Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Kvöldgangan í Viðey í VIÐEY verður farið í tveggja tíma göngu um norðaustureyna í kvöld, þriðjudag. Farið verður með Viðeyjarferjunni úr Sundahöfn kl. 19.30. Lagt verður upp frá kirkj- unni og gengið þaðan austur fyrir | gamla túngarðinn og meðfram hon- um yfir á norðurströndina, um norðurklettana, framhjá Háanefi og 1 þar niður á Sundbakkann. Þar verð- ur sýndur gamli vatnstankurinn, sem Viðeyingafélagið hefur breytt í lítið félagsheimili. Ljósmyndasýn- ingin í Viðeyjarskóla um lífið í þorp- inu á Sundbakkanum, eða „Stöð- inni“, á fyrri hluta þessarar aldar verður skoðuð, einnig rústir byggð- arinnar. Þaðan verður svo gengið heim að Stofu aftur. Göngurnar í Viðey eru raðgöngur í fimm áföngum. Göngufólk er beðið að búa sig eftir veðri og áhersla er lögð á góðan skófatnað. Gjald er ferjutollurinn, kr. 400 fyrir fuli- orðna og kr. 200 fyrir börn. Veitingahúsið í Viðeyjarstofu og hestaleigan eru opin daglega. Einnig er hægt að fá reiðhjól að láni endurgjaldslaust. Loks er hægt að fá leyfi til að tjalda í Viðey. . Knatt- j spyrnuskóli Islands KNATTSPYRNUDEILD Tinda- stóls á Sauðárkróki hyggst í sumar stofna knattspyrnuskóla. „Skólinn verður starfræktur eina helgi á ári og hefur verslunarmannahelgin orð- 4 ið fyrir valinu. Skólinn verður starf- ræktur á Sauðárkróki. Knatt- Íspymuskóli íslands, eins og skólinn heitir, mun verða settur fimmtudag- inn 29. júlí og verður honum slitið mánudaginn 2. ágúst. Skólinn er bæði bóklegur og verklegur og fyrir aldursflokkana 4. og 3. karla og kvenna. Skólinn er öllum opinn á þessum aldri upp að ákveðnum fjölda þátttakenda. Það er UMF Tindastóll sem rekur skólann en g Guðmundur Torfason hefur verið ráðinn skólastjóri hans. Knatt- 1 spyrnusamband íslands viðurkenn- | ir skólann og mun vinna með fram- kvæmdaaðilum að skipulagningu hans. Einnig mun Tóbaksvarnar- nefnd koma að skólanum. Skólinn verður frá morgni til kvölds og full dagskrá þann tíma. A skólann munu koma fjölmargir kunnir knatt- spyrnumenn og þjálfarar sem munu aðstoða við kennslu. Sjúkraþjálfar- m ar og læknar munu halda fyrirlestra um ýmis málefni og einnig fulltrúi Tóbaksvarnarnefndar. Unnið er að 1 því að fá til skólans erlendan knatt- spyrnumann. Öll aðstaða til skóla- haldsins á Sauðárkróki er hin besta. Þátttakendur gista í skólum sem eru við hlið íþróttasvæðisins og knattspyrnuvellir eru nægir. Glæsi- legt íþróttahús er einnig á staðnum og aðstaða til fyrirlestra er góð,“ segir í fréttatilkynningu frá Tinda- gj stóli. Starfræksla öryggisþj ónustu í atvinnuskyni MORGUNBLAÐINU hefm- borist eftirfarandi frá dóms- og kirkju- málaráðuneytinu: „Að gefnu tilefni vekur dóms- og i kirkjumálaráðuneytið athygli lög- §8 reglustjóra og fjölmiðla á eftirfar- 4 andi: Samkvæmt 1. gr. laga um örygg- isþjónustu nr. 58 22. maí 1997 þarf leyfi ráðherra til að annast öryggis- þjónustu í atvinnuskyni. Samkvæmt lögunum og reglugerð um öryggis- þjónustu, nr. 340 6. júní 1997, getur öryggisþjónusta falist í a) eftirliti með lokuðum svæðum og svæðum opnum almenningi, hvort heldur sem er með eftirlitsferðum vakt- manna eða myndavélum, b) flutn- ingi verðmæta, c) taka við og sinna boðum frá einstaklingum um að- stoð, d) taka við og sinna boðum frá viðvörunarkerfum vegna eldsvoða, vatnsleka, innbrots, hitastigs, raf- magnsleysis eða dæluvii'kni og e) vernda einstaklinga með lífvörðum. Skilyrði fyrir útgáfu leyfis og gögn sem þurfa að fylgja umsókn um starfsleyfi koma fram í áður- nefndum lögum og reglugerð, sem fylgja hjálagðar. Lögin öðluðust gildi 1. júh' 1997.“ Nýr kirkju- vörður í Hall- grímskirkju 1. MARS síðastliðinn tók til starfa nýr kirkjuvörður í Hallgrímskirkju, Sigurbjörg Flosadóttir. Sigurbjörg hefur síðustu ár verið kirkjuvörður og meðhjálpari í Egilsstaðakirkju auk þess að vinna hjá Svæðisút- varpi Austurlands. Þá hefur Jóhann Hjaltdal Þorsteinsson, kennari og húsasmiður, verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Hallgrímskirkju frá og með 15. maí, en Jóhann hafði áður verið æskulýðsfulltrúi kirkj- unnar til tveggja ára. Einnig hefur verið ráðin Magnea Sverrisdóttir, kennari, í stöðu æskulýðsfulltrúa Hallgrímskirkju frá og með 1. ágúst næstkomandi. Magnea útskrifaðist frá KHÍ vorið ‘97 og hefur hún verið við kennslu síðan. Auk þess hefur Magnea mikla reynslu af barna- og æskulýðsstarfi bæði innan kirkj- unnar og KFUK,“ segir í fréttatil- kynningu frá Hallgrímskirkju. boltar - pöddubox - hljóðfæri- | feykírSfa | Skólavördustíg 1a 7 - jrpæds -jnujoþs ipuBSÁniBfs Einkaskólar og aðrir sem bjóða upp á nám og/eða námskeið Dagur símenntunar verður haldinn 28. ágúst 1999. Dagskrá verður víða um landið. Markmiö dagsins er aö vekja athygli á gildi símenntunar og þeim fjölbreyttu möguleikum sem fólki standa til boða, ásamt því aö hvetja fólk til að taka þátt ( námi og námskeiöum til aö efla þekkingu sína og færni í atvinnulífinu og/eða til að auka persónulegan þroska og lífshamingju. Vilt þó vera með? Staðfesta þarf þátttöku fyrir 20. júní Skráning og nánari upplýsingar eru hjá MENNT - samstarfsvettvangi atvinnulífs og skóla, Laugavegi 51, 101 Reykjavík, sími 511 2660, bréfsími 511 2661, netfang: mennt@mennt.is 4 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 ecco Miklð úrval afEcco skóm fyrlr alla fjölskylduna 63 Teg. Cíty Walker. Verð 8.995. Stærðir: 40-48. Litur: Svartir Teg. Cosmo. Verð trá 6.995. Stærðír: 36-46. Litur: Koníaksbrúnn D0MUS MEDICA við Snorrabraut - Reykjavík Sími 551 8519 STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN KRINGLAN Kringlunni 8-12 - Reykjavík Sími 568 9212 PÓSTSENDUM SAMDÆGURS - 5% STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR Stakir hlutir og eða samstæður. Nokkrar gerðir úr járni og áli. Ávallt í leiðinni ogferðarvirði Garðverkfæri með tréskafti og úr ryðfríu stáli MRbúöin Lynghálsi 3 Sími: 5401125 *Fax: 5401120 Klippur, margar gerðir Úrval hefðbundinna handverkfæra 5 Hagstætt verð • Mikið úrval Garðverkfæri > < r j Veður og færð á Netinu ýg>mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.