Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + ^ Ástkær móðir okkar, fósturmóðir og amma, GRÓA HERDÍS BÆRINGSDÓTTIR frá Bjamarhöfn, Aðallandi 6, Reykjavík, lést á Droplaugarstöðum sunnudaginn 13. júní. Þórður Haraldsson, Þórdís Harðardóttir, Helga Sigurbjörnsdóttir, Stefán Gunnarsson, Bæring Sigurbjörnsson, Kolbrún Jónsdóttir, Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, Þórir Halldórsson, fósturbörn og barnabörn. + Eiskulegur eiginmaður minn og faðir okkar, JÓN PÁLL ÁGÚSTSSON, Norðurbrún 1, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 13. júní. - ? Svandís Guðmundsdóttir, Eyþór Guðmundur Jónsson, Sveinn Jónsson, Sigríður Jónsdóttir, Björn Jónsson. + 1 Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELGA KÁRADÓTTIR, Háeyrarvöllum 44, Eyrarbakka, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 13. júní. Karl Þórðarson, Ársæll Þórðarson, Eygló Karlsdóttir, Anna M. Þórðardóttir, Ágúst Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn og besti vinur, faðir okkar og tengdafaðir, ÞORKELL MÁNI ANTONSSON, Hjallavegi 3 (Björgvin), Eyrarbakka, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavfkur laugar- daginn 12. júní 1999. María E. Bjarnadóttir, Guðmundur Þorkelsson, Líney Magnea Þorkelsdóttir, Eíríkur Vignir Pálsson, Ólöf Þóra Þorkelsdóttir, Sigurgeir Trausti Höskuldsson, Guðrún Telma Þorkelsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÓLAFUR HEIÐAR ÞORVALDSSON, Hraunsvegi 9, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 14.00. Svanhildur Guðmundsdóttir, Þorvaldur S. Ólafsson, Fanney S. Bjarnadóttir, Sigríður G. Ólafsdóttir, Gísli Kr. Traustason, Sigurður Stefán Ólafsson, Reynir Ólafsson, Vilborg Ása Fossdal, barnabörn og barnabarnabörn. LAUFEY INGADÓTTIR + Laufey Inga- dóttir fæddist í Reykjavík 2. sept- ember 1969. Hún lést á líknardeild Landspítalans hinn 4. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Fossvogs- kirkju ll.júní. Elsku Laufey, nú er baráttunni lokið sem þú háðir af miklu hugrekki og æðruleysi. Við dá- umst að hvað þú sýndir mikinn styrk og lést þennan alvarlega sjúkdóm aldrei buga þig andlega. Unga frænka, við munum alltaf minnast þín fyrir hvað þú varst hress, glæsileg og einstak- lega góð móðir. Við munum sakna þín mikið og þú munt alltaf eiga sér- stakan stað í hjörtum okkai-. Frænkuboðin munu aldrei verða söm án þín, elsku frænka. Við kveðjum þig með söknuði og biðjum Guð að vaka yfir börnunum þínum. Elsku Gunnar, Anna Friðrikka, Ingi Sig- urður, Anna Friðrikka, Ingi, Ragn- heiður, Daðey og Sigurður Björn, missir ykkar er mikill og við sendum ykkur okkar dýpstu samúðarkveðjur. Elva, Þorbjörg, Katla og Sigríður Laufey. Mig langar að minnast Laufeyjar frænku minnar í örfáum orðum. Við komum úr stóm fjölskyldu og því ekki gefið að frændsystkinin kynnist náið. Ég vai' svo heppinn að foreldrar okkar Laufeyjar vörðu miklum tíma saman og því hef ég þekkt hana frá því að ég man eftir mér. Þegar ég var níu ára og hún átta ára, vorum við að stikla á steinum í Botnsá í Hvalfirði. Við lentum bæði í ánni og vorum hætt komin, en með hvors annars hjálp sakaði okkur ekki. Þessi svaðil- för batt okkur sterkari böndum en orð fá lýst. Við vorum alltaf góðir vin- ir og mér þótti mjög vænt um hana. Við sáumst lítið eftir að ég fór til Bandaríkjanna í nám haustið 1995, en það brást ekki að í hvert sinn sem ég heimsótti Island þá hittumst við og áttum góðar stundir saman. Ég talaði við Laufeyju síðast í síma á páskadag nú í vor. Hún sagði að sér þætti slæmt að ég kæmist ekki í þrí- tugsafmælið hennar, sem hefði orðið í haust. Við ákváðum í staðinn að hittast um næstu jól þegar ég kæmi heim. Nú mun ég aldrei hitta hana framar og það íþyngir hjarta mínu. Ég mun alltaf sakna hennar. Ég sendi innilegar samúðai-kveðj- ur til Rikku og Inga og einnig til Gunnars, Önnu Friðrikku, Inga Sig- urðar, Ragnheiðar, Daðeyjar og Sig- urðai- Bjamar. Gísli Hólmar Jóhannesson. Hvert var upphafið, af hverju lágu leiðir okkar saman? Við vorum einmitt að rifja þetta upp á fallegum degi og með fallega útsýnið út yfii’ voginn að Bessastöðum. En engin okkar, hvorki þú, ég, né Magga höfð- um hugmynd um það hvað leiddi okkur saman eins ólíkar og við erum en samt svo líkar. Ég man fyrst eftir þér á gangi í Frostafold fyrir utan heimili mömmu þinnar, þekkti þig ekki neitt en tók samt eftir þér, þú varst í bleikum galla. Ég sá þig næst sitjandi í fremstu röð í stofu 102 í Iðnskólanum í bleikri cardigan- peysu, bleikur vai' þinn litur. I Iðnskólanum hófust okkar kynni. Fljótlega vorum við búin að hertaka eitt borð í matsalnum og við þetta borð bættust alltaf fleiri og fleiri og borðið varð alltaf stærra og stærra. Ekki mátti reykja við borðið og þeir sem reyktu í hópnum hættu því alveg því þetta var svo skemmtilegur og góður hópur og við vildum öll vera með. Við brölluðum mikið á Iðnskólaár- unum. Sem dæmi þá ætlaði Marteinn, tölvugúrúinn okkar, að leggja Ijós- leiðara niður á Restaurant Italia svo við misstum ekki af fleiri tímum hjá honum sem hittu alltaf á fyrsta tíma eftir hádegi á fimmtu- dögum og föstudögum. Þá var nefnilega líka ítölsk fiskisúpu- og bjór- tími hjá okkur, tími sem ég leiði oft hugann að þessa dagana og hefði ekki viijað missa af. Þetta var okkar blóma- tími og ég veit að þér leið mjög vel á þessum tíma. Við vorum prakk- arar og þú varst yfir- prakkarinn. Eftir Iðn- skólann fórum við hver í sína áttina en samt voru alltaf símtöl og heim- sóknir inn á milli. Lífið var ekki alltaf dans á rósum en þú komst alltaf með fæturna niður því þú varst alltaf svo jákvæð og viljasterk sem einmitt kom fram í þínum miklu veikindum. Undir já- kvæðninni og viljanum var samt lítil, brothætt stúlka sem lærði að bíta á jaxlinn, pappírstígrisdýr. Það er óskiljanlegt af hverju ung kona er rifin burt frá ungum bömum og fjöl- skyldu. Hvemig getur hennar hlut- verki verið lokið í þessu lífi þegar það er rétt að byrja? Vera ekki til staðar þegai' lítil sál þarf koss á tárin, faðm- lag og hvatningu til að vaxa og dafna, ást og umhyggju sem bara mamma gefur. Þú fékkst skorið úr um þín veikindi í haust en varst búin að kenna þér meins í einhvern tíma. Leikurinn var tapaður nánast frá bytjun og um áramótin var ljóst að ekkert var að gert. Þú varst hetja all- an tímann og glæsileg. Þú passaðir svo vel að líta vel út allt til endaloka. Þú hafðir áhyggjur af bömunum þínum þremur og fjölskyldu eftir þinn dag. Þegar við sátum úti í sól- skininu og ræddum lífsins gagn og nauðsynjar þá sagðir þú að þú værir svo heppin að vera bara Laufey Inga- dóttir, þú varst svo þakklát, þá varstu fársjúk og dauðvona. Þessi styrkur sem þú hafðir allan tímann vai' yfir- náttúrulegur og fyrir mér óskiljan- legur. Ég vona að bömin þín, foreldr- ar og systkin fái eitthvað af þeim styrk sem þú fékkst til að komast í gegnum sorgina og lifa með henni. Því bömin þín og fjölskylda hafa misst mikið. Foreldrar þínii' og syst- ur og þá sérstaklega Daðey sem hef- ur hugsað svo vel um þig allan tím- ann, vakandi og sofandi, hafa staðið við hliðina á þér sem klettar alla leið- ina. Ég er þér þakklát fyrir að hafa fengið að fylgja þér síðasta spölinn og minnist þín með hlýju og væntum- þykju en kveð þig með sorg í hjarta. Lífsins faðir, ljóssins herra Leiðir þig um gæfu stíg. Vonin sanna, vonin blíða, Vefji kærleiks örmum þig. Vertu sæl, vinkona. Bergdfs Una Bjamadóttir. Mig langai' að minnast æskuvin- konu minnar hennar Laufeyjar með örfáum orðum. Það er erfitt að hugsa til þess að þú sért farin, en ég veit að þú ert komin á góðan stað hjá Guði. Ég minnist einna helst allra góðu stundanna sem við áttum saman sem bekkjarsystur og vinkonur. Allra prakkarastrikanna, leikjanna og Sví- þjóðarferðarinnar síðar meir, hvað gat verið gaman hjá okkur og við hlegið mikið saman. Þú varst líka alltaf til staðar er ég þarfnaðist þín. Elsku vinkona; hvað þú varst hug- rökk meðan á veikindum þínum stóð og hversu þakklát og stolt þú varst af því hversu góða fjölskyldu þú áttir sem stóð með þér eins og klettur, eins og þú lýstir því. Ég sendi börnunum þínum, þeim Önnu Friðrikku og Inga Sigurði, for- eldrum og systkinum innilegar sam- úðarkveðjur. Ég kveð þig nú að sinni með miklu þakklæti fyrir allt. Minningin um góða vinkonu mum ætíð lifa. Hið stóra þarf ekki að upphefja. Hið sanna þarf ekki að auglýsa. Hið fagra þarf ekki að skreyta. Hið bjarta þarf ekki að upplýsa. Þín vinkona, Elín (Ella) Elsku Laufey mín. Það er ei'fitt að hugsa til þess að þú sért farin og komir aldrei aftur. Ég á aldrei eftir að sjá þig aftur eða heyra röddina þína. Sagt er að þeir deyi ungir sem guðirnh' elska og það er örugglega engin undantekning með þig Laufey mín. Síðasta skiptið sem við hittumst var nokkrum dögum áður en þú kvaddir þennan heim. Þú hafðir gam- an af að rifja upp gamlar minningai' og allar skemmtilegu stundÚTiar sem við áttum saman. Húmorinn þinn var til staðai' alveg fram á síðasta dag. Þú varst svo hreinskilin að það vai' alltaf hægt að treysta á þínar skoðan- ir. Þú varst góður vinur og hægt að treysta þér. Elsku Laufey mín þú lif- ir í hjarta okkar allra, við vitum að þú hefur fengið þinn bata og líður vel. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig) Elsku Laufey mín, við Lilja Karen kveðjum þig með söknuði. Við vott- um foreldrum þínum, systkinum og elskulegu bömunum þínum samúð. Veri guð með ykkur í ykkar miklu sorg. Iris Mjöll Hafsteinsdóttir. Elsku vinkona mín Laufey er farin yfir móðuna miklu. Það er ei'fitt að sætta sig við þennan missi því hann er mikill. En lífið virðist allt hafa sinn gang og þó maður vilji breyta er það ekki alltaf hægt. Ég mun sakna hennar sárt en ég ætla að muna eftir okkar góða tíma saman. Við Laufey bjuggum í sama stigahúsi og m-ðu ágætis vinkonur, drukkum oft kaffi saman og spjölluðum um lífið og til- veruna, þegar við nenntum ekki að spá í það spiluðum við eða borðuðum saman þegar tími gafst. Hér í Möðru- felli eru margir nánir og hefur þetta verið oft eins og stór fjölskylda og átti Laufey stóran part í henni. Lauf- ey hafði gaman af öllu glensi og gríni enda mikill húmoristi sem skorti ekki orðaforðann. Hér verður tómlegt án Laufeyjai'. Elsku Laufey, takk fyiir þær stundir sem við áttum saman. Hafdís. Elsku Laufey er látin. Fallin er frá ung og falleg móðir. Laufey barðist við illvígan sjúkdóm síðastliðna mánuði, og var sú barátta eifið. Ég kynntist hetju þessa mán- uði og mun ég geyma þennan hetju- skap og æðruleysi Laufeyjar í hjarta og minningu minni. Laufey var sér- stök kona, hlý og gott að tala við. Alltaf var hún tilbúin að hlusta og hjálpa. Hún vai' glaðlynd og alltaf stutt í brosið og gleðina. Hún sá alltaf skemmtilegu hliðarnar á öllum málum. Þrátt fyrir hræðilegan sjúk- dóminn var hún alltaf til í að tala um eitthvað allt annað og vildi engan grát og væl. Laufey var glæsileg kona og minnist ég þess að í apríl síð- astliðnum hittumst við nokkrar vin- konurnar heima hjá mér. Þai' kom Laufey hoppandi inn, stórglæsileg að vanda, í nýjum og fallegum fötum og bar af okkur öllum, þótt fárveik væri. Við áttum fáar en góðar stundh' und- ir lokin og situr í mér hve hetjulega hún tók á þessu öllu. En nú er kom- inn tími til að kveðja og ég geri það með sorg og söknuði í hjarta. Elsku Laufey, ég vona að þér líði vel núna. Ég sendi litlu börnunum hennar, fjöl- skyldu og vinum, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Megi Guð vera með ykkur. Sólveig Sigurðardóttir. Elsku Laufey. Sólskin, grín og glens kemur upp í hugann þegar ég hugsa til þess er ég hitti þig síðast. Þá sátum við úti í kvöldsólinni við líknardeildina og átt- um svo góða stund saman. Ég vissi ekki þá að þetta yrði í síðasta sinn sem ég heimsækti þig og þegar við kvöddumst hugsaði ég að kossarnir og faðmlögin væru kannski að verða heldur mikil. En núna þykir mér svo vænt um að við skyldum kveðjast svona vel og innilega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.