Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 15.06.1999, Qupperneq 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Evrópumótið í brids hafíð á Möltu Island í 25. sæti eftir þrjár umferðir BRIPS Malta EVRÓPUMÓTIÐ veldir þegar austur átti laufaásinn. Við hitt borðið sátu Andreas Babsch og Peter Umshaus í NS og Soldano de Falco og Guido Ferrari AV. Evrópumótið í brids er haldið á Möltu dagana 13.-26. júní. íslendingar keppa í opnum flokki og kvennaflokki í sveitakeppni og tvímenningi kvenna. ÍSLENSKA liðið vann fyrsta leik sinn í opna flokknum á Evrópumót- inu í brids, sem hófst á Möltu á 1 sunnudag, en tapaði tveimur næstu leikjum sínum. Eftir þrjár umferðir var liðið í 25. sæti af 37 þjóðum með 39 stig. Island spilaði fyrsta leikinn við San Marínó og vann 19-11. í annarri umferð tapaði liðið fyrir Króötum, 13-17, og í þriðju umferð á mánu- dagsmorgun tapaði liðið 7-23 fyrir Slóveníu. Engin þessara þjóða telst til þeirra sterkari í Evrópu og því hljóta úrslit leikjanna að vera ís- lenska liðinu nokkur vonbrigði. í gær voru tvær umferðir tO viðbótar á dagskrá, en þá áttu íslendingar að spila við Belga og Spánverja, og í dag eru mótherjarnir Israelsmenn og Litáar. Eftir þrjár umferðir voru Spán- verjar efstir með 73 stig, Norðmenn voru í 2. sæti með 68 stig og Svíar í 3. sæti með 61 stig. ítalir voru í 4. sæti með 58 stig, Líbanon í 5. sæti með 57 stig og Tyrkland í 6. sæti með 56 stig. Undankeppni Evrópumótsins í tvímenningi kvenna lauk í gær. Eitt íslenskt par, Una Arnadóttir og Jó- hanna Sigurjónsdóttir tóku þátt í mótinu en þær komust ekki áfram í úrslit. Keppni í kvennaflokki í sveitakeppni hefst á morgun. 3-Iitur eða 5-Iitur? Italir hafa unnið tvö undanfarin Evrópumót en í liðið á Möltu vantar tvö frægustu pör þeirra. ítalska liðið sýndi þó að það er til alls víst þegar það vann Austurríkismenn örugg- lega 25-2 í fyrstu umferðinni á sunnudag. I sagnkerfum Austum'k- ismanna er oft og iðulega sagt á 3- liti og það kom þeim í koll í þessu spili: Norður * ÁD872 ¥ D8 * K9 * 10962 Vestur Austur ♦ 63 ¥ KG6 ♦ ÁG10532 *53 * 95 ¥ 75432 ♦ 764 *ÁG8 Suður * KG104 ¥ Á109 * D8 * KD73 Vestur Norður Austur Suður de Falco Babsch Ferraro Umshaus 1 tígull pass 1 spaði pass 1 grand 2 tíglar dobl pass 2 spaðar pass 3 tíglar passs 3 grönd// Suður varð að opna á tígli sam- kvæmt kerfmu og spaðasvarið gat verið 3-litur. 9 spila samlegan kom svo aldrei fram í sögnum og Austur- ríkismennirnir enduðu í 3 gröndum, sem fóru hratt og örugglega niður eftir að de Falco spilaði út tígli. Hjartaliturinn týndist Svíar eru með sterkt lið á Möltu og eftir þrjár umferðir voru þeir í 3. sæti. Þeir unnu Bretland 20-10 í 3. umferðinni í gær og hér er spil úr leiknum: Austur gefur, AV á hættu: Norður ♦ 54 ¥ G1032 ♦ G7543 + 85 Austur * 9ÁK106 ¥ K9 ♦ 986 + DG109 Suður + 3 ¥ ÁD87 ♦ ÁD3 *ÁK763 Svíarnir spila eins og Austurríkis- mennirnir nokkuð einkennileg sagnkerfi en þeir græddu vel á því í þesssu spili. Við annað borðið sátu Mats Nilsland og Björn Fallenius NS og tvíburarnir Stuart og Gerald Tredinnick AV: Vestur Norður Austur Suður Stuart Nilsland Gerald Fallenius 1 tígull dobl 2spaðar pass 3spaðar dobl pass 4 hjörtu// Austur opnaði á precisiontígli og eftir það voru sagnirnar býsna eðli- legar. Gerald spilaði út spaðaás og besta vörnin er væntanlega að spila meiri spaða. En hann skipti í laufa- drottningu og þá gat Nilsland trompað laufið gott og svínað íyrir hjartakóng og gaf aðeins á tígulkóng til viðbótar. 420 til Svía. Við hitt borðið sátu Peter Fredin og Magnus Lindkvist AV en Alan Mould og Gareth Hyatt NS: Vestur + DG9872 ¥654 ♦ K10 *92 Vestur Norður Austur Suður Fredin Mould Lindkvist Hyatt 1 lauf pass 1 tígull pass 1 spaði dobl 1 grand pass pass dobl 2 spaðar 2 grönd pass 3 grönd pass 4 tíglar/// Við annað borðið sátu Norberto Bocchi og Georgio Duboin i NS fyrir Italíu og Kurt Feichtinger og Franz Terraneo í AV. Þar voru sagnir ein- faldar og góðar: Vestur Norður Austur Suður Feicht. Bocchi Terraneo Duboin. pass 2 hjörtu pass 1 grand 3 tíglar pass 3 hjörtu pass 3 spaðar pass 4 spaðar// Bocchi yfirfærði í spaða eftir grandopnunina, Duboin sýndi há- mark og 2-lit í tígli með 3 tíglum, Bocchi yfirfærði aftur í spaða og lyfti í geim og 10 slagir voru auð- Laufopnun austurs var tvíræð, gat verið sterk eða veik, og 1 tígull var afmelding. Þegar austur sagði 1 spaða gat suður doblað til úttekt- ar og Fredin sá að NS ættu vænt- anlega geim í spilinu. Hann setti því hrærivélina í gang þegar hann sagði 1 grand og afleiðingin varð sú að NS týndu hjartalitnum, þótt 2 grönd norðurs og síðan 4 tíglar virtust sýna rauðu litina. Mould vann 4 tígla slétt en Svíarnir unnu 8 impa. Guðm. Sv. Hermannsson. Itölsk barnaföt lítrík og falleg Sængurgjafír í míHti úrvalí DlírnnflLIfllíll Skólavörðustíg 10. Sími 551 1222 I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Alein heima ÉG lenti í því óhappi að detta og við það hlaut ég upphandleggsbrot. Það hefur ekki verið hægt að setja gifs á svona brot eða búa um það á nokkurn hátt. Ég var sett í fatla á slysadeild, látin hafa lyf- seðil fyrir verkjalyfi og send heim. Ég bý ein og var algjörlega ósjálfbjarga með aðra höndina í fatla og sárkvalin. Ég gat ekki risið upp úr rúminu hjálpar- laust né skipt um föt eða þvegið mér. Ég hringdi á slysadeild og fékk að tala við hjúkr- unarfræðing sem sagði að þær gætu ekkert fyrir mig gert og ég hefði verið send heim á eigin ábyrgð. Ég átti bara að tala við minn heimilislækni og hann ætti að sjá um þetta. Svo bætti þessi hjúkrun- arfræðingur við: Við send- um alla heim sem lenda í þessu, jafnvel gamalmenni. Við verðum bara að benda ykkur á að leita til ætt- ingja og sagði mér að sofa í stól fyrst svona sárt væri að leggjast útaf. Aldrei hefur mér sárnað eins hræðilega er ég lagði frá mér símann. Ég hreinlega hágrét. Ég var jafn kvalin þótt ég tæki verkjalyfin því þau ollu mér bara ógleði og svima sem gerði ástandið enn verra. Ég fékk loks hjálp frá góðri manneskju sem varð að sleppa úr vinnu fyrir mig. Það er ömurlegt til þess að hugsa hvernig er með fólk í nútíma samfé- lagi. Þessi hámenntaði hjúkrunarfræðingur ætti að skammast sín vegna framkomu sinnar við mig. Er það þetta sem fólk lær- ir í háskólanum að niður- lægja og særa slasað, fár- veikt fólk? Mætti ekki spara alla þessa skóla- göngu og fá betri hjúkrun- arumönnun? Mig hiyllir við þvi að verða gömul í þessu samfé- lagi. Hvað bíður manns þá? Er þetta góðærið? Ég sá í fyrra í sjónvarpinu eldri lækni segja að hann vildi sjá heilbrigðisþjónustuna komna 40 ár aftur í tímann. Ég er hjartanlega sammála honum þvi þá var sjúkling; urinn hafður í fyrirrúmi. í þessu tæknivædda kalda samfélaginu sem við búum í nú hefúr mannlegi þáttur- inn algjörlega orðið útund- an. Ég vona að það fólk sem vinnur í heilbrigðis- kerfinu og Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- ráðherra, taki orð min til greina. Það er mál til komið að þessu sé breytt. Sárkvalinn sjúklingur. Hver getur hjálpað? MIG langar að athuga hvort einhver getur útveg- að mér tæki (bjöllu) sem hjálpar börnum að hætta að pissa undir. Ef svo er, hringið þá í Sigurbjörgu í síma 553 6102 eftir kl. 14. Þakklæti MIG langar að koma á framfæri þakklæti til Andreu Jónsdóttur, út- varpskonu á Stjörnunni fyrir gott lagaval í þáttum sínum. Sérstaklega þakka ég fyrir Bítlaþættina á sunnudögum, þeir eru skemmtilegir og fræðandi að mínu mati. Ánægður hlustandi. Tapað/fundið Seiko-úr týndist GYLLT Seiko-karl- mannsúr týndist í síðustu viku, líklega á leiðinni úr Fossvogi; Eyrarland, Fossvogsvegur, Háaleitis- braut, Sléttuvegur, Kr- inglumýrarbraut, Háaleit- isbraut að Grensásvegi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 553 8619. Grænt hjól týndist frá Austurveri GRÆNT hjól með fjólu- bláum bögglabera og leti- stýri týndist frá Pizzakof- anum, Austurveri, sl. fimmtudag. Þeir sem hafa orðið varir við hjólið hafi samband í síma 568 5984. Dýrahald Páfagaukur fannst GULUR páfagaukur með bláar kinnar fannst í Kópa- vogi laugardaginn 5. júní. Er mjög gæfur og blíður. Upplýsingar í síma 554 1819. SKAK Uni.vjón Margcir Pétnrsson blasir við í öðrum leik. 36. - DÍ3+ hefði hins vegar sparað einn leik, þá er hvítur óverjandi mát í næsta leik. MORGUNBLALÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynning- ar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrir- vara fyrir sunnudagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistil- kynningum og/eða nafn ábyrgðarmanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569-1100. Sent í bréfsíma 569-1329, sent á rietfangið ritstj@mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1,103 Reykjavík. Pennavinir Þrjátíu og þriggja ára kona í austanverðu Þýskalandi með áhuga á íslandi, sögu, listum, bókmenntum, dýralífí o.fí. Starfar í þágu fatlaðra, aðai- lega blindra: Sibille Golle, Theumaer Weg 10, 08541 Theuma (Vogtland), Germany. Fjórtán ára japönsk stúlka með margvísleg áhugamál: Yayoi Hamazaki, 3547-1 Tsuda, Tsuda-cho, Okawa-gun, Kagawa-ken, 769-2401, Japan. STAÐAN kom upp á hollenska meistaramótinu í sumar. Erik Van den Doel (2.535) var með hvítt, en Johan Van der Wiel (2.525) hafði svart og átti leik. 34. - Hxg3+! 35. fxg3 - Dxg3+ 36. Kfl - Dg2+ og hvítur gafst upp, því mátið SVARTUR mátar í fjórða leik. Víkverji skrifar... SAMNINGUR okkar um veiðar í Smugunni í Barentshafi við Rússa og Norðmenn er að mati Vík- verja öllum þjóðunum mikilvægur. Hann kveður niður deilur um veiðar á svæði utan lögsögu Noregs og Rússlands, sem hafa komið í veg fyrir eðlilega og nauðsynlega sam- vinnu þessara þjóða. Það er óhætt að fullyrða að helzti ávinningur okk- ar af þessum samningi felst ekki í nokkrum þúsundum tonna af þorski árlega, heldur þeim möguleikum sem hann opnar okkur í viðskiptum við Rússland. Forystumenn ýmissa hagsmuna- samtaka í Noregi fínna þessum samningi allt til foráttu og bölsótast yfir því að íslendingar skuli fá svo miklar aflaheimildir fyrir ekki neitt, eins og þeir orða það í áróðri sínum, þrátt fyrir að gagnkvæmar veiði- heimildir og aðgangur að lögsögu ríkjanna felist í samningnum. Fyrir þá skipta þessi nokkur þúsund tonn litlu sem engu af um tveggja millj- óna tonna árlegum heildarafla auk allt að því 400.000 tonna framleiðslu af eldisfiski. Víkverji veltir því fyrir sér hvers vegna þeir sjá svona miklum ofsjón- um yfir þessu öllu saman. Líkleg- asta skýringin er sú að þeir átta sig á þvf að samningurinn opnar okkur leið inn í Rússland, leið sem Norð- menn sjálfir hafa einokað. Þar fái þeir samkeppni um fiskinn og markaði fyrir fisk og ýmsan tækni- búnað, sem þeir kæri sig lítið um. Þessar óánægjuraddir eru orðn- ar mjög háværar og ná inn á norska Stórþingið. Þar heyrast æ fleiri raddir, eins og hvalveiði- mannsins fyrrverandi, Steinars Bastesens, sem vilja fella samning- inn. Víkverji telur að það sé nauð- synlegt fyrir íslenzk stjórnvöld að fylgjast grannt með þeim gangi mála, því samningurinn er okkur afar mikilvægur. Þá má benda Norðmönnum á það, að þegar verið er að semja um eitthvað, þurfa menn yfirleitt að gefa eftir í einu til að ná árangri í öðru. Mikilvægasta atriðið í Smugu- samningnum fyrir þjóðirnar þrjár, íslendinga, Rússa og Norðmenn, er samkomulag um stjórn veiða á al- þjóðlegu hafsvæði. Samkomulag sem styrkir stöðu þjóðanna út á við, þegar rætt er um ábyrga fiskveiði- stjómun. Þessar þjóðir hafa áður náð samkomulagi um veiðar á al- þjóðlega veiðisvæðinu, sem nú kall- ast Síldarsmugan og um veiðar á út- hafskarfa á Reykjaneshrygg ásamt öðrum þjóðum. xxx * ALAGNING á ýmsan fatnað á íslandi er með ólíkindum, sér- staklega tískufatnað og fatnað fyrir böm og unglinga. Víkverji sá aug- lýsingu í Morgunblaðinu um síðustu helgi frá þekktri verzlun í Reykja- vík. Þar var verið að auglýsa buxur fyrir börn, unglinga og fullorðna, en þessar flíkur eru þeirrar gerðar, að hægt er með einu handtaka að renna skálmunum sundur svo þær breytast í stuttbuxur. Fín og hag- nýt hugmynd. En Víkverji hrökk við, þegar hann sá verðið, rétt tæp- ar 6.000 krónur fyrir buxurnar. Það vildi svo til að Víkverji var í höfuð- borg Belgíu, Brussel, fyrir nokkru og festi kona hans þá kaup á tvenn- um eins buxum og auglýstar voru I Morgunblaðinu á tæpar 6.000 krón- ur og tveimur hettubolum á ömmu- strákana. Tvennar buxur þar ytra og bolirnir tveir kostuðu samtals um 8.000 íslenzkar ki-ónur. Það er tæpum 4.000 krónum minna en tvennar buxur hér og hefur Brussel þó ekki það orð á sér að vera ódýr borg. I síðustu viku fékk Víkverji tilboð inn um bréfalúguna frá þekktri tízkuverzlun í Reykjavík. Hljóðaði tilboðið upp á afslátt sem nam lang- leiðina í 2.000 krónur af hverri skyrtu og tekið fram hve mikil nauðsyn væri að eiga mikið af skyrtum. Aður hefur Víkverji feng- ið tilboð frá sömu verzlun um jakka- fót á einstöku afsláttarverði, eða fleiri tugi þúsunda króna. Víkverji verður að viðurkenna að þetta verð- lag er ekki við hans hæfi. Hann minnist þess ekki að hafa keypt jakkaföt, sem kosta meira en 20.000 krónur og telur það ólíklegt að skyrtumar hans kosti 2.000 krónur hver, án afsláttar. Þrátt fyrir það þykist Víkverji vera í það minnsta sæmilega til fara.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.