Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 51

Morgunblaðið - 29.05.1999, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 51 gæsungur, urriði sem hafði gengið til sjávar og verið árum saman í sjónum án þess að ganga aftur í heimaána. Um þennan flsk hef ég stundum hugsað annað veifið síð- ustu áratugina og líklega var það tilviljun að þegar ég var að sofna kvöldið áður en Viggó dó hugsaði ég með mér að ég þyrfti að gera mér ferð í Borgarnes að spyrja hann frekar út í gæsungana. Rauðanes er hlunnindajörð og það voru forréttindi að fá af eigin raun að kynnast lífi og starfi fólks til sveita. Eg sinnti að sjálfsögðu heyskap einsog hver annar sveitaki-akki, gerðist farsæll kúa- rektor og um það er lauk hlotnaðist mér sú upphefð að sjá einn ásamt Ingveldi frænku minni, konu Viggós, um að mjólka tuttugu belj- ur í heilt haust. Það er mikil ábyrgð að stýra fjósi og líklega mesta trún- aðarstarfið sem ég hef gegnt um dagana. Eg vakti með frændsystkinum mínum um vornætur yfir lömbum sem voru að fæðast til að sprauta þau gegn blóðsótt, og horfði upp- numinn á þegar Viggó bóndi vandi móðurlaus lömb eða tvílembinga undir kindur sem höfðu misst sín eigin. Eg eignaðist minn eigin bú- stofn með strokukindinni Síru sem Viggó gaf mér eitt sumarið og hún skilaði mér síðan hraustu lambi á hverju vori. Ég fékk að reka féð á fjall og sitja í hnakki í næstum sól- arhring. Ég sinnti æðarvarpi árum saman með Ingu frænku og lærði að meta hve mikinn dún mátti taka úr hverju hreiðri og hve mikið af heyi var sett í staðinn. Ég steypti undan svartbaknum og lenti einu sinni í blóðugri styrjöld við nýorpið par sem undi framgöngu minni í því efni stórilla. Ég fór í sannkallaðar háskaferðir inná yfirráðasvæði kríunnar að sækja gómsæt egg meðan stórskotaliðsárás hennar dundi á eggjaræningjunum. Ég fór með Viggó í lunda í Rauðaneseyj- arnar þar sem fullorðni fuglinn var háfaður en kofan tekin í holum sín- um og var bitinn af lundalús þegar við reyttum aflann heima í kjallara. Ég var með þegar lagt var til atlögu við gæsirnar sem eyðilögðu nýrækt- ina og voru hafðar að sunnudaga- mat í hefndarskyni. Steinþegjandi fékk ég að liggja með Viggó bónda fyrir sel sem kvið- beit laxinn í netunum og saug úr honum lifrina og horfði á hann munda byssuna einbeittum höndum áður en skotið reið í hausinn á vargnum. Ég fór með til að vitja selanótanna út við eyjar þar sem kópar voru teknir þangað til Bardot hin franska gerði þau hlunnindi að engu og horði á Viggó verka skinnin og spýta á mæni gömlu fjárhús- anna. Það kom meira að segja fyrir að við gengum á reka, þó vísast hafi þau hlunnindi verið meiri fyrr á öld- um enda frá því sagt í Egils sögu að í Rauðanesi hafi kirkjuviðinn rekið sem sonur Illuga rauða lét sækja til Noregs í guðshúsið sem helgað var Kólumkilla. Ég fékk líka að fara með á Blíð- fara gamla út undir Þormóðssker að veiða þorsk og ýsu og renna fyrir smálúðu og kola í sandinum úti á miðjum Borgarfirði þar sem Viggó vissi að flatfiskarnir sóttu í ferska vatnið úr Hvítánni sem streymdi fram fjörðinn miðjan. Ég náði meira að segja þeirri upphefð að verða laxarektor og vitja tvisvar á dag um lagnirnar sem Rauðanesjörðin mátti hafa í sjónum. Upp frá því varð ég hugfanginn af þeim fiski og hef líkast til eytt helsti miklum tima heima og erlendis til að skilja hann betur. Þannig má segja að vistin með Viggó og fjölskyldunni í Rauðanesi hafi ekki bara gert mig að örlítið betri manni heldur líka leitt mig í fyrsta skipti á vit þeirra miklu fiska sem heilluðu mig með þeim hætti að ég hef ekki enn losn- að undan þeim galdri. Það var ómetanlegt að fá með þessum hætti að kynnast af eigin raun lífi og starfi íslenskra bænda og það voru forréttindi að fá að vaxa úr grasi í námunda við Viggó og eig- inkonu hans, Ingveldi Guðjónsdótt- ur, sem lést fyrir nokkrum árum. Árin sem ég var í hálfgildings upp- eldi í Rauðanesi reyndust þau mér einsog bestu foreldrar. Fyrir það verð ég að sönnu ævarandi þakklát- ur en veit að seint verða fósturlaun- in að fullu goldin. Ossur Skarphéðinsson. Hann Viggó í Rauðanesi vinur okkar er látinn. Afi minn og amma í Borgarnesi höfðu kynnst Rauðaneshjónunum á fimmta áratugnum. Var ég svo lán- samur að njóta góðs af þeirri vin- áttu og fékk ég tækifæri til að kom- ast í sveit í Rauðanesi. Dvaldist ég í Rauðanesi sjö sumur og það var stórkostlegt tækifæri að fá að dvelj- ast hjá þessum elskulegu hjónum og þeirra fjölskyldu á þessari ein- stöku jörð. Ýmis hlunnindi eru í Rauðanesi og voru þau nýtt á þann hátt að gott jafnvægi náðist við náttúruna. Má þar nefna reka, lundaveiði, selveiði, laxveiði, sem reyndar er ekki nýtt lengur, og dúntekju. Á þeim árum sem ég dvaldi þar var mjólkurfram- leiðsla og stunduð nautgriparækt og fjárbúskapur. Nokkuð erfitt var að brjóta landið til ræktunar vegna vandkvæða við framræslu. Öll nýting og umgengni einkennd- ist af stakri útsjónarsemi og ómælda vinnu þurftu þau hjónin að leggja á sig til að halda sitt bú, til að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða. Var vinnudagur oft langur og álagið mik- ið. Þrátt fyrir það gáfu Rauðanes- hjónin sér tíma til að sinna ýmsum félagsstörfum og ber þá helst að nefna þátttöku Ingu í kvenfélaginu og vinnu í sambandi við upphaf byggingar elliheimilisins í Borgar- nesi. Þá má nefna sameiginlegan áhuga þeirra hjóna á frjálsum íþrótt- um og reyndar öllu sem tengist íþróttum og lögðu þau á sig talsverð ferðalög til að vera viðstödd íþrótta- viðburði og sækja íþróttakeppnir. Viggó og Inga voru sérstaklega samhent hjón og var virðing þeirra hvors fyrir öðru og gagnkvæm væntumþykja einstök. Inga var talsvert yngri en Viggó og lengst af heilsuhraustari en hann. Viggó kenndi meina í öxl seinni árin, sem háðu honum veralega. í Rauðanesi kynntist maður vinnusemi, reglusemi, útsjónarsemi og hófsemi, m.a. hvað varðar nýt- ingu lands, almennum bústörfum, gestrisni, sanngirni, ástúð og kær- leika. Öll sú reynsla og þekking, sem maður fékk, var gott veganesti út í lífið og fyrir ungling á uppvaxt- arárum var það ómetanlegt. Viggó hafði góða kímnigáfu og kom oft með skemmtileg tilsvör. Hann sá þjóðfélagið og ýmsar að- stæður í mannlegum samskiptum frá sjónarhorni sem ég hafði oft á tíðum ekki velt fyrir mér áður. Hann var stríðinn, en jákvæður og umfram allt sanngjarn. Það er erfitt að skrifa um Viggó sérstaklega, því Inga og hann voru svo náin að fyrir mér voru þau nán- ast eitt. I lífi sínu og starfi vora þau nán- ast alltaf saman, sátt og nánast full aðdáunar hvort á öðra. Var missir Viggós mikill þegar Inga féll frá og þori ég að fullyrða að það vora erf- iðustu tímar í lífi hans. Spor mín í bæjarhúsið í Rauða- nesi vorið 1963 vora ein mestu gæfuspor í mínu lífi og mun ég alla ævi hugsa með þakklæti til Rauða- neshjónanna fyrir þeirra þátt í upp- eldi mínu og þau tækifæri sem þau veittu mér. Sú vinátta sem stofnað- ist milli foreldra minna og Rauða- neshjónanna tel ég að hafi verið þeim öllum mikilsverð. Þrjú böm þeirra hjóna hafa stofnað og rekið bú í Rauðanesi en tvö sinna öðrum störfum. Hafa tengsl mín við þau og fjölskyldur þeirra, sem sprottin era af veru minni í Rauðanesi, verið mér og fjölskyldu minni ómetanleg og gefið okkur innsýn í hugsunarhátt og að- búnað fólks sem býr við aðstæður sem eru frábrugðnar aðstæðum borgarbúans. Við sendum börnum Viggós og fjölskyldum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Garðar Briem og fjölskylda. HÖRÐUR ÞORSTEINSSON + Hörður Þor- steinsson út- gerðarmaður fædd- ist í Gröf á Grenivík 18. mars 1930. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Seli á Akureyri 14. maí síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Jónasar Ágústssonar og Kristínar Geirínu Jakobsdóttur. Yngri bróðir hans, Jakob Ágúst skipstjóri, var fæddur 30. sept- ember 1931 en lést 7. maí 1998. Árið 1959 kvæntist Hörður Þórgunni Ingu Sigurgeirsdóttur Geirfínnssonar og Sólveigar Hallgrímsdóttur. Böm þeh'ra eru: 1) Þorsteinn Ágúst, fæddur 1954, kvæntur Sóleyju ísaksdóttur og eiga þau þijár dætur, en hún átti tvær dætur áður. 2) Sigurgeir, fæddur 1955, kvænt- ur Helgu Sigríði Helgadóttur og eiga þau tvær dætur. 3) Kristín Helga, fædd 1958, gift Bimi Ingasyni og eiga þau þijú börn. 4) Hafdís, fædd 1961. Sambýl- ismaður hennar er Guðmundur Rafn Guðmundsson og eiga þau tvö böm. Útför Harðar fer fram frá kirkjunni á Grenivík í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Þegar mér barst andlátsfregn Harðar Þorsteinssonar kom hún mér bæði á óvart og ekki á óvart. Ég hafði Mtið inn til hans rétt sem snöggvast á kjördag og fundið að það var þyngra yfir honum en síð- ast þegar við sáumst. En þá hafði líka verið hátíð í bæ. Það var á tón- leikum Kristjáns Jóhannssonar í íþróttaskemmunni. Þegar söngv- arinn hefur sig upp á háa c-ið breytist Grenivík í stórborg og leggur undir sig lönd og álfur. I þessu sjávarþorpi finnur hann samhljóm í brjósti hvers einasta manns. Og Hörður var þar engin undantekning. Þess vegna breytast hljómleikarnir í minningunni í helgistund í aðdragandanum að láti vinar míns. Ég finn fyrir nokkrum klökkva en sú tilfinning er sterkari að loksins hafi hann fengið hvíldina eftir fimmtán ár. Þá hafði hann far- ið suður og lagst inn á Borgarspít- alann þar sem hann beið þess að gerð yrði aðgerð á höfði hans. En Hörður fékk hita svo að læknarnir hikuðu í von um að hitinn myndi minnka. En það gerðist ekki. Svo varð um seinan að fara í aðgerðina. Hversu sönn era ekki þessi orð í Hávamálum: Örlög sín viti enginn fyrir þeim er sorgalausastur sefi. Það er fallegt á Grenivík og glöggt gestsaugað sér undir eins að þar býr dugnaðarfólk sem kann að bjarga sér. Upp úr síðustu alda- mótum hófst þar vélbátaútgerð þegar þeir Oddgeir Jóhannsson á Hlöðum og Stefán Stefánsson í Miðgörðum keyptu Víking. Skömmu síðar bættist Frosti í hóp- inn en eigandi hans var Ágúst Jónsson í Gröf. Björn Ingólfsson skólastjóri, sem er allra manna kunnugastur útgerðarsögu Greni- víkur, kallar þessa þremenninga feður Grenivíkur í gamni og alvöra. Ástæðan er vitaskuld sú að vél- bátaútgerðinni fylgdu margvísleg umsvif, úthaldið varð lengra og afl- inn meiri. Og þeir gerðu það ekki endasleppt gömlu mennirnir því að niðjar þeirra hafa síðan mótað at- vinnusögu Grenivíkui' sterkum dráttum og hvarvetna getið sér orð fyrir dugnað og þrek. Frá öndverðu hefur útgerðin á Frosta gengið vel og einkennst af dugnaði, aflasæld og reglusemi. Skuttogari hefur tekið við af fyrsta vélbátnum og fjórði ættliðurinn stendur við stýrisvölinn. Bræðurn- ir Þorsteinn og Guðjón unnu að út- gerðinni með föður sínum, Hörður og Jakob með sínum föður og nú era tveir synir Harðar um borð í Frosta, Þorsteinn skipstjóri og Sigurgeir vélstjóri. Árið 1974 markar þáttaskil með því að þá var stofnað hlutafélagið Frosti um kaup á 29 tonna nýjum Vararbát með sama nafni. Hluthaf- ar voru fimm: Inga, Hörður, Jakob, Þorsteinn og Sigurgeir. Það hafði alltaf verið skýr verkaskipting milli bræðranna. Þegar hér var komið sögu var útgerðin orðin svo um- fangsmikil, að Hörður fór í land og sá um aðdrætti og fjárreiður. Fyrstu árin var gert út á línu frá Grenivík og var í mörgu að snúast og um margt að hugsa. Herði fórst það vel úr hendi eins og vænta mátti, átti traust allra þeirra sem við hann skiptu og mátti ekki vamm sitt vita. Jakob var skip- stjórinn, kunnur aflamaður og mik- ill sjómaður. Samstarf þeirra bræðranna var náið og vináttan djúp og einlæg. Eiginlega er ekki hægt að láta hugann reika til ann- ars þeirra án þess að hinn sé óðara kominn á vettvang. Heillastjama skein yfir Gröf þeg- ar Hörður gekk að eiga Ingu Sigur- geirsdóttur. Hún bjó manni sínum gott heimiM og gekk í öll verk eftir því sem þurfti. Bömin era sömu dugnaðarforkamir, gæfufólk í sínu fjölskyldulífi. Svo féll skugginn á bæinn þegar Hörður lamaðist og átti ekki aftm'kvæmt. Árin hafa verið löng og ströng og auðvitað engin leið að sætta sig við slíkt hlutskipti, sem var óbærilegt til að byrja með, en Herði lærðist þoMn- mæði með áranum. Það var líka vel um hann hugsað. Og Inga, Jakob og börnin alltaf nálæg. Þegar Hörð- ur fékk áfallið vora þau hjónin farin að hafa það frjálsara en áður og horfðu til þess að geta litið upp úr önnunum og bragðið sér af bæ. Nú vora Ingu lagðar nýjar skyldur á herðar og hún bar þær vel þessi mikla og góða kona. Þessar línur bera þér Inga, bömunum og fjölskyldunni djúpar samúðarkveðjur okkar Kristrúnar. Guð blessi minningu Harðar Þor- steinssonar. Hann var góður drengur og mikill fjölskyldumaður. Halldór Blöndal. Hallar degi húmið rótt hinsta beóinn vefur. Góði vinur, væra nótt veit ég Drottinn gefur. Sofðu rótt í söngvanið sælli og betri heima. Minningamar munum við meðan lifum geyma. (Guðjón Weihe) í síðustu viku bárust mér þau tíðindi að Hörður Þorsteinsson á Grenivík væri látinn. Hörður hafði um margra ára skeið átt við erfið veikindi að stríða allt frá árinu 1984 þegar hann mjög skyndilega og óvænt var sviptur allri starfs- orku. Hörður kveður því þessa jarðvist saddur lífdaga. Hann var fæddur á Grenivík 18. mars árið 1930, sonur hjónanna í Gröf, Kristínar G. Jakobsdóttur og Þorsteins Ágústssonar útvegs- bónda. Hörður ólst upp á Grenivík og hefur vafalaust ungur að árum tekið til hendinni við útgerð föður síns. Hörður var í lífi sínu mikið prúðmenni og hvers manns hug- ljúfi. Kynni tókust með okkur fljót- lega eftir að ég flutti norður árið 1972 og mér er minnisstætt hve samviskusamur hann var fyrir hönd útgerðarinnar. Vildi helst engum skulda og hafa allt sitt á hreinu. Á þeim árum þurftu Grenvíking; ar mikið að sækja þjónustu vegna- báta sinna til Akureyrar. Eftir að tók til starfa vélsmiðja á Grenivík sem sinnir öllum helstu viðhalds- verkefnum útgerðarinnar má segja að dæmið hafi snúist við og útgerð- ir við Eyjafjörð era farnar að sækja þjónustu til Grenivíkur. Svo gott orð fer af handbragði þeirra ágætu manna sem áttu frumkvæði að stofnun verkstæðisins og hafa unnið við það. Hörður giftist árið 1959 eftirlif- andi eiginkonu sinni Þórgunni Ingu Sigurgeirsdóttur. Þau eign- -- uðust fjögur börn sem era: Þor- steinn Ágúst, giftur Sóleyju ísaks- dóttur, búa þau á Grenivík og eiga fimm börn. Sigurgeir, sem giftur er Helgu Helgadóttur, þau búa einnig á Grenivík og eiga tvö börn. Hafdís, sambýlismaður hennar er Guðmundur R. Guðmundsson, þau eiga tvö böm og búa á Grenivík. Yngst er Kristín Helga, gift Bimi Ingasyni. Þau eiga þrjú böm og búa á Svalbarðsströnd. 011 era þau systkinin mikið mannkosta- og dugnaðarfólk og öll vinna þau við útgerð m/s Frosta ÞH 229 og er samheldni þeirra mikil. Hörður stundaði nám við Lauga-" skóla og síðar vélstjóranám á Isa- firði. Hann byrjaði ungur að stunda sjóinn, fyrst sem háseti og síðar vélstjóri. Þegar aldur færðist yftr fóður hans og hann hætti að sinna daglegum störfum tók Hörð- ur að sér að vinna störf útgerðar- innar í landi. Á þessum áram var keyptur nýr glæsilegur bátur smíð- aður hjá Vör hf. á Akureyri. Alltaf var sótt fram á við og kyrrstaða og stöðnun fjölskyldunni víðsfjarri. Vel aflaðist hvort sem sótt var á miðin hér úti fyrir Norðurlandi eða á vertíð frá Grindavík og útgerðin dafnaði. Keyptur vai’ rúmlega 100 tonna bátur frá Húsavík. Hann er með fyrstu trébátum hér á landi sem voru yfírbyggðir með áM og svo vel tókst til að Vestmannaeyingar, sem áttu systurskip Frosta, tóku sér Grenvíkinga til fyi’irmyndar gerðu sér ferð norður til að sjá hversu vel verkefnið var leyst af hendi. Þegar svo skyndilega Hörður veiktist kom Jakob bróðir hans í land og tók við störfum þar, jafnfar- sæll og við skipstjórnina. Nú er keyptur togari frá Austurlandi. Þor- steinn sonur Harðai- orðinn skip- ' stjóri og skæður þeim gula eins og fóðurbróðir hans. Árið 1995 var síð- an núverandi skip keypt og því síðan breytt í frystiskip. Þannig er Graf- arfjölskyldan góður fuMtrúi þeirra farsælu fjölskylduútgerða sem víða hafa verið hér við Eyjafjörð en fer nú því miður óðum fækkandi. Með Herði er genginn mann- dómsmaður, meiður af íslenskum kjarnastofni. Far þú í friði friður Guðs þig blessi hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem) Óli Þór Ástvaldar. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upplýs- ingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- t. eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.