Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 58

Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 58
58 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ _______________ UMRÆÐAN Bráð kransæðastífla og "segaleysandi meðferð Kransæðastífla er meðal algengustu dán- arorsaka Islendinga eins og annarra vest- rænna þjóða. Undan- fari hennar er að jafn- aði áralöng þróun æða- kölkunar, sem veldur því að veggir kransæð- anna þykkna og mis- .y, þykkar fituskellur (atheroma) skaga inn í æðamar. Þetta ferli getur verið langt kom- ið áður en sjúkdóms- einkenni koma fram. Algengasta einkennið er brjóstverkur, sem birtist við áreynslu eða geðshræringu, en fyrstu sjúkdóms- einkenni geta reyndar stafað af kransæðastíflu (hjartadrepi). Orsök stíflunnar er oftast sú að æðaskella rifnar, eða blæðing verður inn í hana. Við það hleðst upp blóðsegi á staðnum sem getur stíflað æðina. Unnt er með ýmsum ráðum að hægja á eða stöðva þetta ferli. Ahrifaríkt er að taka á svonefnd- um áhættuþáttum kransæðasjúk- dóms: reykingum, auknu kólester- ólmagni í blóði og háþrýstingi, ná hæfilegri líkamsþyngd og stunda reglulega líkamsrækt. Þeir þurfa einnig sérstaka aðgæslu sem hafa sykursýki eða ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Á síðari árum hefur komið í ljós að mjög veru- legur ávinningur er að lyfjum sem draga úr kólesterólmagni í blóði. Þessi lyf virðast draga úr dánar- tíðni kransæðasjúklinga um 30—40%. Ástæða er til að gefa þessi lyf flestum kransæðasjúk- lingum og öðrum sem hafa mikið kólesteról í blóði. Tíðni kransæðastíflu hefur farið jafnt og þétt lækkandi á Islandi á undanfómum árum, einkum meðal karla og dánartíðni af hennar völd- um hefur lækkað enn meira. Samt fá yfir 1.000 íslendingar kransæða- stíflu á ári hverju og dánartíðni af hennar völdum er mjög veruleg. Dánartíðnin er hæst fyrstu klukku- stundimar eftir að stífluna ber að höndum, en fer síðan hratt lækk- andi. Margir látast áður en þeir komast á sjúkrahús, en meðal sjúk- ~»linga sem em lagðir inn á sjúkra- hús er dánartíðni víðast um 10-15%. Fyrir nokkmm áratugum var þessi tala 20-30%. I svonefndri MONICA-rannsókn, sem tekur til fjölmargra landa víða um heim, hef- ur gefist kostur á að bera saman horfur sjúklinga með kransæðastíflu þar sem nákvæmlega sömu greiningarað- ferðum er beitt alls staðar. I ljós hefur komið að horfur Is- lendinga sem fá kransæðastíflu em betri en íbúa flestra annarra landa. Á síðustu 15 áram hefur verið beitt hér á landi lyfjameðferð, sem getur leyst upp nýjan sega (tappa) í kransæð. Mest er beitt lyfi sem heitir streptokinasi, en ef það þykir ekki henta, t.d. ef sjúk- lingar hafa ofnæmi gegn því, er venjulega gefið lyfið tPA (tissue Hjartasjúkdómar Ný þekking á eðli kransæðastíflu og ný meðferðarúrræði hafa leitt til lengra lífs, segir Þórður Harðarson, og bættrar heilsu kransæðasjúklinga. type plasminogen activator), sem er dálítið áhrifaríkara í sumum til- vikum, en miklu dýrara. Með þess- um lyfjum em venjulega gefnar acetylsalicylsým töflur (Magnyl) í litlum skömmtum. Raunar kemur þetta hversdagslega verkjalyf að umtalsverðu gagni eitt sér, ef því er beitt snemma eftir að einkenni hófust. Vaxandi notkun ofan- greindra lyfja á vafalaust þátt í lækkandi dánartíðni af völdum kransæðastíflu eins og að ofan greinir. Ávinningur segaleysandi með- ferðar er mjög háður því hve langt er liðið frá upphafi einkenna. Mest- ur er ávinningurinn fyrstu 4-6 klukkustundirnar en meðferðin getur stöku sinnum komið að gagni þótt liðnar séu allt að 12 klst. frá upphafi einkenna. Kransæðarnar hafa það hlutverk að næra hjarta- vöðvann og lokist þær deyja vöðva- fmmurnar og viðkomandi svæði í hjartavöðvanum breytist í ör. Ef tekst að leysa upp segann má oft koma í veg fyrir yfirvofandi vöðva- drep. Síðan getur gefist tími til var- anlegri aðgerða, t.d. víkkunar á kransæð eða hjartaskurðaðgerðar, auk þess sem tekist er á við áhættuþætti kransæðasjúkdóms. Augljóst er því að mildu skiptir að sjúklingar með kransæðastíflu kom- ist á sjúkrahús svo fljótt sem verða má. Sjúkdómseinkennin þekkja flestir: verkur, sviði eða seyðingur fyrir miðju brjósti sem oft leiðir út í annan eða báða handleggi. Þessu geta fylgt almenn einkenni, s.s. þrekleysi, ógleði og sviti. Margir ki-ansæðasjúklingar eiga ni- troglycerin (tungutöflur), en þær verka sjaldnast á verk sem stafar af kransæðastíflu. Nauðsynlegt er að taka alvariega brjóstverk af þessu tagi ef hann stendur lengur en um 10 mínútur. Ömggasta ráðið er að hringja í sjúkrabfl (sími 112) og kom- ast þannig án tafar á móttöku sjúkrahúss. Ef töf verður á komu sjúkrabfls, t.d. í dreifbýli er rétt að leggja fyrir sjúkling að taka hálfa magnyltöflu og leggjast fyrir meðan beðið er. Tilgangurinn með innlögn á sjúkrahús er ekki einvörðungu sá að beita segaleysandi meðferð. Kransæðastífla getur haft í fór með sér ýmsa fylgikvilla. Algengastar era hjartsláttartmflanir af ýmsu tagi sem geta verið lífshættulegar. Þær em meðhöndlaðar með lyfjum, gangráði eða raflosti eftir atvikum. Hjartabilun er talin vera fyrir hendi ef vökvi safnast fyrir í líkama sjúklings, einkum í lungum. Hún er meðhöndluð meðal annars með þvagræsilyfjum. Aðrir fylgikvillar em meðhöndlaðir, m.a. með skurð- aðgerð. Ný þekking á eðli kransæða- stíflu og ný meðferðarúrræði hafa leitt til lengra lífs og bættrar heilsu kransæðasjúklinga. Ástæða er til bjartsýni þegar horft er fram á veginn. Islendingar hafa tekið hjarta- og æðasjúkdóma fastari tökum en flestallar aðrar Evrópu- þjóðir. Árangurinn er í samræmi við það. Hjartavernd á heiður skil- inn fyrir þátt sinn í uppfræðslu al- mennings og rannsóknarstörf á liðnum áram. Höfundur er sérfræðingur í hjnrta- og æðasjúkdómum, prófessor í lyf- lækningum við iæknadeild Háskóla íslands og sviðstjóri lyflækningn- deilda Landspi'talans. Þórður Harðarson Skólatannlækn- ingar - liður í heilsugæslu SKIPULEGAR skólatannlækningar vom í Reykjavík í ára- tugi til haustsins 1993, þegar farið var að inn- heimta gjald fyrir þessa heilsugæslu. I upphafi hvers skólaárs var öllum nemendum grannskólanna afhent bréf þar sem starfsemi skólatannlækninganna var kynnt. Bréfið var jafnframt eyðublað til útfyllingar fyrir for- eldra sem tilkynntu þannig hvort óskað stefán Yngvi væri þjónustu skóla- Finnbogason tannlæknis eða einkatannlæknis. Öll börn vom skoðuð og góð samvinna var milli skólatannlækna og einkatannlækna. Samkeppni var um að veita sem besta þjónustu. Einkatannlæknar gátu boðið tíma frá morgni til kvölds en skólatann- læknar einungis á skólatíma. Hjá skólatannlækni tók heimsóknin að- eins þá stund sem setið var í stóln- um ef tannlækningastofa var í skól- anum, en hjá einkatannlækni gat heimsóknin tekið hálfan dag eftir vegalengdum. Sumir kusu annað, aðrir hitt. Enginn var útundan og tannskemmdir voru að hverfa. Með reglugerðinni frá 10. júlí 1993 hrynur skipulagið og eftirlit- inu hrakar, og löngu seinna kemur í ljós að fimmtungur barnanna hefir ekki fengið þá heilsuvernd sem þau áttu rétt á lögum samkvæmt. Formaður Tannlæknafélags Is- lands telur í grein sinni í Morgun- blaðinu 18. maí að meginástæðan sé niðurskurður ríkisins á reglu- bundnu eftirliti og forvörnum. Það má vel vera að sú sé ástæðan að einhverjum hluta. Þó tel ég hæpið að fólk hætti að senda börnin sín til tannlæknis vegna þess að greitt sé aðeins fyrir eina skoðun á ári. Það er raunar fleira í þessari grein sem orkar tvímælis. Höfund- ur segir: „Það er í grandvallaratrið- um röng stefna að neyða böm og unglinga í ákveðnum skólum til að fara til ákveðinna tannlækna sem ráðnir era af ríkinu í verkefnið.“ Eg kannast ekki við að neinn sé neydd- ur til að fara til ákveðins tannlækn- is hjá Skólatannlækningum Reykjavíkur, enda segir formaður- inn sjálfur á öðmm stað í þessari sömu grein að öllum sé frjálst að velja sér tannlækni. Formaðurinn hlýtur því að eiga við að það sé röng stefna að skylda nemendur til að gang- ast undir lágmarks heilsugæslu og heilsu- vemd eins og nú er gert í skólum. Ef hann á við það er breið gjá milli okkar skoðana. Væntanlega verður seinna rætt um önnur atriði þessarar merku greinar. T.d. ráð til úr- bóta sem em athyglisverð. Skólatannlækningar þurfa ekki að vera ríkisreknar, en skipulag verður að vera. I hverjum skóla þarf að vera ábyrgur aðili sem sér um að hver Tannlækningar Skólatannlækningar þurfa ekki að vera ríkisreknar, segir Stefán Yngvi Finn- bogason, en skipulag verður að vera. og einn nemandi fái lágmarks tann- eftirlit og forvarnir. Meirihluti barna heftr fengið tannlæknisþjónustu áður en skóla- ganga hefst og meirihluti barna er með allar sínar tennur heilar. Þau börn em undir virku eftirliti heimil- isins og þurfa ekki á gjörgæslu tannlæknis að halda. Litli hópurinn sem geldur þess að hafa á einhvern hátt hlotið annan þroska vegna aðstæðna eða upplags þarf á aðstoð samfélagsins að halda til að geta notið þess sem hann á rétt á. Þennan hóp þarf að finna. Þess vegna þarf að tryggja það að ekkert barn verði útundan við tannskoðun í skólum. Höfundur er yfirskólatannlæknir í Reykjavík og sérfræðingur í barnatannlækningum. Grafarvogs- söfnuður tíu ára FYRIR TÍU ámm var stoíhað nýtt prestakall, Grafarvogspresta- ■>* kall, í yngsta hverfi höfuðborgarinn- ar. Þar hafði þá átt sér stað ör fólks- fjölgun sem átti eftir að halda áíram allt fram á daginn í dag. Við stofnun sóknarinnar vom sóknarbömin um þijú þúsund en em yfir fímmtán þúsund árið 1999, hefur fjölgað um 1.250 á hverju ári síðan 1989. Eftir að fyrsta sóknamefndin var kjörin var fyrsta verkefni hennar að velja sóknarprest til að hefja og móta safnaðarstarfið. Því næst var leitað eftir aðstöðu fyrir safnaðarstarfið og fyrir valinu varð 'Jrfélagsmiðstöðin Fjörgyn við Folda- skóla. Þar var gott að starfa, en fljótlega kom í ljós að húsrýmið þar dugði ekki nema takmarkað, slíkur var áhugi safnaðarfólks á kirkju- starfínu allt frá því að fyrstu skref- in vora stigin í safnaðarstaríinu. Hugurinn beindist því fljótt að því -^ið eignast kirkju sem gæti hýst fjölþætt safnaðarstarf. Efnt var til samkeppni á meðal arkitekta um hönnun á kirkju, en eins og kunn- ugt er varð tillaga arkitektanna Finns Björgvinssonar og Hilmars Þórs Bjömssonar fyrir valinu. Safnaðarafmæli Framundan, segir Vig- ---------7----------- ftís Þór Arnason, er því spennandi verkefni í söfnuðinum. Aðeins þremur ámm eftir að safnaðarstarfíð hófst var fyrri hluti kirkjunnar vígður, hinn 12. desember árið 1993. Þó að aðeins fyrsta hæð kirkjunnar væri tekin í notkun breyttist öll aðstaða til safnaðarstarfs til mikilla muna. Söfnuðurinn myndaði skjaldborg um kirkjustarfið. Þessi áhugi, sem hefur verið fyrir hendi frá upphafi, kristallaðist í mikilh og góðri kirkjusókn. Þetta mikla starf leiddi til þess að kalla þurfti á fleiri til að leiða og móta starfið, þess vegna vom vígðir til prestakallsins tveir prestar, þau séra Sig- urður Arnarson sem vígðist árið 1995 og séra Anna Sigríður Pálsdóttir sem var vígð árið 1997. Við komu þeirra til starfs- ins urðu enn á ný mik- il tímamót, ýmsir starfsþættir bættust við. Þar má nefna starf kirkjukórs, unglingakórs og bamakórs. Starf æskulýðsfélaganna sem em nú fjögur að tölu, starf fyrir böm á aldrinum 7-9 ára sem fram fer í Rimaskóla. Ekki má gleyma starfi fyrir eldri borgara, mömmumorgnum, fermingarstarf- inu og starfi bænahóps er starfar á sunnudagskvöldum og kyrrðar- stundum er fara fram á fimmtu- dögum frá kl. 12:00-13:00. KFUM og K er með öflugt starf í kirkj- unni í hverri viku. Síðast en ekki síst ber að nefna starf safnaðarfé- lagsins sem hefur starfað í kirkjunni allt frá upphafí, tíu ára af- mælið nálgast. Einn þáttur í safn- aðarstarfinu hefur einnig að mínu áliti haft vemlega mikil áhrif á allt starfið. Hann er sá að frá upp- hafi þess hefur söfnuð- urinn gefið út safnað- arblaðið Logafold, þar sem greint er frá safn- aðarstarfinu í máli og myndum. Einnig átti og á söfnuðurinn sinn stóra þátt í því að stuðla að útkomu Graf- arvogsblaðsins GV, en útkoma þessara blaða hefur þjappað söfn- uðinum saman og styrkt hann til dáða. Tímamót eru framundan í kirkjustarfinu. Fyrst ber að nefna vígslu kirkjunnar sem fer fram hinn 18. júní árið 2000, eftir að- eins eitt ár. Vígslan verður hluti af hátíðardagskrá þúsund ára af- mælis kristni á Islandi. Stefnt er einnig að því á sama ári að vígja nýtt kirkjusel í Borgarholtshverfi, sem er verið að hanna þessa dag- ana. Næstkomandi sunnudag, 30. maí, verður haldið upp á 10 ára af- mæli safnaðarins. Dagskráin hefst með hátíðar- guðsþjónustu kl. 11:00, sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Arn- arsyni og sr. Önnu Sigríði Páls- dóttur. Kór Grafarvogskirkju, unglingakór og barnakór syngja undir stjóm Harðar Bragasonar og Hrannar Helgadóttur. Ein- söngvari: Valdimar Haukur Hilmarsson. Þennan sama dag em hátíðar- tónleikar kl. 16:30 í aðalsal kirkj- unnar, sem nú hefur verið klæddur með granítsteinflísum. Þar munu allir kóramir syngja og einsöngv- ari er Valdimar Haukur Hilmars- son. Framundan er því spennandi verkefni í söfnuðinum. Þar, sem í öllu starfi kirkjunnar, skiptir mestu máli að fólkið taki virkan þátt í safnaðarstarfinu sem unnið er í nafni Jesú Krists, Guði til dýrðar og manninum til heilla. Það gefur okkur styrk, skapar hjá okk- ur gleði, innri gleði á leið okkar frá strönd til strandar. Höfundur er sóknarprestur i Grafarvogssókn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.