Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 48

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 48
48 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MARGMIÐLUN MORGUNBLAÐIÐ Fer betur í hendi og vasa Til hamingju 10. bekkingar Tilag fslenskra bókaútgefenda og Prentsmiðjan Oddi hf. óska öllum þeim sem ljúka nú grunnskólanámi bjartanlega til bamingju meö mikilvægan áfanga í lífi sínu. Heiilaóskunum fylgir bókargjöf sem nemendur fá afhenta við útskrifb' skólunum Með náminu undanfarin ár bafa 10. bekkingar unnið til verðskuidaðra verðlauna en jafnframt á gjöfin að vera hvatning til áframhaidandi afreka í framtíðinni. Þetta er í þriðja sinn sem bókaútgefendur og Oddi bf. heiðra 10. bekkinga við skólalok. Bókin sem útskriftarnemendur fá á þessu vori er Nú skyldi ég blæja- safn íslenskTa þjóðsagna og ævintýra sem jafnaldrar þeirra, nemendur úr 10. bekk Valhúsaskóla og Viðistaöaskóla, bafa valið. FÉLAG ÍSLENSKRA BÓKAÚTGEFENDA PRENTSMIÐJAN Enginn jafnast á við 9110 IENGU hefur þróunin verið eins ör undanfarin misseri og símatækni, símamir hafa orð- ið sífellt minni og meðfæri- legri um leið og verð hefur lækkað til muna í takt við aukna út- breiðslu. Samhliða þessu hefur tækninni fleygt svo fram að mönn- um þykir ekki nóg lengur að hægt sé að hringja í símann og úr hon- um, hann verður að geyma síma- númerabók, minnisbók, dagbók, búnað fyrir tölvutengingu, innrautt tengi og einhverja leiki, svo fátt eitt sé talið. Símaframleiðendur um allan heim keppast nú sem mest þeir mega við að sameina í eitt með- færilegt tæki síma og lófatölvu og þannig mátti til að mynda sjá á CeBIT sýningunni í mars síðast- liðnum á þriðja tug frumgerða slíkra síma. Eðlilega voru þeir mjög misjafnir að gerð þótt mögu- leikamir hafi verið áþekkir, og mjög var misjafnt milli fyrirtækja hversu vel á veg þau voru komin með síma. Nokia símafyrirtækið hefur talsvert forskot í þessum efn- um, því það setti á markað fyrir löngu slíkan síma, meðan önnur fyrirtæki voru enn að átta sig á hugmyndinni, og í febrúar síðast- liðnum kom út önnur gerð sem hef- ur marga kosti umfram hinn og ansi drjúgt notagildi. Símaframleiðendur keppast um að bræða saman síma og tölvu. Arni Matthí- asson skoðaði nýjan Nokia-síma sem hann segir gefa Nokia mikið forskot á aðra framleiðendur. íst að hægt er að velja mis- munandi skrá eftir því hver mn er ekki stór Einnig er þægilegt að nota sím- ann fyrir SMS-skilaboð eins og gefur að skilja, furðu þægilegt er að senda og sækja símbréf og svo má telja, en vissulega er hængur á að ekki sé íslenskt lyklaborð upp sett í vélinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Geoworks ætti ekki að vera ýkja erfitt að setja upp ís- lensku á símanum og vonandi að það verði gert sem fyrst. Nokia 9110 er vitanlega hefð- bundinn GSM sími en til viðbótar er hægt að nota hann sem hátal- arasíma, þ.e. margir geta talað í hann samtímis, og hátalarinn er prýðilegur. I sím- anum er dagbók- arforrit, sam- skiptaskrá, símbréfshug- búnaður, póstforrit, SMS-forrit, heimsldukka, tónlistarfor- rit, telnet, terminal og ftp og svo má telja. Skjár- mynda þegar búið er að setja inn geðþekka rödd Erics Cartmans. Þrátt fyrir gríðarlega notkunar- möguleika er ekki ýkja flókið að nýta sér flesta algengustu mögu- leika símans og til að mynda er ótrúlega einfalt að nota símann til að kíkja á tölvupóst eða fara inn á Netið, þótt ekki séu allar slóðir vel til þess fallnar. Palm-slóð Frétta- vefjar Morgunblaðsins, www.mbl.is/palm, kemur bráðve! út á svo litlum skjá og mörg vefset- ur ytra hafa komið sér upp slíkum slóðum fyrir lófatölvur sem henta þá vel fyrir 9110-símann. en nýtist vel, er ágætlega skýr og með baklýsingu ef vill. Símanum fylgir minniskort sem einnig er hægt að nota til að mynda í stafræna myndavél og þannig senda myndir með aðstoð símans. Eins má senda myndimar á milli með innrauðri tenginu og þess má og geta að hægt er að nota símann sem mótald, þ.e. tengja hann við fartölvu og tengjast Netinu í gegn- um hann. Eins og getið er náði Nokia for- skoti með 9100 símanum og eykur það til muna með 9110-gerðinni. Enginn sími er á markaði sem jafn- ast á við 9110 í notagildi og hag- ræði og í raun er það eitt út á hann að setja að hann styður ekki ís- lensku. Fyrri gerð símans kallaðist Nokia 9100, en ný gerð hans heitir Nokia 9110. 9110-gerðin er minni um sig en sá gamli, fer betur í hendi og vasa, þótt hann sé heldur stærri en GSM-símar almennt. I símanum er hægt að gera ým- islegar kúnstir hvað varð- ar upphringingar; hægt að velja grúa stillinga, en best af öllu er að hægt er að setja inn eigin hljóðbúta eða skrár á wav-gagnasniðinu. Þegar við bæt- • Nokia 9110 er 158 x 56 x 27 mm og vegur um 253 grömm. Rafhlaðan dugir í sex tíma tal eða 170 tíma í bið. Ef slökkt er á símanum endist rafhlaðan í 400 tíma. • í símanum er AMD 486 ör- gjörvi. Síminn er búinn undir væntanlegan 14.400 gagnahraða- staðal og styður helstu tölvu- póststaðla. Stýrikerfið er GEOS 3.0 frá Geoworks. • Hægt er að flytja hugbúnað fyrir Nokia 9000 yfir í Nokia 9110 með lítilvægum breyting- um. Nokkuð er til af hugbúnaði fyrir símann og fylgir á diski meðal annars samskiptabúnaður fyrir borðtölvur, töflureiknir, leikir, telnet-forrit og einnig minitel-hermir, ftp-forrit og svo má telja. A disknum eru einnig prentarareklar og reklar fyrir innrauð samskipti. • Forritunarmálið sem notað er við smíði hugbúnaðar fyrir Nokia 9000/9110 er sérstök gerð af C og því ætti að vera tiltölulega auð- velt fyrir forritara að setja sam- an fyrir hana hugbúnað. • Stýrikerfið er fjölvinnslukerfi, þ.e. hægt er að skipta á milli for- rita án þess að þurfa að slökkva á þeim. • Með símanum fylgir hugbún- aður á geisladiski sem gerir kleift að samhæfa til að mynda símanúmeraskrá, dagbók eða tenglaskrá á milli einkatölvu og símans. Hægt er að flytja gögn í og úr Outlook 97/98, Schedule+ 7.x og Lotus Organiser 97. Á disknum er einnig safn af wav- skrám sem hægt er að nota í símann. • Minni í símanum er 2MB, en einnig er hægt að setja í hann minniskort áþekk þeim sem not- uð eru í stafrænar myndavélar og þá má vista í honum talsvert af gögnum. Hægt að vista í sím- anum wav-skrár, en einnig er innbyggt upptökuforrit. Slíkar skrár eru all rúmfrekar og því fylgir hugbúnaður sem þjappar þeim saman til notkunar í sím- anum. • Á símanum er innrautt tengi. • Styður IRDA, Ir-TranP og RS-232. Styður POP3 eða IMAP4 SMTP póststaðla. Les gagnasniðin ASCII JPEG og GIF, en fylgjur með tölvupósti er hægt að lesa inn á PC-tölvu og opna þar. Styður TCP/IP og HTML/HTTP og einnig teng- ingar við Lotus Domino og Oracle Solid Light Client. Nintendo 64 í sókn ÞRÁTT fyrir væntanlegar 128 bita leikjatölvur eru Nintendo-menn ekki af baki dottnir með Nintendo 64- vél sína. Ný 128 bita vél kemur frá fyrirtækinu á næsta ári en fram að því á að moka út gömlu gerðinni, meðal annars með ýmsum viðbætuin. Nintendo 64 er fullkomn- asta leikjatölva á markaði nú um stundir og stjórar Nintendo vilja veg hennar sem mestan fram að því að ný vél kemur á markað. Meðal nýjunga sem brydda á upp á til að auka áhuga leikjavina á tölvunni er að tengja má við hana mynda- vél áþekka þeirri sem hægt er að kaupa fyrir Game Boy og þannig gætu leikendur til að mynda sett eigin and- iit á hetjur eða ófreskjur í leikjum. Hugsanlega verður þessi tækni tibúin þegar framhaldið af Goldeneye kemur á markað og þá geta leikendur brugðið sér í hlutverk spæjara 007. Framhaldið heitir annars Perfect Darkl og óhætt að spá því metsölu í ljósi þess að Goldeneye hefur selt í milljóuum eintaka. Af fleiri áhugaverðum Nintendo 64 leikjum má nefna fyrsta Star Wars Epis- ode One-leikinn sem kemur út í næsta mánuði, Donkey Kong 64-, og Pokemon-leik.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.