Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 70
70 LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
>
UTSKRIFAÐIR voru 40 rafvirkjar.
Útskrift
rafiðnað-
arsveina
40 rafvirkja- og 15 rafeindavirkja-
sveinar voru útskrifaðir laugardag-
inn 13. maí í hófi sem Rafiðnaðar-
samband íslands, Landsamband ís-
lenskra rafverktaka og Rafiðnaðar-
skólinn héldu í Kiwanishúsinu
Engjateigi 11.
Sú hefð hefur skapast að sveinafé-
lögin í viðkomandi grein veiti viður-
kenningar fyrir árangur í verklegum
greinum. Rafiðnaðarskólinn fyrir
bestan árangur í bóklegum greinum
og meistarafélögin fyrir bestan ár-
angur í samanlögðum árangri á
sveinsprófi.
Fiskvinnslu-
skólinn
útskrifar
nemendur
FISKVINNSLUSKÓLINN í
Hafnarfirði útskrifaði átta
fiskiðnaðarmenn við hátíðlega
athöfn laugardaginn 15. maí.
Ágúst Vilhjálmsson fékk viður-
kenningar fyrir hæstu meðal-
einkunn á lokaprófí og hæstu
meðaleinkunn í fiskvinnslufög-
um.
ÚTSKRIFTARNEMAR Fiskvinnsluskólans ásamt
forstöðumanni skólans og kennurum.
Alumina
Lux kerruvagn
Úrvatfd' er
hjáokkur
SlMI 553 3366
ÚTSKRIFAÐIR voru 15 rafeindavirkjar.
Morgunblaðið/Björn Blöndal
EFTIR að nemendur höfðu tekið við prófskírteinum sinum var kominn tími til að setja
upp hvítu kollana, en að þessu sinni voru stúdentamir 53.
Keflavík - Vorönn Fjölbrautaskóla
Suðumesja var slitið við hátíðlega
athöfn að viðstöddu fjölmenni á sal
skólans á laugardag. Að þessu sinni
voru útskriftamemendur 78 og voru
stúdentar þar fjölmennastir eða 53.
Aðrir vom brautskráðir af iðn-
brautum og starfsnámsbrautum.
Oddný Harðardóttir aðstoðarskóla-
meistari flutti yfirlit yfir störf ann-
arinnar og Ólafur Jón Ambjömsson
skólameistari afhenti prófskírteini
og flutti ávarp.
Fjöldi nemenda hlaut viðurkenn-
ingar fyrir góðan námsárangur og
sá Þorvaldur Sigurðsson, sviðsstjóri
tungumálasviðs, um verðlaunaaf-
hendinguna. Eftirtaldir nemendur
hlutu verðlaun fyrir góðan árangur í
námi: Helga Björg Hólmbergsdótt-
ir fyrir góðan námsárangur í
íþróttagreinum og íþróttafræðum -
og í stærðfræði og raungreinum.
Sigríður Ingadóttir fyrir árangur í
sögu, þýsku, spænsku og íslensku á
stúdentsprófi. Sigríður Magnús-
dóttir fyrir árangur í frönsku, Jó-
hann Guðjónsson, Amar Skjaldar-
son og Tryggvi Þór Bragason fyrir
Fjölbrautaskóli
Suðurnesja
Fimmtíu
ogþrír
stúdentar
brautskráðir
árangur í iðngreinum húsasmiða.
Karólína Asthildur Guðmundsdóttir
fyrir árangur í stærðfræði og raun-
greinum. Margrét Aðalsteinsdóttir
fyrir árangur í raungreinum. Gunn-
vör Sverrisdóttir fyrir árangur í
frönsku. Þóra Kristín Halldórsdótt-
ir fyrir miklar framfarir í dönsku.
Kjartan Þ. Eiríksson fyrir góðan ár-
angur í bókfærslu og viðskipta-
greinum á stúdentsprófi. Jens Karl
Isfjörð fyrir góðan árangur á vél-
stjórnarbraut. Bjamfríður Einars-
dóttir fyrir góðan árangur í stærð-
fræði og raungreinum og hæstu ein-
kunn á stúdentsprófi. Trausti Gísla-
son fyrir góðan árangur í verkleg-
um greinum.
Þá voru afhent verðlaun fyrir
málmsuðukeppni á vegum skólans.
Þar hlaut Guðni Þór Frímannsson
fyrsta sætið, í öðru sæti varð Magn-
ús Orri Einarsson og þriðji varð
Eyjólfur Alexanderson. Ásdís Jó-
hannesdóttir fékk verðlaun frá Alli-
ance Francaise fyrir góða ritgerð á
frönsku í ritgerðasamkeppni og þá
hlutu þær Katrín Júlía Júh'usdóttir
og Særún Rósa Ástþórsdóttir viður-
kenningar fyrir störf í þágu nem-
enda. Að venju léku nemendur skól-
ans á hljóðfæri við athöfnina. Ingi
Garðar Erlendsson, útskriftarnem-
andi og nemandi í Tónlistaskóla
Keflavíkur, lék einleik á píanó.
Ragna Kristín Ámadóttir, nýstúd-
ent og nemandi í Tónlistaskólanum,
og Dröfn Rafnsdóttir, kennari við
Tónlistarskólann, léku dúett á
blokkflautu og þverflautu við undir-
leik Inga Garðars. Kynnir var Guð-
laug Pálsdóttir.
Þijátíu og sjö nýstúdentar úr
Menntaskólanum á Egilsstöðum
Egilsstöðum - Menntaskólanum á
Egilsstöðum var slitið í tuttugasta
sinn og brautskráður nítjándi ár-
gangur nemenda. Alls vora það 37
stúdentar sem útskrifuðust að
þessu sinni auk eins nemanda af
tveggja ára ferðaþjónustubraut. Sjö
nemendur luku námi af málabraut,
14 af félagsfræðibraut, fjórir af hag-
fræðibraut, einn af íþróttabraut, sjö
af náttúrafræðibraut, þrír af eðlis-
fræðibraut og einn af tæknibraut.
Þeir nemendur sem hlutu viður-
kenningar fyrir framúrskarandi ár-
angur voru: Elfar Þórarinsson í ís-
lensku, dönsku og þýsku. Einar örn
Ólason i íslensku og raungreinum,
Agnes Vogler í þýsku og Eymundur
Hannesson í samfélagsgreinum. Á
vorönn stundaði 291 nemandi nám
við skólann, þar af 76 utanskóla, en í
öldungadeild stunduðu 78 nám.
Fleiri stúlkur en piltar stunduðu
nám við skólann, 56% í dagskóla og
69% í öldungadeild. Dagskólanem-
endur náðu 86% af þeim prófum
sem þeir tóku en þær tölur segja
ekki alveg allt því ekki er tekið með
ef nemendur segja sig úr áföngum
eða hætta námi á tímabilinu. Hins
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
37 NYSTÚDENTAR frá Menntaskólanum á Egilsstöðum.
vegar náðu utanskólanemendur
96% þeirra prófa sem þeir tóku og
er sami útreikningur notaður þar og
við dagskólanemendur.
Það vora 32 kennarar sem störf-
uðu við skólann á vorönn, þar af níu
stundakennarar. Af þessum 32 voru
níu leiðbeinendur, þannig að hlutfall
réttindakennara var um 72%.
Skólameistari Menntaskólans á
Egilsstöðum er Helgi Ómar Braga-
son.