Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 45. „Til ljómandi hamingju liggi þín spor, þitt líf verði fagurt sem eilíft vor.“ Þessi orð, sem amma Stína skrif- aði oft sem kveðju á ævinni, lýsa vel viðhorfi hennar til lífsins. A vorin vaknar náttúran af dvala og fer að búa sig undir árið sem framundan er. Vorið er tími tilhlökkunar, von- ar og framkvæmda og sá sem lifir eilífu vori er starfsamur og bjart- sýnn. Þannig reyndi amma Stína að lifa sínu lífi, hún var óvenjulega já- kvæð og skemmtileg kona. Hún kunni þá list að gleðjast yfir nýjum verkefnum og hlakka til að takast á við þau og sigrast á þeim. Jafn- framt vissi hún, að hin sanna lífs- hamingja felst ekki í því að hafa náð ákveðnu takmarki heldur í því að njóta leiðarinnar að takmarkinu. Leiðin var henni mikilvægari en takmarkið, vorið mikilvægara en sumarið. Amma Stína leitaði sér sífellt að nýjum skapandi verkefnum sem hún sinnti af lifandi áhuga. Öll handavinna, saumaskapur, hekl og prjón lék í höndunum á henni, auk þess sem hún á tímabili batt inn bækur og óf falleg teppi í vefstól sem stóð lengi uppi í hornherberg- inu á Öldugötu 18. Hún var stöðugt að laga og breyta í íbúðinni hjá sér, hvort sem það var að veggfóðra ganginn eða bara raða húsgögnun- um á annan veg og alltaf var við- kvæðið á eftir: „Aldrei hefur það nú verið svona gott!“ Hún hafði gott auga íyrir tískunni, var alltaf smekklega klædd og hafði lag á því að gefa klæðnaðinum persónulegt yfirbragð með einhverju smáræði sem hún hafði breytt án þess að kosta miklu til. Hún hefði sennilega orðið einhvers konar listrænn hönn- uður ef hún hefði fæðst nokkrum áratugum seinna. Oft var leitað til hennar ef einhver þurfti ráðlegg- inga við á þessu sviði og brást hún ætíð við af miklum _ áhuga og réð viðkomandi heilt. Á sumrin átti garðurinn á Öldugötu 18 hug henn- ar allan. Verkefnin í garðinum voru endalaus, enda er hann nokkuð stór og hún var jafnframt með góðan grænmetisgarð. Við áttum oft skemmtilegar stundir saman í garð- inum, sérstaklega við að setja niður kartöflur á vorin. Þá var plógurinn góði sem afi hafði sjálfur smíðað og betri var en allir aðrir, vegna þess að hann hafði áttstrent handfang sem fór svo vel í hendi, tekinn fram og gerði allan gæfumuninn. Eg sé hana fyrir mér dásama verkfærið og fulla af eldmóði ganga til verks. Á eftir kom kaffi og rjómavöfflur, sem hún var alltaf óþreytandi að laga fyrir gesti sína og bragðaðist sérstaklega vel undir vegg í efri garðinum. Það var alltaf líf og fjör í kringum ömmu Stínu og margar ógleyman- legar stundir tengjast söngnum. Hún var mjög söngelsk og kunni alla texta utan að, ekki bara fyrsta erindið heldur öll! Ég man eftir heimsóknum á Öldugötuna, þar sem allt Islenska söngvasafnið var tekið og spilað og sungið í gegn eins og það lagði sig. Hún var ekki bara amma heldur líka góð vinkona og við skemmtum okkur oft vel saman. Þegai’ ég bjó hjá henni 1987 í nokkra mánuði eftir að ég kom heim frá námi kom hún með mér í íbúðar- leit. Hún var óþreytandi, þá 83 ára gömul, að skoða og leggja á ráðin með mér og við vorum aldeilis lukkulegar þegar rétta íbúðin loks- ins fannst. Stuðningur hennar og áhugi var mér mikils virði. Hið já- kvæða hugarfar hennar og eldmóð- ur var smitandi og gerðu samveru- stundirnar ætíð upplyftandi og skemmtilegar. Amma Stína hafði á langri ævi safnað að sér ýmsum spakmælum, sumum á ensku, sem hún hafði yfir á góðum stupdum, mörg þeirra eru orðin samgróin fjölskyldunni og munu alltaf minna okkur á hana. Eitt af þeim var: „í þessum dimma heimi verðum við að láta ljós okkar skína, þú í þínu horni, ég í mínu.“ Þitt skæra lífsljós er nú slokknað, amma mín, en ylurinn frá því mun endast lengi. Hvíldu í friði. Kristín Lilja. + Halldóra Ólafs- dóttir fæddist að Fossá í Kjós 16. aprfl 1914. Hdn lést á Landspítalanum 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Ólafur Matthíasson, bóndi á Fossá í Kjós, f. 7.1. 1873, d. 7.6. 1934 og Ásbjörg Tómasdóttir fædd á Vestri Reyni 22.4. 1870, d. 5.7. 1954. Halldóra var yngst níu systkina: Ragn- heiður, hdsfrtí í Vancouver í Kanada; Sigurþór, bóndi á Fossá; Valgerður, hdsfrd í Reykjavík; Olafur Ágdst, bóndi á^ Valdastöðum; Þorkell, bóndi á Útskálahamri; Magnds, verka- maður í Reykjavik; Matthias á Fossá, en hann dó ungur; Ás- laug, hdsfrd á Syðri Reykjum. Halidóra giftist 29. maí 1936 Þórhaili Þorkelssyni, hds- gagnasmið, f. 3.8. 1910, d. 4.12. 1977, frá Brjánsstöðum í Grímsnesi. Foreldrar Þórhalls voru Þorkeli Þorleifsson, bóndi á Brjánsstöðum og Halldóra Pétursdóttir, hdsfrd. Halldóra og Þórhallur ejgnuðust þrjd börn: 1) Ólafur Ásberg, f. 2.12. 1936, d. 26.3. 1963. 2) Dóra í dag verður til moldar borin frá Fossvogskirkju tengdamóðir mín, Halldóra Ólafsdóttir frá Fossá í Kjós, en hún bjó lengst af að Hofteigi 6 í Reykjavík. Nú eru liðin hart nær 40 ár frá því við Halldóra hittumst fyrsta sinni, daginn áður en við opinberuðum trúlofun okkar, ég og dóttir hennar, Dóra. Þann dag tók Halldóra mér sem syni og vini, og þannig var afstaða hennar til mín allar götur síðan, meðan bæði lifðu. Fór því þó fjarri, að ég verðskuldaði tryggð tengdamóður minnar og ástríki. Ári síðar gengum við Dóra í hjónaband. Tengdaforeldrar mínir stóðu þá fyrir fjölmennri veislu og báru af henni allan kostnað einsöm- ul. Halldóra Ólafsdóttir var þar veislustjóri og annaðist það verkefni af þeim myndarskap, sem henni var laginn um flestar konur fram. Fyrstu fimm árin í hjónabandi okkar Dóru bjuggum við í kjallaran- um hjá tengdaforeldrum mínum og Magnúsi bróður Halldóru. Sonur okkar Þórhallur er jafn gamall hjú- skap okkar foreldra sinna. Amma hans annaðist hann löngum stund- um öll þessi ár, enda var ég í há- skólanámi, en konan mín iðulega útivinnandi. Þegar námi mínu lauk efndu Halldóra og Þórhallur tvívegis til veislu mér til heiðurs. Hin fyrri fór fram í lok prófa, og sátu hana nokkrir tugir skólasystkina minna og maka þeirra. Síðari veislan stóð að kvöldi vígsludags míns. Þar kom saman hátt á annað hundrað skyld- menna og vina. Enn báru tengda- foreldrar mínir allan kostnað, og Halldóra stóð fyrir veislunum ásamt konu minni. Þessi veisluhöld sýndu með óyggjandi hætti rausn Halldóru og umhyggju hennar fyrir þeim, sem henni voru nánastir. Halldóra óx upp á bemskuheimili sínu að Fossá í Kjós og lagði frá blautu barnsbeini stund á þau störf, sem í þann tíma voru iðkuð í sveit- um. Nábýlið við Hvalfjörðinn var og uppspretta unaðar löngum stund- um. Þar á meðal var koma rauð- magans á hverju vori. Alla ævi hafði Halldóra gaman af að segja fjöl- skyldunni frá baráttunni við þessa kynjaskepnu, og rauðmagi þótti henni ævilangt eitthvert mesta lost- æti, sem völ var á. Sextán ára gömul fór Halldóra í síldarsöltun norður að Djúpuvík á Ströndum. Þarna átti hún sumar, sem hún ætíð minntist með ánægju. Erla, f. 19.6. 1941, starfsmaður hjá Ríkisdtvarpinu, hennar maður er Heimir Steinsson, f. 1.7. 1937, prestur og staðarhaldari á Þingvöllum. Þau eiga tvö börn: a) Þórhallur, f. 30.7. 1961, prestur í Hafnarijarðar- kirkju, hans kona er Ingileif Malm- berg, f. 31.7. 1961, sjdkrahdsprestur á Landspítalanum. Þeirra börn eru Dóra Erla, f. 22.6. 1987, Rakel, f. 15.3. 1991 og Hlín, f. 25.1. 1993. b) Arn- þrdður, f. 6.9. 1971, bdfræði- kandidat, sambýlismaður henn- ar er Þorlákur Sigurbjörnsson, btífræðingur. 3) Ásbjörg, f. 12.11. 1959, hjdkrunarfræðing- ur og ljósmóðir, hennar maður er Kristbjörn Reynisson, f. 9.4. 1959, röntgenlæknir á Sjtíkra- hdsi Reykjavíkur. Þau eiga þijár dætur: a) Selma Hrund, f. 16.12. 1986. b) Sandra Ósk, f. 13.2. 1988. c) Sara Rut, f. 29.1. 1994. Halldóra Ólafsdóttir verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Eftir þetta var hún í húsmennsku á Akranesi, og einnig þaðan bjó hún að ljúfum minningum. Halldóra giftist ung að árum Þór- halli Þorkelssyni, og bjuggu þau saman í farsælu hjónabandi þar til tengdafaðir minn andaðist fyrir ald- ur fram árið 1977. Þórhallur var húsgagnasmiður og þjóðhagi, sem aldrei féll verk úr hendi. Hann byggði húsið að Hofteigi 6 og hélt áfram að betrumbæta það, meðan hann lifði. Börn þeirra Halldóru og Þórhalls voru þrjú talsins, Ólafur Ásberg, sem lést 27 ára gamall eftir þráláta baráttu við ólæknandi hjartasjúk- dóm, Dóra kona mín, og Ásbjörg, eiginkona Kristbjörns Líndal Reyn- issonar, læknis. Börn eigum við Dóra tvö að tölu, Þórhall og Arn- þrúði. Barnaböm okkar eru þrjú talsins, Dóra Erla, Rakel og Hlín. Þau Ásbjörg og Kristbjöm eiga þrjár dætur á bamsaldri, Selmu Hmnd, Söndm Ósk og Söm Rut. Því nefni ég þennan afkomenda- hóp fullum nöfnum, að þetta fólk allt var Halldóra Ólafsdóttur hug- stæðara en nokkuð annað hér í heimi. Hún var fómfúsari en nokk- ur manneskja önnur, sem ég hefi kynnst. Kom það átakanlega fram, er hún barðist við hlið sonar síns Ólafs í hans þrotlausu sjúkdóms- raun. En ekki var síður ástæða til að veita eftirtekt aðgerðum Hall- dóm í hlutverki ömmunnar. Ég hef þegar nefnt fósturstarf hennar við son okkar, Þórháll. Síðar gekk Arn- þrúður dóttir okkar í skóla í Reykjavík frá ellefu ára aldri fram yfir stúdentspróf. Bjó hún þá alla virka daga hjá ömmu sinni, og varð þeim aldrei sundurorða. Umhyggju Halldóra fyrir dætmm þeirra As- bjargar og Kristbjörns var einstök, og minnast þær ömmu sinnar í dag með djúpri hryggð. Litlu stúlkumar hans Þórhalls míns og hennar Ingi- leifar, tengdadóttur minnar, vom mjög hændar að langömmu sinni, enda hún þeim svo hugulsöm sem framast mátti verða. Ekki verður skilist við þennan þátt í lífi Halldóm Ólafsdóttur án þess að minnast á gjafmildi hennar. Afkomendm’ hennar allir nutu þessa eiginleika í ríkum mæli. Jóla- gjafir frá Halldóm tóku ævinlega öðmm gjöfum langt fram. Við sjálfa sig var hún jafnan nægjusemin holdi klædd. En gjafir hennar til barna, barnabarna og barnabarna- barna vitnuðu um auðlegð, sem eng- um var kunnugt, að Halldóra byggi yfir. Það var hin innri auðlegð hjart- ans, sem með þessum hætti leitaði sér útrásar, er í því felst að gleðja þá, sem maður elskar. Halldóra Ólafsdóttir var lengst af heilsugóð. Þó svarf að henni hjarta- sjúkdómur fyrir einum átján ámm, en fyrir góðra manna tilstuðlan komst hún yfir þann sjúkdóm og varð heil að nýju. Síðustu fimm árin bjó hún á Norðurbrún 1 og átti þar innilegri umönnun að fagna, sem í dag er heils hugai’ þökkuð á skiln- aðarstundu. Um nokkurra ára bil þar á undan var hún búsett hjá okk- ur Dóm í Sæviðarsundi og Sólheim- um. Þess sambýlis minnumst við nú í innilegri þökk. Halldóra var löngum kennd við fæðingarstað sinn og bemskuheim- ili, Fossá í Kjós. Hún var mikill Kjósverji að upplagi og ræktarsemi alla ævi. Sömu afstöðu innrætti hún börnum sínum, og telja þau sig Kjósverja enn þann dag í dag. Þeg- ar ég tengdist þessari fjölskyldu varð mér ljóst, að ég yrði svo búnu að una. Hefur mér með ámm lánast að ganga í takt við tengdafólk mitt í þessu efni. Þegar Halldóra varð sjötíu og fimm ára fómm við Dóra með hana upp að Fossá í Kjós. Logn var veð- urs og dagurinn hinn fegursti. Af- mælisbarnið var í sjöunda himni yf- ir tiltæki okkar. Haildóra Ólafsdótt- ir var heima: Aprílsólin skein yfir landið fríða. Afmælisbarnið rakti fyrir okkur gönguleiðir bemsku sinnar og leikvelli. Hér hafði þetta átt sér stað og þarna eitthvað ann- að. Hún benti okkur m.a. á „kirkju- stíginn" yfir að Reynivöllum í Kjós, en þann veg hafði hún gengið með reglubundnu millibili öll sín upp- vaxtarár, þar með talið fermingar- árið, sem Halldóm var sérlega hug- stætt. Þessari gleðistund gleymi ég aldrei. Halldóra var trúkona mikfl. og lagði rækt við trú sína á marga vegu. Eftir andlát Ólafs lýsti hún fyrir mér óbrigðulli vissu sinni um eilíft líf sonarins unga. Sú tráar- sannfæring brást Halldóm aldrei til dauðadags. Nú er hún sjálf horfin inn um það gullna hlið, sem ástvinum hennar forðum laukst upg. Að leiðarlokum bið ég Halldóra Ólafsdóttur bless- unar Guðs um leið og ég votta nán- ustu ástvinum hennar mína dýpstu samúð. Með henni er góð gengin einhver mætasta kona, sem ég hef kynnst um mína daga. Megi hún hvfla í eilífum friði og almáttugur Guð varðveita hana í ævarandi Ijósi sínu. Heimir Steinsson, Þingvöllum. Elsku amma mín. Þakka þér fyrir öll árin okkar, og fyrir þinn stóra þátt í því að ala mig upp og gera mig að manneskju. Fyrsta áratug minnar ævi bjóst þú á Hofteignum, og við fjölskyldan komum öðra hverju austan úr Skálholti í heim- sókn. Það var oft ósköp skemmti- legt, en þar eð það var svo langt á milli okkar kynntumst við ekki mjög mikið á þeim ámm. Umskiptin urðu á tólfta ári mínu, þegar ég varð að skipta um skóla. Þá þótti besti kosturinn að ég byggi hjá þér og gengi í skóla í Reykjavík, en foreldrar mínir byggju áfram á Þingvöllum. Þetta var auðvitað sárt fyrir fjölskylduna, að verða að búa svona sín hvorum megin við heiði stóran hluta af árinu. Ósköp var maður einmana fyrstu dagana. En svo fómm við að kynnast. Elsku amma mín, þú bjóst litla ung- anum eins gott heimili og þú gast framast. Þú vaknaðir eldsnemma á morgnana til að elda hafragrautinn áður en ég fór í skólann, og mat- bjóst öll þessi ár af sömu natni eins og þetta væri stórt heimili, en ekki bara einn krakkakútur. Allt vildir þú fyrir mig gera. Alltaf varstu að stinga að baminu smágjöfum, at- huga hvemig ég hefði það, og setj- ast niður að spjalla. Þú gerðir allt sem í þínu valdi stóð til að kæta litla feimna ömmubamið þitt. Þú varst alltaf svo dugleg, þó þú værir orðin öldruð þegar ég kynnt- ist þér. Afí lést þegar ég var fimm ára gömul, en þú hélst þínu striki þótt ein værir. Alltaf varstu að brasa eitthvað, fara í brids eða er- inda með strætó um bæinn. Þú lésfy- aldrei deigan síga. Þú sem varðst* svo ósköp dauðveik þegar ég var lít- il, yfirvannst það allt og hélst áfram af fullum krafti í mörg ár í viðbót. Já, þú varst smíðuð úr kjörviði, amma mín. Það hefur fylgt mér alla ævi að hafa einhvern undarlegan áhuga á dýmm, og gmnar mig að hann komi að stómm hluta upphaflega frá þér. Ég dró hitt og þetta inn á heimilið, og þú tókst af lifandi áhuga þátt í öllu þessu dýrastússi mínu, kvartað- ir meira að segja ekki undan kis- unni fyrr en þú varst búin að hafa' stanslaust ofnæmiskvef fyrir henni í næstum ár. Já, mikið varstu alltaf hjálpsöm. Okkar ævi var samtvinnuð með þessum hætti í tíu ár, ég bjó hjá þér alla virka daga, og sumar helgar líka, meðan ég lauk gagnfræðaskóla og menntaskóla, og svolítið lengur. Ég var í raun afar rík, ég kynntist ömmu minni betur en flestir, og lít alltaf til þín eins og annarrar mömmu. Þú sást um uppeldi mitt að svo stómm hluta, og það var ástúð- legt uppeldi sem ég hlaut. Aldrei man ég eftir því að þú gagnrýndir nokkuð sem ég gerði, en þú varst svo góð, að barnið langaði til að vera góð manneskja líka. < Guð fylgi þér nú eins og ævin- lega. Þín dótturdóttir Arnþrdður. Elsku amma Halldóra. Við systumar þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér. Við vomm litlar þegar við flutt- um af landi brott. Þó að langt hafi verið að fara komst þú að heim- • sækja okkur og dvaldir oft lengi. Þú kenndii’ okkur á klukku og að lesa og margar stundirnar sátum við og spjölluðum og þú spilaðir við okkm’. Þú varst við skírn yngstu systur okkar í Svíþjóð og oft rifjuð- um við upp þennan dag. Þegar við síðan fluttumst heim fómm við oft í heimsókn til þín og var það alltaf jafn gaman. Þegar við eldri stelpumar stækk- uðum leist þú til með litlu systur eins og þú leist eftir okkur þegar við voram litlar. Við viljum minnast jólanna sem þú varst hjá okkur og allar minningarnar sem tengjast jólunum lifa í hjarta okkar. Alltaf þegar við þurftum á hjálp þinni að < halda varstu reiðubúin að koma og vera til staðar. Þú verður alltaf í hug okkar og hjarta. Góðu minningamar styrkja okkur í sorg okkar og söknuði. Selma Hrund, Sandra Ósk og Sara Rut. Skila- frestur minning- argreina EIGI minningargrein að bh-t- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á föstudag. I mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. HALLDÓRA ÓLAFSDÓTTIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.