Morgunblaðið - 29.05.1999, Page 79
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 29. MAÍ 1999 79
FÓLK í FRÉTTUM
Gamansemi og glæpir
UM ÞAÐ leyti, sem kvikmyndir
frá Hollywood voru að komast til
vits og ára, settu bandarísk yfir-
völd eins konar eftirlitsnefnd á fót,
sem fylgdist með kvikmyndafram-
leiðslunni og sá um að fyllsta sið-
gæðis væri gætt. Mátti sjá á starfi
hennar að Bandaríkja-
menn voru heilagri en
páfinn á árunum frá 1930
og fram að heimsstyrjöld.
Leikstjórar áttu í vand-
ræðum með að lýsa ástföngnu
fólki, enda mátti varla sjást að karl
og kona kysstust. Alveg var ófært
að sýna karl og konu í sama rúmi,
hvað þá að leyfðist, eins og í dag,
að sýnd væru eins konar fangbrögð
undir sængum. Öðru máli gegndi
um ofbeldi. Nóg var af því í amer-
ískum myndum, strax í upphafi, og
virtist siðanefndin ekki hafa miklar
áhyggjur af því. Nú er þetta allt að
baki og frá Hollywood streyma
kynlífs- og ofbeldismyndir í bland
við fjölskyldumyndir um börn og
gamlar kerlingar, sem reynst hefur
mjög vinsælt útsendingarefni hjá
sjónvarpsmógúlum hér á landi, þar
sem staðall „afdalaskemmtana“ er
látinn ráða frekar en ríkisskipuð
nefnd. Kannski vegna þess að þess-
ar myndir, sem bandarískir fram-
leiðendur kalla „gamanmyndir" öll-
um til mikillar furðu, eru svo ódýr-
ar í innkaupum að sumar þeirra
nálgast að vera keyptar af rusla-
haugunum.
En hafi ameríska siðgæðisnefnd-
in um kvikmyndir gleymt að rit-
skoða ofbeldið á fyrstu dögum
kvikmyndanna hefur á síðustu dög-
um verið tekin upp eins konar sið-
gæðisgæsla af öðrum þjóðum. Suð-
ur-amerískar þjóðir eru eitthvað að
ybba sig út af ofbeldi i Hollywood
og viija sem góðir grannar segja
þeim í Norður-Ameríku að hætta
hinni miklu
SJONVARPA
LAUGARDEGI myndum.
----------------- Þær hafi
slæm áhrif á áhorfendur, jafnvel
börn. Clinton Bandaríkjaforseti
hefur aftur á móti lýst yfir ævar-
andi frelsi kvikmyndum til handa.
Menn eru sem fyrr ekki á eitt sátt-
ir í siðferðismálum. Þetta kemur
náttúrlega ekki mál við íslensku
sjónvarpsstöðvamar á meðan þær
geta keypt morð í óheftum mæli og
haft ameríska „gamanmyndafram-
leiðslu“ með börnum og kerlingum
til uppfyllingar.
Fyrst verið er að minnast á gam-
ansamar myndir frá Hollywood er
ekki úr vegi að fara nokkrum orð-
um um kvikmynd þeirra Nicks
Noltes og Eddies Murphys, sem
sýnd var á laugardaginn og nefnd-
ist Tveir sólarhringar enn. Til að
nota mælikvarða afdalagloríunnar
á Nick Nolte, þá kom hann hingað
við mikinn fógnuð skemmti-
húsamafíunnar. Hins vegar liggur
Murphy óbættur hjá garði, enda
hefur engin afdalamafía litið hann
augum. Hann er hins vegai- um-
talsverður leikari og þegar honum
tekst upp er hann með allra
skemmtilegustu mönnum sem
koma út úr Hollywood. í þessari
annars venjulegu mynd fer hann á
kostum.
Síðan gerðist eiginlega ekki
neitt fyrr en á mánudagskvöld, að
sýndur var þáttur úr Kalda stríð-
inu um Víetnam og síðasti þáttur-
inn um Knut Hamsun. Ekki eru
nema rúm tuttugu og fimm ár síð-
an Víetnamstríðinu lauk, en samt
eru áhrif þess á bandarískt þjóðlíf
og menningu auðsæ enn í dag, al-
veg eins og hin volduga þjóð ætli
aldrei að losna við drauginn. Ekki
þarf að rifja upp, að stríðið var í al-
gleymingi þegar æskudýrkunin
var hvað mest og poppið átti þegar
sína kónga. Ungir menn voru
sendir til Víetnam til að falla, fyrir
óljósan málstað, að þeim fannst.
Síðan yfirgáfu Bandaríkjamenn
þennan blóðvöll, þar sem þeir gátu
ekki sigrað, og það varð þeim vont
niðurlag, jafnvel svo, að þeir virð-
ast ekki hafa náð sér enn. Skiptir
þá engu máli að höfuðpaurinn féll
fyrir eigin hendi, sjálft Sovétið, en
Kínamaður unir við að kaupa
bandarísk ríkisskuldabréf í kyrr-
þey. Loksins náði Knut Hamsun
að tala yfir Norðmönnum í síðasta
þættinum, þegar hann fékk að
verja sig fyrir rétti nokkurn veg-
inn óhindrað. Engu breytir, að
þættirnir um hann voru gerðir af
andstæðingum hans, og er það
hryggileg staðreynd um þjóð
helsta höfundar germansks á síð-
ari tímum.
Indriði G. Þorsteinsson
Herra Island keppir á Filippseyjum
Islenskur víkingur að
metast við Svía í Asíu
Morgunblaðið/Halldór
ANDRÉS með borðann eftir sigur í herra ísland sfðastliðið haust.
í KVÖLD fer fram í borginni
Manilla á Filippseyjum keppnin
„Manhunt International", eða Al-
þjóðlegar mannaveiðar. Þó er ekki
verið að keppa um að fanga eða eft-
irlýsta glæpamenn heldur munu yf-
irlýstir fegurðarkóngar frá 47 lönd-
um keppa um titilinn „Man of the
year“. Andrés Þór Bjömsson var
valinn Herra fsland síðastliðið
haust og er hann fyrsti fulltrúi ís-
lendinga í keppninni sem hefur ver-
ið haldin árlega síðan 1993. Andrés
hefur dvalið í góðu yfirlæti á
Manilla undanfarna daga en loka-
kvöldið er aðeins hluti af sjálfri
keppninni og því hefur verið í nógu
að snúast fyrir keppendur.
Alger geðveiki
„Ég er búinn að vera héma í
riíma viku og þetta hefur verið geð-
veiki, það er svo mikið að gera,“
segir Andrés sem dvelur ásamt
bróður sínum á hóteli í borginni.
„Aðbúnaðurinn hér er mjög góður,
hótelið er glæsilegt og það er pass-
að mjög vel upp á okkur en Manilla
er langt frá því að vera hugguleg-
asta borg sem ég hef séð, því fá-
tæktin hérna er rosaleg. En það er
svo mikið að gera að við höfum eng-
an tíma haft til að skoða okkur um.
Eg var einmitt að koma inn úr dyr-
unum núna úr viðtali við dómarana
pn það er einn stærsti hluti keppn-
innar.“
- Hvað hefar þú verið að gera síð-
au þú komst út?
..Eg er nýbúinn að ná mér upp úr
veikindum vegna þess að hitinn og
uiaturinn fór illa í mig og ónæmis-
kerfinu var hreinlega ofboðið. En
við höfum verið að æfa fyrir loka-
kvöldið, sýna á tískusýningum og
líka í þjóðbúningum. Ég var reynd-
ar ekki í nýja íslenska þjóðbúningn-
um heldur klæddur sem víkingur.
Svo var haldin hæfíleikakeppni til
að auka á stemmninguna í kringum
þetta.“
- Tókstu þátt í henni?
„Já, ég skellti mér bara í þetta,“
segir Andrés og hlær. „Ég dansaði
og sýndi tískusýningu og það gekk
mjög vel. Sá sem sigraði var frá
Kína, hann söng rokklag og það var
rosalega flott hjá honum."
Vöktu mikla athygli
- Hafið þið haft einhvem tíma til
að skemmta ykkur?
„Við fengum eitt kvöld þar sem
við flökkuðum á milli skemmti-
staða.“
- Vöktu ekki svona margir sætir
strákar saman athygU?
„Jú, við vöktum óneitanlega mjög
mikla athygli enda tæplega fimm-
tíu!“
-Ertu stressaður fyrir loka-
kvöldið?
„Nei, ekki beint. Dagurinn í dag
[fímmtudagur] er eiginlega stærst-
ur. í dag er valið í efstu sætin í
rauninni. Við fórum í dómaraviðtal
og síðan til ljósmyndara og í kvöld
verður tískusýning og þetta þrennt
eru stærstu hlutar keppninnar. A
laugardaginn komum við fyrst fram
á sundskýlum, þá í þjóðbúningum
og loks fórum við í smókinginn okk-
ar. Eftir það er tilkynnt um topp tíu
og síðan eru valin fyrstu fimm sæt-
in.“
- Hvað er í verðlaun fyrir sigur-
vegarann?
„Það eru mjög vegleg verðlaun,
rúmlega 3 milljónir íslenskra króna.
Að auki er tveggja ára fyi’irsætu-
samningur við eina stærstu módel-
skrifstofu í Asíu. Það er þegar búið
að bjóða mér nokkra samninga en
það kemur allt í ljós eftir keppnina
hvað ég geri.“
-Ertu með einhverjum í her-
bergi?
„Eg er með frændum okkar frá
Svíþjóð í herbergi og sú sambúð
gengur svona upp og niður. Það er
mjög mikil samkeppni okkar á milli
og mikill metingur um hvort landið
sé betra. Við fórum t.d. í blaðaviðtal
og þar byrjaði Svíinn á því að segja
að þeir ættu sterkasta mann í heimi
sem héti Magnús Ver Magnússon,"
segir Andrés hlæjandi. „Þannig að
þeir virðast ekki vita mikið um hvað
þeir eru að tala,“ segir Andrés Þór
að lokum.
Fokdýr
menntun
►PAUL Fabsik nam
stjórnmálafi’æði við Boston
háskóla og útskrifaðist sl.
mánudag. Af því tilefni ákvað
hann að minna alla er mættu til
útskriftarinnar á það liversu
dýrt nám í háskólum
Bandarfkjanna væri og hafði
verðmiða hangandi í húfúnni
sinni. Samkvæmt miðanum
hefur námið kostað Paul um 8,5
milljónir króna, með fæði og
húsnæði.
Leikarar á
frímerkjum
í TILEFNI aldamótanna hefur
póstþjónustan i Bandaríkjunum
ákveðið að
gefa út frí-
merki til
að minna á
liðna tíma.
Meðal ann-
ars eru
gefin út
merki með
mynd af leikurum þáttarins „I
Love Lucy“ sem voru mjög vin-
sælir í sjónvarpi á sjötta ára-
tugnum. Með aðalhlutverkin
fóru Lucille Ball og eiginmaður
hennar Desi Arnaz.
■
Stórdansleikur
í kvöld
Hljómsveitln
leikur fyrir dansi
f ^{(Zturflatinn ^
Smiðjúvegi 14, ‘Kppavogi, sími 587 6080
í kvöld
leikur Dans-
hljómsveit
Friðjóns
Jóhannssonar
Opiö frá kl. 22—3
leikurfyrir dansi
frákl. 22.00 íkvöld.
Söngvarar. Signin Eva Ármannsdöttir
og Reynir Guðmundsson
Radisson SAS
Saga Hotel
Reykjavik
OTTÓ - AUGLÝSINGAR