Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1999, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson GUÐGEIR Ragnarsson, bóndi á Hjarðargrund, og Ármann Halldórs- SKRIÐAN átti ekki langt ófarið að íbúðarhúsinu eins og sjá má og alls son við upptök skriðunnar í fjallinu ofan við Hjarðargrund. Stálið þar má ætia að um tíu hektarar gróins iands hafi farið undir skriðuna. sem skriðan brotnar frá er ailt að 5 metrar á hæð. Aurskriða féll fyrir ofan bæinn Hjarðargrund á Jökuldal Skriðan stöðvaðist 100 metra frá íbúðarhúsinu Vaðbrekku, Jökuldal. Morgunblaðið. STÓR aurskriða féll fyrir ofan bæinn Hjarðargrund á Jökuldal að morgni sunnudags. Skriðan er um einn kíló- metri á lengd og um 200 metrar á breidd, þar sem hún er breiðust, og teygir sig langleiðina niður undir íbúðarhúsið á Hjarðargrund. Aðeins rúmir 100 metrar eru ffá íbúðarhús- inu að skriðunni svo að óst er að hús- ið hefur verið í nokkurri hættu. Mildi að ekki varð manntjón Að sögn Guðgeirs Ragnarssonar, bónda á Hjarðargrund, féll skriðan á milli klukkan fimm og níu á sunnu- dagsmorgninum og mildi var að hún náði ekki niður að bæ, þar sem móðir hans býr, og að ekki varð manntjón. Tjón á gróðurlendi er nokkurt, þar sem ætla má að tíu hektarar gróins lands hafi farið undir skriðuna, auk þess sem hún skemmdi girðingu ut- an um trjágarðinn við bæinn. Vonar að féð hafí sloppið Guðgeir sagðist hafa verið nýbú- inn að sleppa lambfé í hlíðina þar sem skriðan féll. Kvöldið áður sleppti hann þangað um þrjátíu lambám og allt að hundrað kindum, flestum með lömb, síðustu tvo dag- ana áður. Guðgeir sagðist vona að féð hefði sloppið. Skriðan væri hins vegar svo stór og blaut að ekki væri hægt að rannsaka hana náið nú. Þó sæist ekkert fé í jöðrum skriðunnar og þess vegna vonaði hann að þarna hefði farið betur en á horfðist. Allt að tíu hektarar undir skriðuna Skriðan fer af stað í hjallabrún uppi undir fjallsbrún fyrir ofan Hjarðargrund, upptökin eru um 30 metra breið og stálið allt að 5 metra hátt. Síðan steypist hún niður snar- bratta hlíðina um 50 metra breið og um það bil 500 metra löng niður á jafnsléttu. Þegar skriðan kemur niður á sléttuna er krafturinn svo mikill að hún grefur gíg við brekkuræturnar, um það bil 50 metra í þvermál. Þar fer mesti krafturinn úr henni áður en hún breiðist 500 metra löng og 200 metra breið um sléttan hjalla fyrir ofan bæinn og nær alveg heim í trjágarðinn við húsið. Það er Ijóst að bæjarhúsin sleppa vegna þess að skriðan missir mikinn kraft þegar hún grefur gíginn við brekkuræt- umar og hjallinn fyrir ofan bæinn er það breiður að skriðan stoppar að mestu á honum. Innritun í fram- haldsskóla lokið Flestir sækja um Iðnskólann AÐSÓKN 1 framhaldsskóla landsins er álíka mikil nú og síðustu ár, að sögn Karls Krist- jánssonar, deildarsérfræðings í menntamálaráðuneytinu. Um 2.600 nemendur í Reykjavík sóttu um skólavist að þessu sinni en innritun lauk 5. júní síðastliðinn. „Þetta virðist ætla að ganga upp að mestu leyti, þ.e. að allir nýnemar fái skólavist,“ sagði Karl. Að hans sögn er um tvo hópa að ræða, þ.e. annars veg- ar nýnema eða þá sem voru að ljúka samræmdum prófum og hins vegar þá sem eru að flytja sig á milli skóla. Flestir sóttu um nám í Iðn- skólanum, um 1100 nemendur, en tölvu- og hársnyrtibrautir skólans laða marga nemendur að og má búast við að einhverjir fái ekki inngöngu og verði að bíða um sinn. Um 900 manns sóttu um Fjölbrautaskólann í Breiðholti en þar er það einna helst lista- og snyrtibrautin sem trekkja að nemendur og má bú- ast við að um 400 nemendum verði vísað frá. Þó er búist við að flestir nýnema fái inngöngu. Þótt búið sé að skipa í alla þá 225 stóla sem ætlaðir eru ný- nemum Menntaskólans í Reykjavík í haust var það ekki gert fyrr en í annarri umferð, þ.e. eftir að þeir sem valið höfðu skólann sem sinn annan kost höfðu verið teknir með í reikn- inginn. Morgunblaðið/Jón Sig. Aurskriður falla í Vatnsdal MIKLAR aurskriður hafa fallið í vorleysingunum í Vatnsdal frá því á laugardag og lokaði lögreglan vegin- um til öryggis við bæina Hjallaland og Bjamastaði síðdegis í gær. Að sögn Ellerts Pálmasonai’, bónda á Bjamastöðum, er óhemjumikill snjór í fjallinu fyrir ofan bæinn og þegar fór að hlýna vemlega í síðustu viku safnaðist mikið vatn fyrir í fjallinu. Sagði Ellert að skriðumar hefðu byrjað að falla úr fjallinu eftir bæj- arlæknum á laugardag og stóðu skriðuföllin fram á aðfaranótt Óánægja með ÓANÆGJA sveitarstjómar með að Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri á Raufarhöfn, sótti um starf sem bæj- arstjóri í Homafirði í febrúar síðast- liðnum er ástæða þess að lýst var vantrausti á hann, samkvæmt heim- ildum blaðsins. Þessi ástæða er bók- uð í gerðabók sveitarfélagsins. Gunn- mánudags. „Skriðumar era um 100 metrar á breidd," sagði hann, en ýta og grafa sáu um að halda þeim í skefjum og aftra því að þær breidd- ust út þegar mest gekk á. „Skrið- urnai- voru margar og féllu hægt og rólega niður fjallið, þegar lækurinn óx og reif allan þennan aur með sér,“ sagði Ellert. „Þetta er óhemjumagn sem er komið niður lækinn og hefur runnið út í Vatns- dalsvatn um tveggja km leið. Það er reyndar ennþá mikið vatn í læknum og er hann eins og á á að líta.“ starfsumsókn laugur hefur nú sagt upp starfi sínu. Lýst var vantrausti á Gunnlaug þar sem hann hefði sótt um starf sem bæjarstjóri í Homafirði. Gunn- laugur vill sjálfur sem minnst tjá sig um málið en vísar því hins vegar á bug að ástæða uppsagninnar sé að óánægja hafi ríkt með störf hans. Clinton þakkar forsætisráðherra stuðninginn með símtali DAVÍÐ Oddsson for- sætisráðherra og Bill Clinton Banda- ríkjaforseti ræddust stuttlega við í síma á laugardagskvöld vegna Kosovo. í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að Bandaríkja- forseti hafí hringt í forsætisráðherra til að fara yfír stöðu mála nú þegar hern- Bill Clinton aðaraðgerðum Atlants- hafsbandalagsins gegn Júgóslavíu væri lokið. Bandaríkjaforseti sagði forsætisráðherra að hann mæti mikils stuðning íslenskra stjórnvalda á vettvangi Atlantshafsbandalags- ins við aðgerðimar gegn Júgóslavíu. Þá voru þeir sammála um að bandalagið hefði styrkst enn frekar fyrir samheldni og einurð ríkja þess í málinu, sem hefði ráðið úrslit- um um árangurinn og staðfest að það gegndi lykilhlutverki í Evrópu. í frétt frá AP-fréttastofúnni segir að Bandaríkjaforseti hafí hringt í kollega sína í Dan- mörku, Noregi, íslandi, Pól- landi og Albaníu í fíugi á leið- inni frá Chicago til Washington til þess að þakka þeim fyrir stuðning landa þeirra á meðan á átökunum stóð. Margrét Frímannsdóttir um forystu Samfylkingarinnar Of mikið gert úr orðum mimim MARGRÉT Frímannsdóttir, tals- maður Samfylkingarinnar, segir að of mikið hafi verið gert úr orðum hennar um hugsanlegan forystu- mann Samfylkingarinnar í fjölmiðl- um um helgina. „Það sem ég sagði einungis var að það er mín persónu- lega skoðun að það sé ekkert endi- lega sjálfgefið að það séu forystu- menn A-flokkanna sem verði í fram- boði til forystu í Samfylkingunni. Þar megi alveg eins og ekki síður hugsa sér einhvem þriðja aðila. Auðvitað kemur sá einstaklingur úr Samfylkingunni. Það er fáránlegt að ætla annað,“ sagði Margrét í samtali við Morgunblaðið í gær. Hún sagðist einungis hafa sagt að sá hópur sem hugsanlegur forystu- maður Samfylkingarinnar gæti komið úr væri stærri en hópur nú- verandi forystumanna A-flokkanna. „Ég hef alla tíð sagt að mér fyndist það skynsamlegt að einblína ekki á núverandi forystu A-flokkanna heldur eigi þar fleiri að koma til, en auðvitað er það fólk innan Samfýlk- ingarinnar, A-flokkanna, Kvenna- listans og óháðra, sem ákveður þetta,“ sagði Margrét. Hún sagði að hún teldi engan úti- lokaðan í þessum efnum. Hún hefði ævinlega verið þeirrar skoðunar að það væri skynsamlegt fyrir nýjan flokk eins og Samfylkinguna að horfa ekki einungis til forystu- manna þeirra flokka sem hana mynduðu. Aðspurð hvort þetta þýddi að hún myndi ekki sækjast eftir þessu hlutverki, sagðist Margrét ekki enn hafa gert það upp við sig. Hins vegar teldi hún hitt skynsamlegra, en það væri auðvitað flokksins þeg- ar þar að kæmi að velja sér forystu og ákveða hvernig hún væri skip- uð. Aðspurð sagði hún að tilgangur- inn með því að ræða þessa hluti nú væri einungis sá að ræða þau al- mennu sjónarmið sem eðlilegt væri að leggja til grundvallar þegar gengið yrði til þessa verks. Hins vegar væri nægur tími til þess því ekki væri gert ráð fyrir að Samfylk- ingin yrði að formlegu stjómmála- afli fyrr en á næsta ári, árið 2000, og það væri ekki fyrr en eftir að það hefði verið gert sem flokkurinn myndi kjósa sér forystu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.