfur eða greind eru um
margt óljós hugtök, sem fræði-
menn hafa átt erfitt með að skil-
greina nákvæmlega. í flestum
skilgreiningum kemur þó fram að
í greind felist hæfileikinn til að
læra nýja hluti, leysa ný verkefni
eða laga sig að nýjum aðstæðum.
Á seinni hluta nítjándu aldar
fengu sálfræðingar það verkefni
að hanna aðferðir til að segja fyrir
um það með þar til gerðum próf-
um, hvernig bömum mundi ganga
í skóla. Var það einkum í þeim til-
gangi að finna þau börn fljótt sem
væru á eftir og þyrftu á sér-
kennslu að halda. Þessi próf höfðu
því þann tilgang að spá fyrir um
námshæfileika. Skilgreining á
greind hefur því síðan falið í sér
að verulegu leyti hæfíleikann til
náms, en jafnframt kom í ljós að
greind var mælikvarði á það
hvernig fólk stóð sig í daglegu lífi
og réð fram úr daglegum vanda-
málum.
Fyrsta eiginlega gi'eindarprófið
af þessu tagi var tekið í notkun í
Frakklandi fyrir réttum hundrað
árum og var höfundur þess
franski sálfræðingurinn Binet.
Hann leit svo á að greind væri
margþættur eiginleiki eða safn
hæfileika. Þessir hæfileikar íylgd-
ust að, þannig að sá sem sýndi
hæfileika á einu sviði var líklegur
til að hafa góða hæfileika á öðrum
sviðum einnig. Þessi sameiginlegi
hæfileiki var nefndur almenn
greind. Hins vegar gátu einstak-
lingar einnig haft hæfíleika sem
tengdust almennri greind aðeins
að litlu leyti og vom þeir nefndir
sérhæfileikar. Aðrir fræðimenn
lögðu síðar áherslu á meiri að-
greiningu nokkurra meginþátta
greindar, svo sem málskilning,
skynjunarnæmi eða reiknihæfí-
leika, þannig að uppbygging
greindarprófa hefur orðið dálítið
mismunandi eftir þessum áhersl-
um.
Greindarpróf em hönnuð á
þann veg að allir standi jafnt að
vígi við töku þeirra. Fyrirmæli og
matsreglur em t.d. alltaf eins. Til
þess að greindarpróf sé nothæft
þarf fyrst að staðla það á hópi
fólks sem er valinn þannig að
hann endurspegli þann heildarhóp
eða þýði, t.d. aldurshóp, sem nota
á prófið við. Árangur stöðlunar-
hópsins er síðan notaður til við-
Gáfur og
greind
miðunar, þegar einstaklingur er
prófaður, og niðurstaðan segir
einfaldlega til um hvernig sá próf-
aði stendur sig í samanburði við
viðmiðunarhópinn. í almennum
greindai-prófum er niðurstaðan
gefin sem greindarvísitala, þar
sem 100 er meðaltal. Þeir sem fá
greindarvísitölu undir 70 eru
metnir þroskaheftir, frá 70-90
laklega greindir, 90-110 meðal-
greindir, 110-130 vel greindir, og
þeir sem em yfir 130 teljast af-
burðagreindir. í prófum sem
mæla þrengra hæfileikasvið er
gjarnan stuðst við hundraðsröð,
þannig að þeir sem t.d. fá árangur
við 70 hundraðsröð em betri en
70% viðmiðunarhópsins en lakari
en 30% hans. í dag eru greindar-
próf ekki aðeins notuð til að meta
námshæfileika skólabama eins og
upphaflegi tilgangur þeirra var.
Þau eru nú mikið notuð við al-
mennar geðrannsóknir, ekki að-
eins til að mæla greindina heldur
til að fá yfirlit yfir styrkleika og
veikleika í vitsmunalegi'i starf-
semi, svo sem í hugsun, skynjun,
minni, verklagi, úthaldi og einbeit-
ingu. Þá eru þau liður í því að
meta skerðingu á einstökum hæfi-
leikum, sem rekja má til áfalla á
miðtaugakerfi eftir slys eða sjúk-
dóma.
Margar rannsóknir hafa verið
gerðar til að meta áhrif erfða ann-
ars vegar og umhverfis hins vegar
á greind. Komið hefur í ljós að
erfðaþátturinn er mjög sterkur.
Ef bornir eru saman óskyldir ein-
staklingar sem ekki alast upp
saman er engin íylgni á milli
greindar þeirra. Séu þeir aldir
upp saman hækkar fylgnin. Hjá
eineggja tvíbumm sem ólust upp
hvor í sínu lagi reyndist fylgnin
mjög veruleg (0,75), en hjá þeim
sem ólust upp saman var hún enn
hærri (0,9). Talið er að um 20%
greindar megi rekja til umhverfis
en 80% til erfða. Hagstæðir um-
hverfisþættir verða þó að vera til
staðar til þess að erfðaeiginleik-
amir fái að njóta sín. Þeir um-
hverfisþættir sem virðast skipta
mestu máli fyrir þróun greindar
em næring, heilsa, tilfinningaleg
tengsl og sú örvun sem barnið fær
frá umhverfi sínu.
Hér á undan hafa hugtökin gáf-
ur og greind verið lögð að jöfnu.
Nokkur blæmunur er þó á notkun
þessara orða. Islendingar hafa
löngum metið gáfur umfram flesta
aðra mannkosti. í bók Guðmundar
Finnbogasonar, íslendingar, tek-
ur hann saman úr ævisögum al-
gengustu lýsingarorð sem notuð
em um þá sem fjallað er um. Orð-
in gáfaður, gáfumaður og skyld
orð em þar oftast notuð þegar
lýsa á mannkostum þeirra sem
ritað er um. Gáfumenn vora þá
einkum andans menn og snilling-
ar, oft skáld. Gáfumenn voru þó
ekki alltaf gæfumenn, en þeim var
margt fyrirgefið út á gáfur sínar.
Greindur maður er síður notað
um slíka menn. Greindur maður
er fyrst og fremst skynsamur og
farsæll í lífí sínu og fer það betur
saman við hina sálfræðilegu notk-
un orðsins í dag.
• Lescndur Morgnnblaðsins geta
spurt sálfræðinginn um það sem
þeim liggur á ly'arta. Tekið er á
móti spurningum á virkum dögum
milli klukkan 10 og 17 f síma
5691100 og brófum eða símbréfum
merkt: Vikulok, Fax: 5691222.
Eniifremur símbréf mcrkt: Gylfí
Ásmundsson, Fax: 5601720.