Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ PRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 11 FRETTIR Flóttamenn frá Kosovo horfa til framtíðar hérlendis Morgunblaðið/RAX ÞAÐ var glatt á hjalla í Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði í gær þar sem Kosovo-Albanarnir sem þar eru búsettir stunda fslenskunám. Vilja búa á Islandi FRIÐARSAMKOMULAG Atl- antshafsbandalagsins og Jú- góslavíustjórnar og koma alþjóð- legra friðargæslusveita til Kosovo virðist ekki hafa áhrif á framtíðará- form þeirra flóttamanna sem hing- að hafa komið undanfarna mánuði, en í samtali við Morgunblaðið segja nokkrir þeh-ra að þeir vilji búa áfram hér á Islandi. Nokkur hund- ruð Albanar hafa þegar haldið til Kosovo frá Makedóníu þrátt fyrir að hermenn NATO og Frelsishers Kosovo hafí ráðið þeim frá því á þessari stundu. Selim Poroshica var í fyrri flótta- mannahópnum sem kom hingað til lands frá Kosovo í apríl sl. Hann kom hingað ásamt eiginkonu sinni, Fexhrie, og fóður, Ali. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Selim að hann hefði tekið þá ákvörðun fyrir sig og fjölskyldu sína að verða áfram búsettur hér á Islandi. „Eg hef fundið sálarfrið hér á Islandi og tók ákvörðun um að búa hér alltaf,“ sagði Selim. Hann sagðist þó vilja heimsækja fóðurlandið en hann vissi ekki hvenær af því gæti orðið. Afram óvissa um ástandið í Kosovo Selim lýsti yfir ánægju sinni með friðarsamninginn en bætti við að þrátt fyrir hann væri framhaldið óráðið. Hann sagði að móðir Fex- hrie væri í Pristina og þau hefðu heyrt í henni fyrir skömmu. Hún sagði að mikil gleði hefði gripið um sig þar þegar friðarsamkomulagið var undirritað, en fólk væri ekki ennþá óhult. Vopnaðir óeinkennis- klæddir serbneskir lögreglumenn væru enn á götunum og fólki staf- aði hætta af þeim. Fólk væri því enn hrætt og óttaslegið, þrátt fyrir innreið erlendra friðargæslusveita. Selim sagðist aðspurður trúa því að friður kæmist á en jafnframt væri framundan gífurleg vinna við að byggja upp það sem hefði verið eyðilagt. „A þessari stundu trúi ég því svona 50Ú30% að friður komist á í alvöru. En miðað við hvað serbneski herinn hefur skemmt mikið efast ég um að það taki minna en 15-20 ár að byggja það upp aftur.“ Selim er farinn að vinna, en hann er prentari að mennt, og stundar nám í íslensku á morgnana eins og aðrir í hópnum. Vill láta vita að hún sé á lífi Zymrie Beciri er 39 ára eigin- kona Gani Beciri og eru þau búsett á Reyðarfirði. Þau komu hingað til lands með síðari hópnum sem kom fyrir rúmum mánuði og dvaldi fyrst í stað á Eiðum. Aðspurð um fram- tíðina segist hún framvegis vilja búa hér. „Eg vil alltaf búa hér á Islandi, en kannski seinna, þegar ástandið í Kosovo verður komið í lag á ný, get ég farið þangað að heimsækja fjöl- skyldu mína,“ sagði Zymrie. Að- spurð sagðist Zymrie trúa því að friður myndi komast á í Kosovo og íbúar þar gætu farið að lifa eðlilegu lífi á ný, en það myndi taka tíma. Hún sagði að sér og fjölskyldu sinni líkaði mjög vel á íslandi og hún hlakkaði til að fara að stunda vinnu hér, en hún og eiginmaður hennar eiga þrjú börn. Nafíje Tora er 27 ára mágkona Zymrie og býr einnig á Reyðarfirði. Hún sagði í samtali við Morgun- blaðið að sig langaði til að búa áfram á Islandi. Þó vildi hún fara til Kosovo að hitta systur sínar og fjöl- skyldur þeirra og einnig til þess að láta vita að hún og fjölskylda henn- ar væru á lífi, en enginn af skyld- fólki þeirra og vinum vissu hvar þau væru. Aðspurð sagðist hún telja að það tæki langan tíma að koma á raunverulegum friði og ró í Kosovo. Að sögn Óskars Jónssonar, svæðisfulltrúa Rauða krossins á Austurlandi, hefur gengið vel að koma fjölskyldunum fyrir í íbúðum sínum á Reyðarfirði. Flestir stunda íslenskunám en tvö börn eru hjá dagmömmu og tvö á leikskóla. Þá séu margir að hefja vinnu við ýmis störf á Reyðarfirði og Eskifirði. Tekur langan tíma að koma á friði Á Dalvík hafa allar fjölskyldurn- ar einnig flutt inn í íbúðir, að sögn Elínar Rósu Ragnarsdóttur, starfs- manns Dalvíkurdeildar Rauða kross Islands. Fjölskyldunum hef- ur verið tekið vel af Dalvíkurbúum og hafa stuðningsfjölskyldur þein’a verið duglegar að kynna þeim Is- land og lífið hér. Þá stundar hópur- inn Islenskunám. I samtali við Morgunblaðið sagð- ist hinn 34 ára fimm barna faðir Vesel Veselaj ekki geta hugsað sér eins og stendur að snúa aftur til Kosovo með fjölskyldu sína. „Ef við fórum aftur heim þá vitum við ekki hvað bíður okkar. Þar hefur allt verið eyðilagt og það yrði erfitt að byggja allt upp aftur. Hér er gott að vera og við höfum það fínt,“ sagði Vesel og 27 ára bróðir hans, Sabit, tók undh'. Vesel sagðist ekki trúa því að friður kæmist á ef sami forseti og sama stjórn yrði áfram við völd. Til þess að ná raunverulegum friði yrðu nýjar persónur að stjórna landinu. Sabit bróðir Vesel sagðist vera ánægður með að friðarsamningur hefði verið gerður en hann hefði samt sem áður ekki í hyggju að flytja aftur til Kosovo. Hér hefði hann byrjað nýtt líf, hér væri gott fólk og hann vildi reyna að fá vinnu hér, en hann er endurskoðandi að mennt. Hann sagðist vera þakklát- ur íslensku þjóðinni og ríkisstjórn- inni fyrir stuðning þeirx-a við sig og samlanda sína. Stríðið snerist um völd en ekki um fólk GORAN Kristófer Micic er af serbneskum uppruna en hefur búið hérlendis sl. 10 ár. f samtali við Morgun- blaðið sagðist hann ánægður með að samn- ingar hefðu náðst uin frið í Júgóslavíu. Stríðið hefði þó ekki skilað neinu fyrir neinn, það hefði einungis leitt til eyðileggingar. "Ég vor- kenni bæði Serbum og Albönum sem hafa misst ættingja sína og heimili og þeim Albönum sem hafa hrakist á brott frá heimii- um sínum. Það hefur enginn fengið neitt út úr stríðinu og Serbía er gersamlega ónýtt land eftir það. Það verða allir að byrja upp á nýtt við að byggja upp þetta land," sagði hann. Óvissa um framhaldið Goran sagði aðspurður að þrátt fyrir að friðarsamningar hefðu náðst fælist nokkur óvissa í samningunum um framhaldið. Serbneskt fólk óttist nú um ör- yggi sitt og erfitt sé fyrir al- bönsku flóttamennina að koma aftur til Kosovo vegna þeirrar eyðileggingar sem þar hefur átt sér stað. Hann sagði sorglegast að stríðið hefði ekki snúist um fólk heldur um völd. "Vestur- lönd vildu ná meiri völdum á Balkanskaga og fóru þar af leið- andi út í þessar aðgerðir. Þetta stríð hefur ekki leitt neitt gott af sér. Það hefur snúist um völd en ekki um fólk og það er hræði- legt." Beðið um rannsókn á dyravarða- þjónustu DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur beðið embætti ríkissaksóknara að rannsaka starfsemi fyrirtækis- ins Magnum-Security, sem rekið hefur dyravarðaþjónustu undanfar- in þrjú ár. Að sögn Björns Frið- finnssonar ráðuneytisstjóra í dóms- málaráðuneytinu var farið fram á rannsóknina í kjölfar frétta um meintar líkamsárásir dyi'avarða fyi’irtækisins á gesti skemmtistaða. Liggur fyrir ein kæra þess efnis hjá lögreglunni í Keflavík sem varðar áverka sem ungur piltur hlaut á ný- ársdansleik í Stapanum um síðast- liðin áramót. Völundur Þorbjörnsson forstjóri Magnum-Security telur ekki grundvöll fyrir umræddri kæru þar sem hann segir að pilturinn hafi ekki hlotið áverka sína af völdum harðræðis dyravarða heldur í áflog- um innandyra við aðra gesti á ný- ársdansleiknum. Dómsmálaráðuneytið hefur að gefnu tilefni sent íjölmiðlum og lög- reglustjórum lista yfir öryggisþjón- ustufyrirtæki, sem leyfi hafa til reksturs öryggisþjónustu í atvinnu- skyni. Á þeim lista er Magnum- Security ekki getið. Völundur segir að það merki ekki að fyrirtæki sitt starfi í leyfisleysi, enda starfi fyrir- tækið ekki sem öryggisþjónustu- fyrirtæki heldur við dyravarðaþjón- ustu, sem háð sé leyfi lögreglu- stjóra í því umdæmi sem um ræðir hverju sinni. Þyrla flytur skúra úr Viðey BANDARÍSK herflutningaþyrla af Chinook-gerð flutti á sunnu- daginn tvo vinnuskúra frá Viðey og upp í Elliðaárdal, en verkefn- ið var hluti af þyrluverkefninu Norðurnágranni '99, sem stend- ur til 18. júní. Að sögn Ragnars Siguijóns- sonar, ráðsmanns í Viðey, fékk hann þessa hugmynd í fyrra- haust er honum var falið það verkefni að koma skúrunum af eyjunni. Hann sagði að Árbæjar- safn hefði fengið skúrana lánaða hjá Landsvirkjun meðan á forn- leifaruppgreftri stóð fyrir nokkrum árum, en þeir hefðu staðið ónotaðir í a.m.k. 5 til 6 ár og því væri mikill léttir að losna við þá nú. Ragnar sagði að upphaflega hefði verið ráðgert að flytja skúrana síðastliðinn föstudag, en vegna veðurs hefði ekki ver- ið ráðist í verkefnið fyrr en á sunnudaginn. Hann sagði að flutningarnir hefðu gengið mjög vel, og alls hefðu 17 manns tek- ið þátt í þeim, þar af sex her- menn. Að sögn Ragnars kostaði þetta ekki neitt, en leyfílegt er að nota þessa þjónustu svo lengi sem hún tekur ekki vinnu frá Morgunblaðið/Kristinn BANDARISK herþyrla af Chinook-gerð flutti tvo vinnuskúra í eigu Landsvirkjunar frá Viðey og upp í EHiðaárdal á sunnudaginn. neinum öðrum og svo væri í þessu tilfelli. Þyrluverkefnið Norðurná- granni '99 er samstarfsverkefni varnarmálaskrifstofu utanríkis- ráðuneytisins og Varnarliðsins. Fjórar flutningaþyrlur af Chin- ook-gerð, sem munu taka þátt í heræfingunni Norðurvíkingi '99, sem hefst 19. júní, hafa siðan á miðvikudaginn verið nýttar til borgaralegra flutningaverkefna víðs vegar um landið og var flutningurinn á skúrunum eitt af fjölmörgum verkefnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.