Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 44

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 44
44 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. NÝ RÍKISSTJÓRN NÝ ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Frarasóknarflokks tók við völdum í gær. Þetta er þriðja ráðuneyti Davíðs Oddssonar, sem nú á að baki tvö samfelld kjörtímabil sem forsætisráðherra og er að hefja það þriðja. Þetta er eins- dæmi í sögu lýðveldisins. Þótt skipting ráðuneyta milli stjórnarflokkanna sé óbreytt frá hinu fyrra kjörtímabili taka fimm nýir ráðherrar sæti í ríkisstjórninni. Ráðherrum er fjölgað um tvo en þar að auki hafa þrír ráðherrar látið af störfum á síðustu vikum. Það er auðvitað álitamál, hvort tilefni sé til að fjölga ráð- herrum. Reynslan sýnir að það er ekki hentugt að ráðuneyti landbúnaðarmála og umhverfísmála séu á sömu hendi. Rök- in fyrir því, að þetta geti valdið vandkvæðum vegna sjávar- útvegsráðuneytis og dómsmálaráðuneytis, eru ekki jafn augljós. Hins vegar er ljóst, að umsvif allra ráðuneyta hafa aukizt verulega. Hætta er á því, að t.d. dómsmálaráðuneyti og þar með þau mál, sem undir það heyra, verði afskipt, þegar sami ráðherra er í sjávarútvegsráðuneyti, sem er kröfuhart um athygli og ákvarðanir. Þess vegna getur farið svo, að mikilvæg málefni verði útundan í stjórnsýslunni. Hitt er svo annað mál, að vel má vera, að tímabært sé að stokka upp ráðuneytin, sem hafa með atvinnumál að gera. Nýjar atvinnugreinar eru að ryðja sér til rúms en áherzlan kannski of mikil á gamlar atvinnugreinar, sem hafa verið að dragast saman, eins og t.d. landbúnaðinn. Konum fjölgar í ríkisstjórninni og er það eins og vera ber. Þær eru nú þrjár og stefnt að því að þær verði fjórar á síð- ari hluta kjörtímabilsins. Halldór Blöndal lætur nú af störfum eftir að hafa gegnt ráðherrastarfi í samfellt átta ár. Halldór Blöndal á að baki farsælan ráðherraferil og hefur verið helzti forystumaður Sjálfstæðisflokksins á landsbyggðinni um árabil. Því hefur verið lýst yfir, að stjórnarflokkarnir styðji hann til þess að verða kjörinn forseti Aiþingis, sem er orðið eitt virðingar- mesta embættið í landinu, eftir þær breytingar, sem orðið hafa á því undanfarin ár, og þá ekki sízt á síðasta kjörtíma- bili. Nýrri ríkisstjórn fylgja góðar óskir um farsæld í störfum en margt bendir þó til, að þetta nýja kjörtímabil verði erfið- ara fyrir stjórnvöld en hið síðasta. Það mun því reyna veru- lega á hæfni og starfskrafta ráðherranna. VAXTAHÆKKUN VEGNA ÞENSLU BANKAR og sparisjóðir munu hækka vexti á inn- og út- lánum um næstu mánaðamót. Landsbankinn varð fyrst- ur til að ríða á vaðið og tilkynnti ákvörðun sína fyrir nokkrum dögum. Mest verður vaxtahækkun hans á neyzlu- lánum og óverðtryggðum lánum, eða allt að 0,4%, en inn- lánsvextir hækka frá 0,1%-0,7% og er hækkunin mest á inn- lánsreikningum, sem ætlaðir eru fyrir reglubundinn sparn- að. Búast má við, að vaxtahækkanir annarra banka, svo og sparisjóða, verði á svipuðum nótum. Landsbankinn rökstyður vaxtahækkanirnar með því, að nauðsynlegt sé að slá á þensluna í þjóðfélaginu og hamla þar með gegn vaxandi verðbólgu. Er þar vísað til viðvarana Seðlabankans, Þjóðhagsstofnunar, Alþjóðagjaldeyrissjóðs- ins og fleiri vegna þenslunnar í efnahagskerfinu. Þá vísa Landsbankamenn til vaxtahækkunar Seðlabankans í febrú- armánuði sl. og reglna um lausafjárskyldu, sem koma að fullu til framkvæmda 21. júlí nk. Ekki fer milli mála, að ofhitnun hefur verið í efnahags- kerfínu að undanförnu, og full ástæða er til ráðstafana til að slá á hana. Vaxtahækkun er ein leiðin til þess. Ástæða er þó til að benda á, að bankarnir hafa sjálfir stuðlað að aukinni þenslu í efnahagslífinu með stórfelldri útlánaaukningu síð- ustu misserin. Fjármálakerfíð hefur beinlínis haldið neyzlu- lánum að almenningi. Þó er ástæða til að fagna því, að bankakerfið vill gera sitt til að slá á þensluna, svo framar- lega sem markmiðið er ekki að auka vaxtamun sjálfum sér til handa. Miklar breytingar hafa orðið í starfsumhverfi íslenzka bankakerfisins síðustu árin og verður það nú að taka tillit til samkeppni við erlenda banka, sem m.a. hafa getað boðið lægri vexti. Þess vegna er álitamál hversu árangursrík að- gerð vaxtahækkun er. Samkeppnin mun fara vaxandi á næstu árum og þess vegna þarf vaxtastigið hér á landi að færast í svipað horf og það sem gerist í helztu viðskipta- löndum íslendinga. Þessi samkeppni kallar á aukna hagræð- ingu og lækkun kostnaðar í bankakerfínu hér á landi, m.a. með sameiningu banka. Forsætisráðherra segir stefnuyfírlýsinguna sýna aðhalc Aðgerðir munu si allt kjörtímabi Auka á skattaívilnanir, samræma orkuverð, selja hlutabréf fyrir tugi milljarða, sam- kvæmt því sem fram kemur í stefnuyfirlýs- ingu ríkisstjórnarflokkanna. Jóhannes Tómasson ræddi við Davíð Oddsson forsætisráðherra um nokkur atriði hennar. Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVÍÐ Oddsson er forsætisráðherra í þriðju ríkisstjórninni í röð sem hann hefur myndað. RIÐJA ríkisstjórnin sem mynduð er undir forsæti Da- víðs Oddssonar hefur tekið við. Er fátítt, ef ekki eins- dæmi hérlendis, að sami maður hafi myndað þrjár ríkisstjórnir í röð. Áður en farið er út í að fjalla um einstök at- riði stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnar- flokkanna er forsætisráðherra inntur eftir því hvaða skýringar gætu verið á þeiri-i velgengni. „Eg hef ekki velt því mikið fyrir mér en ef ég hugsa upphátt þá get ég til dæmis skýrt það þannig að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur verið óvenju samhentur á þessum tíma og það gef- ur formanninum allt aðra stöðu heldur en þegar sviptingar og deilur milli manna eða iylkinga setja svip sinn á flokk. Annars er þetta verkefni fyrir stjómmálafræðinga.“ Eitt af áhersluatriðum stefnuyfir- lýsingarinnar er að tryggja stöðug- leika í efnahagsmálum, skapa skilyrði fyrir hagvöxt og auka sparnað. For- sætisráðherra er beðinn að nefna hvemig ná eigi þessum markmiðum. Stöðugleiki tryggður áfram „Þessa markmiðs er gætt í allri yf- irlýsingunni. Þegar menn koma að kosningum og hafa viljað gera kjós- endum til hæfis eins og flokkarnir eru þá veikir fyrir er hætt við að upp komi atriði er kalla fremur á útgjöld en stöðugleika. Þess vegna er alls staðar settur fyrirvari með beinum eða óbeinum hætti um útgjaldaáformin. Við getum til að mynda litið á skatta- stefnuna þar sem talað er um að lækka eignaskatta, gera persónuaf- slátt að fullu færanlegan milli hjóna og huga að stöðu persónuafsláttar barna. Síðan segir efnislega að skatta- breytingar skuli gerðar með þeim hætti að þær hafi ekki neikvæð áhrif varðandi þjóðarbúskap og þenslu. í annan stað er sagt að ríkissjóður skuli rekinn með verulegum afgangi, hann sé ekki aðeins réttum megin við strikið heldur verulegt borð fyrir báinj. Þriðja atriðið er að gert er ráð fyrir sparnaðarátaki af hálfu ríkisins og síð- an eru tilgreind nokkur atriði svo sem að auka möguleika fólks á að efla líf- eyrissparnað og með öðrum hætti eins og hlutabréfakaupum. Það eru því mjög mörg atriði í sáttmálanum sem tengjast vilja stjórnarflokkanna til að tryggja áframhaldandi stöðugleika. Það er búist við að verðbólgan geti orðið eitthvað hærri milli ára en spáð var, jafnvel 3%. Ég tel það ekki stór- fellt hættumerki, á uppgangstímum losnar nokkuð um verðlagið og við því er ekkert að segja. Menn verða bara að gæta sín og við sjáum þegar merki um að viðskiptahallinn fer minnkandi og við sjáum einnig merki þess að verð á afurðum okkar, sem hefur verið gott í mörgum greinum, hefur náð botni í öðrum eins og lýsi og mjöli og við sjá- um líka að verð er að hækka á áli sem er okkur mikilvægt." Forsætisráðherra sagði stefnuyfir- lýsinguna yfirleitt ekki tilgreina sér- stakar útfærslur, hér væri um stefnu að ræða en ekki beina verkefnaskrá. Það væri verkefni ráðherranna tólf að út- færa hana. „Almennt séð verður beitt aðhaldssamri hagstjóm, það er vilji til þess í báðum stjórnarflokk- unum.“ Fram kemur í stefnuyf- irlýsingunni að auka eigi skattaíviln- anir vegna hlutabréfakaupa, sem Da- víð segir að dregið hafi verið úr síð- ustu árin, en verði jafnvel auknar á ný og að fyrirtæki fái skattaívilnanir vegna nýsköpunar. En hvernig verður slíkri tekjuminnkun ríkissjóðs mætt? Ekki verður rokið í neitt „Þar er þess að gæta að við erum tala um aðgerðir á heilu kjörtímabili, það verður ekki rokið í neitt með gassagangi. Ég get nefnt sem dæmi persónuafslátt sem færanlegu er milli hjóna, nú 80%, kannski 85% við næstu fjárlagagerð, síðan 90% og þannig áfram uns markinu er náð og það án þess að ragga bátnum um of.“ Áætlað er að breyta skipulagi orku- mála, innleiða samkeppni, lækka orkuverð og samræma. Hvemig fer það verkefni af stað? „Við höfum lagt fram áætlanir í framhaldi af mikilli vinnu nefndar með fulltrúum allra hagsmunaaðila orkumála og í annan stað hafa menn talið að við ættum frá og með næsta ári að geta lækkað orkuverð um 3% á ári að raungildi í 10 ár. Þá hefði raf- orka lækkað að raungildi um 30% til almennings á þessum tíma. Síðan hafa menn tekið fyrstu skref í átt að auk- inni samkeppni varðandi rýmri heim- ildir tO virkjana á vegum annarra veitna en Landsvirkjunar, svo sem Rafmagnsveitu ríkisins og staðbund- inna orkuveitna, svo sem Hitveitu Suðurnesja, Nesjavalla og nú síðast á Norðurlandi í sama augnamiði. Það er því búið að skoða marga kosti þess að auka samkeppni sem ég hygg að æ fleiri séu sannfærðir um að sé hægt. Áður héldu menn að slíkt væri ómögu- legt,“ segir Davíð og leggur áherslu á að hér muni menn flýta sér hægt. Þýðingarmikið sé að Landsvirkjun verði áfram öflugt fyrirtæki, hún sé þekkt á sviði orkuöflunar og það skipti máli t.d. varð- andi vaxtakjör og annað þegar stórverkefni eru annars vegar. En verður unnt að samræma orku- verð og innleiða jafnframt sam- keppni? „Jú, en þarna er reyndar verið að blanda saman samkeppni og félags- legri aðgerð og það var ákveðið í tengslum við breytingu á kjördæma- skipun að setja um 270 milljónir á ári næstu árin þar til menn ná því sem við höfum kallað meðalverð í raforku- og hitakostnaði um landið allt. Þama má þó ekki ganga svo langt að draga úr vilja manna til að leita nýrra leiða.“ Lög um fiskveiðistjórn endurskoðuð Vinna á að sem víðtækastri sátt um fiskveiðistjórnun og forsætisráðherra er spurður hvernig því verði háttað: „Áætlanir okkar um fiskveiðistjórnun draga mjög dám af þeim ræðum sem formenn stjórnarflokkanna fluttu hvor um sig á landsfundum sínum, annars vegar að viðhalda því sem menn telja farsælt og hafa skilað ár- angri fyrh- þjóðina í heild en jafnframt er undirstrikuð nauðsyn þess að ganga í þá endurskoðun sem lög um stjóm fiskveiða mæla fyrir um að í skyldi farið í framhaldi af dómi Hæstaréttar. Það skýrir vilja ríkis- stjómarinnar til að takast á við þetta verkefni sem margir telja að hægt sé að finna lausn á án þess að hafa bent á það.“ Með nefnd sem skipa á strax til að endurskoða lögin segir Davíð Oddsson þessi fyrirmæli laganna und- irstrikuð. Þá er í fyrsta sinn sett inn í sáttmála flokkanna ákvæði um að greinin taki í auknum mæli þátt í kostnaði við eftirlit, þjónustu og hvers kyns rannóknir í þágu hennar eftir því sem afkoma hennar leyfir. Halda á áfram einkavæðingu ríkis- fyrirtækja, selja á hluta- __________ bréf í bönkunum og hefja Jarð undfrbúning að sölu f"’- . Landssímans. Var ekki J* slíkur undirbúningur haf- nlut ril inn? “““““““ „Þetta er merki um tvennt. Menn vilja stefna að sölu Landssímans en um leið fara með gát og fara í ná- kvæmar viðræður milli stjómarflokk- anna um hvemig það verður gert. Það verður gert en flokkamir telja sig þurfa meiri tíma til að undirbúa sig og landsmenn undir þessa sölu. Þetta er málamiðlun milli sjónarmiða," segir Davíð og bætir við að flokkarnir muni ná saman. Einnig er í þessum kafla sáttmálans talað um að ríkið fái hámarksverð fyr- ir eign sína í bönkunum. „Við getum „Ríkið jafnar mun á fast- eignagjöldum“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.