Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 56

Morgunblaðið - 29.05.1999, Síða 56
56 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Arnheiður Eggertsdóttir, Ingimundur Jónsson, Margrét Eggertsdóttir, Tryggvi Gíslason, Stefán Pétur Eggertsson, Kristín Gunnarsdóttir, Þórunn Sveinsdóttir, Björn Stefánsson. + Ástkær eiginkona min og móðir okkar, ELSA GUÐRÚN STEFÁNSDÓTTIR, Logaiandi 28, Reykjavík, lést á heimili sínu miðvikudaginn 26. maí sl. Fyrir hönd annarra aðstandenda, Magnús Eiríksson, Stefán Már Magnússon, Andri Magnússon, Magnús Örn Magnússon. + Elskulegur eiginmaður minn, SiGURÐUR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON, Skólagerði 14, Kópavogi, andaðist á gjörgæslu Sjúkrahúss Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Ingibjörg Aradóttir. + Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar, JÓHANNES SVEINSSON bifvélavirki, Skúlagötu 20, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grensáskirkju miðviku- daginn 2. júní kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir. Þóra Jónsdóttir, Björg Fríða Jóhannesdóttir, Birgir Jóhannesson. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, LAUFEYJAR SIGURPÁLSDÓTTUR, Stapasíðu 6, Akureyri. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Ú f Hugheiiar þakkir færum við öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTJÁNS KRiSTJÁNSSONAR frá Efri-Tungu. Anna Einarsdóttir, Sigrún B. Gunnarsdóttir, Ásgeir Indriðason, Einar Kristjánsson, Kristján Júlíus Kristjánsson, Ingibjörg Eggertsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. GUÐMUNDA INGIBJÖRG EINARSDÓTTIR + Guðmunda Ingi- björg Einars- dóttir fæddist að Stafni í Deildardal í Skagafirði, 15. nóv- ember 1905. Hún lést 16. maí síðast- liðinn og fór útför hennar _ fram frá Stærri-Árskógs- kirkju 25. maí. Þreyttur maður leggur sína leið, hann lokið hefur dagsverk- inu fínu. Pessar Ijóðlínur föður míns komu upp í hugann, þegar ég frétti andlát Ingibjargar, móðursystur minnar, en hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri 16. maí sl. Ingibjörg var komin á 94. aldursár og svo sannarlega búin að skila dagsverk- inu sínu. Hún var elsta systir móður minnar, Sigurlaugar Jóhannsdóttur (d. 1975), að vísu hálfsystir hennar, sammæðra, en þær ólust upp saman og var samband þeirra alla tíð mikið og náið. Pær voru ættaðar úr Skaga- firði, frá Brekkukoti í Hjaltadal, en giftust báðar eyfírskum mönnum og fluttu þá til Eyjafjarðar, Ingibjörg fyrir 1930 en mamma 1939. Eitt sumar þar á milli, jarðskjálftasum- arið 1934, var mamma vinnukona hjá þeim hjónunum í Engihlíð, Ingi- björgu og hennar ágæta manni Mar- inó Þorsteinssyni (d. 1971). Aðstæð- ur voru erfiðar, sofið í tjöldum, sum- arið votviðrasamt og verið að byggja íbúðarhúsið. Það hefur því komið sér vel þá, eins og svo oft síðar, að hún frænka mín var harðdugleg kona og vann þau verkefni, sem fyr- ir hana voru lögð í lífinu, fumlaus og ákveðin. Guðmunda Ingibjörg, eins og hún hét fullu nafni, nam ljósmóðurfræði og starfaði sem ljósmóffir um áratugaskeið á Ár- skógsströnd, Hrísey, Dalvík og Svarfaðardal, stundum var hún ein með allt svæðið en inn á milli starfaði önnur ljósmóðir við hluta þess. Hún var farsæl í starfi, lánsöm eins og hún orðaði það sjálf, og gegndi því af mikilli trúmennsku jafnframt húsfreyjustarfi á stóru sveitaheimili. Börnin urðu fimm og oft dvöldu þar að auki aðkomubörn í Engihlíð um lengri eða skemmri tíma. Ljósmóðurstarf- inu fylgdu mikil ferðalög, þau voru erfið um hávetur í ófærð og vondum veðrum, margar svefnlausar nætur og örugglega oft erfitt að fara frá heimilinu hvernig sem á stóð. Ingi- björg var heilsuhraust nánast alla ævi, létt á fæti og átti alveg sérstak- lega gott með að umgangast alla í kringum sig. Hlýlegt viðmótið og bjarta brosið eru minnisstæð. Við heima nutum góðs af ferðum Ingi- bjargar, því oft kom hún við, ein- staka sinnum gisti hún ef þannig stóð á, en oftar leit hún bara inn stutta stund milli starfa, fékk kaffi- bolla og blandaði geði við heimilis- fólkið. Það var alltaf kærkomin til- breyting að fá Ingibjörgu í heim- sókn. I hugann koma ótal minningar og minningabrot frá liðnum árum. Fyrsta dvölin min í Engihlíð hjá þeim hjónum Ingibjörgu og Marinó var að vísu fyrir mitt minni, en móð- ir mín ræddi oft um þá miklu hjálp sem þau hjónin veittu, þegar þau tóku okkur yngri systurnar tvær að sér, meðan hún dvaldi á sjúkrahúsi í Reykjavík. Ferðirnar í Engihlíð urðu margar á næstu árum, stund- um bara dagsferð en líka til lengri dvalar. I minningunni var þar alltaf líf og fjör, margir í heimili og mikill gestagangur. Marinó var oddviti og gegndi fleiri trúnaðarstörfum, það áttu því margir erindi við hann, auk þess var bensínafgreiðsla í Engihlíð. Eg fékk að leika mér að hlutúm, sem voru nýstárlegir íyrir mig, handsnúna saumavélin, sem hægt var að nota þráðlausa til að sauma á blað, svo ekki sé minnst á ritvélina hans Marinós og ýmislegt fleira. Og yfir sumarið var gaman að vera í garðinum, hann var afgirtur og í mínum huga mjög sérstakur, með- fram stéttinni upp að tröppunum óx runni með litfögrum blómum og inn- an í þeim bragðgóðir sætukoppar, sem við krakkarnir borðum óspart af, fyrir sunnan húsið var blómailm- urinn ótrúlega góður og lengra inni í garðinum tók við grænmetisreitur, þar voru ræktaðar margar tegundir af káli og grænmeti. Þau hjónin ræktuðu líka gulrófur og kartöflur og haust eitt man ég sérstaklega eft- ir að Ingibjörg hringdi og bað okkur Snjólaugu systur um að koma og hjálpa til við að taka upp. Nokkrir skemmtilegir dagar í Engihlíð og þegar aftur var farið heim var trú- lega meira í pokunum, sem við feng- um að launum, af garðávöxtum, heldur en okkur tókst að pota upp úr moldinni. Næsta minningabrot sem ég staldra við er kaldur vetrardagur í marsmánuði 1963. Við mamma eram á leið til Akureyrar ásamt vinafólki. En yfir hvílir mikil sorg. Þegar við nálgumst Engihlíð sjáum við Ingi- björgu koma gangandi niður að veg- inum, þær ætla aðeins að hittast systurnar. Ingibjörg er nýkomin að sunnan frá dánarbeði elstu dóttur sinnar Valgerðar, kornung kona fall- in frá, eftir standa fimm ung börn og tengdasonurinn Valdimar, fóður- bróðir minn. Hjá þeim hjónunum Ingibjörgu og Marinó og fjölskyld- unni allri tekur við nýtt verkefni. Þau styðja tengdasoninn og börnin fimm með ráðum og dáð og er vand- séð hvernig þau hefðu getað unnið það verkefni betur en þau gerðu. Eg SIGURBJORG LÁR USDÓTTIR + Sigurbjörg Lár- usdóttir fæddist á Breiðabólsstað á Skógarströnd 12. janúar 1909. Hún lést á Landspítalan- um 20. maí síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík 28. maí. Látin er elskuleg móðursystir mín Sigur- björg Lárusdóttir á nítugasta aldursári. Silla var eina systir móður minnar en systkinin vora sex og eru þau nú öll látin. Föður sinn misstu þau úr spænsku veikinni 1918 og stóð Ambjörg móðir þeirra ein uppi með börnin sex, sitt á hverju ári. Vegna fjárhagserfiðleika var ekki um neitt framhaldsnám að ræða hjá bömunum. Silla fór snemma að vinna og vann hjá Landssíma Islands um árabil. í framhaldi af því fór hún til Bandaríkj- anna og bjó hjá fóður- systur sinni, Oddfríði Halldórsdóttur í San Di- ego í Kalifomíu. Þar fór hún í skóla og nam verslunarfræði ásamt því að vera í einkatím- um í málaralist. Hún var í Bandaríkjunum á fimmta ár en kom þá heim og dvaldist einn vetur á Stóra-Hrauni hjá systur sinni og mági, Rósu og Þórami. Skömmu seinna kynntist hún verðandi eiginmanni sínum, Braga Steingrímssyni dýralækni, og bjuggu þau víða á landinu, til dæmis Isafirði, Eiðum, Akureyri og seinast í Laugarási. Þau Bragi eignuðust átta böm saman en Silla átti eina dóttur fyi-ir hjónaband. Þrátt fyrir annasamt heimili var Silla mjög virk í félags- málum, til dæmis fór hún tvívegis til útlanda sem fulltúi Kvenfélagasam- bands Islands, meðal annars vegna góðrar tungumálakunnáttu sinnar. Hún stofnaði fyrsta sjálfstæð- iskvennafélag Suðurlands og var seinna heiðrað af því tilefni, einnig var hún í framboði fyrir Sjálfstæðis- flokkinn. Er Bragi eiginmaður Sillu dó fór hún í öldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð og varð stúdent þaðan sjö- tug að aldri. Myndverkasýningu hélt hún á áttræðisafmæli sínu og kenndi þar listahandbragðs Sillu, þar vora til sýnis olíumálverk, vatnslitamyndir og klippimyndir er minntu á sjálfan Mugg. Eftir það fór Silla að skera út í tré, vora það merkisgripir er hún gaf jafnóðum. Silla var stolt án þess að sýna yfir- læti. Á meðan á dvöl hennar í Banda- ríkjunum stóð skrifuðumst við alltaf á, ég var þá innan við fermingu og þótti mikið til um þessa upphefð. Kalifomía var upp frá því minn ævin- týrastaður. Silla hafði undui-fagra 11 + Við þökkum innilega auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegrar móður okk- ar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langa- langömmu, VALGERÐAR DANÍELSDÓTTUR frá Ketilsstöðum. Guð blessi ykkur öll. Haukur Jóhannsson, Stella B. Georgsdóttir, Dagrún H. Jóhannsdóttir, Jón Karlsson, Sigrún Jóhannsdóttir, Heiðar Alexandersson, Garðar Jóhannsson, Erla G. Hafsteinsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.