Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Harður árekstur á Hellissandi
Kona og þrjú börn
flutt með þyrlu
á sjúkrahús
Ólafsvík. Morgunblaðið.
Seljandi veggjatítlu-
húss greiði 3,2 m.kr.
HARÐUR árekstur varð á Hell-
issandi ura kl. 15.00 í gær. Fólksbif-
reið og jeppi rákust saman á gatna-
mótum þjóðvegarins til Hellissands
og Keflavíkurgötu, en útsýni tak-
markast þar nokkuð vegna hæðar á
veginum. Kona með tólf ára dreng
og tvö yngri börn var í fólksbifreið-
inni og voru þau öll flutt slösuð með
þyrlu Landhelgisgæslunnar til
Reykjavíkur, en að sögn lögregl-
unnar í Ólafsvík var annað yngra
barnið alvarlega slasað. Að sögn
læknis á bráðamóttöku Sjúkrahúss
Reykjavíkur er ekkert þeirra í lífs-
hættu en móðirin og annað barnið
eru illa slösuð og gengust þau undir
aðgerð í gær. Fólksbifreiðin er ónýt
og jeppinn óökufær.
Óvanalegar annir voru hjá Ólafs-
víkurlögreglu þennan dag, því um
kl. 11.00 í gærmorgun varð harður
árekstur á Fróðárheiði, en þar urðu
ekki slys á mönnum.
Þá kviknaði eldur í gámi á vinnu-
svæði við nýja brú yfír Tunguós í
Fróðárhreppi og var Slökkvilið
Snæfellsbæjar kvatt á vettvang.
Eftir allar þessar annir þurfti að
flytja einu lögreglubifreið staðarins
á verkstæði, en hún þarfnast endur-
nýjunar.
HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hef-
ur dæmt seljanda húss, sem
skemmt var af veggjatítlum, til að
greiða kaupandanum 3,2 m.kr. í af-
slátt af kaupverðinu, auk 912 þús-
und kr. í málskostnað. Kaupandinn
þurfti að farga húsinu vegna þess
hve veggjatítlumar höfðu náð að
breiðast út um viði þess.
Viðskiptin fóm fram í ágúst 1996
og við endurbætur varð kaupandinn
var við litlar bjöllur sem skriðu nið-
ur veggi á aðalhæð hússins.
Hann varð jafnframt var við sér-
kennileg göt í gólfborðum, burðar-
bitum, þaksperrum og þakklæðn-
ingu. Við skoðun kom í ljós að um
veggjatítlu var að ræða. Veggja-
títlan getur grafið sig inn í viði
timburhúsa og holað þá svo að
burðarþol þeirra verður að engu.
Matsmenn töldu að 3,2 m.kr.
kostaði að fjarlægja veggjatítlurnar
úr húsinu en matsmaður sem selj-
andinn kvaddi til taldi að með því að
hita innviði í 50 stig á Celsíus mætti
drepa bjölluna og lirfur hennar.
Þetta hefði kostað 1,6 m.kr.
Afsláttur vegna
leynds galla
I dóminum kemur fram að dóm-
arar hafi farið á vettvang í desem-
ber 1998 þegar verið var að undir-
búa flutning og fórgun hússins og
búið að rífa frá veggklæðningu í
kjallara. Þá hafí mátt sjá ummerki
þess að umfang vandans væri meira
en matsmenn gerðu ráð fyrir og tel-
ur dómurinn að eina raunhæfa
lausnin hafí verið sú að farga húsinu
eins og gert var.
í dóminum segir að ekki verði
fullyrt að seljandinn hafi vitað eða
mátt vita af meindýrinu en hins
vegar eigi kaupandinn rétt á af-
slætti af umsömdu kaupverði þar
sem um leyndan galla var að ræða.
Var krafa kaupandans, sem
byggðist á matinu um 3,2 m.kr.
kostnað við að útrýma bjöllunni,
tekin til greina að fullu og að auki
var seljandinn dæmdur til að greiða
912 þúsund krónur í málskostnað.
Húsið á Langeyrarvegi var
brennt til að eyða veggjatítlunum. I
dóminum segir að Hafnarfjarðar-
bær hafí styrkt kaupandann um 1
m.kr. og einnig búist hann við um 3
m.kr. styrk frá Bjargráðasjóði.
Samgönguráðherra og borgarstjóri
undirrita yfírlýsingu
Morgunblaðið/Friðrik
ÞYRLA landhelgisgæslunnar lenti á flugvellinum í Ólafsvík til að sækja fólkið sem slasaðist í bflslysinu á
Hellissandi. Völlurinn er skammt frá heilsugæslustöðinni á staðnum.
Dregið úr æfingaflugi
frá Reykjavíkurflugvelli
SAMGÖNGURAÐHERRA og
borgarstjórinn í Reykjavík hafa
undirritað yfirlýsingu í tengslum
við deiliskipulag flugvallarsvæðis-
ins til ársins 2016 um að draga úr
æfingaflugi frá Reykjavíkurflug-
velli og koma upp flugbraut utan
vallarins, þar sem æfa megi
snertiflug, með það í huga að sú
flugvallaraðstaða geti tekið við
kennsluflugi.
Sturla Böðvarsson samgöngu-
ráðherra sagði í samtali við Morg-
unblaðið að í þessari yfirlýsingu
hefði hann staðfest að hann myndi
gera tillögu í flugmálaáætlun, sem
verður til umfjöllunar í vetur í
þinginu, þar sem gert er ráð fyrir
að umrætt æfingasvæði verði útbú-
ið á gildistíma áætlunarinnar frá
2000-2003. Þar með megi draga
stórlega úr fjölda þessara lendinga
Islandssími semur við Ericsson
FORSVARSMENN Íslandssíma og
Ericsson undirrituðu í gær sam-
starfssamning sem felur í sér heild-
arlausn í fjarskiptum íyrir íslands-
síma. Samningurinn gildir í þrjú ár
og nemur andvirði hans nokkur
hundruð milljónum króna. íslands-
sími segir að tæknilausnir þær sem
hér um ræðir samnýti tal og gagna-
flutninga með hagkvæmari hætti en
áður hafi þekkst og er þetta eitt
fyrsta kerfi þessarar gerðar í heim-
inum. Viðstaddir undirritun samn-
ingsins voi'u Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra og Conni Simonsen,
forstjóri Ericsson í Danmörku.
Uppsetning tæknibúnaðarins
hefst á næstu vikum hérlendis og
erlendis. I fréttatilkynningu, sem
gefin var út í tilefni af undirritun
samningsins, segir að ísland henti
Andvirði samnings nemur nokkur
hundruð milljónum króna
vel sem þróunarsvæði, þar sem
markaðurinn er þróaður og kröfu-
harður auk þess sem smæð hans
geri markaðsrannsóknir auðveldari
en í stórum samfélögum. Þessi sér-
staða Islands hafi vakið áhuga
Ericsson á að gera langtímasam-
starfssamning við Íslandssíma um
tæknilausnir.
Eyþór Amalds, framkvæmda-
stjóri Íslandssíma, sagði við undir-
ritun samningsins að fyrirtækin
væru um flest ólík. Ericsson væri
eitt helsta fjarskiptafyrirtæki í
heiminum en Islandssími nýtt fyrir-
tæki. Yfir 100 þúsund starfsmenn
ynnu hjá Ericsson í 140 löndum en
hjá Íslandssíma ynnu tíu manns í
einu landi.
„Tæknin sem við erum að taka í
notkun er ný, en byggir á traustum
grunni. Símafyrirtæki eru að byrja
að nota sambærilega tækni í upp-
hafi næsta árs og við erum eitt
fyrsta fyrirtæki í heiminum til að
taka þessa heildarlausn í notkun.
Eitt af því sem felst í þessari lausn
er að hafa á einni hendi gagnaflutn-
inga og tal í stað þess að skipta
þessu upp í ólík kerfi sem tala ekki
saman,“ sagði Eyþór.
Sturla Böðvarsson samgönguráð-
herra óskaði forsvarsmönnum fyrir-
tækjanna til hamingju með þann
áfanga sem felst í undirritun samn-
ingsins. „Það er alveg ljóst að strax
og viðskipti voru gefin frjáls á sviði
fjarskipta hlaut það að skipta miklu
máli að fram kæmu fyrirtæki sem
væru reiðubúin til að takast á við það
vandasama verkefni að sinna fjar-
skiptum á þann hátt sem þau hljóta
að gerast á næstu árum og áratug-
um,“ sagði samgönguráðherra.
Hann sagði að þeir sem færu út á
þennan markað hlytu að gera það í
þeirri fullvissu að þeim mætti vilji
til samkeppni á markaðnum. ,Af
hálfu samgönguráðuneytisins verð-
ur lögð öll áhersla á að skapa sann-
gjarnt starfsumhverfi, þannig að
fyrii'tækin sem á þessum markaði
eru hafi raunverulega möguleika á
að veita góða þjónustu,“ sagði sam-
gönguráðherra.
á Reykjavíkurflugvelli. „Ég lít svo
á að með þessu sé Reykjavíkur-
flugvöllur festur í sessi,“ sagði St-
urla. „Ég taldi afar mikilvægt að
taka af öll tvímæli um framtíð vall-
arins og í ljósi þess, og einnig hins,
að borgarstjóri var reiðubúinn að
vinna að niðurstöðu skipulagsvinn-
unnar, lagði ég þessa tillögu fyrir
ríkisstjórn og hef samþykki hennar
fyrir þessari niðurstöðu."
-----------------
Barnaspít-
alabygging
kærð á ný
FRAMKVÆMDIR við barnaspít-
ala á lóð Landsspítalans hafa verið
kærðar til úrskurðarnefndar skipu-
lags- og byggingai-mála. Þetta er í
annað skipti sem kæra berst vegna
framkvæmdanna.
Að sögn Magnúsar Sædals
Svavarssonar, byggingarfulltrúa í
Reykjavík, hafa nokkrir nágrannar
sent kæru vegna framkvæmdanna,
að mestu þeir sömu og kærðu mál-
ið upphaflega, og er að miklu leyti
vísað til sömu kæruatriða og áður
voru til umfjöllunar.
I kærunni var óskað umsagnar
byggingarnefndar um það hvort
stöðva ætti framkvæmdir meðan
kæran væri til fullnaðarmeðferðar
en að sögn Magnúsar Sædals hefur
nefndin lýst þeirri skoðun sinni að
ekki eigi að stöðva framkvæmdir.
Deilur kærenda og borgarinnar
snúast um hvort í gildi sé
deiliskipulag á Landspítalalóðinni.
Einnig er m.a. deilt um fram-
kvæmd grenndarkynningar og
verklag við ákvarðanatöku í mál-
Sérblöð í dag
www.mbl.is
naiiii
Heimili
FASTEIGNIR
►Á HINU gamla íþróttasvæði Þróttar við Holtaveg er *
verið að byggja bæði einbýlishús og parhús. I Markaðn- •
um er fjallað um muninn á 25 ára og 40 ára húsbréfalán- .
um og í Lagnafréttum er bent á, að oft er lítið vitað um *
ástand lagna við eigendaskipti á fasteign. •