Morgunblaðið - 15.06.1999, Side 47

Morgunblaðið - 15.06.1999, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 43? Hinlangaþrauterliðin. Nú loksins hlaustu friðinn, og aUt er orðið rótt, núsællersigurunninn og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, En það er Guðs að vilja, Og gott er allt, sem Guði er frá. (V. Briem.) Þær voru margar góðar stundirn- ar sem við áttum og þótt kynni okk- ar væru stutt fannst mér eins og við hefðum alltaf þekkst. Ég þakka fyrir þann tíma. Elsku Gunni, Anna og Ingi, megi Guð vera með ykkur og öllum að- standendum og styrkja ykkur í sorg ykkar. Ólöf, Möðrufelli 9. Var eitt sinn fögur eins og rós, fagrari enn allt. Rós ný útsprungin, fallegri enn allt, allt í þessum enda- lausa heimi. Englar þjóta allt í kring. Andar allt um kring sem eiga ólokið verki hér á jörðu. Ljósið lýsir leiðina, ljósið er lífíð. Myrkm- lifír í fólki, fólkið trúir á myrkrið. Myrkrið er ekki til. Ljósið er leiðin. Ung kona fer og lifir á jörðu. Það er hún Lauf- ey Ingadóttir. Kveðja frá „bamapíu“. Linda Yr Sveinsdöttir. Sárt er saknað þegar góð vinkona á besta aldri kveður í blóma lífsins. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að Laufey sé farin frá okkur. Hugurinn reikar aftur í tímann þessi ár sem við þekktumst, sumarið 1996 stendur upp úr af þeim tíma. Það leið ekki sá dagur að við heyrð- umst ekki eða sáumst. Við vorum duglegar að rífa hvor aðra upp úr okkar erfiðleikum. Svo var það 19. júní að litli sólargeislinn, hann Ingi Sigurður, fæddist, þá hafði Laufey nóg að gera við að hlúa að honum. Það var yndislegt að koma til þeirra og fá að gefa pela og dúllast með litla kallinn. Heilsubótagöngumar okkar um Elliðaárdalinn em líka ógleymanleg- ar. Anna og Alma hjóluðu á undan okkur og við skiptumst á að brana áfram með bamavagninn. Oft kom- um við við í Hagkaup á leiðinni heim og keyptum okkur eitthvað gott að elda í kvöldmatinn. Við höfðum mjög líkan matai-smekk svo eldamennsk- an var eins og best varð á kosið. Aldrei hefði mér dottið í hug þá að viðyrðum svona stutt samferða. Eg þakka guði fyrir að hafa fengið að kynnast henni Laufeyju. Hún var alltaf svo fín og vel til höfð, meira að Legsteinar í Lundi v/Nýbýlaveg bOLSTEINAK 564 3555 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjóri útfararstjóri Útfararstofa íslands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 AUan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/ MINNINGAR segja þann tíma sem veikindin stóðu yfír. Hún passaði alltaf vel upp á út- litið, hafði vel snyrtar hendur og var alltaf í fallegum náttfötum. Það var á sinn hátt yndislegt að fylgjast með hve fjölskyldan var samhent í að stytta Laufeyju biðina eftir því óhjákvæmilega. Anna, Ingi, Gunni, Siggi, Ingi, Anna Friðrikka, Daðey og Ragn- heiður, ég, Hilmar og bömin biðjum algóðan Guð að styrkja ykkur í þess- ari miklu sorg sem á ykkur hefur verið lögð. Kveðja, Hlíf. Elsku Laufey mín. Nú ertu farin og á ég erfitt með að trúa því. En eitt er víst, að við fæðumst og deyj- um, það er það eina sem við vitum með vissu um þetta líf. Mig langar að segja nokkur orð til að kveðja þig, elsku Laufey. Ég hitti þig fyrst fyrir fimm áram hjá henni Hlíf vinkonu okkar og fannst mér þú mjög hress og skemmtileg manneskja. Þó tókst ekki strax með okkur vinskapur. Vissi ég að það var erfítt tímabil hjá þér, en sem betur fer komst þú yfir það. Þó þetta hafi verið nokkur erfið ár hjá þér, þá var samt Ijós í þessu, það var þegar Ingi litli kom í heim- inn. Ég kynntist þér betur þegar þú gekkst með hann Inga litla og urðum við góðar vinkonur. Attum við marg- ar góðar stundir saman, eins kom líka hjá okkur að við voram ekki alltaf sáttar við hvor aðra, en alltaf tókst okkur að ræða málin. Þegar ég bjó á Kleppsveginum var ég meira og minna hjá þér og voram við, ég og börnin mín, alltaf velkomin. Þykir mér mjög vænt um það. Takk, elsku Laufey okkar. Við áttum margar skemmtilegar stundir saman. Man ég þegar þú fékkst fyrstu fríhelgina þína. I partýinu heima hjá þér var mikið fjör og mikil gleði eins og alltaf þegar þú varst með. Komu margar helgar eftir þessa og alltaf var jafn gaman, mikið grín og glens. Núna í haust veiktist þú svo og fórst í uppskurð, en í desember varstu orðin mjög hress aftur. Það var ynd- islegt að fá þig aftur. Áttum við mjög skemmtilega nótt saman um áramót- in ásamt Dóra og var mjög Ijúft að vera samvistum við þig. Alltaf varst þú hress og jákvæð. Svo kom janúar. Þú og Ingi litli komuð til okkar þeg- ar Linda Ýr átti afmæli. Þú varst þá svo hress og gerðir mikið grín bæði að sjálfri þér og okkur hinum og hlógum við mikið þennan dag. Akváðum við að borða saman 2-3 dögum síðar hérna hjá mér, en ekk- ert varð úr því. Þú veiktist aftur og ekki varð aftur snúið. En þú fékkst tækifæri til að fara til London með góðum vini og eiga þar góðar stund- ir. Þú varst svo glöð eftir þá ferð. Jæja, elsku Laufey okkar, ég vil þakka þér fyrir allt og fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Þú hefur gef- ið mér mikið á þessum árum sem við höfum þekkst. Takk, elsku Laufey. Elsku Laufey, ég vil kveðja þig og ég á eftir að sakna þín, en þú lifir alltaf í huga mér og mun ég muna þig og þinn húmor og geyma allar góðu minningarnar um þig. Elsku Laufey, megir þú hvíla í friði núna. Megi Guð styrkja ykkur á þessari sorgarstund, elsku Gunnar Reynar, Anna Friðrikka yngri, Ingi Sigurður, Anna Friðrikka eldri, Ingi, Ragn- heiður, Daðey og Sigurður Bjöm. Þín vinkona og böm, Kristín S. Markúsdóttir, Linda Yr og Markús Vilberg. • Fleiri minningargreinar um Laufeyju Ingadóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordper- fect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. + Elskuleg eiginkona mín og móðir, MÁLFRÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, er látin. Helgi Bjarnason, Svan Magnússon og aðrir aðstandendur. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, KRISTÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, Öldugötu 18, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, þriðjudaginn 15. júní, kl. 15.00. Trausti Ó. Lárusson, Elin Sigurðardóttir, Steinunn Lárusdóttir, Halldór Steinsen, Svala Lárusdóttir, David L.C. Pitt, barnabörn, barnabarnabörn, og barnabarnabarnabarn. + Þökkum auðsýnda samúð og virðingu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur, ESTHERAR MAGNÚSDÓTTUR hjúkrunarkonu, Hofteigi 38. Guð veri með ykkur. Gunnar Haugen, Svanhildur Svavarsdóttir, Axel Haugen, Sigurður Magnússon, Hrefna María Magnúsdóttir, Svavar Berg Gunnarsson, Birkir Gunnarsson. + Ástkær bróðir okkar og mágur, ÁRNI GESTSSON, Árskógum 6, Reykjavík, andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn 12. júní. Útförin verður auglýst síðar. Margrét Gestsdóttir, Eyvindur Árnason, Trausti Gestsson, Ásdis Ólafsdóttir, Matthildur Gestsdóttir, Björgvin Kristjánsson, Lísebet Gestsdóttir, Jón Vilhjálmsson, Einar Gestsson, Margrét Friðriksdóttir, Sæmundur Jónsson. r/. + Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og lang- amma, JENNY HELGA HANSEN, Blesugróf 1, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur föstudaginn 11. júní. Már Ingvason, Hrafn Ingvason, Anna Carla Ingvadóttir, Árni Már. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, GUÐRÚN ANDRÉSDÓTTIR, Kirkjubraut 22, Höfn, Hornafirði, lést að morgni sunnudagsins 13. júní. Fyrir hönd aðstandenda, Bragi Emiisson, börn, tengdabörn < + Bróðir okkar og mágur, STEINN ÞÓRÐARSON frá Ásmundarstöðum, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Lundi, Hellu, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnudaginn 13. júní. Kristgerður Þórðardóttir, Geir Þórðarson, Valdimar Þórðarson, Andrés Andrésson, Helga Jóhannesdóttir. + Ástkær systir okkar, LAUFEY INDRIÐADÓTTIR frá Ásatúni, er lést miðvikudaginn 9. júní sl., verður jarð- sungin frá Hrunakirkju miðvikudaginn 16. júní kl. 14.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðný Indriðadóttir, Guðmundur Indriðason. + Þökkum af alhug þeim fjöldamörgu sem sýndu okkur vináttu, hlýhug og samúð við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GÍSLA EINARSSONAR, Kjarnholtum, Biskupstungum. Ingibjörg Jónsdóttir, Einar Gíslason, Sesselja Pétursdóttir, Jón Ingi Gislason, Hrönn Hafsteinsdóttir, Gylfi Gislason, Oddný M. Arnardóttir, Jenný Gísladóttir, Bjarni Bender Bjarnason, barnabörn og barnabarnabarn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.