Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999
VIÐSKIPTI
MORGUNBLAÐIÐ
Norræni þróunarsjóöurinn og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins hefja samstarf
Þróunaraðstoð í
formi fjárfestinga
• Tsumeb
SwakopmundjAdNDHOEK
WalvisBay* .
Luderitz r^*
NAMIBIA
Stærð: 824.292 ferkm.
íbúan 1.643.000(1996)
(þar af 30.000 búskmenn)
L 500 km
Norræni þróunarsjóðurinn og Nýsköpun-
arsjóður atvinnulífsins hafa gert samkomu-
lag um að fjárfesta í sjávarútvegsfyrirtæk-
inu Seaflower í Namibíu sem er í eigu Is-
lendinga og Namibíumanna. Steingerður
Ólafsdóttir ræddi við Jens Lund Sðrensen
forstjóra Norræna þróunarsjóðsins um
samninginn og starfsemi sjóðsins.
Norræni þróunarsjóður-
inn, NDF, og Nýsköpun-
arsjóður atvinnulífsins
hafa nú stofnað til sam-
starfs um að fjárfesta í sjávarút-
vegsfyrirtækinu Seaflower í Na-
mibíu. Seaflower Whitefish Corp.
er í eigu íslendinga og Namibíu-
manna. Isalda, dótturfyrirtæki ís-
lenskra sjávarafurða, á um 20% í
Seaflower en eignarhaldsfélag
namibíska ríkisins, Fishcor, á
meirihlutann í fyrirtækinu. Sea-
flower var stofnað árið 1993 og ís-
lenskar sjávarafurðir hafa alla tíð
annast sölu á afurðum félagsins.
íslendingar hafa alltaf starfað hjá
fyrirtækinu, sérstaklega við sér-
fræðistörf, en meirihluti starfs-
manna eru Namibíumenn.
Fyrsta íslenska fjárfestingin
Með 12% fjárfestingu Nýsköp-
unarsjóðs verða ríflega 30% fyrir-
tækisins í eigu íslenskra aðila en
saman leggja NDF og Nýsköpun-
arsjóður 140 milljónir íslenskra
króna í fyrirtækið.
Þetta er fyrsta fjárfesting NDF í
fyrirtæki sem tengist íslandi, en
árið 1994 veitti sjóðurinn Sea-
flower lán. Fyrirtækið hefur átt í
nokkrum erfíðleikum en nú ríkir
bjartsýni á framtíðina hjá öllum
aðilum. Aðalfundur fyrirtækisins
verður haldinn í lok júní og verður
þá gengið frá samningum. NDF
hefur áður veitt lán til starfsemi
sem tengist Islandi. Þar má nefna
jarðhitaverkefni í Kína og verkefni
á sviði sjávarútvegs, m.a. í Mósam-
bik og Malaví.
„Fjárfestingar í einkafyrirtækj-
um verða stöðugt mikilvægari í að-
stoð við þróunarlöndin og sjóðir
eins og Norræni þróunarsjóðurinn
og Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins hafa stóru hlutverki að gegna í
áhættufjármögnun,“ segir Jens
Lund Sorensen forstjóri Norræna
þróunarsjóðsins. „Markmið okkar
er að gera meira aðlaðandi að fjár-
festa í þróunarlöndunum og þar
skiptir miklu fyrir fyrirtæki að
eiga möguleika á að afla sér
áhættufjármagns frá sjóðum eins
og Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,
líkt og reynslan á hinum Norður-
löndunum sýnir.“
Teygir starfsemi sína
út um allan heim
Norræni þróunarsjóðurinn
(NDF) er sá angi af norrænni sam-
vinnu sem teygir sig út um allan
heim. Þróunaraðstoð í Afríku, Asíu
og S-Ameríku er aðalmarkmið
sjóðsins, að sögn Sprensen. Aðstoð-
in er aðallega í formi langtímalána
til ríkisstjóma en núorðið líka með
fjárfestingum eða endurfjármögn-
un fyrirtækja í einkageiranum.
Sorensen segir ýmislegt koma til
greina í samvinnu við íslenska aðila
og samvinnan við Nýsköpunarsjóð
Samstarf við
fjármagnsstofnanir
Aðspurður segir Sorensen fjár-
magn sjóðsins koma frá Norður-
atvinnulífsins lofi góðu. Þekldng
Islendinga á sjávarútvegi geri það
að verkum að NDF veiti fjármagn í
verkefnið í samstarfi við Nýsköp-
unarsjóðinn.
Einkageirinn sífellt
mikilvægari
Langtímalán til ríkisstjórna þró-
unarlanda eru enn mikill meirihluti
af starfsemi NDF, eða 95%, að
sögn Sorensen. NDF hefur veitt
ríkisstjómum þróunarlanda vaxta-
laus lán til 40 ára og hyggst halda
því áfram en mun líka einbeita sér
að samvinnu við áhættufjárfest-
ingasjóði eins og Nýsköpunarsjóð
atvinnulífsins á Islandi í því skyni
að fjárfesta í einkafyrirtækjum í
þróunarlöndunum. Fjárfestingar
NDF í einkageiranum era enn lítill
hluti af starfsemi sjóðsins en mjög
mikilvægur, að sögn Sorensen.
Sem fyrr segir lánar NDF til
þróunarverkefna í Afríku, Asíu og
Jens Lund Serensen, forstjóri Norræna þróunarsjóðsins: „Fjárfesting-
ar í einkageiranum verða stöðugt mikilvægari í þróunaraðstoð."
Morgunblaðið/Ómar FriðriKsson
S-Ameríku og hefur lánað til um
þrjátíu landa. Aðstoðin við Afríku-
lönd er langmest, eða yfir 50%, að
því er fram kemur í ársskýrslu
NDF fyrir árið 1998.
Víðtækari lán
STARFSEMI Seaflower fer fram í bænum Liideritz í Namibíu.
í Namibíu hefur mikil áhersla
verið lögð á sjávarútveg. Landið er
strjálbýlt eins og Island og auð-
lindir þess liggja í hafinu. Þjóðim-
ar tvær eiga það sameiginlegt að
auðhndir þeirra liggja í hafinu og
Islendingar hafa fært þekkingu til
Namibíumanna. Að sögn Spren-
sens er sjávarútvegur ekki auð-
veldasta og öraggasta atvinnu-
greinin sem stunduð er í heimin-
um. Þekking íslendinga veitir Na-
mibíumönnum gott brautargengi
og eftirspurn er til staðar.
„Áður lagði NDF áherslu á að
veita lán til ákveðinna atvinnu-
greina en nú tíðkast víðtækari lán
og fjármögnun þar sem leitast er
við að virkja íbúa þróunarland-
anna,“ segir Sorensen. „Það er
mikilvægt að kenna íbúunum
vinnubrögð og flytja þekkingu til
þeirra svo hún skapi atvinnu og
leiði þannig til hagvaxtar og þróun-
ar,“ segir Sorensen.
Að sögn Sprensen er áhersla
sjóðsins að færast meira yfir á
samfélagsþátt þróunarlandanna en
var áður á efnahagsþáttinn. Innan
samfélagsþáttarins era menntun
og heilbrigðismál o.fl. Á árinu 1998
fór 49% fjármagns NDF til efna-
hagslegra innviða, en 28% til sam-
félagsþáttarins, en hlutfallið þar
fer hækkandi.
Seaflower fari
á markað
„NÝSKÖPUNARSJÓÐUR at-
vinnulífsins stefnir að þvi að
verða leiðifjárfestir af hálfu ís-
lenskra fjárfesta í alþjóðavæð-
ingu í þróunarlöndum,“ segir
Arnar Sigurmundsson, stjómar-
formaður Nýsköpunarsjóðs at-
vinnulífsins. „Samvinna NDF og
Nýsköpunarsjóðs gæti þá orðið
með svipuðum hætti og í Sea-
flower,“ segir Arnar og er bjart-
sýnn á framtíðina.
Samningaviðræður Islendinga,
Namibíumanna, Norræna þróun-
arsjóðsins, Isöldu og Nýsköpun-
arsjóðs atvinnulífsins hófust fyrir
rúmu ári, að sögn Amars.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífs-
ins hefur sett nokkur skilyrði fyr-
ir innkomu sjóðsins í Seaflower.
Þau varða m.a. framtíðarveiðirétt
fyrirtækisins, fjárhagslega end-
urskipulagningu, einkavæðingu
og síðar skráningu á verðbréfa-
markað í Namibíu. Að sögn Am-
ars mun Nýsköpunarsjóður auk
þess fá mann í stjóm fyrirtækis-
ins, Snorra Pétursson, sérfræð-
ing hjá Nýsköpunarsjóði.
Amar segir að þegar Seaflower
verði komið á verðbréfamarkað,
muni Nýsköpunarsjóður endur-
skoða fjárfestingu sína og horfa
þar einnig til hagsmuna NDF. Ef
Nýsköpunarsjóður dregur sig út
úr fyrirtækinu eftir að nokkur tími
er liðinn, mun NDF gera það líka,
að sögn Amars.
Góðar
fram-
iíðar-
horfur
„ÞETTA skref er öllum aðil-
um til hagsbóta,“ segir Stefán
Þórarinsson, stjórnarmaður í
Seaflower. „Fjárfestingar
NDF og Nýsköpunarsjóðs
styrkja Seaflower og framtíð-
arhorfur fyrirtækisins era
góðar.“
Seaflower er í meirihluta-
eigu namibíska fyrirtækisins
Fishcor og starfsmenn Sea-
flower era aðallega Namibíu-
menn en um 15 Islendingar
starfa við fyrirtækið nú, að
sögn Stefáns. Fyrirtækið rek-
ur útgerð og fiskvinnslu og
hefur veiðiréttindi á 12 þús-
und tonnum af lýsingi á ári.
Arðvænlegt að fjárfesta
i Seaflower
Stefán segir Islenskar sjáv-
arafurðir hafa veitt Seaflower
sérfræðiráðgjöf í framleiðslu-
og sölumálum og komi þannig
þekkingu Islendinga á fram-
færi. Að hans mati er arð-
vænlegt fyrir íslenska aðila
að fjárfesta í Seaflower og
hann sér fram á góða ávöxtun
fyrir NDF og Nýsköpunar-
sjóð atvinnulífsins.
„Stofnun Seaflower árið
1993 var mikið gæfuspor þó
oft hafi verið erfitt,“ segir
Stefán. „Seaflower er komið
til að vera og fjárfesting sjóð-
anna er mjög mikill stuðning-
ur þar sem samskipti Islend-
inga og Namibíumanna era
styrkt enn frekar."
löndunum fimm. NDF starfar með
þróunarsjóðum landanna og hefur
unnið með Þróunarsamvinnustofn-
un Islands frá árinu 1991. Áhættu-
fjármagnssjóðir koma nú meira inn
í myndina, sem og einkafyrirtæki.
Framlag hvers lands fer eftir
stærð hagkerfisins og er Island
þar minnst en Svíþjóð stærst. Is-
lendingar, með hið opinbera í far-
arbroddi, lögðu 1,06% til sjóðsins
árið 1998, eftir því sem fram kemur
í ársskýrslunni, en Svíar 38,09%.
NDF hefur úr u.þ.b. 70 milljón-
um doUara að spila á ári, eða u.þ.b.
5 milljörðum íslenskra króna. Öflun
fjár á Norðurlöndunum skiptir
miklu máU, að sögn Sorensen, og
NDF er stöðugt að reyna að fá fjár-
festa til að setja fjármagn í verkefni
í þróunarlöndunum. Fjármagnið
kemur að miklu leyti frá hinu opin-
bera en einkageirinn verður líka
stöðugt mikilvægari hvað varðar
fjáröflun. Mikilvægasti samstarfs-
aðiU NDF er Alþjóðabankinn í
Washington en einnig á sjóðurinn
náið samstarf við svæðisbanka eins
og Asíubanka og Afríkubanka.
Nauðsynlegt að starfsmenn
komi frá öllum
aðildarlöndunum
Norræni þróunarsjóðurinn var
stofnaður árið 1989 og hefur höfuð-
stöðvar sínar í Helsinki.
ísland, Svíþjóð, Danmörk, Nor-
egur og Finnland eiga aðild að
sjóðnum og koma starfsmenn hans
frá öllum fimm löndunum. Jens
Lund Sprensen hefur verið for-
stjóri sjóðsins sl. fimm ár en hann
kemur frá Danmörku. Sorensen
segir nauðsynlegt að starfsmenn
NDF komi frá öllum aðildarlönd-
unum til að tengsl sjóðsins við
löndin séu tryggð.