Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 50

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 50
50 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Viggó Jónsson, Rauðanesi, fæddist í Reykjavík 27. desember 1908. Hann lést í Sjúkra- húsi Akraness 19. maí siðastliðinn. Foreldrar Viggós voru Guðbjörg Sig- urðardóttir, f. 22.8. 1883, d. 14.9. 1964, og Jón Ólafsson, f. 17.4. 1885, d. 3.11. 1957. Hálfsystkini Viggós samfeðra voru Ragnhildur Ágústa, f. 1.8. 1912, d. 28.8. 1987; Ingibjörg, f. 8.10. 1913, d. 20.3. 1966; Ólafur Þór- ir, f. 28.10. 1914, d. 30.3. 1996, og Guðmundur Kristinn, f. 5.5. 1928. Viggó kvæntist 30. maí 1936 Ingveldi Rósu Guðjónsdóttur frá Feijubakka, f. 2.8. 1916, d. 31.7. 1993. Börn þeirra eru: 1) Guðjón Þráinn, f. 12.2. 1939, kona hans er Oddný Kristjáns- dóttir, eiga þau fimm börn og fimm bamaböm. 2) Sigurbjörg, f. 29.5. 1940, maður hennar er Ingibergur Bjarnason, eiga þau Elsku pabbi, ég ætla að kveðja þig með fáeinum orðum. Þetta varð eins og búið var að segja okkur, að þú færir nokkuð snögglega. Hefði mig grunað, þegar ég kvaddi þig og þú varst að bíða eftir hádegismatn- um að eftir rúman klukkutíma yrðir þú horfinn frá okkur, þá hefði ég dokað við til að vera hjá þér síðustu stundimar, því það var ég búin að segja þér að ég ætlaði mér. En svona fór það og ég efast ekki um að vel hefur verið tekið á móti þér. Síð- ustu orðin þín þegar ég kvaddi voru: Ég skil ekki af hverju þið eruð öll svona góð við mig. Ég sneri aftur að rúminu og reyndi að fullvissa þig um að þú ættir allt gott skilið og meira en það. Þú varst yndislegur faðir, og ekki síðri afi og langafi. Við elskuðum þig öll og söknum þín, en samgleðjumst ykkur líka í hjarta okkar, því við vitum að þið mamma eruð nú saman á ný og þú varst bú- inn að þrá mikið að komast til henn- ar. Ég veit að ég á eftir að hitta ykkur alsæl í eilífðinni þegar minn tími kemur og þangað til verið þið guði falin og þakka ykkur fyrir allt. Þín dóttir, Sigurbjörg. Kæri bróðir. Við hjónin þökkum þér fyrir þær góðu stundir sem við áttum með ykkur Ingu og fjölskyldu þinni. Þú hefur syrgt hana Ingu þína svo sárt síðan hún kvaddi þennan heim og beðið endurfunda ykkar í eilífðinni. Við hjónin minnumst þeirra stunda þegar þið Inga komuð til okkar suður. Þið leiddust ávallt hönd í hönd eins og nýtrúlofuð og voruð svo hamingjusöm. Þær stund- ir þegar við sóttum ykkur heim eru okkur kærar og eftirminnilegar því þið voruð yndisleg heim að sækja. Þú hélst áfram að taka vel á móti okkur eftir að Inga dó, hitaðir handa okkur súkkulaði og dekkaðir borð og barst allt þitt besta fram. Til nokkurra ára hafði skapast sú hefð að við hjónin og dóttir okkar værum boðin á heimili þitt þann þriðja í jólum þar sem böm þín, tengdaböm og bamaböm bjuggu þér veislu. Eftirminnilegt er níræð- isafmæli þitt þar sem þú bjóst okk- ur öllum veislu á hóteli eins og þú varst búinn að tala um ef þú næðir þeim áfanga. Nú þegar við hugsum til baka em allar þessar samveru- stundir okkur dýrmætar í minning- unni. í síðustu heimsókn okkar til þín fyrir rúmri viku þegar við heimsótt- um þig á dvalarheimilið talaðir þú um dauðann. Þú þráðir orðið sárt að hitta hana Ingu þína. Þið vomð alltaf svo samtaka í öllu, að annað ykkar var ekki nefnt án hins. Ég er þrjú börn og fimm barnabörn. 3) Her- dís, f. 23.6. 1945, fyrri maður var Gunnar Jónsson og eiga þau þrjá syni og tvö barnaböm. Seinni maður er Baldur Ólafsson. 4) Rósa Margrét, f. 19.4. 1949, maður hennar er Jónas Valdimarsson, eiga þau fjögur böm og eitt barnabara. 5) Steinar Bragi, f. 8.7. 1950, fyrri kona var Oddný Eiríksdóttir, hún er látin, áttu einn son. Seinni kona er Gyða Richter, eiga þrjú böm og tvö barnabörn. 6) Dóttir, f. í jan. 1959, lést skömmu eftir fæðingu. Viggó festi kaup á jörðinni Rauðanesi í Borgarhreppi 1935 og bjó þar ásamt Ingveldi konu sinni í nærfellt 60 ár og búa nú þrjú af börnum þeirra og tvö af barnabörnum f Rauðanesi. Útför Viggós fer fram frá Borgameskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. sannfærður um að nú erað þið hjón- in sameinuð í eilífðinni. Ég og fjölskylda mín biðjum góð- an Guð að blessa og geyma bömin þín, tengdaböm og afkomendur alla um eilífð. Nú legg ég augun aflur, ó, Guð, þinn náðarkraftur min veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (S. Egilsson.) Guðmundur Kr. Jónsson og fjölskylda. Elsku afi minn, nú þegar þú ert farinn frá okkur má ég til með að minnast þín í nokkram orðum. Þeg- ar ég heyrði að þú værir farinn var mín fyrsta hugsun þessi: Afhverju fékk ég ekki tækifæri til að hitta þig einu sinni enn? afhverju fékk ég ekki að kveðja þig áður en þú fórst? Ég trúi því að þín elskulega eigin- kona, hún amma mín, hafi tekið á móti þér opnum örmum. Þú varst farinn að bíða eftir að komast til hennar og nú erað þið saman, það er mér huggun. Þegar ég hugsa til liðins tíma er nánast ómögulegt að minnast þín, afi minn, án þess að amma sé þar nærri líka, eins samrýnd, samhent og hamingjusöm sem þið vorað. Ég man eitt sinn þegar þú og amma komuð til Reykjavíkur, ég tók á móti ykkur og keyrði ykkur það sem þið þurftuð að útrétta. Eftir það báðuð þið mig um að keyra ykk- ur niður á Austurvöll þar sem þið fenguð ykkur göngutúr. Þegar þið komuð aftur ljómuðuð þið eins og þið værað nýtrúlofuð, svo ástfangin, þannig mun ég geyma minninguna um ykkur. Þegar við bamabömin komum í heimsókn til ykkar höfðuð þið alltaf tíma fyrir okkur, þó mikið væri að gera fengum við alltaf athygli og umhyggju ykkar. Það var heldur ekki ósjaldan sem einhverju góð- gæti var laumað að okkur. Hjá ykk- ur fengum við líka oft að mála og teikna en hún amma var alveg sér- lega lagin í höndunum og hafði gaman af að kenna okkur. Varla leið sú heimsókn að ekki var tekið í spil, við afi sátum oft í langan tíma og spiluðum rússa, sem var í miklu uppáhaldi hjá okkur báðum. Eitt var það sem alltaf var jafn gaman, það var þegar afi og amma komu til að fylgjast með þegar við voram að keppa í íþróttum og amma lét nú oft sitt ekki eftir liggja og hljóp með okkur. Afi var nú líka mikill íþróttamaður á sínum yngri áram og hafði því mikinn áhuga á hinum ýmsu íþróttagreinum og mátti helst ekki missa af spennandi kappleikjum í sjónvarpinu. Það er margs að minnast og söknuðurinn er mikill. Ég tel það hafa verið forréttindi að fá að alast upp í svona mikilli nálægð við ykk- ur, afi minn og amma. Ég vil að lok- um kveðja með þessum orðum eftir Valdimar Briem, sem segir það sem segja þarf: Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Margrét. Þá ertu búinn að kveðja okkur, elsku afi minn. Þetta er okkur öllum erfitt, því eins og presturinn sagði, þá er erfitt að kveðja gott fólk. Þú varst þannig gerður að öllum þótti vænt um þig, og það var alltaf stutt í góða skapið og brandarana. Við eigum svo margar góðar minningar sem gleymast ekki, þær era sem fjársjóður sem við munum varðveita vel. Frá því ég man eftir mér, var alltaf svo gott að heimsækja ömmu og afa, við hjóluðum á milli bæjanna systkinin, það var farið í fjöruferðir, dúntekju, að ég tali nú ekki um þeg- ar maður fékk fyrst að fara með í lundaferð í eyjarnar. Stundir sem þessar gleymast aldrei. Einnig gleymi ég aldrei þegar þú varst að segja mér hvernig var þegar þú keyptir jörðina Rauðanes, og þegar þið amma byrjuðuð að búa, svo ung og ástfangin, ég held þið hafið verið ung og ástfangin alla ævi. Við af- komendur ykkar megum svo sann- arlega þakka fyrir að hafa átt svona góðar fyrirmyndir. Það verða samt heldur tómleg jól að geta ekki farið í afmælið hans afa, sem alltaf hefur verið jafn mik- ilvægt og jólin sjálf. Þér fannst alltaf svo gaman að spila, það verð- ur öragglega spilað áfram á afmæl- inu þínu, þó það komi til með að vanta aðal spilamanninn. Það sem þú hefur kennt okkur í lífinu mun- um við reyna að kenna okkar böm- um og barnabömum. Ég veit að eftir að amma dó, fannst þér þú ekki vera nema hálfur maður án hennar, en okkur finnst þú hafa staðið þig eins og hetja þessi ár, en nú hafið þið öragglega fundið hvort annað aftur og við gleðjumst yfir því. Langafabömin þín munu sakna þín líka, og þó sum hafi ekki aldur til að skilja að þú sért farinn frá okkur, þá þótti þeim voða vænt um hann langafa sinn. Ég skrifa þessi kveðjuorð fyrir hönd okkar systkinanna, okkur finnst þú hafa verið besti afi í heimi. Guð blessi þig alltaf. Þín Inga Dísa. Það er ekki harmur fólginn í því að deyja inn í sólarlagið sem 90 ára öldungur. Sumir fá ekkert sólarlag. Þeir bara hverfa til grafar meðan ennþá er sólris á ævibraut þeirra. Sumir látast jafnvel inn í hádegissól ævi sinnar. Það er harmur. Harmur lands og þjóðar sem gaf þeim vaxt- arbroddinn. En þannig er væng- sláttur tímans. Og við breytum því ekki. Það er lífsins þungi niður. En þegar níræður öldungur, eins og Viggó Jónsson, fellur að foldu, þá skjótast leiftur um skjái og ljúfsár- ar tilfinningar berast í barmi. Ljúfsárar vegna þess að fjörvindar hverfa með háum aldri, og geisli sem glampaði í auga - flögrar út í þá veröld sem öldungurinn ræður ekki lengur við. Þá er honum ljúft að hvfla lúin bein. Sárindi verða óhjákvæmileg vegna þess að sporin sem þessi aldni maður markaði í sögu síns samfélags verða ekki end- urtekin af honum. Saga þessa eigin- manns verður heldur ekki skráð í augnabliksins angurværð. Hún er stærri en svo í sniðum og mikilfeng- legri að það sé möguleiki. Viggó Jónsson var með afbrigðum kraft- mikill maður. Vel stæltur, hraust- lega byggður og knár. Úthald hans og þrek var með fádæmum. Hann nýtti sér það til fulls og kom óhemjumiklu í verk. Vinnudagurinn var langur, - og nóttin hans skemmri en almennt tíðkaðist. Svitadroparnir hafa ekki verið skráðir, né heldur vinnustundafjöld- inn eða lúi og þreytutilfinning í bald og limum. Aðeins verkin hans tala. Eyðikot sem varð að stórbýli með fjóra ábúendur era afrekin af elju hans. - En Viggó var þarna ekki einn að störfum. Við hugum að því. Þegar ég stóð í fjörbrotum eigin framtíðar á tuttugasta árinu, árið 1936, vildi svo til að ég stóð í hlað- varpa Sigríðar Kristjánsdóttur frá Múla í Dýrafirði. Hún var systir fóður míns og bjó með Guðjóni manni sínum að Ferjubakka (í mið- bænum þar) í Borgarfirði. Þau áttu fjögur böm; Ragnheiði, Kristján, Teit og Ingveldi - Ingu. Þau era öll látin. Þau vora öll að störfum við að byggja nýjan bæ, þegar mig bar að garði. Fáir aðrir munu hafa komið að því starfí, svo mikill var dugur þeirra, hagleikur og samheldni, að þeim óx það ekki í augum. Inga var yngst. Þremur dögum yngri en ég. Stórglæsileg stúlka, mild og hlý, og með létta skapgerð fóður síns. Og með agaða vestfirska seiglu í æðum. Hún var trúlofuð kempunni sem við nú fylgjum til grafar, Viggó Jóns- syni. Skammt var til hvítasunnu á þeim fagra maídegi, þegar blæ- kyrrðin gældi við holt og grandir Borgarfjarðar, og Skessuhornið ögraði smaladreng frá vestfirsku ölpunum. Þá giftu þau sig. Mér býð- ur í gran að þau hafi litið til ýmissa átta um það hvar væri gott undir bú, en ekki hugað að kjallaralífi þéttbýlis, sem alltof margir þurftu að sætta sig við til að hafa samastað þegar í hjúskap var komið. A þess- um áram þekktum við aðeins harð- an heim. Þau höfðu fregnir af eyði- koti vestur á Mýram sem bar nafnið Rauðanes. Ef til vill þar gæti verið gott undir bú. Ekki veit ég hvort þau þekktu eitthvað til býlisins. En á sunnudaginn eftir hvítasunnuna var ákveðið að líta það augum. - Og svo vildi til að ég var með í þeirri för. Við voram þrjú í þessari land- könnun. Þegar okkur bar þar að garði er vægt til orða tekið að þar draup ekki smjör af neinu strái. Ég kom auga á hrörlegan torfbæ og túnbleðil með dýjaveitum. Fjár- húskofi sem var þarna í túnfætinum virtist bíða þess eins að falla saman og komast þannig í samfélag ald- anna og verða tóttarbrot. - Við tylltum okkur á bæjarhólinn skammt frá þessum rislitla bæ og töluðum fátt. - En það leyndi sér ekki að það sveif hugsjónaeldur með blænum á þessum hallandi degi. Og það leyndi sér heldur ekki að þama slógu tvö samstillt hjörtu, sem hjúfraðu sig hvort að öðra, með glæstar vonir í dreymandi þrá. Þarna gekk á hólm við líf sitt hetjan Viggó Jónsson með sinn fyrsta dug- mikla og ástfólgna liðsmann; Ingu frá Ferjubakka, - sem átti hvers manns hug og hjarta sem samleið áttu með henni. Innri dulúð segir mér það, að hver dagur hafi geymt þeim blessun almættisins í hjúskap og störfum þeirra. Um það geta all- ir sannfært sig sem líta lendur Rauðaness um þessar mundir. Þau fengu fimm böm á pall. Þar hófst gróskan í hamingjuferli þeirra. Það varð þeirra mesti auður. Þau komu eins og flögrandi Ijósþræðir inn í hugljúfa og yljandi sambúð foreldra sinna, með geislandi bros í augum, tryggð og trúfesti í ungum barmi. Þar kom ómældur liðsauki sem renndi styrkum stoðum undir þann hugsjónaeld sem forðum brann á bæjarhólnum við rislítinn bæ. I bú- skaparins áþján og uppbyggingu auðnaðist þeim hjónum að veita mörgum lið sem stóðu dálítið hall- oka með bömin sín á malbikinu. Borgarlífið hefur marga annmarka fyrir uppvaxandi smávini þjóðarinn- ar og framtíð þeirra. Inga og Viggó bættu þar úr hjá ýmsum. Mörg börn dvöldu hjá þeim sumarlangt, og önnur í skemmri tíma. - Ég naut frændseminnar við Ingu. Össur son- ur okkar kom þar í fóstur, má segja, VIGGO JÓNSSON sex ára gamall og átti þar uppeldi næstu sex sumrin. Hann fór þaðan stúrinn heim á hverju hausti. Inga var góð frænka sagði hann. Og Viggó og bömin hans vora ákjósan- legir félagar í starfi og leik. Fleiri af bömum okkar Valgerðar áttu þar viðdvöl um einhvem tíma. Gjald fyrir þá vinargreiða hefur ekki enn verið greitt. „Hafið er stundum blátt, eins og augu sem dreymir", segir skáldkonan Anna S. Björns- dóttir í ljóði. Vafalaust hefur Viggó Jónsson átt sína drauma eins og all- ir aðrir. Margir þeirra hafa sýnilega ræst, svo að hjarta hans tók auka- slög af fognuði. En einn drauma hans var þeirra mestur og afger- andi. Hann var um það að Inga yrði ekki tekin frá honum meðan hann væri ennþá í tölu lifenda. Sú ósk rættist ekki. - Líf Viggós missti liti sína við það. Þá féllu segl á fránu fleyi sem fæst nú við landtöku í nýrri veröld. Þá kemur Inga öðra sinni til liðs við hann og leiðbeinir honum. Guð veri með þeim. Kær kveðja. Skarphéðinn Össurarson. Þegar ég steig fimm ára gamall úr græna jeppanum hans pabba á hlaðinu í Rauðanesi í júní 1959 var ég hræddur og kvíðinn. Ég hafði aldrei farið að heiman. Ég skildi ekki hvers vegna átti að skilja mig eftir á stað þar sem ég þekkti eng- an. I barnsminninu er ekkert meitl- að eins djúpt og þessi fyrsta ferð í Rauðanes og fjörutíu árum síðar gæti ég enn lýst ferðalaginu að heiman í smáatriðum. Þó sólin skini glatt þennan dag fannst mér kalt og í minningunni leggur napran kulda- gjóstur af Hafharfjallinu sem gnæfði eyðilegt hinu megin við fjörðinn. Það er hinsvegar hið eina sem er kuldalegt við minningamar úr Rauðanesi. Mig hefur tæpast órað fyrir því þennan afdrifaríka vordag að ég ætti eftir að eiga þar traustan samastað í tilvera sem á þeim áram var erfið á köflum og kveðja ekki Rauðanes fyrr en ég var orðinn stálpaður. Vistin í Rauðanesi er um- vafin sífelldu sólskini í minningunni enda var hún strákling úr höfuð- borginni sannkallað ævintýri. Svo djúp og jákvæð spor mörkuðu þessi ár í bamshugann að frá því ég komst á fullorðinsár hefur varla lið- ið sá dagur að mér verði ekki hugs- að þangað. Þegar ég lenti sjálfur í hlutverki uppalandans og var dag hvern krafinn um sögur af dóttur á bamsaldri varð Rauðanes ævintýra- sviðið og Viggó aðalleikarinn. „Er Viggó til í alvöranni?“ spurði hún stundum og ég gladdist innilega yfir því að fá tækifæri til að sjá þau saman áður en hann kvaddi þennan heim. Viggó Jónsson var einstaklega hlýr og barngóður maður. Börnum leið vel í návist hans, kannski af því hann talaði við þau einsog jafningja. Hann virtist líka eiga létt með að láta sér þykja jafn vænt um annarra manna böm og sín eigin, að minnsta kosti fann ég aldrei mun á atlæti hans við mig og þau bama hans, sem vora á svipuðum aldri og ég. Hann var kíminn og kátur í lund, og hafði stundum gaman af að stríða mér. Áratugum saman hló hann að því í hvert einasta skipti sem við hittumst þegar verið var að klippa mig í stofunni í Rauðanesi og ég rauk út hálfklipptur, snoðinn öðram megin en með sumarlubbann hinum megin. Þolinmæði hans við böm var ein- stök og hann þreyttist ekki á að út- skýra þær furður sem urðu á vegi þeirra í náttúranni. Einu sinni feng- um við feiknalega stóran og djúpan fisk í laxanetið út við Runkatanga, gráleitan með stórum svörtum doppum, og svo stæltan að hausinn sökk næstum því niður í vöðvamass- an. Hann var ekki sjóbirtingur einsog við Steini frændi veiddum stundum á stöng úr sjónum og ekki heldur lax en þó stærri en stærstu laxar sem ég hafði séð á þessari miklu laxveiðijörð. Viggó gat út- skýrt þennan leyndardóm einsog flesta aðra. Risafiskurinn var

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.